Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 23 EES32 Metal Gear Solid: Sons of Liberty: Konami í fullu fjöri: Fullt af leikjum í vinnslu PlayStation2 leikjavélin fær sinn skerf frá Konami á næsta ári og eru leikir eins og Silent Hill2,Z.OMog Shadow of Destiny í vinnslu og svo er framhald Metal Gear Solid einnig í vinnslu þessa dagana en það kemur út f fyrsta lagi um jólin 2001. Framhald Metal Gear Solid mun koma út á PlayStation 2 á næsta ári og bíöa sjálfsagt margir sveittir í lófunum eftir því. leikimir Dance Dance Revolution og Monster Force. Þessir leikir eru þó aðeins brot af þvi sem er í vændum fyrir gömlu góðu PlayStation leikjatölvuna. Ekkert lát er reyndar á sölu vélar- innar eftir andlitslyftingu hennar fyrr í sumar. PlayStation2 leikjavélin fær sinn skerf frá Konami á næsta ári og eru leikir eins og Silent Hill 2, Z.O.E og Shadow of Destiny í vinnslu og svo er framhald Metal Gear Solid einnig í vinnslu þessa dagana en það kem- ur út í fyrsta lagi um jólin 200. Án efa eiga eftir að bætast í hópinn fleiri feitir bitar frá Konami þegar líða tekur á árið 2001. •................................— - bæöi fyrir PlayStation og PlayStation 2 Japanska leikja- fyrirtækið Konami er vel þekkt meðal leikjavina fyrir áhugaverða og spennandi tölvu- leiki. Meðal afreka Konami eru leik- ir eins og Silent Hill, ISS Pro og meistaraverkið Metal Gear Solid. Konami er með nokkur heit jám í eldinum á næstu misserum og lofar framleiðsla Konami á næstu misser- um góðu fyrir leikjaunnendur. Konami sendi nýlega frá sér fréttatilkynningu varðandi útgáfu tölvuleikja á næsta ári fyrir PlayStation og PlayStation2 leikja- vélarnar. Meðal þess sem Konami ætlar að bjóða upp á á fyrri parti næsta árs fyrir PlayStation leikjavélina eru 1'i‘úl y i> Jajjdr ______- Sýniútgáfa tilbúin - kemur meö öörum leik Mikil eftir- vænting er meðal margra leikjavina eftir framhaldinu á hinum frábæra leik, Metal Gear Solid. Framhald leiksins, sem heitir Metal Gear Solid: Sons of Liberty, er þessa dagana i vinnslu hjá tölvuleikjafyrirtæk- inu Konami og er áætlað að það komi á markað á haustmánuðum áriö 2001. í síðustu viku var Konami með fréttamannafund þar sem framleiðsla fyrirtækisins fyrir næsta ár var kynnt. Eitt af því sem vakti mesta athygli var Þeir sem féllu fyrir Metal Gear Solid bíöa sjálfsagt spenntir eftir fram- haldinu. án efa sýniútgáfa af Metal Gear Solid: Sons of Liberty sem var ekki aðeins myndbrot úr leiknum heldur var hægt að spila brot úr leiknum. Sýniútgáfa þessi af Metal Gear Solid: Sons of Liberty mun svo fylgja leiknum Z.O.E, sem Konami framleiðir og kemur í hirslur verslana í byrjun næsta árs. Þeir sem til þekkja segja sýniútgáfuna vera um klukku- tíma langa ef spilarinn fer hratt i gegnum hana. Einnig er víst hægt að prófa alls konar nýjung- ar og rúnta um borðið undir pappakassa. Án efa munu fjöl- margir aðdáendur Metal Gear Solid nýta sér það. Prufukeyrsla aftur og aftur - og aftur á Tribes 2 Tölvuleikurinn Tribes 2 hefur undanfarið ver- ið í betaprófun- um meðal leikja- vina sem hafa fengið smánasaþef af leiknum sem er væntanlegur á næstu misserum. Nú hefur fyrirtækið Dynamix stopp- að þessa prufukeyrslu Tribes 2 og segir það gert til að hægt sé að vinna að enn einni prufuútgáfunni sem mun innihalda lagfæringar á göllum þeim er komu upp í seinustu prufukeyrslunni. Þegar það verður búið fá tilraunadýrin svo endur- bætta prufuútgáfu í hendurnar og fá að prófa leikinn aðeins meira. Talsmaður Dynamix fullyrti í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu að þessi aukaprufa myndi ekki hafa áhrif á útgáfudag leiksins. Það er greinilegt að Dynamix vill hafa vað- ið fyrir neðan sig og ætlar ekki að hætta á neitt klúður við vinnslu Tribes 2. Verst væri ef leiknum seinkar um ár eins og títt er í tölvu- leikjaiðnaðinum og vonandi að segja stopp svo að leikurinn verði stjórnendur Dynamix kunni að ekki i þróun um ókomin ár. 'ribes er nær eingöngu spilaöur á Netinu og hafa ófáir ■eikjaunnendur falliö fyrir honum, eitthvaö sem búast má viö af Tribes 2 ef hann kemur einhvern tímann út. Deus Ex var vinsæll á Pésanum og búast má víö því sama á leikjatölvunum. Eidos loðið í svörum Sögusagnir þess efnis að tölvu- leikurinn Thief 3 komi til með að birtast á PlayStation 2 leikjavélinni hafa farið um net-leikjamiðla eins og eldur í sinu undanfarna daga. Einnig hefur fylgt sögunni að Pésa- leikurinn Deus Ex sé á leiðinni á leikjatölvumarkaðinn og þá á fleiri en eina leikjatölvu. Fyrirtækið Eidos á útgáfurétt- inn að þessum tveimur leikjum og segir talsmaður fyrirtækisins að- spurður að ekkert hafi verið ákveðið um framtíð þessara tveggja leikja enn þá. Þótti tals- maður Eidos vera nokkuð loðinn í svörum um málið og hefur það styrkt trú leikjatölvuvina enn frekar. Hvort sem satt er eður ei eru sögurnar alls ekki ólíklegar og er bara vonandi aö þær séu sannar. Tölvuleikur í bíó Dreamcast-leik- urinn Shenmue hefur fallið vel í kramið hjá leikjavinum. Shenmue, sem er eins konar ævintýra/hlutverka/bardagaleik- ur, á marga aðdáendur um allan heim. Nú hefur fyrirtækið AM2, sem er ábyrgt fyrir gerð Shenmue, ákveðið að fylgja í fótspor ýmissa annarra japanskra leikjafyrir- tækja og gera Shenmue að kvik- mynd. Ekki er ljóst hvort kvikmynd þessi verður sýnd á Vesturlöndum enda Vesturlandabúar ekki eins vanir því að flykkjast á teikni/tölvumyndir og japanskir neytendur. Ef fólk vill kynna sér Shenmue-kvikmyndina eða bara leikinn sjálfan er um að gera að skella sér á www.shenmue.com og sjá herlegheitin. Það er bara vonandi að Shen- mue-bíómyndin verði skárri en Mortal Kombat-hryllingurinn sem tröllreið kvikmyndahúsum hér um árið. Vafri fýrir Play- Station 2 í framleiðslu Þó svo að Sony sé ekkert búið að láta uppi um fyrirætlanir sín- ar varðandi PlayStation 2 og notkun hennar á Netinu eru önnur fyrirtæki þegar farin að hanna og framleiða tæki og hugbúnaö tengdan Netinu. Nú þeg- ar hafa fyrirtæki í Japan sett á markað mótald sérhannað fyrir PlayStation 2 leikjavélina. Fyrir- tækin Ergo Soft og Planetweb hafa svo undanfarið verið að kynna framleiðslu sína á netvafra og mp3 spilara fyrir PlayStation 2. Net-vafri þeirra Ergo- og Planetweb-manna styður Flash 3.0, Ssl 3.0 og MP3 spil- un. Þetta forrit fyrir PlayStation 2 er áætlað að komi á markað í mars á næsta ári og mun án efa verða kynnt til hlítar á Tokyo-leikjasýn- ingunni á næsta ári. Ergo Soft og Planetweb hafa ekki sagt til um það hvort þessi hugbúnaður verður fá- anlegur - á Vesturlöndum, en vonandi verður það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.