Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 4
20 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2001 allt brjálað í húsinu. Guðjón Valur tók vitið og tryggði KA réttinn í úr- slitaleikinn. Guðjón Valur var hetja dagsins eft- ir aö hafa staðið sig frábærlega i leiknum og aö hafa náð að skora úr aukakastinu í lok fyrstu framlenging- ar. Guðjón gerði meðal annars 7 af 9 mörkum KA í framlengingunni. Hörður Flóki stóð sig vel í mark- inu hjá KA og náði að verja á ótrúleg- ustu augnablikum. Atli Hilmarsson hefur verið að ná frábærum árangri með þessum strákum og er ljóst hvar framtíðin er í handboltanum en þetta eru allt mjög ungir strákar. Hjá Aftureldingu var Bjarki Sig- urðsson atkvæðamestur og stóð Magnús Þór sig vel í framlengingun- um ásamt Gintas. Reynir Þór fór hamfórum í marki Aftureldingar en KA náði aðeins að skora sex mörk hjá honum í seinni hálfleik en Guðjóni Val tókst að skora eitt mark hjá Ólafi Gíslasyni. -JJ Sport Valur fyrir KA. Afturelding náði að jafna og eftir að Reynir Þór varði víti frá Halldóri Sigfússyni þá skoraði Gintas sitt annað mark í framlenging- unni og voru Aftureldingarmenn komnir yflr og það í fyrsta skiptið í leiknum. Ótrúlegt jöfnunarmark Illa gekk hjá KA og þegar seinni hálfleikur framlengingar var hálfnað- ur hafði Magnús Már skorað tvö mörk fyrir Aftureldingu og voru Aftureld- ingarmenn með pálmann í höndun- um. KA vildi þó ekki gefast upp og náði Halldór Sigfússon að minnka muninn. KA tókst svo að minnka muninn niður í eitt mark þegar um ein mínúta var eftir af leiknum. Dæmd var leiktöf á Aftureldingu og fengu KA-menn tækifæri til að minnka muninn en náðu ekki að nýta færið en fengu dæmt aukakast þegar leiktíminn var liðinn. Aukakastið var við hliðarlínuna og voru áhangendur Aftureldingar farnir að fagna og kyrja sigursöngva. Guðjón Valur vildi ekki enda leikinn á þennan hátt og skoraði á alveg ótrúlegan hátt úr aukakastinu og þakið ætlaði að rifna af húsinu. Dramatíkin var hrikaleg og spennan ekki síðri. Framlengja varð því aftur. Guöjón Valur með sigurmarkiö úr víti KA virtist ætla að taka þetta strax í annarri framlengingu og náði tveggja marka forystu en Afturelding náði að jafna leikinn þegar um ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Guðjón Valur fékk svo tækifæri til að minnka muninn með glæsilegu skoti en Reyn- ir Þór náði að verja boltann og varð því að grípa til bráðabana. KA tapaði hlutkestinu en KA hafði unnið hlutkestiö við framlenginguna. Aftureldingarmenn sóttu og reyndu að koma boltanum í netið en þeir misstu hann og þá náði Andrius Stelmokas að flska vítakast og varð KA tryggði sér sæti í lokaúrslitum íslandsmótsins í fyrsta sinn í fjögur ár eftir ótrúlegan framlengdan leik og sigur í bráðabana á Aftureldingu, 29-28, í KA-húsinu á laugardag. Þessi leikur hafði það allt sem handbolti býður upp á og var upp á 10. Fjöldinn allur af aðdáendum Aftur- eldingar mætti í KA-heimilið og lét ekki sitt eftir liggja og hefur ekki ver- ið svona stemning í KA-húsinu í lang- an tíma. Bæði lið lofuðu erfiðum en góðum leik. Byrjun leiksins lofaði góðu. KA byrjaði með 3:2:1 vörn en vörn Aftureldingar var meira aftur- liggjandi. KA-menn voru mun sterk- ari í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 13-8. Liðsmenn Aftureldingar hafa trúlega fengið góða ræðu í hálfleik því þeir komust strax aftur í leikinn og var þjálfarinn í aðal- hlutverki og skoraði fyrstu tvö mörk- in í seinni hálfleik. KA-mönnum gekk illa að skora í byrjun seinni hálfleiks því fyrstu fimmtán mínúturnar lokaði Reynir Þór Reynisson markinu og gengu Aftureldingarmenn á lagiö og voru búnir að minnka muninn niður í eitt mark þegar 14 mínútur voru eft- ir af leiknum. Það sem eftir lifði af leiknum var spennan gífurleg. KA náði þó alltaf að halda sér einu til tveimur mörkum yfir þar. Aftureld- ingu tókst að minnka muninn aftur niður í eitt mark í stöðunni 20-19 og var þá um ein og hálf mínúta eftir af leiknum. Afturelding tók þá tvo leik- menn KA úr umferð og fór það svo að dæmd var leiktöf á KA þegar 6 sekúndur voru eftir. Afturelding átti möguleika á að jafna og þegar tíminn var að renna út stökk Gintas inn í teiginn og var brotiö á honum og dæmt vítakast og leiktíminn rann út. Páll Þórólfsson fékk það erfiða hlut- verk að taka vítakastið. Hann skoraði örugglega úr því, jafnaði í 20-20 og því varð að framlengja. KA byijaði framlenginguna og eins og oft áður í leiknum skoraði Guðjón - þegar KA Guðjóni Val Sigurössyni, ótvíræðri hetju KA-manna, var hampaö mjög eftir leikinn. Hann gerði 13 mörk og tryggði sínum mönnum síðari framlenginguna með ótrúlegu marki beint úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn. DV-mynd Brink KA-Afturelding 29-28 1-1, 4-1, 5-4, 6-5, 8-5, 10-6, 11-7, (13-8), 13-10,14-12,15-14,17-16, 20-18, (20-20), 21-20, 21-23, 22-24, (24-24), 26-24, 27-25, 28-26, (28-28), 29-28. KA Mörk/viti (Skot/víti): Guðjón Valur Sigurðsson 13/5 (21/5), Halldór Sigfússon 7/3 (11/5), Giedrius Csemiauskas 3 (4), Heimir Óm Árnason 3 (8), Arnór Atla- son l (1), Andrius Stelmokas 1 (4), Sæv- ar Árnason 1 (5). Mörk úr hraóaupphlaupum: 2 (Cserni- auskas 2) Vítanýting: Skorað úr 8 af 10. Varin skot/viti (Skot á sig): Hörður Flóki Ólafsson 22 (47/3, 47%), Hans Hreinsson 1 (4/3, 25%). Brottvísanir: 14 mínútur. Aftureldins Mörk/viti (Skot/víti): Bjarki Sigurðs- son 8/2 (17/3), Savukynas Gintaras 7 (10), Páll Þórólfsson 4/3 (5/3), Gal- kauskas Gintas 3 (3), Þorkeli Guðbrands- son 3 (5), Magnús Már Þórðarson 3 (9). Mörk úr hraóaupphlaupum: 1 (Þorkell) Vitanýting: Skorað úr 5 af 6. Varin skot/viti (Skot á sig): Reynir Þór Reynisson 26/1 (54/8, 48%), Ólafur H. Gíslason 0 (1/1, 0%, víti í stöng). Brottvisanir: 14 mínútur. Dómarar (1-10): Bjarni Viggósson og Valgeir Ómarsson (6). tiœói leiks (1-10): 10. Áhorfendur: 800. Maöur leiksins: Guðjón Valur Sigurðsson, KA. Sá dramatískasti „Þetta var virkilega erfiður leikur og örugglega dramatískasti handboltaleikur sem leikinn hefur verið á íslandi og það er sárt að annað liðið þurfi að detta út. Við byrjuðum ekki leikinn nógu vel. Við spiluðum ekki nógu vel fyrstu tuttugu mínúturnar og vorum i vandræðum með sóknarleikinn hjá okkur allan fyrri hálfleikinn. Við erum svo með vænlega stöðu í lok fyrstu framlengingar en það var ótrúlega klaufalegt hjá okkur að fá á okkur þetta mark úr aukakastinu. Svo var þetta spuming um heppni og dramatík í lokin. Ég hugsa að Haukar lendi í úrslitum og held ég að KA vinni,“ sagði Ásgeir Sveinsson aðstoðar- þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. -JJ Guðjón Valur Sigurðsson, hetja KA: Þakka fólkinu - fyrir stuðninginn i dramatiskum oddaleik „Já, þetta var mikil drama- tik og spenna eins og það á að vera þegar það er komið svona langt í mótið. Fyrri hálfleikur gekk mjög vel. Vor- um að fá á okkur fá mörk og stóðum vömina mjög vel og var Hörður Flóki sterkur fyr- ir aftan okkur. En við erum frægir fyrir aö missa niður gott forskot á stuttum tíma og okkur tókst að gera þaö enn einu sinni en þetta er frábært að hafa klárað þetta,“ sagði hetja dagsins, Guðjón Valur Sigurðsson. Hvaó hugsaöir þú þegar þú tókst aukakastió í lok framlengingarinnar? „Að setja hann í stöngin og inn.“ Hvaó meö framhaldiö? „Mér er alveg sama hverjum við mætum. Það er frábært að geta spilað fyrir framan þetta fólk og við eigum alltaf heimaleikjaréttinn og þakka ég áhorfendum kærlega fyrir og vona að þeir haldi þessu áfram í úrslitaleikjunum,“ sagði Guðjón Valur í leikslok. „Þetta tókst en lengri leiðin var farin og hafðist þetta í restina. Er ekki sagt að heppnin fylgi þeim bestu. Það skiptir ekki máli hverjum við lendum á móti og trúi ég að það verði jafn spennandi en við töpum ekki á heimavelli og því munum við hafa þetta,“ sagði Hörður Flóki Ólafsson, markvörður KA, kátur í leikslok. -JJ Atli, þjálfari KA, um Guðjón Val: Meö stáltaugar „Ég held að það sé ekki hægt að hafa meiri dramtík í handbolta, við meira að segja töpuðum hlutkestinu og þurftum aö byrja í vörn i fyrstu sókn í bráðabana. Ég er samt ekki ánægður með hvernig við missum þetta niður í seinni hálfleik. Við erum fimm yfir í hálfleik og missum það niður í jafntefli og hefði það verið rosalega svekkjandi að tapa því þeir jafna í fyrsta skipti þegar leiktíminn er að renna út. Þaö var ótrúlegt að halda þetta í framlengingunni en Guðjón er með stáltaugar og sýndi þaö enn einu sinni. Ég er ánægður með að við skulum hafa geta spilað okkar framliggjandi vörn allan tímann en við erum að tala um að strákarnir sem bera þetta uppi eru um 21 árs og er þetta því ótrúlegt afrek. Það skiptir engu hver það er sem við mætum. Viö erum alltaf með heimaleikjaréttinn og er deildar- meistaratitillinn dýrmætur að fá alltaf að byrja og enda heima," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, eftir leikinn. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.