Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800,5777 Stafræn útgáfa: Heímasíða: http://www.netheimatís/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Byggðin út t Viðey Eitt fallegasta og skemmtilegasta byggingarland í Reykjavík viröist munu standa autt á næstu árum. í tillög- um að svæðisskipulagi sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu til ársins 2024 er ekki gert ráð fyrir því að byggt verði í Viðey. Það er óskiljanlegt. í Viðey er hægt að koma fyrir álíka stórri byggð og rúmast í Hlíðahverfinu í Reykjavík. Eyjan er að flatarmáli jafnstór og allt það um- talaða svæði sem fer undir umdeildan Reykjavíkurflug- völl. En Viðey skal standa auð um sinn. Ekkert í náttúrufari Viðeyjar mælir gegn því að þar rísi falleg byggð á ný. Eyjan er að stærstum hluta mómýrar og gömul tún sem engin ástæða er til að varðveita. Fagurt stuðlaberg er á norðurhluta hennar og snotrir hamrar í kringum Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju sem óþarfi er að hrófla við, en að öðru leyti er allt land Viðeyjar, hálfur annar ferkílómetri, tilvalið byggingarland. Það er í sjálfu sér ekki eftir neinu að bíða. Auðvelt er að brúa úr Klepps- vík og þar með geta skóflurnar byrjað. í reynd er furðulegt að ekki skuli vera hafin byggð í eyj- unni fyrir margt löngu. Reykvísk byggð hefur verið að teygja sig austar með árunum og nú er svo komið að byggðin er runnin saman við Mosfellsbæ í austri. Á loft- mynd að sjá er eins og gleymst hafi að byggja á besta staðnum á leiðinni, úti í Viðey, sem hefur útsýni yfir Sundin blá, suður á Bugtina og út til Esjunnar. Óvíða á höfuðborgarsvæðinu er að finna fegurra byggingarstæði. Óvíða er hægt að skapa skemmtilegra samfélag. Höfuðborgarsvæðið hefur verið að þenjast út á síðustu áratugum í takt við fjölgun íbúanna. Iðnaðarmenn hafa vart haft undan við að reisa íbúðarhús og á síðastliðnum árum hafa ný hverfi risið þar árlega. Rösklega 5800 íbúar voru í Reykjavík árið 1900 en voru nærri tuttugufalt fleiri einni öld siðar. Fjölgun íbúa í nágrannabæjunum hefur og verið gríðarleg á síðustu árum - ekki er til dæmis langt í það að íbúafjöldinn í Kópavogi hafi tvöfaldast á tveimur áratugum. Það sætir því furðu að eitt besta byggingarlandið á þessu svæði öllu hafi verið skilið út undan um árabil. Og enn furðulegra er að nýjar tillögur um skipulag svæðisins, allt fram á miðjan þriðja áratug nýrrar aldar, skuli ekki fela í sér byggð í eyjunni. Fremur er horft til byggðar allt í kringum Úlfarsfell og þar á eftir, upp úr 2024, er litið suð- austur í Hafravatn. Það er eins og Viðey sé heilagt vé, nema hún sé svo nálæg mönnum að þeir sjái ekki kosti hennar sem framtíðarbyggingarlands Reykjavíkur. Arkitektar vinna nú að því að hanna skemmtilega íbúðabyggð í Gufunesi, í skjóli Geldinganess. Á gömlum öskuhaugum borgarinnar og athafnasvæði umdeildrar Áburðarverksmiðju á að rísa nýtískulegt hverfi á næstu árum fyrir um það bil tólf þúsund íbúa. Gert er ráð fyrir talsverðum landfyllingum þar sem komið verður fyrir nýrri höfn, bryggjuhverfi og ylströnd. í frumtillögum er einnig gert ráð fyrir göngubrú úr þessu nýja hverfi út í Viðey. Það er góð hugmynd. Úr þessu nýja hverfi í Gufunesi á að vera hægt að ganga inn í kyrrlátt samfélag Viðeyjar á næstu árum. Viðey á að vera ögrandi verkefni hugmyndaríkra arkitekta. Þar er upplagt að búa til sérstæða byggð, í reynd lítið þorp með snotrum miðbæ og steinlögðum götum sem hlykkjast um eyjuna fögru. Húsin mættu vera gamaldags í útliti og taka mið af þeim sögufrægu byggingum sem eru fyrir í eynni, Viðeyjarstofu og litlu kirkjunni sem þar stendur sperrt við hliðina. Byrja mætti strax. Sigmundur Ernir DV Skoðun Sótt að lífeyrissjóðum Hart er nú lagt að fulltrú- um stærstu lífeyrissjóða landsmanna að þeir lýsi yfir sameiginlegum áhuga til þátttöku í risaálbræðslu við Reyðarfjörð. Fremstir í flokki fara fulltrúar íslensku fj árm álafyrirtækjanna sem lagt hafa fram 50% hlutafjár í Hæfi, þ.e. íslandsbanki FBA, Eignarhaldsfélag Al- þýðubankans, Landsbanki íslands og Þróunarfélag ís- lands. En Hæfi ehf. var stofnað af ofanskráðum fjár- málafyrirtækjum sem lögðu til helming hlutafjár á móti Norsk Aluminium til að undirbúa byggingu álbræðslu við Reyðarfjörð. Það athyglisverða við þennan und- irbúning allan er að ekkert er farið að ræða formlega við Landsvirkjun um hugsanlegt orkuverð sem hlýtur að vera grundvallaratriði til þess að unnt sé að leggja mat á hagkvæmni álbræðslunnar. Hvert er áætlað orkuverð? Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar frá því fyrir síðustu gengisfellingu Sveinn Aðalsteinsson er viOskiptafræöingur og einn stofnenda Um- hverfisvina. hljóðaði upp á 90 milljarða áætlaðan kostnað við gerð 750 MW Kárahnjúkavirkj- unar (4890 GWh) sem í dag samsvarar ríflega 100 millj- örðum. Þetta þýðir að selja verði orkueininguna á ca 2,40 kr./Kwst. (24 mills). Landsvirkjunarmenn láta hins vegar sem þeir geti selt orkueininguna á mun lægra verði, jafnvel þó aö ljóst megi vera að Landsvirkjun hefur aldrei áður ráðist í jafnumfangsmikla og flókna framkvæmd og þar af leið- andi alls óvíst að kostnaðaráætlun, sem byggir á reynslu af fyrri fram- kvæmdum, muni koma til með að standast. Sem dæmi um hversu óhemjuumfangsmikið verk þetta er má nefna að stærsta stíflan, sem ætl- að er að stífla Hafrahvammagljúfur, verður 190 m há. Áætlað efnismagn sem í hana fer eru 9-10 milljónir rúmmetra eða samsvarandi 50-faldri ársframleiðslu á steypu! Stærsta lón- ið, Hálslón, verður 24 km langt og í því verður 75 m sveifla flóðs og fjöru! Vandamálin sem upp munu rísa Samkeppnishæfni Reyöaráis Reyðarál Gömul álver Álverö (USD) 1500 1500 Súrál - 350 -375 Rafskaut -110 -120 Vinna -100 - 225 Annaö -75 -180 Fjármagnskostn. -664 -100 Raforka (afgangur) -201 - 500 Kwst./tonn 14.000 15.000 Mllls/Kwst. 14,4 33,3 Ofanskráö tafla sýnir greiðslugetu Reyðaráls samanborið við gömul álver. Fjármagnskostnaður Reyöaráls er 50% hærri en ajmennt gerist með ný álver og margfaldur samanborið við gömul (ÍSAL/Norðurál). vegna þeirrar óhemjuaureðju sem safnast mun fyrir í lóninu og fok- vandamál því tengd eru alls óleyst og því léttvægt að segja að menn trúi því ekki að Landsvirkjun muni ekki flnna lausn. En hvað mun það og önnur viðlíka vandamál, sem eftir á að kljást við, ef af framkvæmdum verður, koma til með að kosta? Fundur um arðsemismat Landsvirkjun hélt kynningarfund um arðsemismat á sl. ári, þar sem er- lendur sérfræöingur, Robin Adams, upplýsti m.a. að verð það sem Lands- virkjun hefur fram til þessa fengið fyrir raforkusölu til stóriðju (10—15 mills, þ.e. 1-1,50 kr./Kwst) er sam- svarandi því lægsta sem þekkist og þá aðallega meðal þeirra þjóða þar sem stjórnarfar er mjög ótryggt og aðilar notast við vopn eða mútur. Engar upplýsingar komu fram um það hvers vegna Landsvirkjun neyð- ist tii að sæta slíkum afarkostum. í næsta verðflokki fyrir ofan þennan flokk eymdarinnar, þ.e. 15-20 mills, þar sem ástand mála er tryggara, finnast þau lönd sem einkum laða til sín nýjar álbræðslur og Landsvirkj- Lexía um aðhald Alþjóð hefur að undanförnu orðið vitni að óyggjandi dæmi um aðhalds- hlutverk fjölmiðla (“fjórða valdinu"). Slík dæmi eru því miður sjaldgæf. Þess vegna er umfjöllunin um mál Áma Johnsen nánast einsdæmi á síðari tímum, þótt fáir velkist í vafa um að spilltar gjörðir hans séu tæp- ast einsdæmi. Þegar fjölmiðlamenn hafa til þess vilja og fá til þess tíma geta þeir vemdað alþjóð fyrir spilltum stjórn- mála- og embættismönnum, sem brjóta lög og svívirða siðalögmál. Með eðlilega hnýsni, vönduð vinnu- brögð, eftirfylgni og upplýsingalög að vopni geta fjölmiðlamenn komið upp um hagsmunapot og spillingu og þar með hreinsað til þar sem óþrif er að finna. Til þess eiga fjölmiðla- mennirnir að hafa burði og fá til þess tima og tækifæri hjá ritstjórum, fréttastjórum og útgefendum. Aðhald heldur spilllngu niðri Ef rökstuddur grunur leikur á, að stjórnmála- og embættismenn beiti óyndisúrræðum til að fela sannleik og reiða fram ósannindi eiga fjöl- miðlamenn að komast að hinu rétta Kjallari Friðrik Þór Guðmundsson blaOamaOur og stjórnmálafræOiingur Það er ekki fyrr en fjölmiðlamenn og hinir heiðarlegri í hópi stjómmálamanna fara af stað, að skilaboðin ná í gegn. Þess vegna fá óheiðarlegir stjómmálamenn og embœttismenn (þeir eru sem betur fer í minnihluta) oftast að stunda sína miður þokkalegu iðju óáreittir. og upplýsa alþjóð. Ef hags- munir og *starfsheiður* slíkra manna eru metnir hærra en sannleikurinn og hagsmunir almennings eiga fjölmiðlamenn aö leiðrétta kúrsinn. Ef kjörnir og ráðnir starfs- menn á framfæri skatt- greiðenda misnota að- stöðu sína á að draga gerninginn fram í dags- ljósið. Þaö veitir aðhald og aðhald kemur f veg fyr- ir spillingu. Spillingin þrífst aö óbreyttu ágætlega í okkar fámennis- þjóðfélagi. Oftast dugar ekki að ein- staklingar út í bæ bendi á ósómann með rökum og gögnum. Það er ekki fyrr en fjölmiðlamenn og hinir heið- arlegri í hópi stjórnmálamanna fara af stað, að skilaboðin ná í gegn. Þess vegna fá óheiðarlegir stjórnmála- menn og embættismenn (þeir eru sem betur fer í minnihluta) oftast að stunda sína miður þokkalegu iðju óáreittir; leyna upplýsingum, draga taum hagsmunapotara, skrumskæla sannleikann, kenna öðrum um, falsa, hylma yfir. Tvennt virðast slíkir menn einkum verja með hvaða ráð- um og dáð sem er; hagsmuni sína og sinna bandamanna og eigin starfs- heiöur og afkomu. Dæmin sína að menn eru reiðubúnir að ganga ansi langt í að verja sig og sína fyrir sannleikanum. Minnugir skilaboða Hávamála, um að orðstír nái út yfir gröf og dauða, dettur sumum mönn- um ekkert betra ráð í hug, þegar þeir hafa brotið af sér og klúðrað, en að sópa óþægindunum undir teppið; hylma yfir og kenna öðrum um. ðigil iri hagsmunum æör í Árna-málum hafa fjöl- miðlarnir sinnt aðhaldshlut- verki sínu með ágætum. En þeir fjölmiðlamenn sem nú berja sér á brjóst eftir vel- heppnaða afhjúpun á ósann- indum og fjárdrætti fyrsta þingmanns Suðurlands (sem jafnframt var/er formaður samgöngunefndar Alþingis og ráösmaður í Flugráði) eiga ekki að láta hér staðar numið, heldur líta á málið sem fyrsta skref- ið í tímabærri umfjöllun um spilling- armeinsemdirnar sem þrífast í stjómkerfinu. Um leið á alþjóð að draga lærdóm af málinu og liðsinna fjölmiðlum við upplýsingaöflun; það skilar árangri. Almenningur á ekki aö líta undan þegar hann verður vitni að því þegar spilltir og/eða misvitrir stjórnmála- og embættis- menn svívirða lögin, siðalögmálin og lýðræðið. Sannleikurinn verður að vera eiginhagsmununum æðri. Þegar svo verður komið, að aðhald almennings og fjölmiðla hefur styrkst til muna, hika eiginhags- munapotararnir og hætta við ósóma- vinnubrögð sín. J því er galdurinn fólginn. Og klúðri menn sjá þeir að það borgar sig að segja sannleikann strax en hylja hann ekki; þá verða viðbrögðin í samfélaginu sársauka- minnst og orðstírinn ekki skemmd- ari en svo, að hann megi endurbæta með iðrun og nýjum siðum. Friðrik Þór Guðmundsson un dreymir nú að komast í. í mati Þorsteins Siglaugssonar rekstrarhag- fræðings sem hann vann fyrir Nátt- úruverndarsamtök Islands er einnig miðað við þetta verðbil (sjá meðf. töflu). í þriðja flokknum, þ.e. 20-25 mills, eru siðan lönd þar sem eigend- ur gamalla álbræðslna sjá sér fært að stækka og njóta hagnaðar. ÍSAL og Noröurál Af framansögðu ætti að vera nokk- uð ljóst að hverju Landsvirkjun bæri að stefna til að auka arð fyrirtækis- ins og ná því verðuga markmiði að lækka almennt raforkuverð um 20-30% á næstu 10 árum. Að sjálf- sögðu liggur beint við að virkja enn frekar á hagkvæmasta virkjana- svæði Landsvirkjunar, Þjórsár- Tungnársvæðinu. Einingarverð orkunnar sem þaðan fæst er tugum prósenta lægri en í tilfelli Kára- hnjúkavirkjunar auk þess sem sára- lítil landspjöll hljótast af. Þessu til viðbótar geta gömul álver borgað mun hærra verð fyrir orkuna, þannig að stækkun þeifra hlýtur að hafa algeran forgang. Sveinn Aðalsteinsson Má senda bréf „Stutt eftir að islendski forsetin vitj- aði i Föroyum, fáa vit aftur heilsan av hægsta rikisstigi. Hesaferð er tað írski forsetin, sum hevur sent föroyingum bræv. Listastefnan letur ikki bara hurðar upp fyrir listini. Ta íslendski forsetin, Ólavur Ragnar Grímsson, vitj- aði í Föroyjum herfyri, varð nógv gjört burturúr, at loyvi túhetta kravdist frá donsku drotningini. Men ein og hvör forseti kann tó senda bröv, sum honum lystir, verður upplýst af Lögmansskriv- stovuni, haðani tó dentur verður lagd- ur á, að bröv frá forsetum eru sera óvanlig í foroyskum postkassum." Helga Hjörvar, forstjóri Norræna hússins i Færeyjum í Dimmalætting Ljótt blaö „Á fyrsta útgáfudegi Fréttablaðsins sagði rit- stjórinn að það kæmi í ljós eftir þrjá mánuði hvort tilraunin heppnað- ist. Allt frá fyrsta degi hafa hin faglegu vinnubrögð ritstjórnar Fréttablaðsins verið framar vonum. Undantekningarlítið hafa fréttirnar verið ágætlega undirbúnar, vel skrifað- ar og kjarni hvers máls komið skýrt fram. Aðrir þættir útgáfunnar hafa verið í ólagi. Framleiðslan á Frétta- blaðinu hefur verið Akkilesarhæli þess allt frá fyrsta degi. Uppsetning og hönnun blaðsins er umdeilanleg en hún er engan veginn illa unnin. Mynd- vinnsla og prentun blaðsins er á hinn bóginn til háborinnar skammar. Niður- staðan er því að blaðið, sem er huggu- legt frá hendi blaðamanna og hönnuða, er ljótt þegar lesandinn fær það í hend- ur. Þessi staðreynd á stóran þátt 1 því að auglýsendur eru enn ekki búnir að gera það upp við sig hvort blaðið sé ruslpóstur eða virðulegur fjölmiðill.“ Ásgeir Friögeirsson á pressan.is Spurt og svaraö Hvað finnst þér um það að Islandi hefur verið meinuð aðild að Al Grétar Mar Jónsson, formadur FFSÍ Bara kjaftaklúbbur „Það er mjög sérkennilegt og maður áttar sig ekki á þessum dularfullu vinnubrögðum. Ég hélt að allir mættu vera aðilar að þessum samtökum sem er náttúrlega bara kjaftaklúbbur sem ég er ekki viss um að við eigum eitthvað að vera að hlusta á heldur fara okkar eigin leiðir. Það er allt í lagi að fljóta með ef við megum og okkur ekki hent út en við eigum ekki að dekstra þá. Við verðum að fara að drepa hval, hvort sem við nýtum hann í hagnaðar- skyni eða ekki. Hann gengur svo nærri fiskistofnun- um enda éta hvalirnir óhemju magn þegar þeir eru látnir óáreittir og eru í verulega samkeppni við okk- ur veiðimennina og ruglar nýtingarhlutfallið." Svanfnður Jónasdóttir alþingismadur Er ekki vel undirbúin „Ég met það ekki svo að ís- landi hafi verið meinaður að- gangur, það er einföld ákvörðun okkar. Það sem einhverjar þjóðir eru að gera þarna er að koma í veg fyrir fyrirvarann sem við setum, vilja stemma stigu við hvalveiðum í hagnaðarskyni. Við gátum alltaf búist við þessu en leiknum er ekki lokið. Það er afar gott að við loks hreyfðum málinu, nú sjáum viö hvaða möguleika við eigum en ég hef á tilfinningunni að utanríkisþjónustan hefði þurft að vinna betri undirbúningsvinnu. Það skaðar okkur mikið að sendinefndir komi til svona fundar ekki nógu vel undirbúnar." Guðmundur Hallvarðsson alþingismaöur Áttum að byrja í sumar „Þetta er allt mjög sérkennilegt og er hið versta mál fyrir þær þjóðir sem við höfum einna mest unnið með. Það kemur einnig mjög á óvart hvernig sænski formaðurinn hagaði sér f allri umræðunni og atkvæðagreiðslunni. Svíar eru alltaf tilbúnir ef það er þeim þóknanlegt og þénanlegt að greiða atkvæði gegn okkur. Þar er enginn norrænn samstarfsvilji á ferðinni. Við hljótum að muna þessa afstööu þeirra í málinu. Við áttum að hefja hvalveiðar í sumar en nú mundi þaö líta út eins og eitthvert upphlaup eða uppþot. Það væri því ekki skynsamlegt þótt Norð- menn, Japanir og Bandaríkjamenn geri það líka. Hræsni fulltrúa þessara þjóða nær engu tali.“ Gráa svæðið Oddur Olafsson skrifar Það kann að þykja erfitt að greina gráa svæðið á milli fyrir- greiðslu fyrir aðra og eigin hagsmuna. Sumir stjórnmálamenn eru afar duglegir að hygla kjördæmum sinum og telja aðalhlutverk sitt á löggj afarsamkundunni að veita fjármunum úr opinberum sjóðum til kjósenda sinna. Oft eru þessir menn duglegir og ósérhlífnir og er aldrei amast yfir því að það sem ein- um er fært er tekið frá einhverjum öðrum. í raun má telja að fyrir- greiðslupólitíkusarnir séu aö gæta eigin hagsmuna þegar þeir beita öllu sinu atgervi og völdum til aö hlú að kjósendum sínum. Það er gert með mörgum og mismunandi hætti, en undantekningarlítið með því að afla fjár og dæla því inn í kjördæmi sín eða heimabæi. Þannig kaupa þeir kjósendur til fylgis við sig. Það þyk- ir yfirleitt ekki beysinn þingmaður sem ekki getur skaffað vegarspotta, forðað fyrirtæki frá gjaldþroti eða komið upp skóla þar sem hans er síst þörf. Þannig dugnaðarforkar eru hátt metnir af kjósendum og eru taldir gulls ígildi og fátt getur komið í veg fyrir endurkjör þeirra, svo lengi sem þeir kæra sig um aö sitja á þingi. Greiöasemi En þegar fyrirgreiðslan er snar þáttur í opinberum störf- um getur svo farið að þeir sem hana stunda hætti að gera greinarmun á þörfum umbjóð- endanna og eigin hagsmunum. Ef maður er alltaf að gera öðr- um greiða með því að útvega framlög til þessa og hins getur svo farið einn góðan veðurdag aö maður geri sjálfum sér greiða og láti skrifa smáræði hjá ríkinu. En það kann stundum að vera bitamun- ur en ekki fjár hvar greiðasemin lendir. Alþingismenn hafa margir verið drjúgir að skaffa kjósendum sínum fjármuni til ýmissa verka og eru þá ósínkir að ganga í opinbera sjóði eða útvega fé með öðrum hætti og hljóta yfirleitt þakkir og aðdáðun fyrir. Þeim mun meira sem þeir færa heim í kjördæmið, eða sveitarfélagið sitt, vex álit á þeim sem hæfum stjórn- málamönnum. Því skal engan undra þótt pólitikusar leggi mikið á sig til að fá það orðspor að vera fyrir- greiðslumenn. En þegar farið er að stunda fyrir- greiðslu fyrir sjálfan sig vandast málið. Þjóöin hefur staðið á öndinni sólarhringum saman vegna þess að þingmaður lét skrifa smáræði hjá ríkisstofnun sem fór síðan til einka- nota. En hve oft hefur hann ekki ver- ið boðinn og búinn aö útvega öörum bæði stórt og smátt. Aldrei er verið að fetta fingur út í það þegar þingmenn eru að hygla kjördæmum sínum og kjósendum, stundum með ærið ósvífnum hætti. Launln Annars er það undarleg stjórnsýsla sem lætur brot af svona tagi henda. Þingkjörinn nefndarmaður valsar um í verslunum og lætur skrifa vörur hjá ríkisstofnun og senda þær heim tU sín. Hvenær fór seta í byggingarnefnd að leyfa úttektir á byggingavöru? Þeg- ar farið er að grennslast fyrir kann- ast enginn við aö nefndarmaðurinn hafi prókúru og því ekkert leyfi tU aö kvitta á reikninga. En eftir að upp komst varð uppi fótur og fit í mörgum eftirlitsstofn- unum, sem allar þykjast ætla aö rannsaka málið ofan í kjölinn, eins og það er kallað. Sjálfsagt verður einhver eftirleik- m- vegna alls þessa máls. En hitt má telja víst að lítil umræða mun fara fram um gráa svæðið sem fyrir- greiðslupólitíkusar valsa um og verða menn að meiri eftir því sem þeir eru örlátari við kjósendur sína og hljóta þingmennsku að launum. Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar Rangar forsend- ur fyrir höfnun „Ég tel það vafalaust að við eig- um að vera í Alþjóða hvalveiðiráð- inu og við eigum einnig að stunda hvalveiðar og hefðum átt að vera byrjuð að veiða hrefnu, enda nóg af henni. Þegar þessi dýr eru látin óáreitt raskast lííkeðjan. En forsendumar fyrir höfn- uninni eru rangar og Alþjóða hvalveiðiráðið er ekki samkvæmt sjálfu sér. Sjálfskipuð umhverfiverndar- samtök, eins og Greenpeace, hafa fengið hljómgrunn meðal þjóða heims en þeirra markmið em málum blandin, hugsjónin er ekki nógu rökrétt. Ef menn eru ósáttir eiga þeir ekki að vinna eins og þeir held- ur setjast niður og skiptast á skoðunum. Ofbeldi leið- ir sjaldan til þess eins og er þeirra verklag." Ársfundur Alþjóöa hvalveiöiráösins hafnaöi á mánudag aöild íslands vegna fyrirvara þess um aö þaö sé ósammála ráöinu um aö leyfa engar hvalveiöar í hagnaöarskyni. Þegar fyrírgreiðslan er orðin snar þáttur í opinberum störfum geta þeir sem hana stunda hœtt að gera greinarmun á þörfum umbjóðenda sinna og eigin hagsmunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.