Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 27 Teddy Sheringham skoraöi þrennu fyrir Manchester United gegn Southampton. Hér er hann í baráttu við Matthew Oakley, varnarmann Southampton. Á innfelldu myndinni er Teddy Sheringham meö bolta leiksins sem honum var færöur aö gjöf fyrir þrennuna sína. Reuter Toppliðin í ensku úrvalsdeildinni léku andstæðinga sína grátt: Markasú pa - Arnar Gunnlaugsson tryggði Leicester sigurinn gegn Derby Tvö efstu liðin í ensku úr- valsdeildinni, Manchester United og Arsenal, fóru á kostum í leikjum sínum á laugardaginn var. Það bend- ir allt til einvígi þessara liða en þau hafa verið að leika áberandi best upp á síðkastið. Fyrsta þrennan Teddy Sheringham hefur heldur betur verið í sviðs- ijósinu og nýtt tækifærið sem Alex Ferguson gaf hon- um. Sheringham gerði sína fyrstu þrennu fyrir Manchester United þegar Southampton heimsótti Old Trafford. Það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu hvað í stefndi. United réð lögum og lofum á vellinum og fimm marka sigur var síst of stór. „Það var allt annað að sjá til liðsins í þessum leik en gegn Anderlecht í meistara- deildinni," sagði Ferguson og hrósaði sínum mönnum í hástert. Þess má geta að þegar þessi lið mættust á sama stað í fyrra varð jafntefli, 3-3, og átti þá Massimo Taibi, þá markvörður liðs- ins, afleitan leik. Arsenal hefur unnið alla sína leiki á Highbury í vet- ur. Nýliðarnir í Manchester City fengu útreið gegn Arsenal og þurftu fimm sinnum að hirða knöttinn úr netinu. Að vísu setti það svip sinn á leikinn að Manchester City lék einum færri allan síðari hálfleik- inn en Danny Tiatto fékk að sjá sitt annað gula spjald undir lok fyrri hálfleiks. John Lukic stóð í marki Arsenal og var þetta hans fyrsti leikur í úrvalsdeild- inni í þrjú og hálft ár. Dav- id Seaman var meiddur. Royie ósáttur Joe Royle, knattspyrnu- stjóri Manchester City, var ókátur í leikslok og sagði að þessi stóri ósigur hefði alls ekki gefið rétta mynd af leiknum. Derby er enn án sigurs í deildinni. Liðið byrjaði vel gegn Leicester, komst yfir, en heimamenn komu síðan æ meira inn í leikinn. Arn- ar Gunnlaugsson gerði sig- urmark Leicester á 76. mín- útu. Hann hafði þremur mínútum áður komið inn á sem varamaður. Amar er greinilega allur að koma til og verður spennandi að fylgjast með honum á næst- unni. Claudio Reneri er að koma Chelsea inn á réttar brautir en ekki valdi hann Eið Smára Guðjohnsen í leikmannahópinn fyrir leik- inn á móti Tottenham. Jim- my Floyd Hasselbaink er ið- inn við kolann þessa dag- ana, skoraði tvö mörk og hefur skorað tíu í síðustu 11 leikjum Chelsea. Hermann Hreiðarsson og félagar í Ipswich eru komn- ir í 5. sætið eftir sigur á Middlesbrough. Þetta er mun betri byrjun en bjart- sýnustu menn þorðu að vona fyrir tímabilið. Brasilíumaðurinn Emer- son Thome skoraði sitt fyrsta mark fyrir Sunder- land og það nægði til sigurs gegn Coventry. West Ham vann sinn fyrsta sigur á Upton Park á tímabilinu gegn Newcastle. Frederic Kanoute skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá Davor Suker. Newcastle hefur ekki unnið sigur á Upton Park í 20 leikjum. -JKS Úrvalsdeild Arsenal-Man. City...........5-0 1-0 Cole (44.), 2-0 Bergkamp (48.), 3-0 Wiltord (75.), 4-0 Henry (82.), 5-0 Henry (88.) Aston Villa-Charlton .......2-1 1-0 Taylor (33.), 2-0 Merson (41.), 2-1 Dublin (82. sjálfsm.) Chelsea-Tottenham...........3-0 1-0 Hasselbaink (13.), 2-0 Zola (39.), 3-0 Hasselbaink (87) Ipswich-Middlesbro .........2-1 1-0 Naylor (25.), 2-0 Venus (28.), 2-1 Gordon (68.) Leicester-Derby................ 0-1 Delap (12.), 1-1 Izzet (31.), 2-1 Arn- ar Gunnlaugsson (76.) Man. Utd-Southampton .... 5-0 1-0 Cole (9.), 2-0 Sheringham (45.), 30 Sheringham (51.), 4-0 Sheringham (55.), 5-0 Cole (73.) Sunderland-Coventry........ 1-0 1-0 Thome (52.) West Ham-Newcastle..........1-0 1-0 Kanoute (73.) Liverpool-Everton ..........3-1 1- 0 Barmby (12.), 1-1 Campbell (17.), 2- 1 Heskey (55.), 3-1 Berger (78. víta- sp.) Bradford-Leeds............. 1-1 1-0 Collymore (20.), 1-1 Viduka (79.) Staðan í úrvalsdeild Man Utd 11 7 3 1 31-8 24 Arsenal 11 7 3 1 22-10 24 Liverpool 11 6 3 2 20-14 21 Leicester 11 5 4 2 9-7 19 Ipswich 11 5 3 3 16-12 18 Chelsea 11 4 4 3 22-14 16 Aston Villa 10 4 4 2 13-9 16 Newcastle 11 5 1 5 11-10 16 Sunderland 11 4 4 3 9-11 16 Leeds 10 4 3 3 15-14 15 Charlton 11 4 3 4 17-18 15 Tottenham 11 4 2 5 15-17 14 Man. City 11 4 2 5 14-19 14 Everton 11 3 3 5 14-19 12 West Ham 11 2 5 4 13-14 11 Coventry 11 3 2 6 11-22 11 Middlesbro 11 2 4 5 16-18 10 S’hampton 11 2 4 5 12-20 10 Bradford 11 1 4 6 5-17 7 Derby 11 0, 5 6 16-28 5 1. deild: Bolton-Crystal Palace ......3-3 1-0 Guðni Bergsson (20.), 1-1 Freed- man (41.), 2-1 Ricketts (75.), 3-1 Frandsen (77.), 3-2 Freedman (87.), 3-3 Morrison (90.) Gillingham-Crewe ...........0-1 0-1 Little (52.) Huddersfield-Blackbum .... 0-1 0-1 0stenstad (73.) Portsmouth-Birmingham . . . . l-l 1-0 Bradbury (41.), 1-1 Eaden (48.) Sheffield Wed-Fulham .......3-3 1-0 Sibon (41.), 1-1 Saha (47.), 1-2 Hayles (55.), 2-2 Morrison (72.), 2-2 Melville (82.), 3-3 Westwood (90.) Stockport-Nott. Forest .....1-2 1-0 Edwards (48. sjálfsm.), 1-1 Lester (75.), 1-2 Lester (88.) Tranmere-Q.P.R..............l-l 1-0 Koumas (58.), 1-1 Connolly (83.) Wimbledon-Sheffield Utd .... 0-0 Wolves-Watford .............2-2 0-1 Cox (33.), 0-2 Mooney (39.), 1-2 Muscat (47.), 2-2 Dinning (75.) Grimsby-W.B.A...............2-0 1-0 Ailen (59.), 2-0 Nielsen (84. Staöan í 1. deild Watford 14 11 3 0 30-11 36 Fulham 14 11 2 1 34-10 35 Birmingh. 15 9 3 3 24-12 30 Preston 15 8 4 3 18-11 28 W.B.A. 16 8 3 5 18-18 27 Bolton 15 7 5 3 23-17 26 Burnley 14 7 4 3 15-16 25 Blackburn 14 7 3 4 22-15 24 Nott. Forest 14 7 3 4 19-16 24 Sheff. Utd 14 7 3 4 16-13 24 Portsmouth 16 5 6 5 18-19 21 Barnsley 15 5 4 6 23-25 19 Wimbledon 14 4 6 4 21-14 18 Grimsby 14 5 2 7 11-15 17 Wolves 15 3 7 5 15-15 16 Gillingham 16 3 7 6 18-23 16 Tranmere 16 4 4 8 18-25 16 Crewe 15 4 3 8 10-19 15 Norwich 13 3 5 5 13-16 14 Q.P.R. 14 2 6 6 14-21 12 Sheff. Wed 15 3 3 9 14-27 12 Stockport 16 2 5 9 17-30 11 Crystal P. 15 2 3 10 13-24 9 Huddersf. 15 1 4 10 10-22 7 ENGLAND Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea annan leikinn í röð í úr- valsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson leysti Steve Cuppy af hólmi á 73. mínútu þegar Leicester sigraði Der- by á Filbert Street. Guðni Bergsson átti góðan leik fyrir Bolton og var hann inni á allan tímann. Heiðar Helguson kom inn á hjá Watford þegar tíu mínútur voru til leiksloka gegn Wolves. Bjarki Gunnlaugsson kom inn á hjá Preston á 67. mínútu. Liðið tapaði á heimavelli fyrir Barnsley, 1-2. Stoke vann dýrmætan sigur á Bournemouth. Bjarni Guðjónson og Brynjar Björn Gunn- arsson léku allan tím- ann með Stoke. Stefán Þórðarson fór af leik- velli á 69. mínútu. Bjarnólfi Lárussyni var skipt út af á 77. mín- útu hjá Scunthorpe sem vann Carlisle á útivelli í 3. deild. Scunthorpe hefur gengið vel að undanfömu og er komið i sjöunda sætið í deildinni. Ólafur Gottskálksson og ívar Ingimarsson léku báðir allan tímann hjá Brentford sem gerði sér lítið fyrir og skellti Walsall. Ólafur þótti standa sig vel í marki Brentford en hann hefur leikið sérlega vel með liðinu. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.