Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 I>V 5 Fréttir Heilbrigöisráðherra lætur SÁÁ fá 36 milljóna króna leiðréttingu: Staðarfelli lokað þrátt fyrir framlag - skimun hætt, lokun á Akureyri og almennur sparnaður enn á dagskrá „Jú, auðvitað skiptir þessi leið- rétting miklu máli fyrir okkur og mun líka hafa tals- verð áhrif á rekst- urinn hjá okkur árið 2002,“ sagði Teódór S. Hall- dórsson, fram- kvæmdastjóri SÁA, í samtali við DV. Jón Kristjáns- son, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, hefur tilkynnt Samtökum áhugafólks um áfengisvamir að ijár- veiting til sjúkrastofhana samtakanna hafi verið hækkuð um 36 milljónir króna. Er hér er um að ræða leiðrétt- ingu fyrir árin 2000 og 2001 vegna launahækkana á árinu 1999. Jafnframt tilkynnti heilbrigðismálaráðherra að rekstrargrunnur stofnunarinnar á ár- inu 2002 mundi hækka um 18 milljón- ir króna. Theódór segir að þetta muni þó ekki koma í veg fyrir að gripið verði til rót- tækra spamaðaráætlana, s.s. að loka Staðarfelli í Dölum og að hætta skima blóð til að kanna HlV-sýkingu og lifr- arbólgusmit þeirra sem koma til með- ferðar. Samkvæmt fyrri sparnaðartil- lögum átti að loka Staðarfelli 1. júlí nk. og við það verður staðið. Hins vegar segir Theódór að lokunin verði styttri en hann annars hefði orðið. Þannig megi búast við að Staðarfell verði opnað strax í sumarlok, jafnvel í kringum fyrsta vetrardag. Þá er ljóst að það stend- ur að hætt verður við blóðskimun og að lokað verður hjá SÁÁ á Akureyri í sumar auk ann- arra almennra aðgerða sem gripið verður til í spamaðarskyni. Theódór viðurkennir að menn standi nú frammi fyrir því að veita meðferðar- þjónustu sem sé af lakari „standard" en áður en þetta sé óhjákvæmilegur fylgifiskur fiárhagserfiðleikanna. Með- Samt lokað Þrátt fyrir aukafjárveitingu tekst SÁ4 ekki aö halda Staöafelli opnu. al óæskilegra afleiðinga þessara að- gerða má nefna hættuna á að biðlistar myndist þegar eftirmeðferðar- stöðvum er lokað enda mun álag trúlega aukast á göngudeUdar- þjónustu. Aukning fjármagns Samtök áhuga- fólks um áfengis- óg vímuefnavand- ann hafa haldið uppi starfsemi sem er umfangs- meiri en ríkið hefur verið reiðubúið að fiármagna en notað sjálf- aflafé, eins og safnanir, hlutdeUd í hagnaði spilakassa o.s.frv., tU að greiða það sem upp á vantar. Ráðu- neytið hefur á undanfórnum árum aukið verulega framlag sitt tU stofnun- armnar enda talið að Qármagn tU meö- ferðar vegna vímuefnavandans nýtist vel í höndum þróttmikUla áhuga- mannasamtaka. Heildarframlag tU samtakanna hefur verið 219 mUlj- ónir króna árið 1997, 257 mUljónir króna árið 1998, 284 mUljónir króna árið 1999 og verð- ur 360 mUljón- ir króna árið 2000 eftir leið- réttingu og 374 mUljónir króna á yfírstandandi ári. Framlagið hefúr því hækkað um 70 prósent frá árinu 1997 en þess ber að geta að byggingarstyrkir eru innifaldir í ofan- greindum upphæð- um. Það er von ráðu- neytisins að þessi fiárveiting hjálpi tU við að leysa þann fiár- hagsvanda sem stofh- unin á við að stríða, þannig að niðurskurður komi sem minnst niður á skjólstæðingum stofn- unarinnar. -GG Theódór S. Hall- dórsson, fram- kvæmdastjóri SÁÁ. Jón Kristjánsson heilbrigöisráð- herra. gs" ^■^gnna^Safyrstr-, Fjarvinnslan Suðureyri: „Hofum nog að gera“ - segir Valgerður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri DV, SUDUREYRI:_____________________ Stuttri og erfiðri sögu Islenskrar miðlunar á Vestfiörðum lauk með gjaldþroti á síðasta ári. Vinnu- stöðvunum var lokað og fólk sent heim. í desember sl. tóku nokkrir heimamenn á Suðureyri sig sam- an og keyptu þrotabú íslenskrar miðlunar þar og hófu rekstur stöðvarinnar undir heitinu Fjar- vinnslan Suðureyri ehf. Valgerður Kristjánsdóttir er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. „Við fórum hægt af stað í upphafi. Verkefnin hafa bæst við jafnt og þétt þannig að við höfum nóg að gera,“ sagði Valgerður. Helstu verkefnin eru símsvörun og úthringingar. Úthringingarnar DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON Samband um allt land Tinna Óöinsdóttir, hjá Fjarvinnslu Suöureyrar, er í sambandi viö fólk um land allt. felast helst í þvi að afla auglýsinga og styrkja og á kvöldin er unnið að söluverkefnum. Unnið er fyrir vestfirska aðila og á landsvísu. Fyrirtækið tekur að sér launabók- hald fyrir smábáta. Hafa nokkrir útgerðarmenn þegar nýtt sér þá þjónustu og láta vel af. Meðal fyrirhugaðra verkefna er að reka netkaffi í sumar. Þar getur fólk fengið sér gott kaffi og vafrað um netið i öflugri tengingu. Fjöldi starfsmanna er breytilegur og fer það eftir verkefnastöðu hverju sinni. Nú eru 13 á launaskrá. Stefnt er að því að hafa fastráðið fólk við fyrirtækið næsta vetur. -VH Fyrsta háhýsið á Akranesi risið DV, AKRANESI:___________________ Framkvæmdir viö fyrsta 6 hæða fiölbýlishúsið á Akranesi, sem stendur við Jaðarsbraut 25, ganga vel að sögn Halldórs Stefánssonar, framkvæmdastjóra Akurs ehf., sem byggir Qölbýlishúsið. Tuttugu og tvær íbúðir verða í húsinu og er áætlað að þær verði afhentar í haust. Húsið stendur á eftirsóttum stað, með útsýni til allra átta. Stórar svalir fylgja íbúð- um ofan fyrstu hæðar og snúa þær allar til suðurs með útsýni yfir Faxaflóann. Stutt er í alla almenna þjónustu og eru skóli og iþrótta- hús í næsta nágrenni. Sérstaklega er vandað til þessara íbúða. Skipu- lag á hverri hæð er þannig að sem minnst hljóð berist milli íbúða og frá stigagangi. í þessu fyrsta háhýsi Akraness verða tólf 3 herbergja íbúðir sem eru 97 fermetrar á stærð og tíu 4 herbergja íbúðir sem eru 127 fer- metrar. Þvottahús og geymsla eru i hverri íbúð. Lyfta er í húsinu og hverri íbúð fylgir bílastæði í bíla- geymslu. Innangengt er úr bíla- geymslu í húsið. íbúðunum verður skilað fullbúnum en án gólfefria. Að utan er húsið klætt með við- haldsfrírri veggklæðningu og gluggar álklæddir, þannig að lág- marksviðhald á að verða á húsinu. Verð á þessum íbúðum er mjög gott, frá 11,5 milljónum upp í 13,8 milljónir, og hefur verið óbreytt frá því að þær komu á markað á meðan sambærilegar íbúðir hafa hækkað um 2 milljónir króna. -DVÓ DV-MYND DANlEL V. ÖLAFSSON Háhýsi Nýja 6 hæöa blokkin, fyrsta eiginlega háhýsiö á Akranesi, lítur glæsilega út. Mikil slysagatnamót Á mótum Reykjanesbrautar og Lækjar- götu í Hafnarfiröi er mikil slysagildra. Úr þessu veröur bætt meö mislægum gatnamótum á næsta ári. 1.400 milljóna framkvæmdir: Mislæg gatna- mót í útboð eftir áramót - unnin með hraði Á næsta ári verða hafnar fram- kvæmdir við mislæg gatnamót við gatnamót Reykjanesbrautar og Lækj- argötu í Hafriarfirði. Útboð er fyrir- hugað í byrjun næsta árs og ráðgert er að taka þau í notkun haustið 2002. Að sögn talsmanns Vegagerðarinn- ar er þar einnig um færslu vegar að ræða á kaflanum suður fyrir kirkju- garðinn. Áætlað er að framkvæmdin öll komi til með að kosta um 1.400 miUjónir króna. Á og við þessi gatnamót hafa orðið mörg dauðaslys á liðnum árum og mikiil Qöldi alvarlegra árekstra. -HKr. DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Belnþéttni mæld í Vík A aöalfundinum, sem haldinn var á Ströndinni í Vík í Mýrdal, var fundar- mönnum boöiö upp á beinþéttnimæl- ingu í hæl. Hér sjást þær Helga Þor- bergsdóttir hjúkrunarfræöingur, Anna Pálsdóttir, formaöur Beinverndar á Suöurlandi, og Katrín Brynjólfsdóttir. Beinvernd: Kalkríkar veitingar - beinþéttni mæld PV. VIK:__________________ Aðalfundur Beinverndar á Suður- landi var haldinn í Vík i Mýrdal í síð- ustu viku. Fundurinn, sem var haldinn í samvinnu við Heilsugæslustöðina í Vík, var afar vel sóttur. Á fundinn mætti prófessor Gunnar Sigurðsson og flutti hann fræðsluerindi um beinþynn- ingu og beinvemd og svaraði spuming- um fundarmanna varðandi efnið. Boðið var upp á kalkríkar veitingar frá Mjólkurbúi Flóamanna og í sam- vinnu við Lyfiu gafst fundarmönnum tækifæri til að láta mæla beinþéttni i hæl en Lyfia býður upp á slíkar mæling- ar í apótekum sínum. Félagið Beinvernd á Suðurlandi var stofnað árið 1997 og eru félagsmenn nú nokkuð á annað hundrað. Helstu mark- mið félagsins eru að vekja athygli al- mennings og stjómvalda á því hve al- varlegt heilsufarsvandamál beinþynn- ing er og að stuðla að fræðslu um það sem best er vitað um beinþynningu og vamir gegn henni á hverjum tíma. Ástæða er til að hvetja fólk til að kynna sér málefhið og má í því sam- bandi m.a. benda á heimasíðu Bein- vemdar á íslandi sem er beinvernd.is. -SKH Fjölskylda í bílveltu Fimm manna fiölskylda var í Range Rover bifreið sem valt um kl. 19 í fyrrakvöld á veginum skammt frá Fagraskógi, á leiðinni milli Dalvikur og Akureyrar. Leiðindaveður var þeg- ar slysið varð, krapi og rok og steypt- ist bíllinn austur af veginum eina 40-50 metra. Fjölskyldan var öll í bil- beltum og slasaðist enginn alvarlega en einn farþeginn festist í bílnum þannig að klippa varð hann út. Sjúkra- og tækjabílar komu á staðinn bæði frá Akureyri og Dalvík og var fólkið flutt á slysadeild. -BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.