Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 1
15 Winnie að koma sér í leikform Klæöist Winnie leikmannabúningi KR á ný á næstunni? Sögusagnir um það að David Winnie, þjálfari KR, myndi taka fram skóna og spila með liðinu það sem eft- ir er leiktíðar fengu byr undir báða vængi í gær þegar kappinn spilaði með Fjölni, venslafélagi KR, í leik gegn Sindra. Þetta kemur fram á kr- ingar.is í gær. Meiðsli hrjá KR-vörnina þessa dag- ana og eins hefur árangur liðsins ekki verið eins og vonir stóðu til. Það er því von manna í vesturbænum að Winnie hleypi nýju lífi í íslandsmeistarana í komandi botnbaráttu. -ÓK Fedioukine hættur hjá Frömurum Rússinn, Anatoli Fedi- oukine, sem þjálfað hefur lið Framara í handboltan- um síðustu tvö keppnis- tímabil, er hættur störf- um hjá félag- inu og mun halda af landi brott eft- ir helgina. Ástæðan fyrir brott- hvarfl hans mun ekki alveg á hreinu, en haft var eftir honum í fréttum á einni sjónvarpsstöðinni í gærkvöld að hann teldi að brotn- ir hefðu verið á sér samningar. Að sögn Hermanns Bjömssonar, for- manns handknattleiksdeildar Fram, er það ekki rétt. „Málið snýst fyrst og fremst um það að gerður var þriggja ára samningur við Fedioukine fyrir síðasta keppnistímabil, þannig að hann á enn þá eftir tvö ár af samningnum. Við hittumst í vor áður en hann fór heim í frí til Rússiands og óskaði hann þá eftir því að stytta samninginn um eitt ár.“ Óformlegt samkomulag „Ég var tilbúinn til þess að semja við hann um það gegn því að hann tæki þá einnig að sér þjálfun kvennaflokksins. Þetta var aðeins óformlegt samkomulag og með það fór hann út. Síðan kemur hann aftur til landsins um síðustu mánaðamót og tekur þá strax tii starfa við þjálfun karlaflokksins en kannast þá ekkert við að hafa samið um þjálfun kvennaflokks- ins. Þá var honum gerð grein fyrir því að svona gangi málin ekki fyr- ir sig og að skoða þurfi málið upp á nýtt þar sem forsendur væru breyttar. Við hittumst síðan á fostudaginn og þá setur hann mér afarkosti sem hann vildi fá svör við á mánudaginn. Ég gerði honun grein fyrir því að þriggja ára samningurinn væri enn í gildi og hann gæti ekki vinsað úr honum það sem honum hentaði. Ég tél að við höfum staðið við okkar hluta af gildandi samningi sem er klár- lega til tveggja ára til viðbótar. Þannig standa málin í dag,” sagði Hermann. Hefur komið illa aftan aö okkur Spurður um framhaldið sagðist Hermann ekki sjá annað i stöð- unni en að Fedioukine fari frá fé- laginu. „Hann hefur komið illa aft- an að okkur og við sitjum uppi þjálfaralausir, bæði hjá karla- og kvennaflokki. Við erum þegar farnir að leita fyrir okkur með nýja þjálfara og vonandi kemst það á hreint um helgina. Við héld- um fund með leikmönnunum í gær og þeir standa allir sem einn með okkur í þessari baráttu,” sagði Hermann. Ekki náðist í Anatoli Fedi- oukine í gærkvöld til að heyra hans hlið á málinu. -ek

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.