Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 Tilvera DV lí f iö Stefnumót á Gauknum Stórtónleikar verða á Gauki á Stöng. Eru þeir í tónleikaröðinni Stefnumót. Fram koma DJ Sóley, Tommi White og The Vinylistics sem er með Móu innanborðs. Sú hljómsveit hefur legið yfir lagasmíðum og er vaentanleg útgáfa frá sveitinni. í kvöld gefst gestum að heyra afraksturinn. Húsið er opnað kl. 21.00 og er aðgangseyrir 500 kr. Klassík ■ VORTONLEIKAR KARLAKORS REYKJAVIKUR I YMI Karlakór Reykjavíkur heldur Vortónleikana um þessar mundir. Tó.nleikarnir veröa í húsi kórsins, Ými við Skóg- arhlíð 17, og hefjast klukkan 20 í kvöld. Efnisskráin er fjölbreytt og skemmtileg. Einsöngvarar eru Hjálmar Pétursson bassi, Karl Jó- hann Karlsson bassi og Gústav H. Gústavsson tenór. Anna Guðný Guð- mundsdóttir annast píanóleik og fjórir hornleikarar úr Sinfóníuhljom- sveit íslands leika meö kórnum í Veiðimannakórnum úr Töfraskytt- unni eftir Carl Maria von Weber. Stjómandi Karlakórs Reykjavíkur er Friörik S. Kristinsson. Tónleikar ■ HASKQLATQNLEIKAR A Háskólatónleikum á morgun í Norræna húslnu syngur Háskólakórinn undir stjórn Hákonar Leifssonar verk eftir íslenska og erlenda höfunda. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og taka um þaö bil hálfa klukkustund. Fundir ■ ALÞJOÐLEGI BARNALEIKHUS- DAGURINN Alþjóðlegi barnaleik- húsdagurinn veröur haldinn í fyrsta sinn í Borgarleikhúsinu í dag. Degin- um er fagnaö um allan heim og meö því vakin athygli á því miklvæga hlut- verki sem leikhúsið hefur aö gegna í lífi ungra áhorfenda og leikhúsfólks. í tilefni dagsins munu samtök um barna- og unglingaleikhús á íslandi í samvinnu viö Leikfélag Reykjavík- ur efna til málþings um barnaleik- hús á íslandi og hefst þaö klukkan 20 í anddyri Borgarleikhússins. Frummælendur veröa Pétur Eggerz, formaöur Samtaka um barna- og unglingaleikhús áíslandi, Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjori menningarskrifa DV, Þor- valdur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistamaður. Fundarstjóri er Magnús Þór Þorbergsson. Aö lokn- um ávörpum frummælenda veröa- pallborösumræöur með þátttöku áheyrenda. Alþjóölegi barnaleikhús- dagurinn er haldinn aö frumkvæöi ASSITEJInternatlonal - alþjóðasam- taka um barna- og unglingaleikhús. ■ AUGU HEILI OG LESRASKANIR Kl. 17.15 í stofu 101 í Odda mun Donald Shankweller, prófessor í sálfræöi, halda opinberan fyrirlestur í boöi sálfræöiskorar og félagsvísindadeildar Háskóla íslands. Fyrirlesturinn nefnist Augu, heili og lesraskanir (Eye and Brain and Reading). Félagsstarf ■ ELDRI BOGARAR I REYKJAVIK Tefit veröur á vegum eldri borgara í Reykjavík í dag í Ásgaröi, Glæsibæ, kl. 13.30. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu í.fyrramálið kl. 10. Gangan hefst í Ásgaröi. Leikhópurinn Snúður og Snælda sýnir Gamlar Perlur í Asgaröl í síöasta sinn á morgun kl. 14.00. Sjá nánar: L.ífið eftir vinnu á Vísi.ls Ungfrú ísland.is: Glæsilegir keppendur Þeir skemmtu Óhætt er aö segja aö félagarnir Ei- ríkur Stephensen og Hjörleifur Hjart- arson hafi komiö gestum skemmti- lega á óvart meö sérstökum söng. Fjöldi fólks lagði leið sína í Lista- safn Reykjavíkur á laugardagskvöldið en að þessu sinni var erindið ekki að skoða listaverk heldur fór þar fram keppnin Ungfrú ísland.is. Sextán glæsilegar stúlkur tóku þátt í keppn- inni og komu meöal annars fram í sér- hönnuðum samkvæmiskjólum. Sigur- vegarinn og Ungfrú ísland.is 2001 heit- ir Kolbrún Pálína Helgadóttir, í öðru sæti varð Rakel Sif Sigurðardóttir og þriðja sætið kom í hlut Chloe Óphelia Gorbulew. Heiðursgestur kvöldsins að þessu sinni var tónlistarmaðurinn Sir Bob Geldof og var hann einnig í dóm- nefndinni. Arftakinn krýndur Þegar búiö var aö tilkynna aö Kolbrún Pálína Helgadóttir væri Ungfrú ísland.is 2001 var ekkert annaö eftir en krýna hana og þaö geröi sigurvegarinn frá því í fyrra, Elva Dögg Melsteö. Þær Rakei Sif Siguröardóttir og Chloe Óphelia Gorþulew fylgdust vel meö. DV-MYNDIR INGÓ Rafmögnuö spenna Spennan í Listasafni Reykjavíkur var rafmögnuö þegar heiöursgesturinn Sir Boþ Geidof tilkynnti hvaöa stúlka hefði oröiö fyrir valinu sem Ungfrú ístand.is 2001. Bíógagnrýni Smár en knár Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Brosmildir dómarar Þau Natasha Singer þlaöamaöur, Baldvin Jónsson framkvæmdastjóri og Bryndís Schram sendiherra- frú fengu þaö erfiöa verkefni aö velja sigurvegara kvöidsins því þau voru öll í dómnefnd. Anægðir áhorfendur Þær Ragnheiöur Guönadóttir og Ásdís María Franklín voru meöal áhorfenda í Listasafninu og virtust skemmta sér vel. Heilsað upp á dómarann Chloe Óphelia Gorbutew og Örvar Jóhannsson gáfu sér tíma til aö heilsa upp á Amit K. Kan- odia dömara. Háskólabíó - Kirikou: ★ ★ ★ Sagan um Kirikou hefst í litlum kofa ein- hvers staðar í litfögr- ustu Afríku þar sem ólétt kona situr upp við vegg og strýkur á sér magann. Skyndilega heyrist barnsrödd segja: „Mamma, fæddu mig!“ En í stað þess að stökkva upp til handa og fóta, jesúa sig og hvað- eina tekur konan þessu pollrólega og segir barn- inu að fyrst það geti tal- að í móðurkviði geti það líka fæðst sjálft. Sem er ekki ofsögum sagt: hetja sögunnar skríður úr skauti móður sinnar, kynnir sig sem Kirikou, klippir á naflastrenginn og fer I bað. Þetta er bara smábrot af því sem þessi pínulitli beri svertingjastrákur getur gert - og það er eins gott. í þorpinu hans Kirikou búa nánast bara konur því allir almenni- legir karlmenn eru farn- ir til að freista þess að ráða niðurlögum afskap- lega vondrar seiðkonu sem hefur kúgað þorps- búa lengi. En enginn hefur staðist henni snúning, hún étur karlana með húð og hári, stelur gulli kvenn- anna og þaö sem er allra verst í þessu heita og þurra landi, hún hef- ur þurrkað upp lindina þeirra svo að nú þurfa þorpskon- urnar að fara langa leið til að sækja vatn. En viö erum stödd í heimi þjóðsagna og ævin- týra þar sem pínulitlir strákar geta hlaupið of- boðslega hratt og eru ekki hræddir við neitt. Kirikou sér að hann er eini maðurinn sem er líklegur til að bjarga þorpinu og knúinn áfram af forvitni leggur hann af stað. Kirikou er nefni- lega knár þótt hann sé smár og gefst hvorki upp fyrir hjátrú né slúðursög- um. Hann leitar að sann- leikanum og með hyggju- vitið að vopni ræður hann nánast við hvað sem er. Það er langt síðan ég hef séð teiknimynd sem ekki er amerísk en Kirikou er gerð í Frakk- landi og það er skemmti- legt að sjá að fleiri en Disney kunna aö teikna. Myndimar eru einfaldar og fallegar og litirnir bjartir. Eins og aðrar er- lendar barnamyndir er hún talsett og það hefur tekist einstaklega vel. Jóhanna Vig- dís Amardóttir er þvottekta grimm og hættuleg seiðkona og Óskar Jör- undarson, sem leikur Kirikou, er dásamlegur. Hann hefur skæra rödd og talar einstaklega skýrt og er al- veg laus við lestrartón. Það rennur upp fyrir manni eftir að hafa séð myndina um hann Kirikou að jafnvel þótt Afríka sé að öllu leyti öðruvísi en Islandið okkar þá hafa furðu líkar þjóðsögur verið sagðar, hvort sem það var í baðstof- um þar sem vindurinn gnauðaði fyrir utan eða viö varðeldinn í stjörnubjartri heitri nóttinni. Sagan um Kirikou er sett saman úr nokkrum afrískum þjóðsögum og unnendur íslenskra þjóðsagna geta séö að Kirikou og karlson eiga margt sameiginlegt, báðir eru þeir klárari en aðrir í kringum þá, báðir eru góðir við dýr og minnimáttar sem kemur sér vel seinna og báöir standa sem sigurvegarar í lokin og hafa unnið „prinsessuna og hálft kóngsríkið". Smalið nú saman börnum og bamabömum og sjáið öðruvísi teiknimynd en venjulega er boðið upp á hér í íslenskum kvikmynda- húsum. Leikstjórn og handrit: Michel Ocelot. Leikstjóri íslenskrar talsetningar: Sigurö- ur Sigurjónsson. Þýölng texta: Karl Ágúst Úlfsson. Tónlist: Youssou N'Dour. ís- lenskar leikraddir: Óskar Völundarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Stefán Karl Stefánsson, Guömundur Ólafsson og fleiri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.