Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 DV Fréttir Gæsluvarðhaldsfangi krafðist þess að fá sendan mat og aðgang að tölvupósti: Einangrunarfangar einir mega fá pitsur - héraðsdómur hafnaði kröfunni - fanginn kærir til Hæstaréttar Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni um að hann fái leyfi til að láta senda sér mat í fangelsið og að hann fái takmarkaðan aðgang að tölvupósti. Fanginn, 26 ára karlmaður, var handtekinn þann 16. apríl með 2.800 e- töilur í farangri sínum við komuna fá útlöndum. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir og hefur hann verið á Litla-Hrauni upp frá því. Heimsóknarbanni var aflétt 27. apríl. í reglugerð um fangelsismál segir að gæsluvarðhaldsfóngum sé heimilt að útvega sér sjálfir fæði. Hins vegar geta forstöðumenn fangelsa takmark- að eða bannað að fangi fái sent fæði sé hætta á að „það raski góðri reglu eða öryggi í fangelsinu". Þegar fanginn fór fram á það við Fangelsismálastofn- un að hann fengi sendan mat til sín í fangelsið - mat sem aðstandendur hefðu í hyggju að færa honum - hafn- aði stofnunin því. Var slíkt talið geta raskað góðri reglu um öryggi innan fangelsisins - að aðrir fangar, þ.e. af- plánunarfangar - hafi ekki þessi sömu réttindi. Það verði því eitt yflr alla að ganga hjá þeim sem eru saman í fang- elsi, það er gæsluvarðhaldsfanga sem komnir eru í svokallaða lausagæslu og eru því ekki lengur í einangrun, og þá sem þegar hafa verið dæmdir og eru að afplána dóma. Samkvæmt þessu heimila íslensk lög í rauninni að aðstandendur gæsluvarðhaldsfanga geti útvegað þeim pitsur, hamborgara og svo fram- vegis ef þeir eru i sérstöku fangelsi. En á meðan þeir þurfa að dvelja með afplánunarfóngum á Litla-Hrauni er það ekki hægt því þeir njóta ekki sömu réttinda og þeir sem eru í gæsluvarðhaldi og eitt verður yfir alla að ganga. Fangelsismálastjóri upplýsti á hinn bóginn fyrir dómin- um að á Litla-Hrauni, sem og í öðrum fangelsum, sé heimilt að senda fæði til gæsluvarðhaldsfanga sem eru í einangrun, en ekki til annarra. Menn verða því að vera í einangrun á Litla- Hrauni til að fá pitsur og hamborg- ara. Varðandi rétt til notkunar rafpósts sagði fangelsismálastjóri að netteng- ingar hefðu ekki veriö leyfðar í fang- elsinu Litla-Hrauni fremur en öðrum fangelsum. Ekki sé hægt að koma við eftirliti á sama hátt og um venjulegar póstsendingar og bréf væri að ræða. Héraðsdómur segir að i lögum og reglugerð sé ekkert ákvæði að finna um sendingar pósts í gegnum tölvu en telur slíkt ekki jafngilda því sama og venjulegar bréfaskriftir. „Ekki er ljóst hvers umbúnaðar væri þörf til þess að viðhlítandi eftirlit væri við komið,“ segir dómurinn og fellst ekki á að gæsluvarðhaldsfanginn eigi kröfu á að þeim búnaði verði komið á sem þarf til að fullnægja óskum hans. Ekki liggur fyrir hvort fanginn hyggst kæra úrskurðinn til Hæsta- réttar. -Ótt Mánaðar- fangelsi fyrir nefbrot DV, AKRANESI:______________________ Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í vikunni 18 ára Akurnesing í eins mánaðar fangelsi fyrir líkamsárás. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms, haldi ákærði almennt skilorð. Drengurinn var dæmdur til að greiða 17 ára pilti sem hann sló skaöabætur og auk þess allan sakar- kostnað og málsvarnarlaun verj- anda síns. Ákærði var kærður fyrir líkamsárás aðfaranótt sunnudags- ins 11. mars 2001 fyrir utan Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Þar gaf hann 17 ára Reykvíkingi hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að aðkomupilturinn hlaut nefbeins- brot. Finnur Torfi Hjörleifsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. -DVÓ Sex refsidómar: Situr í 45 daga í fangelsi DV, AKRANESI: Tvítugur Snæfellingur var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Vest- urlands í síðustu viku. Hann hefur ítrekað brotið af sér í umferðinni og hefur skapað stórfellda hættu, sjálfum sér og öðrum vegfarendum. Á rúm- lega þriggja ára ökumannsferli pilts- ins hefur hann sætt refsingum sex sinnum, hann hefur þurft að greiða um 400 þúsund krónur í sektargreiðsl- ur vegna afbrota sinna, hefur ítrekaö verið sviptur ökuleyfi sem hann hefur síðan hunsað; sviptingarnar eru upp á fjögur ár og níu mánuði samtals - og varðhaldsdómar eru samtals upp á 120 daga. Tveir fyrstu varðhaldsdómarnir voru skilorðsbundnir, en nú fær öku- þórinn að sitja bak við lás og slá í 45 daga. Síðasta afbrot mannsins átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 11. febr- úar 2001. Hann ók fólksbifreið undir áhrifum áfengis og ökuréttindalaus frá félagsheimilinu Röst á Hellissandi og þangað til lögregla stöðvaði akstur hans á Útnesvegi á móts við Rif. Auk fangelsisvistar var ungi maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt og við bættist sakarkostnaöur. -JBP Lögguhjól Lögreglan hefur fengiö ný reiðhjól til afnota og munu lögregluþjónar veröa vel sýnilegir ð þeim í umferöinni á næst- unni. Hjólin eru smekktega merkt lögreglunni og fýlgia skemmtilegir hjáimar sem veita lögregluþjónunum traustvekj- andi yfirþragö. Þá fýlgja einnig hliöartöskur á bögglabera. Þjófi gerður grikkur: Fékk kvikmyndavélina aftur og þakkar DV „Ég er fullur þakklætis því án að- stoðar DV hefði ég örugglega aldrei fengið vélina aftur,“ segir Árni Sveinsson, 25 ára gamall kvikmynda- gerðarmaður, sem varð fyrir því óláni á dögunum að Sony-digital- myndavél hans var stolið. Vélin er metin á 400 þúsund krónur þannig að um umtalsvert tjón var að ræða hjá Árna, móður hans og systur, en sam- an höfðu þau fjárfest i vélinni. „Það hringdi f mig strákur sem ég þekki en hann hafði séð vélina hjá einhverjum gaur. Eftir snarpar samningaviðræður fékk ég svo vél- <HulijK5förí «iífcíi jö tSkttvit Var nánast rifin úr höndunum á mér - < <um tr Uibuu.n ***** UaunnrjÚMld Fréttin um Árna og þjófnaöinn Án aöstoöar DV heföi ég aidrei fengiö vélina aftur. ina en þurfti í raun að kaupa hana aftur - en ekki fyrir fullt verð sem betur fer,“ segir Árni sem um leið endurheimti nær fullgerða mynd sem var f vélinni og hann hefur unn- ið að svo mánuðum skiptir. Fjallar hún um líf fegurðardrottningar en Hrönn, systir Árna, smyglaði sér í Fegurðarsamkeppni Islands til að hægt væri að ná raunsannri mynd af lífi stúlknanna þar. Eftir aö hafa end- urheimt myndavélina, með hjálp DV, stefnir Árni að því að frumsýna næsta haust. -EIR . Umsjón: Gylfi Kristjánsson netfang: sandkorn&ff.is Ekki peningar í yfirheyrslu DV í síðustu viku við Kára Stefánsson forstjóra ís- lenskrar erfðagreiningar kom margt athyglivert fram, en margir munu hafa lesið tvisvar það sem Kári sagði þegar hann var spurður hvort hann hefði hagnast á eign sinni í fyrirtækinu. Svarið var á þann veg að hann hafi sjálfsagt tap- að meira fé en all- ir aðrir samanlagt sem keyptu hluta- bréf í ÍE. Svo kom rúsínan, sem var sú að Káriu hefði aldrei litið á hluta fé sitt sem raun- verulega peninga, heldur tölu sem menn voru að leika sér með. Fróð- legt væri að vita hvort aðrir sem tapað hafa fjármunum vegna hluta- bréfakaup í fyrirtækinu séu tilbún- ir að lita hlutina sömu augum. Hörður hógværi Hörður Magnússon knattspyrnu- maður og „markamaskina" sem jafn- framt er íþróttafréttamaður á Stöð 2 hefur lent í þvi að segja fréttir af leikjum síns félags sem er FH. Á dög- unum gerði hann það með glæsi- brag, og nafn- greindi alla marka- skorara í leiknum nema sjálfan sig, en Hörður skoraði einmitt síðasta mark FH í umrædd- um leik. Þetta er nú óþarfa hógværð, en hógværðina hlýt- ur Hörður að sækja til fóðurs síns sem er enginn annar en Magnús Ólafsson leikari, söngvari og skemmtikraftur með meiru. Milosevic í Ólafsfirði? í æsilegri og furðulegri frásögn Mogga af knattspyrnuleik i Ólafs- firði á dögunum þar sem gestaliðið lamdi óþyrmilega á heimamönnum í Leiftri, að sögn heimamannsins sem skrifaði fréttina, kom fram að Slobodan MOosevic hefði verið einn aðkomumannanna í liði KA. Menn voru að velta fyrir sér hvort sjálfur stríðsglæpamaður- inn og óvinur mannkynsins, fyrrverandi forseti Júgóslaviu, hefði verið að spila með KA að undanförnu og þyrfti þá ekki að koma á óvart að hann væri með fantabrögð á knattspyrnuvellinum. Hið rétta er hins vegar að einn Júgóslavi hefur verið að spila með KA, en sá heitir Slobodan Milic og er að því er best er vitað ekkert skyldur Milosevic sem nú situr í fangaklefa í Hollandi. Laxinn í hættu Samkvæmt fregnum frá Noregi er eldislaxinn þar við land um það bil aö ganga endanlega af villta laxinum dauðum í ám þar 1 landi, en sem kunnugt er hyggj- umst við Islending- ar feta í fótspor Norðmanna með laxeldið sem þýð- ir að villti laxa- stofninn í íslensk- um ám fer vænt- anlega sömu leið og sá norski. Á vefsíðunni flugu- veiði.is var þetta rætt og segir þar m.a. að íslenskir stjórnmálamenn og aðrir sem eiga starfa sinna vegna að hafa frum- kvæði að vemdun laxastofnsins keppist nú við að koma laxeldi á laggimar og muni þeir um leið að hljóta þann vafasama heiður að komast í sagnfræðibækur framtíð- arinnar sem tortímendur íslenska laxastofnsins. Ekki er ólíklegt að sá sem þetta ritar hafi haft Guðna Ágústsson landbúnaðar- ráðherra í huga en Guðni er sá sem endanlega veitir leyfi til lax- eldisstöðvanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.