Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 DV Fréttir íslenskur harðviöur hf. á Húsavík gjaldþrota: Aðeins loðnu í laxafóður Aðeins á að nota mjöl og lýsi úr loðnu til framleiðslu á fóðri fyrir lax í framtíðinni. Þetta er skoðun Jóns Reynis Magnússonar, stjórnar- formanns SR-mjöls hf., og kemur hún fram í viðtali á netútgáfu Fiskaren í gær. Jón Reynir segir að loðna innihaldi langminnst af þeim eiturefnum sem stafa frá mengun í hafinu. Loðnan vaxi upp í lítt meng- uðum heimskautasjó og þar sem hún lifir aðeins þrjú til fjögur ár sé lítil hætta á að hún taki upp of mik- ið magn af eiturefninu díoxíni sem mjög hefur verið til umfjöllunar að undanförnu. Hins vegar segir Jón Reynir að kolmunni verði e.t.v. ekki notaður til framleiðslu á fiskafóðri á kom- andi árum. Kolmunninn verji stór- um hluta fimm til tíu ára ævi sinn- ar á menguðum hafsvæðum, s.s. sunnarlega í Atlantshafi, við Bret- landseyjar og í Norðursjónum. Því taki kolmunninn mun meira upp af eiturefnum úr hafinu en loðnan. Jón Reynir vekur athygli á því í viðtalinu við Fiskaren að íslending- ar hafi ekki selt lýsi úr kolmunna til fóðurframleiðslu fyrir laxfiska. Díoxín setjist fyrir í fituvef fiskanna og þvi sé mun meira af efninu í lýs- inu en mjölinu. Hann segir enn fremur að þar sem mjög dýrt sé að hreinsa díoxín úr lýsi sé ekki raun- hæft að beita þeirri aðferð nema á lýsi sem ætlað er til manneldis. Einnig er rætt við Vigfús Jóhannes- son hjá alþjóðasamtökum fiskeldis- framleiðenda en hann segir að ís- lenskir framleiðendur á eldislaxi hafi ákveðið að nota aðeins mjöl og lýsi úr loðnu í fóðurgerð fyrir lax- eldið. Ekki verði notað mjöl og lýsi úr kolmunna í því skyni. -DVÓ Bílvelta í Langadal Bílvelta varð við Breiðavað i Langadal um tvöleytið á sunnudag. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki var tvennt í bílnum og sakað fólkið ekki. Bílinn sem valt á mal- bikuðum vegarkafla er mjög illa far- inn og líklega ónýtur. -MA Byggöastofnun brást - segir formaður verkalýðsfélagsins. 20 manns missa vinnu DV-MYND ING Bíli ársins 2001 kynntur bílaáhugamönnum Fjöldi bílaáhugamanna lagði leið sína í húsakynni Ræsis á laugardaginn til að skoða Mercedes Benz C200K sem á dögunum var útnefndur bíll ársins 2001 og vinningshafi Stálstýrisins. Fyrírtækið ákvað í tilefni af útnefningunni að halda veglega kynningu á verðlaunabílnum. Bessastaðahreppur: Vill ræöa samein- ingu viö Garöabæ Á næstunni munu væntanlega hefjast formlegar viðræður um sameiningu Bessastaðahrepps og Garðabæjar en tillaga þess efnis frá Sjálfstæðisflokknum hefur verið samþykkt í hreppsráði Bessastaða- hrepps. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr viðræðum um sameiningu Bessastaðahrepps, Garðabæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar en við- ræðurnar fóru fram að frumkvæði Bessastaðahrepps. Eftir þær við- ræður voru aðeins tveir möguleik- ar í stöðunni: það er að segja sam- eining Bessastaðahrepps við Garðabæ eða Hafnarfjörð. í tillög- unni, sem samþykkt var á hrepps- fundinum, kemur meðal annars fram að hreppsráð samþykki að leggja til við hreppsnefnd að skip- aðir verði þrír fulltrúar, tveir frá Sjálfstæðisfélaginu og einn sameig- inlegur fulltrúi Á- og H- lista, sem fari ásamt sveitarstjóra til við- ræðna við Garðabæ um sameining- armál. Einnig segir í henni að ekki verði um formlega samstarfsnefnd á grundvelli 90. gr. sveitarstjómar- laga að ræða á þessu stigi heldur sé um ræða ákveðna upplýsingaöflun fyrir hreppsnefnd Bessastaða- hrepps til frekari ákvarðanatöku varðandi hugsanlega stækkun sveitarfélagsins. í viðræðunum verði farið í gegn um langtímaáætl- anir sveitarfélaganna tveggja, m.a. hvað varðar byggðaskipulag, þjón- ustu við íbúa og fjármál og á niður- staða þeirra að liggja frammi í mars, Búast má við því að erindi Bessastaðahrepps verði tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs Garða- bæjar. -DVÓ „Það liggur fyrir að Byggðastofnun hafnaði að koma að þessu máli með fjárframlagi en okkur hefur ekki enn verið tilkynnt á hvaða forsendum sú höfnun var byggð. Það skiptir okkur gífurlega miklu máli að þetta fyrir- tæki geti starfað áfram og þrifist og ef þetta er byggðastefnan sem á að fylgja þá erum við í vondum málum,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, vegna mála fyrirtækisins íslensks harðviðar þar í bæ. Fyrirtækið á í miklum fjár- hagserfiðleikum og forráðamenn þess fóru í gær fram á gjaldþrotaskipti þess. Heimamenn höfðu treyst því að Byggðastofnun myndi koma þeim til aðstoðar. Talið er að fyrirtækið vanti um 50 milljónir króna til að geta starf- að eðlilega. Húsavíkurbær hafði lýst sig tilbúinn að koma að málinu með 20 milljóna króna framlagi og aðrir aðilar i bænum voru tilbúnir með um 10 milljónir þannig að um 20 milljón- ir vantaði til að ná endum saman og Þetta svarar til 150-200 manna vinnu- staðar á Akureyri og um 1500 ef Reykjavík ætti í hlut og ætli það heyrðist þá ekki í einhverjum." Aðalsteinn segir að sig undri að Alþingi skuli ekki láta til sína taka í umræðunni um byggðastefnu, þaðan heyrist lítið sem ekkert. „Ég hefði vilj- að sjá Alþingi íslendinga eyða tíma í það að fjalla um byggðamál og þann mikla byggðavanda sem er á lands- byggðinni. Menn virðast geta talað um hin ýmsu mál á Alþingi en það virðist hins vegar ekki til umræðu að taka byggðamálin til umræðu þar. Menn ættu þó að taka þessi mál upp og gefa sér góðan tíma til að ræða þau því þetta eru svo stór mál fyrir lands- byggðina. Það er orðið nauðsynlegt að taka á þessum málum og ömurlegt að það skuli ekki vera gert. Fyrir okkur sem horfum upp á hugsanlega lokun íslensks harðviðar er þetta mikið áfaH,“ segir Aðalsteinn. -gk Ur verksmiöju Islensks harðviöar á Húsavík sem áöur het Aldin. var horft til Byggðastofnunar í þeim efnum. „Menn eru að fá höfnun á atvinnu- starfsemi sem hefur veitt um 20 manns atvinnu og stóð til að auka þannig að þar ynnu um 30 manns. Sandkorn ________Hf Umsjón: Höröur Kristjánsson netfang: sandkom@ff.is Hálft námskeið Alþingismenn eru famir að setja sig í stellingar vegna komandi þingkosninga. Þeir i fara sem engi- ; sprettufaraldur j um ný kjördæmi til að tryggja stöðu sína. Einn þeirra sem ákveðnir eru í að slá í gegn í stærra kjördæmi er ísólfur Gylfi Pálmason. Þegar opnaðir voru færeyskir dagar í Fjörukrá Jó- hannesar Viðars Bjarnasonar í Hafnarflrði mætti Isólfur Gylfl þar ásamt keppinauti sínum Árna Johnsen. Þar lýsti hann upphafi stjórnmálaþátttöku sinnar og komst að því að hann hefði útlitið á móti sér en gæti með hjálp gítars komist langt eins og Árni. Hann sótti því um námskeið hjá Óla Gauk í því skyni að læra grip. Þegar meistar- inn komst að því að ísólfur vildi fara í gítarnám tO að skáka Árna Johnsen, sagði hann: „Þér nægir hálft námskeið ...“ Flott afsökun Þorbjöm Jens- son, landsliðsþjálf- ari íslendinga í handbolta, er sagð- ur hafa fengið óvænta og pott- j þétta afsökun fyrir því ef liðinu gangi I illa i heimsmeist-1 aramótinu í Frakklandi. Nú megi altént bregða því fyrir sig að strákarnir okkar hafl ekki verið í réttu búningunum eða ekki á réttu skónum eftir að far- angurinnn varð viðskila við liðið á Heathrowflugvefli í London. Telja kunnugir að Þorbjörn eigi vel að geta komist upp með slika afsökun. Fordæmi séu þegar fyrir hendi, m.a. er íslenskir Ölympíufarar gleymdu skíðunum heima fyrir nokkrum árum. Það sé aðeins sundfólk sem ekki komist upp með að segjast hafa gleymt búningnum heima ... Ver ekki stjórnina Össur Skarp- héðinsson hefur sætt nokkru ámæli fyrir að hafa að- gerðalaus horft á þegar Ingibjörg Pálmadóttir heO- j brigðisráðherra fékk aðsvif í beinni úrsendingu í viðtali við Jóhönnu Vigdísi Hjalta- dóttur, fréttamann Sjónvarpsins. Skýring á aðgerðaleysi Össurar mun helst vera sú að hann leggi ekki í vana sinn að verja ríkisstjórn Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks fafli. Auk þess hafi engin ástæða verið til að óttast þar sem ráðherrann hafl lent í góðum höndum fréttamanns- ins. Sagt er að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, sem báðir hafa mikinn fallþunga, veigri sér nú við að mæta Össuri í viðtali nema skotið sé undir þá burðarmiklum og öruggum stólum ... Lamaðist alveg Og meira af Öss- uri Skarphéðins- syni sem tók virk- an þátt í umræð- unni um öryrkja- málið í síðustu viku og var s.tór- orður um aðstoð við lítflmagnann og að hlaupa und- ir bagga með þeim sem minna mega sín. Viðbragðsleysi hans þegar heO- brigðisráðherra hné niður í beinni útsendingu í sjónvarpinu um dag- inn hafa vakið spurningar um sam- band orðs og athafna. Eftirfarandi limra er ort af því tflefni og eignuð Ólínu Þorvarðardóttur þjóðfræð- ingi: í öryrkja rnáli ei myrkur mjög var í umrœöum virkur en er ráöherrann lá honum lémagna hjá lamaöist alveg hans styrkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.