Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 5
MÁNUÐAGUR 5. FEBRÚAR 2001 21 DV Sport Eyjastúlkur unnu mikilvægan sigur í baráttunni um annað sætið þegar þær sigruðu stöllur sínar úr Fram, 21-20, i Fram-húsinu. Leikur- inn var spennandi en góður kafli Eyjastúlkna um miðjan síðari hálf- leik og frábær markvarsla Vigdísar tryggði þeim sigurinn. Leikurinn gaf nokkuð vel til kynna að spennan var mikil á báða bóga. Handknattleikurinn var ekki áferðarfallegur og spennustigið var einnig hátt hjá þjálfurunum sem báðir fengu gult spjald í fyrri hálf- leik. Spennan virtist hins vegar fara nokuð illa í dómara leiksins því oft var ekki hægt að fá mikinn botn í dómgæsluna hjá þeim og samræmið var ekki fyrir hendi en þetta kom þó nokkuð jafnt niður á báðum liöum. Það var nokkuð jafnræði með lið- unum til að byrja með og liðin skiptust nokkuð á um að hafa for- ystuna. En það má segja að viss vendipunktur hafi verið undir lok fyrri hálfleiks. Þá lentu Eyjastúlkur í því að missa þrjár í brottvísanir með stuttu millibili og þurftu að leika þrjár á móti sex í rúma mín- útu. Þetta náðu Framstúlkur hins vegar ekki að nýta sér, Eyjastúlkur héldu í horfmu og náðu síðan að jafna fyrir leikhlé þegar þær voru komnar með fullskipað lið að nýju. Eftir þetta tóku Eyjastúlkur smám saman frumkvæðið og tókst betur að nýta það þegar Framstúlk- ur lentu svo líka i því aö vera þrjár á móti sex. Vigdís hrökk í gang svo um munaði og varði alls 13 skot í síðari hálfleik og munar um minna, sérstaklega á meðan Hugrún í marki Fram varði aðeins tvö skot í þessum sama háifleik. Þrátt fyrir þennan mun fengu Framstúlkur tækifæri til að minnka muninn en þær virtust ekki höndla spennuna og gerðu afdrifarík mistök þegar tækifærin komu. I stöðunni 18-20 kom t.a.m. ekki mark í sjö mínútur. Framstúlkum tókst að minnka muninn í eitt mark þegar ein og hálf mínúta var eftir og gátu svo jafnað leikinn en misstu boltann út af þegar 40 sekúndur voru eftir. Eyjastúlkur héldu boltanum út leik- tímann. „Þetta var hrikalega sætt,“ sagði Vigdís Sigurðardóttir, markvörður ÍBV, eftir leikinn. „Það var góð liðs- heild sem skapaði sigurinn. Við vor- um að spila vel saman í fyrri hálf- leik og sýndum ótrúlegan karkter með því að ná að halda jöfnu þegar við misstum þrjár út af í brottvisan- ir í fyrri hálfleik. Eftir það held ég að liðið hafi fengið trú á því að við myndum vinna þetta þó að þetta hafi verið stress í lokin. Liöið er aö smella saman nú eftir að Tamara kom í nóvember." Vigdís var best í sínu liði en Tamara Mandzec, Amela Hegic og Anita Adreasen áttu allar góðan dag. „Þetta var hörkuleikur og nú heldur baráttan um annað sætið áfram. Við fengum tækifæri undir lokin til að jafna leikinn en við klikkuðum illa einn á móti markmanni og þá var það erfitt," sagði Gústaf Adolf Björnsson og hann vandaði dómurunum ekki kveðjurnar. „Það er synd að fá svona menn á slíka leiki sem koma hingað með hangandi hendi og réðu ekkert við þetta. Og þetta kom niður á báðum liðum. Þetta var skrípaleikur frá upphafi til enda.“ Eins og svo oft áður var það Marina Zoueva sem bar uppi sóknarleik Fram og Irena Sveinsson átti góða innkomu í síöari hálfleik. -HI Fram-ÍBV 20-21 0-1, 2-2, 4-3, 4-6, 8-7, 10-8, (11-11), lf-12, 12-14,15-14,15-18, 17-19,18-21, 20-21. Fram Mörk/viti (skot/viti): Marina Zoueva 10/2 (16/4), Irena Sveinsson 4 (11), Díana Guðjónsdóttir 2 (6), Olga Prokhorova 1 (1), Katrín Tómasdóttir 1/1 (3/2), Kristín Brynja Gústafsdóttir 1 (4), Björk Tómas- dóttir 1 (5), Hafdís Guðjónsdóttir (3), Svanhildur Þengilsdóttir (1). Mörk úr hraðaupphlaupmn: 1 (Díana). Vítanýting: Skoruðu úr 3 af 6. Varin skot/viti (skot á sig): Hugrún Þorsteinsdóttir 8/1 (28/5, 29%), Guðrún Bjartmarz 0 (1/1,0%). Brottvisanir: 8 mín. (Gústaf Adolf Bjömsson þjálfari fékk rautt spjald fyrir mótmæli á lokasekúndum leiksins.) ÍBV Mörk/viti (skot/viti): Tamara Mandzec 8/4 (13/5), Amela Hegic 7/1 (8/1), Anita Andreasen 5 (8), Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir 1 (5), Mörk úr hraóaupphlaupum: 1 (Anita). Vitanýting: Skoruðu úr 5 af 6. Varin skot/viti (skot á sig): Vigdís Sigurðardóttir 21/2 (41/6, 51%), eitt víti í stöng. Brottvisanir: 18 mín. (Anita Andreasen fékk rautt fyrir þijár brottvisanir á 52. mínútu). Dómarar (1-10): Ingvar Reynisson og Einar Hjaltason (3). Gœöi leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 120. Maður leiksins: Vigdís Sigurðardóttir, ÍBV. Haukar-Víkingur 27-20 o-l, 3-1, 5-2, 7-2, 9-3,11-4,13-5,15-5, (16-7). 16-9, 18-11, 19-13, 21-14, 23-16, 25-16, 26-17, 27-20 Haukar Mörk/víti (skot/víti): Harpa Melsteð 7/5 (8/6), Tinna Halldórsdóttir 4 (8), Auður Her- mannsdóttir 3 (5), Hanna Stefánsdóttir 3 (4), Brynja Steinsen 2 (2), Björk Hauksdóttir 2 (2), Hjördis Guðmundsdóttir 2 (3), Inga Friða Tryggvadóttir 2 (4), Heiða Erlingsdóttir 1 (1), Telma Ámadóttir 1 (3), Sandra Anulyte 1. Mörk úr hraóaupphlaupunv 3 (Tinna, Telma, Inga Friða) Vitanýting: Skorað úr 5 af 6. Varin skot/viti (skot á sig): Jenný Ás- mundsdóttir 14 (30/5,46%), Berglind Hafliða- dóttir 0 (4,0%). Brottvisanir: 8 mínútur. Vikineur Mörk/viti (skot/viti): Kristín Guðmunds- dóttir 7/1 (16/2), Guðrún Olgeirsdóttir 5 (5), Gerður Beta Jóhannesdóttir 2/2 (3/2), Mar- grét Egilsdóttir 2 (4/1), Guðbjörg Guðmanns- dóttir 2 (6), Steinunn Bjamason 1 (3), Eva Halldórsdóttir 1 (3). Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Guðrún 3, Guðbjörg). Vitanýting: Skorað úr 3 af 5, eitt fram hjá og eitt í stöng. Varin skot/viti (skot á sig): Helga Torfa- dóttir 11 (35/6, 40%), Laufey Jörgensdótth (3/0,0%). Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Guðmundur Erlingsson og Tómas Sigurdórsson (6). Gœói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 70. Maður leiksins: Jenný Ásmundsdóttir, Haukum. Haukar 14 13 1 353-252 26 Stjarnan 14 10 4 331-279 20 ÍBV 14 10 4 303-289 20 Fram 14 9 5 358-298 18 Víkingur 14 8 6 301-273 16 Grótta/KR 14 7 7 313-294 14 FH 14 6 8 335-322 12 Valur 14 5 9 249-292 10 KA/Þór 14 2 12 259-329 4 ÍR 14 0 14 171-345 0 Nœstu leikir i deildinni verða á föstudag og leika þá ÍBV og Víkingur í Vestmannaeyjum og Valur og Fram að Hlíðarenda og hefjast báðir leikirnir klukkan 20. Á laugardeginum 10. febrúar tekur Stjarnan á móti efsta liðinu, Haukum, í Garðabæ og hefst leikurinn klukkan 14. „Stefnt á allt“ - Haukar lögðu Víking að Ásvöllum, 27-20 Haukar unnu Víking í Nissan-deild kvenna á laugardaginn á heimavelli, 27-20. Gestimir skoruðu fyrsta mark leiksins og við það fóru Haukarnir í gang, spiluðu góða vöm næstu 15 mínútur leiksins, og skoruðu 9 mörk á móti tveimur mörkum gestanna. Á þessum tíma var algjört ráðleysi í sóknarleik Víkinga, vörnin hriplek og heimastúlkur gengu á lagið og juku forskotið jafnt og þétt til hálfleiks með öguðum og skipulögðum sóknarleik. Víkingar þurfa að laga sinn varnarleik ef þeir ætla að fara vinna leiki. Gestirnir, sem höfðu unnið fjóra leiki í röð og komið sér í annað sæti deildarinnar, hafa nú tapað síðustu tveimur leikjum og dott- ið niður í fimmta sætið. Haukamir eru með langbesta liðið í dag ef tekið er tillit til stöðunnar og árangurs í vetur. Hópurinn er jafn og sterkur og Haukar geta leyft sér að hvíla lykilmenn þegar þeir vilja og er það munaður sem fæst lið geta leyft sér. Víkingsstúlkur komu grimmar tfl leiks í seinni hálfleik enda væntanlega ekki ánægðar með leik sinn í fyrri hálfleik og minnkuðu for- skot heimastúlkna í sex mörk. Á þessum tíma kom smábakslag í leik Hauka og hefðu gestirn- ir eflaust náð að minnka forskotið enn frekar hefði ekki komið til góð mark- varsla Jennýjar í marki Hauka á þessum tíma. Heimastúlkur náðu sér aftur i gang áður en í óefni fór, kláruðu leikinn og fögnuðu sigri sínum vel. Til að strá salti í sár Víkinga skoruðu Heiða Erlingsdótt- ir (1) og Hjördís Guðmundsdóttir (2), leikmenn sem eru uppaldir í Víkingi, undir lok leiksins. Heiða Erlingsdóttir er öll að koma til og styrkir hún Hauka mjög mikið enda er þar virkflega góöur leik- maður á ferð. haldi áfram. Við hættum aö spfla sömu hluti og við vorum að gera i fyrri hálfleik sem tókust mjög vel og Víkingar græddu á því,“ sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka. „Það er erfitt að halda einbeitingu þegar maður er kom- inn með gott forskot. Við keppum í undanúrslitum bikarkeppninnar á þriðjudaginn þar sem við ætlum okk- ur sigur enda er stefnan sett á alla titla sem eru í boði.“ Hrikalegt í einu oröi sagt „Þetta var hrikalegt í einu orði sagt, við náðum að vinna seinni hálf- leikinn, það er líklega eina jákvæða í leiknum. Sóknarleikurinn í þessum Jenný Ásmundsdóttir átti leik lenti allt of mikið á Kristínu góðan leik (markí Hauka. sem er besti sóknarleikmaður okk- ar, aðrir leikmenn þurfa að láta „Þegar maður er með níu marka forskot í meira tO síns taka í leikjum," sagði Helga Torfa- háífleik vifl maður ekkert leikhlé og ieikurinn dóttir, markmaður Vikings. -BB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.