Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 13 I>V Spilaborg hrynur Skemmtanasjúkir einstaklingar athugið: Mesta fjörið í bænum núna er í Stúdentakjall- aranum! Þar heldur herraklúbburinn Ungir menn á uppleið reglubundna fundi til að fagna nýjum sigrum á fjármálamarkaðnum og skála fyrir góðærinu og þessi kvöldin fá mak- ar að koma með - nú eða tilfallandi dömur ef enginn tími hefur gefist til að efna í maka. Þetta eru óstjórnlega hressir náungar enda kaupa þeir jeppa á „tólf mills“ og selja húsið sem þeir eru nýbúnir að kaupa og gera upp vegna þess að maður er ekki með mönnum nema byggja sjálfur 300 fermetra hús þar sem maður getur haft allt eftir sínu eigin höfði! Eini gallinn að markaðurinn hefur tekið smádýfu svo að erfitt er um lausafjármuni svona rétt í svip ... og af hverju kemur Jón gjaldkeri ekki til veislunnar?? Leikiist Verðlaunaleikrit Sigríðar Láru Sigurjóns- dóttur fyrir Stúdentaleikhúsið er drepfyndið og persónumar verulega vel skapaðar í mark- vissum texta. Áhorfandi skynjar glöggt að höf- undur er ekki hrifinn af hinni nýju nýríku yf- irstétt á landinu, fjármagnsmönnunum. En starfsfólkið hjá Högna, hin- um stimamjúka veitinga- manni (Hlynur Páll Páls- son), þjónarnir Svanur og Solla íslenskunemi (Ólafur Steinn Ingunnarson og Tinna Guðmundsdóttir) sem annast klúbbmeðlimi þetta kvöld, myndar skemmtilegt mótvægi við fundargesti og dregur úr mannfyrirlitningarbragði af heildinni. Leikaramir éru nærri því óhugnanlega góðir - mann langaði mest til að berja þá suma fyrir skoðan- ir og lífssýn. Trausti for- maður er í öruggum hönd- um aðaltöffarans, Stefáns Halls Stefánssonar, sem bjó til verulega ógeðuga per- sónu. Hans innri spegil- mynd, konan hans kúgaða, varð líka óþægilega sann- DV-MYND INGÓ Steinþór varaformaöur meö lambakjötiö Jónu upp á arminn Halldór V. Sveinsson og Þóra K. Árnadóttir í hlutverkum sínum. Veislugestir undír boröum Allt þaö flottasta hafa þau pantaö. Þeim er alveg sama hvaö það er, bara ef þaö er dýrt! færandi í meðförum Önnu Svövu Knútsdótt- ur. Þór Jóhannesson var afar ábúðarmikill Haraldur framkvæmda- stjóri og afskaplega þekkti maður systur hans vel (Kristrún Heiða Hauksdóttir). Steinþór varaformaður (Halldór V. Sveinsson) er að vísu skilinn við Gunnhildi ritstjóra (Elín Smáradóttir) en geðjast ekki að því að sjá hana með Þórði rit- ara þetta kvöld (Karl Ó. Geirsson); þó er Steini sjálfur með hina skæs- legu Jónu mannfræði- nema upp á arminn (Þóru K. Árnadóttir). Slagsmál þeirra félaga út af ritstjóranum, „framagleiðu freðýsunni" sem Trausti for- maður efast um að hafi móðurlíf voru frábær- lega útfærö. Kunna allir strákar að slást? Þá er ekki annað eftir en nefna þann sem ekki kom, en innslög Sveins Ólafs Gunnars- sonar í hlutverki hins fjarverandi gjaldkera voru snilldarlega hugsuð. Öll uppsetningin, umgjörð og þó einkum leikurinn, ber leikstjóranum unga fagurt vitni. Takk fyrir skemmtunina Bergur Þór, Sigríður Lára og Stúdentaleikhús! Silja Aðalsteinsdóttir Stúdentaleikhúsiö sýnir í Stúdentakjallaranum: Ungir menn á uppleiö eftir Sigríöi Láru Sigurjónsdðttur. Leik- mynd: Leikstjóri og hópur. Búningar: Eva Guöjónsdóttir. Ljósahönnun: Stefán Haliur Stefánsson og David Nie- mann. Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Myndlist Lýst eftir árbók myndlistar Norska myndlistarárbókin er glæsilegt rit Ef hagsmunaaöilar og áhugamenn á Islandi tækju sig saman væri hægt aö gefa út árbók íslenskrar myndlistar sem ekki stæöi hinni norsku aö baki. Það er mál flestra þeirra sem láta sig sjónlistir þjóðar- innar varða að vegna skorts á vönduðu myndlistarriti sé umræða um þær allt of oft í skötuliki, stuttara- og yfir- borðsleg. Þar með er ekki sagt að dagblöðin standi ekki í stykkinu; sú itarlega umræða sem menn eru hér að biðja um á einfaldlega ekkert erindi inn á siður dagblaöanna. Þeg- ar til lengdar lætur kemur þessi vöntun einnig til með að hafa alvarleg áhrif á alla fræðimennsku um myndlist samtímans; heimildirnar verða einfaldlega ekki fyrir hendi þegar fræðimenn fram- tíðar þurfa á þeim aö halda. Það er dýrt að halda úti tímariti um myndlist fyrir til- tölulega lítinn hóp áhuga- manna, það hafa hugumstórir útgefendur fengið að reyna. Því hef ég stundum velt fyrir mér hvort ekki mætti fara þann milliveg sem Norðmenn hafa farið með góðum ár- angri, nefnilega að gefa út ár- hók myndlistarinnar. Upplýsingaskrifstofa norskra myndlistarmanna (KIK) hefur um sex ára skeið gefið út slíka árbók með stuðningi menningarmálaráðuneytis síns og geta menn annað hvort keypt hana í lausasölu eða gerst áskrifendur að henni. Fjölbreytni og víðsýni Norska árbókin er glæsilegt rit, hátt í 200 bls., með fjölda litprentaðra ljósmynda og heilmikl- um texta á norsku og ensku. Fimm manna rit- stjórn er ábyrg fyrir bókinni, listfræðingar, myndlistarmenn og menningarblaöamenn. Nú- verandi ritstjóri er Jan Brockmann, fyrrver- andi forstöðumaður Nútimalistasafnsins í Ósló. Efnið er fjölbreytt: yfirlitsgreinar og hugleiðingar um myndlistina á árinu eftir listfræðinga, myndlistarmenn, rithöfunda og jafnvel heimspekinga, vönduð og vel mynd- skreytt viðtöl við listamenn sem þykja hafa skarað fram úr - jafnt nýlistamenn sem eldri jaxla - og. endurprentun á umsögnum gagn- rýnenda um helstu sýningar, innlendar sem er- lendar. Síðan er birtur myndlistarannáll („I bakspeilet“) þar sem viðburðir í myndlistarlíf- inu eru tíundaðir frá mánuði til mánaðar og myndefnið hvergi sparað (litmyndir í ritinu eru um 300 talsins). Það vakti og sérstaka athygli þess sem þetta ritar að ýmislegu listhandverki er gert jafn- hátt undir höfði og mynd- listinni. Birtar eru upplýs- ingar um mannabreytingar í menningarlífinu á árinu og um útgefnar bækur um myndlist og stærri sýning- arskrár. í lokin er að finna auglýsingaefni frá norskum söfnum og listhúsum þar sem kynnt er sú myndlist sem þeir ætla að sýna næstu mánuðina en að auki kaupa stærstu söfnin sér heilsíðuauglýsingar. Myndlistar- tíma- rit og bóka- útgef- endur fá einnig inni með auglýs- ingaefni. Tækju hin ýmsu samtök ís- lenskra myndlistar- manna hönd- um saman við eitthvert útgáfufyrir- tæki, fengju menntamálaráðuneytið til að leggja til „startgjald", tryggðu ritinu ákveðinn fjölda áskrifenda og seldu auglýsingar er ég sannfærð- ur um að hægt yrði að gefa út árbók íslenskrar myndlistar sem ekki stæöi hinni norsku að baki. Aðalsteinn Ingólfsson ____________________Menning Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir Fjölskyldur við aldahvörf í greinasafninu Fjöl- skyldur við aldahvörf eftir Sigrúnu Július- dóttur prófessor kennir ýmissa grasa en þau mynda öll hvirfmgu um aðstæður íjölskyldna, náin tengsl og uppeldis- skilyrði barna. Sam- nefnarinn er þau um- skipti sem breyttar samfélagsaðstæður hafa haft í för með sér fyrir fjölskyldur, fuOorðna og börn, en einnig fyrir fagfólk. Greinarnar leggja áherslu á gildi mann- legra tengsla og að innan fjölskyldna skapist sú undirstaða samkenndar, um- burðarlyndis og siðræns þroska sem mestu skiptir, bæði fyrir einstaklinga og samfélag manna. Fjölskyldur við aldahvörf á erindi til allra sem hafa áhuga á að afla sér fróð- leiks um fjölskyldumál, þörf kennslubók fyrir nemendur i framhaldsskólum og í grunnnámi háskóla. Bókin á einkum er- indi td nemenda í félagsráðgjöf og öðrum félagsvísinda- og samfélagsgreinum, svo sem í kennslu- og uppeldisfræði. Einnig hentar hún vel sem kennsluefni í námi verðandi hjúkrunarfræðinga, presta og lögfræðinga. Sigrún Júlíusdóttir er prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla íslands. Hún hefur einnig starf- að aö hluta við ráðgjöf fyrir einstaklinga, hjón og fjölskyldur hjá Tengslum sf. síðan 1982. Doktorsritgerð hennar frá Gautaborgarháskóla (1993) fjallar um innri aðstæður íslenskra fjölskyldna og áhrif menningar og ytri að- stæðna á aðlögun og vellíðan í hjónabandi og fjölskyldulífl. Hún hefur stýrt umfangs- miklum rannsóknum á uppeldisaðstæð- um barna á íslandi og nýlega gaf hún út ásamt Nönnu K. Sigurðardóttur bókina Áfram foreldrar: Rannsókn um sameigin- lega forsjá og velferð barna við skilnað foreldra. Háskólaútgáfan gefur bókina út. til íslensku Á laugardaginn kem- ur, 17. mars, gengst Stofnun Sigurðar Nor- dals fyrir málþingi um viðhorf til íslenskrar tungu í Þjóðarbókhlöð- unni. Málþingið hefst kl. 13.30 og frummæl- endur verða Birna Arn- björnsdóttir, Guðni Kol- beinsson, Hallfríður Þórarinsdóttir, Tos- hiki Toma, Þórunn Blöndal, Þórarinn Eld- járn og Þröstur Helgason. Aö loknum framsöguerindum verða almennar um- ræður. Allir eru velkomnir. Norrænt samstarf Þann 23. mars næstkomandi efnir End- urmenntunarstofnun Háskóla íslands til námskeiðs um Norrænt samstarf en Helsinki-samningurinn, sem norrænt samstarf byggist á, var einmitt undirritað- ur sama dag árið 1962. Námskeiðið er ætl- að öllum sem vilja vinna á norrænum vettvangi, fulltrúum stofnana, fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka, kennurum, námsráðgjöfum og listafólki. Fjallað verð- ur m.a. um uppbyggingu í norrænu sam- starfi og helstu samstarfsstofnanir, stefnu- mótun og markmið, þátt íslendinga og hugmyndir um framtiðarskipulag í nor- rænu samstarfi. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir störf- um og áhuga og skoðað hvaða möguleikar felast í norrænu samstarfi og uppbyggingu tengsla. Umsjón með námskeiö- inu hefur Sigrún Stef- ánsdóttir, yfirmaður upplýsingadeildar Norrænu ráðherra- nefndarinnar og Norðurlandaráðs. Henni til aðstoöar eru ýmsir sérfræðingar á sviði norrænnar samvinnu, m.a. Snjólaug Ólafs- dóttir, skrifstofustjóri Norðurlandaskrif- stofunnar á Islandi, Soren Christensen, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar, Matz Jönsson, yfirmaður Norræna menningarsjóðsins, Riitta Lampola skrifstofustjóri og Ragnheiður Þórarinsdóttir deildarsérfræðingur. Frekari upplýsingar um námskeiðið eru á vefsetrinu http://www.endur- menntun.is“ og þar er líka hægt að skrá sig. Viðhorf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.