Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 3
16 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 17 Sport Sport Stig Keflavíkur: Brooke Schwartz 22 (8 stolnir, 7 fráköst), Kristín Blön- dal 19, Birna Valgarðsdóttir 7, Erla Þorsteinsdóttir 4 (8 fráköst, 5 varin), Marín Rós Karlsdóttir 2, Thédóra Káradóttir 2. Stig KR: Heather Corby 25 (16 fráköst, 9 varin, 5 stolnir), Hildur Sigurö- ardóttir, 12 (8 fráköst, 8 stoðsendingar), Helga Þorvaldsdóttir 12 (5 stoðsendingar), Guðbjörg Norðfjörð 8 (öll í fyrsta leikhluta), Sigrún Skarphéðinsdóttir 8, Kristin Björk Jónsdóttir 6, Gréta María Grétarsdótt- ir 6 (8 fráköst), Hanna B. Kjartansdóttir 4 (6 stoðs. á 18 mínútum), Guö- rún Arna Sigurðardóttir 4, Bima Eiríksdóttir 2. Samvin/nif&v* Landsýn q Keflavík-KR 56-87 (25-50) I Davíð og Golíat - segir Viggó Sigurðsson um styrkleikamuninn á liðunum _.(! EPSON y OEILDiHI Staðan fyrír lokaumferðina Njarövík 21 16 5 1969-1695 32 Tindastóll 21 15 6 1868-1779 30 Keflavík 21 15 6 1938-1755 30 KR 21 15 6 1869-1724 30 Haukar 21 12 9 1736-1661 24 Hamar 21 12 9 1780-1791 24 Grindavik 21 10 11 1834-1799 20 Skallagr. 21 10 11 1719-1862 20 ÍR 21 8 13 1706-1848 16 Þór Ak. 21 6 15 1799-1950 12 KFÍ 21 4 17 1805-1992 8 Valur 21 3 18 1640-1807 6 l.DEILD KVENNA Staðan fyrir siðustu 3 leikina KR 16 12 4 1077-865 24 Keflavík 14 10 4 ■944-804 20 KFÍ 14 9 5 864-787 18 ÍS 15 6 9 846-865 12 Grindavik 15 0 15 731-1141 0 Haukar fengu ekki óska- mótherja þegar dregið var í gær í undanúrslit EHF-keppninnar í hanknattleik. Haukar lentu á móti ríkjandi EHF-meisturunum, króat- íska liðinu Metkovic Jambo, og ljóst að um gífurlega sterkt lið er að ræða. Viggó Sigurðsson, þjálf- ari Hauka, sagði eftir leikinn gegn Sporting um helgina að drauma- mótherjamir væru spænska liðið Bidasoa en því miður varð honum ekki að ósk sinni. Ekki hjálpfúsir „Nei, því miður. Við hefðum ekki getað fengið erfiðari andstæð- inga en þetta króatíska lið. Þeir eru með gífurlega sterkan heima- völl eins og úrslitin í keppninni til þessa sýna. Ég hefði frekar viljað mæta Magdeburg þó liðin séu sjálfsagt svipuð að styrkleika. Við vitum lítið um liðið annað en það að það eru fimm króatískir lands- liðsmenn í liðinu og við munum fara strax í það að verða okkur úti um einhverjar upplýsingar um lið- ið. Það getur reyndar orðið erfitt þar sem lið frá þessum hluta Evr- ópu eru ekki hjálpleg og við þurf- um aö öllum líkindum að verða okk- ur úti um þessar upplýsingar eftir krókaleiðum," sagði Viggó Sigurðs- son, þjálfari Hauka, í samtali við DV-Sport stuttu eftir að dregið hafði verið í gær. Styrkleikamunur „Það má líkja þessum viðureignum okkar við Metkovic Jambo við bar- áttu Davíös og Golíats. Á pappírun- um eru þeir með miklu sterkara lið og þurfum að eiga tvo undraverða leiki til þess að eiga möguleika gegn þeim. Það þarf allt að hjálpast að, frábær spilamennska og stuöningur áhorfenda," sagöi Viggó. Fínt aö spila heima fyrst „Það er ekki verra fyrir okkur að spila heimaleikinn fyrst. Ef við hefð- um átt hann eftir og komið heim með stórtap á bakinu er hætt við því að áhuginn og mætingin hefði orðið dræm. Við getum fyllt Ásvelli í fyrri leiknum og reynt að búa okkur til nægilega gott forskot fyrir seinni leikinn," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir að dregið hafði verið í undanúrslit EHF- keppninnar. -ósk Bland i poka Ipswich hefur fest kaup á bakverði Sunderland, Chris Makin, fyrir um 180 miiljónir króna (1,4 milljónir punda) en liðin eiga i baráttu um meistaradeildar- sæti fyrir næstu leiktíð. Makin hefur átt fast sæti í liði Sunderland síðan liðið kom upp í úrvalsdeildina fyrir síðustu leiktíö. Peter Reid, framkvæmdastjóri Sunderiand, brást skjótt við og hefur fengiö Frakkann Patrice Carteron að láni frá St. Etienne en hann leikur sömu stöðu og Makin. Heimsmeistaramótió í vióavangs- hlapi, sem fyrirhugað var i Dublin dag- ana 23. og 24. mars næstkomandi, hefur verið flutt til Brussel vegna ótta um að gin- og klaufaveiki geti borist frá Bretlandseyjum. Fabien Barthez, markvörð- ur Manchester United, mun sleppa við frekari refsingu af háífu enska knattspyrnusam- bandsins vegna atviks i leik gegn Leeds um helgina. Barthez sparkaði þá í Ian Harte, leikmann Leeds, og dæmdi Graham Barber víta- spyrnu og sýndi Barthez gula spjaldið. Venjan er að þegar dómari sér slík atvik og refsar viðkomandi er ekki Fabien Barthez. aöhafst meira í málinu. Aganefnd KSÍ kom saman til fundar í gær og úrskurðaði Arnór Guójohnsen, þjálfara Stjörnunnar, í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í deildabikar- keppni KSÍ 3. mars síðastliðinn. Stjarn- an fékk einnig 5.000 króna sekt vegna brottvísunar Amórs. Birgir Leifur Hafþórsson tekur þátt í móti á aðalmótaröð Evrópu um þarnæstu helgi, Madeira Island Open í Santo da Serra í Portúgal. Birgir Leifur dvelur í Alicante á Spáni um þessar mundir, en mun halda til Madeira nk. mánudag og búa sig undir mótið, sem verður það fyrsta sem hann tekur þátt í á þessu ári. Birgir Leifur átti kost á að leika á Quatar Masters, sem hefst á fimmtudag, en það þótti ekki góður kostur þar sem hann var boðaður með skömmum fyrir- vara og undirbúningur yrði þess vegna aldrei nægur. Þar aö auki höfðu Birgir Leifur og þjálfari hans, landsliðsþjálfar- inn Staffan Johansson, ekki gert ráð fyrir því móti í keppn- isáætlun Skagamannsins. Vandrœöagemlingurinn Rod Strickland, sem var leystur undan samningi við Washington Wizards í síð- ustu viku, er genginn til liðs viö Portland Trailblazers. Strickland, sem þykir frábær leikstjómandi þegar sá gállinn er á honum, mun koma til með að styrkja lið Portland mikið fyrir loka- átökin í NBA-deildinni. í gcer var dregió i heimsbikarkeppni félagslióa sem fram fer á Spáni 28. júlí til 12. ágúst. Alls mæta tólf lið til leiks og er þeim raðað í þrjá fjögurra liða riöla. A-riðill: Boca Juniors (Argentinu), Deportivo La Coruna (Spáni), Wollon- gong Wolves (Ástralíu), Zamalek (Eg- yptalandi). B-riðiIl: Palmeiras (Brasilíu), CD Olimpia (Hondúras), Galatasaray (Tyrk- landi), Al-Hilal (Saudi Arabiu). C-ríðill: Real Madrid (Spáni), Jubiio Iwata (Japan), Accra Hearts of Oak (Gana), Los Angeles Galaxy (Bandarikj- unum). Efsta lió ítölsku 1. deildarinn- ar AS Roma hetúr fest kaup á framherjanum unga Antonio Cassano frá Bari fyrir um 20 milljónir punda. Cassano, sem er 18 ára gamall, hefur verið undir smásjánni hjá Manchest- er United, Parma, AC Milan og Juventus en Roma stal drengn- um fyrir fkaman neftð á þessum stórliðum. Fabio Capello, þjálf- ari AS Roma, er gifurlega hrfinn af Antonio Cassano. Cassano og segir að hann eigi eftir að veröa stórt nafn í knattspymuheimin- um þegar fram líða stundir. Sögusagnir eru nú uppi um þaö að argentínski sóknarmaðurinn Claudio Caniggia sé á leið til Rangers frá Dundee. Dick Advocaat, stjóri Rangers, hefur síöur en svo dregið úr þessum sögusögnum. Framtíð sóknarmannanna Rod Wallace og Billy Dodds hjá Rangers er óráðin enn og Hollendingurinn Mich- ael Mois mun verða frá í nokkurn tíma vegna meiðsla. Advocaat segist þurfa að ráða fram úr málum með þessa sóknar- menn áður en nokkuð verði gert í sam- bandi við Caniggia en hann segist vissu- lega geta óskað þess að hafa svo góðan sóknarmann í liðinu. iþróttamálaráöherra Finnlands, Suvi Linden, hefur hvatt forráðamenn fmnska skíöasambandsins til að segja af sér eftir hneykslis- málið í Lahti á dögunum þeg- ar í ljós koma að helmingur finnska skíðagöngulandsliðs- ins hafði neytt ólöglegra lyfja. Linden sagði aö á meðan þess- ir menn sem bæru ábyrgð á sambandinu væru við völd myndi sambandið ekki fá eina einustu krónu frá ríkinu. , „Sambandið hefur ekki stuðn- ing ríksstjómarinnar," sagði Linden. -ósk/HRM Vancouver vann Portland Charlotte-Minnesota .......89-95 Wesley 21, Davis 17 (9 stoös.), Mashbum 16, Brown 10 (10 frák.) - K. Gamett 22 (13 frák.), Szczerbiak 16, Brandon 13, Billups 13. New York-Indiana...........97-83 Sprewell 16, Jackson 15, Caamby 12 (10 frák.) - Best 18, Rose 16, Miller 14. Chicago-Cleveland..........87-74 Fizer 17, Artest 14, Brand 14 (12 frák.), Miller 13 - Harpring 16, Mihm 13, Miller 12. Denver-Phoenix ............82-93 Pack 22, McCloud 17, Lenard 15 - Gugliotta 25, Marion 22 (9 frák.), Delk 10. Sacramento-Toronto.........98-91 Webber 19 (13 frák.), Christie 19, Williams 19, Daivac 17 (17 frák.), Stojakovic 10 - Carter 25 (9 frák.9, A. Davis 25 (9 frák.). A. Williams 17. Portland-Vancouver.......97-105 Pippen 15, Stoudamire 15, Weils 15, Smith 14 - Abdur-Rahim 26 (8 frák.), Dickerson 20, Bibby 14 (10 stoðs.), Swift 12. Seattle-San Antonio......73-101 Payton 28, Ewing 8, S. Williams 8 - Duncan 22 (9 frák.), Robinson 19 (9 frák.). Golden State-LA Lakers . . . 85-97 Blaylock 25, Jamison 21, Sura 8 (10 frák.), Dampier 8 - Bryant 29, O’Nela 26 (17 frák.), Grant 15, Fox 12, Shaw 11. -ósk Hamarinn - of þungur fyrir slaka Þórsara Þórsarar enduðu sinn síöasta heimaleik meö hræðilegri frammi- stööu. Þetta var án vafa lélegasti leikur sem Þór hefur spilað á heimavelli sínum í ár. Hamars- menn áttu ekki í erfiðleikum með Þórsara og undir lokin voru þeir farnir að reyna hinar ýmsu kúnst- ir sem heppnuðust margar hverjar. Leikurinn var mjög jafn fyrstu tvo leikhlutana og var alls óvist hvort liðið mundi fara með sigur af hólmi. Þriðji leikhlutinn var algjör- lega andlaus af hálfu Þórsara. Hamarsmenn sýndu góða takta og voru þeir Pétur Ingvarsson og Chris Dade fremstir. Gunnlaugur fór á kostum í fjórða leikhluta fór Gunnlaugur Erlendsson á kostum og skoraði 12 stig í þeim leikhluta. Víta- og þriggja stiga nýting Þórsara var hörmuleg. Þórsarar áttu 15 þriggja stiga tilraunir en aðeins eitt skot hitti mark. Hamarsmönnum aftur á móti tókst að koma niður átta þriggja stiga skotum. Rýr uppskera Þetta tímabil hefur gengið illa hjá Þórsurum en þeir byrjuðu tímabilið með þvi að vinna fyrstu íjóra leikina en hafa aðeins unnið tvo leiki eftir það. Þeir eiga einn leik eftir í deildinni, á móti Val, en það er eini leikurinn sem skiptir nákvæmlega engu máli fyrir hvort lið. Fyrir tímabilið stefndu menn hátt þar á bæ en uppskeran hefur veriö heldur rýr á þessum vetri. Góöur vetur Hamarsmenn aftur á móti halda sér í sjötta sæti með sigrinum og eru öruggir í úrslitakeppnina. Þeir hafa komið mjög á óvart í vetur og eiga eflaust eftir að gera góða hluti í úrslitakeppninni. Þeir eiga mögu- leika á fimmta sætinu ef þeir sigra Skallagrím á fimmtudaginn. -JJ Þór A.-Hamar 86-108 6-3, 8-9, 19-19, 23-23, (23-27), 32-32, 38-34, 42-36, 44-42, (48-46), 51-52, 53-54, 55-64, 61-68, 66-74, (68-78), 72-81, 76-89, 84-99, 84-108, 86-108. Stig Þórs: Maurice Spillers 30, Haf- steinn Lúðvíksson 15, Óðinn Ásgeirs- son 13, Einar Örn Aðalsteinsson 9, Hermann Daði Hermannsson 7, Magnús Helgason 5, Einar Hólm Dav- iðsson 4, Þórarinn Jóhannsson 3. Stig Hamars: Chris Dade 27, Pétur Ingvarsson 19, Svavar Páil Pálsson 18, Skarphéðinn Ingason 17, Gunn- laugur Erlendsson 14, Óli Sigurjón Bardal 6, Lárus Jónsson 5, Sigurður Einar Guöjónsson 2. Fráköst: Þór 38 (14 í sókn, 24 í vörn, Maurice 18), Hamar 21 (7 í sókn, 14 í vörn, Gunnlaugur 6). Stoósendingar: Þór 18 (Maurice 6), Hamar 9 (Pétur 3). Stolnir boltar: Þór 12 (Maurice 8), Hamar 17 (Óli 5). Tapaðir boltar: Þór 21, Hamar 11. Varin skot: Þór 1 (Maurice), Hamar 0. 3ja stiga: Þór 15/1, Hamar 17/8. Víti: Þór 22/13, Hamar 26/20. Dómarar (1-10): Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson, 7. Gœói leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 100. Maöur leiksins: Pétur Ingvarsson, Hamri. Táknræn myncf fyrlr'v leik Keflavíkur og KR fgær. KR-stúlk- an Guörún Arpa. . Siguröardóttir skref- inu á undan þremur Keflavíkurstúlkum sem geta aöi horft á hana bæia fleiri KR-stigum í sarpinn. DV-mynd C / Barist u m Bunce Che Bunce gæti veriö á leiö til KR. £ # MEISTARADEILDIN C-riðill Lyon-Bayern Múnchen ......3-0 1-0 Sidney Govou (13.), 2-0 Sidney Govou (20.), 3-0 Pierre Laigle (71.). Arsenal-Spartak Moskva .... 1-0 1-0 Thierry Henry (82.). B. Múnchen 5 3 11 7-5 10 Arsenal 5 2 2 1 6-7 8 Lyon 5 2 1 2 7-3 7 S. Moskva 5 1 0 4 4-9 3 D-riðiU Real Madrid-Leeds..........3-2 0-1 Alan Smith (6.), 1-1 Raul Gonzalez (7.), 2-1 Luis Figo (41.), 2-2 Mark Viduka (54.), 3-2 Raul Gonzalez (60.). Lazio-Anderlecht..........2-1 1-0 Claudio Lopez (40.), 1-1 Alin Stoica (49.), 2-1 Roberto Baronio (77.). R. Madrid ,5410 14-7 13 Leeds 53029-7 9 Lazio 5 113 6-8 4 Anderlecht 5 1 0 4 5-12 3 í kvöld mætast í A-riðli Sturm Graz og Valencia annars vegar og Panathinai- kos og Manchester United hins vegar. í B-riðli mætast Galatasaray og AC Milan í Tyrklandi og Deportivo og Paris St. Germain á Spáni. -ósk - KR, sem skoraði 87 stig í 31 stigs sigri í Keflavík, hampaði titlinum og setti stigamet í leiðinni KR-stúlkur tryggðu sér deildarmeist- aratitilinn í kvennakörfu þriðja árið í röð með því að vinna sannfærandi 31 stigs sigur á Keflavík, 56-87, í Keflavík i gær. Aldrei hafa Keflavíkurstúlkur fengið jafnmörg stig á sig í deildarleik í Keflavík og frábær annar fjórðungur KR-liðsins fer örugglega á stall sem besti fjórðung- ur sem hefur verið spilaður af kvennaliði hér á landi. Eftir jafnan leik I fyrsta fjórðungi fóru KR-stelpur á flug í öðrum og eftir það áttu heimastúlkur aldrei möguleika. KR vann 2. leikhluta, 30-9. Leikmenn liðsins hittu þá úr 12 af 17 skotum (70,6%), tóku 13 af 15 fráköstum i boði (87%) og þving- uðu Keflavíkurliðið til að tapa 9 boltum á þessum 12 mínútum en Keflavíkurliðið náði aðeins 14 skotum á körfuna í þess- um fjórðungi og þar af rötuðu aðeins þrjú þeirra rétta leið (21%). Það var hvergi veikan blett að frnna hjá vesturbæjarstúlkum í gær. Heather Corby átti enn einn stórleikinn, Hildur Sigurðardóttir lék mjög vel sem fyrr, Hanna Kjartansdóttir og Sigrún Skarp- héðinsdóttir komu með sterka innkomu af bekknum, Gréta María Grétarsdóttir og Guðbjörg Norðfjörð unnu vel fyrir lið- in eins og oft áður og Helga Þorvaldsdótt- ir spilaði einn sinn besta leik í vetur. Corby ríkti í teigunum Líkt og í bikarúrslitaleiknum rikti He- ather Corby yfir báðum vítateigum i gær. Auk þess að skora 25 stig og nýta 64% skota sinna, tók hún 16 fráköst, stal fimm boltum og varði 9 skot og hélt fjórum kraftframherjum og miðherjum Keflavík- urliðsins í fjórum stigum samtals og að- eins 10% skotnýtingu (þeir hittu úr 2 af 20 skotum). Þar á meðal var Erla Þor- steinsdóttir, sem náði aðeins fimm skot- um á körfuna, þar af aðeins þremur inni í teig og tvö af þeim voru varin. Hildur Sigurðardóttir hefúr blómstrað í leikstjórnandahlutverkinu með tilkomu Heathers í miðherjastöðuna en Hildur hefur í þessum hórum leikjum með Cor- by skorað 15,8 stig, tekið 7,8 fráköst og gefið 6 stoðsendingar að meðaltali. Hildur gaf meðal annars sjö stoðsendingar i fyrri hálfleik í gær, auk fimm frákasta og átta stiga, en minna bar á henni eftir hlé. Hanna B. Kjartansdóttir og Kristín Björk Jónsdóttir eru að stíga upp úr veik- indum og spiluðu lítið hlutverk í gær (38 mínútur og 10 stig samtals) en um leið og þær komast aftur á fulla ferð er erfitt að sjá eitthvert lið eiga möguleika í þetta geysisterka KR-lið þar sem sjö leikmenn skoruðu sex stig eða meira í gær. Keflavíkurliðið átti ekki möguleika í KR í gær. Kristinn Óskarsson, þjálfari liðsins, kvartaði mikið yfir dómgæslunni í leiknum en heföi frekar átt að líta í eig- in barm. Keflavíkurstúlkur spiluðu ekki bara fast heldur voru hreinlega grófar og mörg ljót og óþörf bolabrögð voru ljóður á leik liðsins i gær. Viljinn, getan og leikgleðin var KR megin og það voru ekki dómararnir sem eyðilögðu daginn fyrir Keflvikingum. Brooke Schwartz reyndi það sem hún gat en hafði ekki úthald í að bera liðið uppi í 40 mínútur en fékk þó góðan stuðn- ing frá fyrirliðanum, Kristínu Blöndal, eftir hlé. Kristín gerði 13 af 19 stigum sín- um í seinni hálfleik, þar af 11 í þriðja leikhluta, þar sem hún setti þrjár þriggja stiga körfur í röð. Aðrir leikmenn liðsins áttu dapran dag, liðið nýtti aðeins 31% skota sinna'og tapaði 20 boltum. Leikinn dæmdu Jón Bender og Rúnar B. Gíslason og voru ekki öfúndsverðir að dæma þennan erfiða leik, ekki síst fyrir þær sakir að þeir höfðu félaga sinn, dómarann Kristin Óskarsson, á bakinu allan leikinn. -ÓÓJ Nýsjálenski vamarmaðurinn Che Bunce, sem lék með Breiðabliki árin 1997-1999, mun að öllum líkindum leika hér á landi í sumar. Tvö lið berjast nú um Bunce sem var einn af albestu vamarmönnum Landssúna- deildarinnar áriö 1999. Þessi lið eru hans gamla félag, Breiðablik, og ís- landsmeistarar KR. Bunce, sem hef- ur undanfarin ár leikið með lands- liði Nýja-Sjálands, hefur gefið frá sér landsliðssætið í bili og opnar það dyrnar fyrir þessi félög að kasta sér í slaginn um kappann. Blikar þekkja Bunce ekki af neinu öðru en góðu og hann yrði væntanlega mikill liðsstyrkur fyrir þá í Sfmadeildinni. Hannes Hauks- son, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði í samtali við DV- Sport að viðræður við Bunce væru á byrjunarstigi en það væri ljóst að þeir hefðu mikinn áhuga á að fá hann í Kópavoginn. „Við vitum allt um getu hans sem knattspyrnumanns og teljum að hann geti styrkt okkur fyrir átök sumarsins. Við munum hins vegar ekki taka hann ef hann hverfur f mánuð á miðju sumri eins og síðast," sagði Hannes Hauksson. KR-inga vantar varnarmann eftir að einn af þeirra lykilmönnum, Bjarni Þorsteinsson, var seldur til Molde. Forráðamenn KR vildu ekk- ert tjá sig um málið en samkvæmt heimildum DV-Sport eru viðræður komnar langt á veg og menn í vest- urbænum bjartsýnir á að landa Bunce, sem myndi gera íslands- meistarana óárennilega fyrir átökin í sumar. -ósk Thierry Henry fagnaði marki sínu gegn Spartak Moskvu innilega. Reuters Thierry Henry - bjargaði Arsenal enn einu sinni Franski sóknarmaöurinn Thi- erry Henry kom Arsenal til bjarg- ar gegn Spartak Moskvu á High- bury í gærkvöldi þegar hann skor- aði sigurmark leiksins með skalla á 82. mínútu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið í vetur sem þessi snjalli leikmaður skorar mikilvægt mark fyrir Arsenal, sem hefur eins stigs forystu á Lyon fyrir síðustu um- ferðina. Stórsigur Lyon Franska liðið Lyon kom heldur betur á óvart á heimavelli sínum þegar liðið tók Bayem Múnchen í kennslustund, 3-0. Sidney Govou, sem vanalega er ekki i byrjunar- liði Lyon, kom inn í liðið í staö Steve Marlet og stal senunni. Hann skoraöi tvö fyrstu mörk leiksins fyrir Lyon og sá til þess að þessi leikur varð aldrei spennandi. Raul skoraöi tvö Raul Gonzalez skoraði tvö mörk, þar á meðal sigurmarkið eftir klukkutíma leik, þegar Real Ma- drid bar sigurorð af Leeds, 3-2. Þar með tryggði Real Madrid sér sigur í D-riðli, jafnvel þótt ein umferð sé eftir. í hinum leiknum vann Lazio sig- ur á Anderlecht, 2-1, í þýðingar- lausum leik. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.