Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001 DV Útlönd 11 Barist fyrir lífi Kyoto-sáttmálans Kyoto-samningurinn um minnk- un á losun gróðurhúsalofttegunda var nánast í lausu lofti í gær við lok alþjóðlegra funda í Bonn og Genúa. „Það er Bush að kenna,“ sagði ítalskur embættismaður við CNN- sjónvarpsstöðina. Mikið var þrýst á Bush Bandaríkjaforseta að breyta viðhorfi sínu til Kyoto-sáttmálans frá 1997 en hann hefur algerlega hafnað því sökum meints galla og neikvæðra áhrifa á bandarískt efna- hagslíf. Hann bar því við að sáttmálinn væri ekki þess verður að framfylgja honum og að bandaríska þingið myndi að öllum líkindum ekki sam- þykkja hann. Hins vegar sagðist hann sammála markmiðinu, að draga úr gróður- húsalofttegundum. Skemmst er frá því að segja að þjóðarleiðtogunum á G8-fundinum mistókst að komast að samkomulagi um helgina. í fundar- bókun segir: „Þrátt fyrir að nú sé ósamkomulag um framkvæmd Kyoto-samningsins erum við skuld- bundnir til að vinna vel saman að Afstaða Bush skrumskæld George Bush Bandaríkjaforseta er kennt um þau vandræði sem Kyoto- samningurinn hefur ratað í. Samn- ingurinn virðist í lausu lofti. sameiginlegu markmiði okkar.“ Kyoto-sáttmálinn varð fyrir nokkru bakslagi þegar Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, sagði í Genúa að land hans myndi að öllum líkindum ekki styðja sátt- málann. Næsti fundur um Kyoto- sáttmálann verður í Marrakesh í Marokkó í október. Evrópumenn óttast að heppnist ekki að ná sáttum nú muni í kjölfarið fylgja röð til- lagna frá Bush-stjórninni sem beint verður gegn Kyoto. Bandarísk yfir- völd neituðu reyndar yflrlýsingu kanadíska forsætisráðherrans um að tillögur frá Bush yrðu tilbúnar fyrir fundinn í Marrakesh. ESB reyndi að teygja sig í átt að samkomúlagi í gær með því að sam- þykkja breyttar útgáfur á samningnum. Fulltrúar nokkurra þjóða voru tilbúnir til að funda fram á nótt. G8-fundurinn tók vel í hugmynd- ir Rússa um að halda alþjóðlega loftslagsráðstefnu í Moskvu árið 2003. Evrópumenn óttast að það muni þýða tveggja ára bið enn. r: i - ■ m l • g mL.ls' tá ■L > ' - - fi i\' Hemingway-keppni Á iaugardaginn fór fram keppni um tvifara rithöfundaríns Ernests Hemingways í Ohio i Bandaríkjununm. Slgurvegar- inn, Denny Woods, sést hér í miðjunni með verðlaunagripinn, umkringdur sigurvegurum síðustu ára. Denny sló við 117 keppendum. Keppnin er hátindur Hemingway-daga sem lauk i gær. Ungir leiðtogar í friðarhug: Bush og Pútín hyggjast funda um eldflaugavarnir Kaflaskil urðu í áætlunum Banda- ríkjamanna um eldflaugavarnir í gær þegar George W. Bush forseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákváðu að halda fund um efnið. Þjóð- arleiðtogarnir hyggjast reyna að tengja áform Bandaríkjamanna um eldflaugavarnir við fækkun í kjarn- orkuvopnaforðabúri ríkjanna. Bandarikjamenn hafa þegar lagt af stað með tilraunir á varnarkerfmu. Þeir segja að tOraunirnar munu lík- lega brjóta ABM-samning þjóðanna tveggja frá 1972 innan nokkurra mán- aða. Þess vegna er reynt að flýta við- ræðunum. Condoleezza Rice, öryggis- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, fer til Moskvu á morgun til að hefja við- ræður um það sem Bandaríkjamenn kalla „nýjan öryggisramma". I friðarhug Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti ætla að finna sam- eiginlegan flöt á eldflaugakerfinu. Rússar og fleiri þjóðir hafa gagn- rýnt það að áætlanir Bandaríkja- manna um eldflaugavarnarkerfi ógni stöðugleikanum í heiminum. Jafn- vægið í kjarnorkuvopnamálum hefur hingað til oltið á því að allir aðilar, þar á meðal Bandaríkjamenn og Rússar, muni tapa á kjarnorkustríði. Sameiginleg eyðilegging mun eiga sér stað ef annar aðilinn gerir kjarn- orkuárás. Með fyrirhuguðu varnar- kerfi Bandaríkjanna verður þessu jafnvægi raskað. Bush og Pútín ræddu tveir saman á G8-fundinum i Genúa í gær. Bush lýsti þeim félögum sem tveimur ung- um leiðtogum sem hefðu áhuga á friðsamlegri veröld. Pútín þvertók fyrir að ræða nákvæmlega hvað mundi felast í samkomulagi þeirra. ÚTSALA 10-60% afsláttur ullarkápur leðurkápur regnkápur vínylkápur sumarúlpur ný sending af höttum TRAVEL-2 in a tailor-made tour for you Sérsníðum alls konar ferðir fyrir alla! Ævintýraferðir, ráðstefnur, óvissuferðir, starfsmannahópar, vinahópar, útlendir gestir og einstaklingar. Látið fagfólk skipuleggja ferðina! Travel-2, Borgartúni 18, sími: 562-7700, www.travel-2-ehf.com, iceland@travel-2.net Toyota Nissan Range Rover Ford Chevrolet Suzuki Cherokee JeepWillys Land Rover Musso Isuzu Æ E ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 hotmaaisa- Framtefðum txettakanta, sólskyggni og bodd^Uuti á fiestar gerðir jeppa, www.»imn.t.i*tapia»t einntg txxldihlufi f vörutála og vanbila. Sörsmíði og vlðgerðir. \<#HI/I5IÐ Mörkinni 6. sími 588 5518 laugardaga kl. 10—15.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.