Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001 Skoðun DV Spurning dagsins Hver er bestur? Pálmi Rúnarsson, 3ja ára: Pabbi minn er alltaf bestur því hann er svo skemmtilegur. Guðmundur Hauksson, 4ra ára: Pabbi minn er bestur og hann er líka skemmtilegastur. Hjalti Snorrason, 3ja ára: Sturla er bestur því hann er svo góöur vinur minn. Guðbrandur Helgason, 3ja ára: Pabbi og Ólafur eru bestir. Ólafur er líka besti vinur minn. Vitalía Lasareve, 5 ára: Mér finnst mamma mín vera lang- best þvi hún er svo góö. Hugrún Kjartansdóttir, 3ja ára: Mekkí besta vinkona mín og mamma mín líka. Ég elska mömmu svo mikiö. Bölvun verð- tryggingarinnar Halldór Ásgrímsson og Geir H. Haarde Hafa þeir kannski haft hlutverkaskipti? Bjarni Bjarnason skrifar:___________________________ I Kastljósi Sjónvarpsins sl. þriðju- dag voru tveir hagspekingar, annar úr Seðlabankanum og hinn úr Há- skólanum, fengnir til að sitja fyrir svörum ásamt Ögmundi Jónassyni alþm. Umræðuefnið var um verð- tryggingu og bankavexti. Ögmund- ur Jónasson fór vel af stað og lýsti undrun sinni á þvi að samhliða hin- um háu vöxtum í bankakerfinu væri verðbótaþátturinn sem aldrei virtist lækka. Hann spurði lengi vel skynsamlegra spurninga og talaði sama tungumál og hinn þrautpíndi almenningur af yngri kynslóðinni sem er að koma yfir sig húsnæði, en á sífellt undir högg að sækja sökum ofurvaxta og verðbótaþáttar. Hann fékk það einfalda svar að lánardrottnar þyrftu eðlilega að huga að verðbólgunni og gæta þess að höfuðstóll þess lánsfjár sem hann væri með í útláni rýrnaði ekki. Þetta skildi ég ofur vel. Það sem kemur okkur skuldurunum við og ég undrast mjög er hvers vegna veröbótaþáttur þarf að leggjast bæði á höfuðstólinn og háu vextina. Nægilegt væri að innheimta verð- bótaþáttinn með álagi á höfuðstól- inn. Hvers vegna á vextina líka, sem eru þegar settir í hæsta gír? Þarna datt botninn úr spurning- um Ögmundar sem spurði ekki að þessu. Verðbótaþátturinn er orðinn yfirþyrmandi ógn í lánakerfinu, þar sem verðbólgan er þó enn undir tveggja stafa tölu. Ögmundur hefði gert rétt i því að halda hagspeking- unum við efnið og á sömu nótum og inngangur hans var; nefnilega að „Nú er hins vegar orðin sú breyting að allir sitja í sama báti og bíða eftir er- lendu björgunarskipi með einkennisstafina ESB og fullar lestir af ofstjóm. Má ég þá heldur biðja um skip merkt USA með fullar lestir af frelsi.“ knýja á um afnám verðbótaþáttar- ins. Þetta sama kvöld var viðtal við ut- anríkisráðherra, nýkominn af ríkis- stjórnarfundi. Utanríkisráðherra sagðist vera orðinn leiður á að bíða eftir ákvörðun Seðlabankans um vaxtalækkun. Flestir geta tekið und- ir með ráðherranum um þetta. En hvar var fjármálaráðherrann sjálfur, og því var hann ekki spurður hvort honum þætti löng biðin eftir vaxta- lækkun Seðlabankans? Ekki dettur mér í hug að vaxta- lækkun Seðlabanka sjái dagsins ljós á næstunni, hvað sem líður óþolin- mæði utanríkisráðherra. Og þótt Seðló myndi gefa út tilkynningu um einhverja vaxtalækkun (aðallega vegna þrábeiðni skuldum hlaðinna fyrirtækja) þá yrði þaö slík hungur- lús í prósentum mælt að engu mun- aði fyrir húsnæðiskaupendur sem eru með drápsklyíjar veröbótaþáttar. - Jú, kannski svo sem 0,5%, eða 1% og þætti rausnarlegt. Það eru eflaust erfiðir timar að renna upp hjá þeim sem skulda. Nú er hins vegar orðin sú breyting að allir sitja í sama báti og bíða eftir erlendu björgunarskipi með einkennisstafina ESB og fullar lestir af ofstjórn. - Má ég þá heldur biðja um skip merkt USA með fullar lestir af frelsi. Gilið á Akureyri þrætuepli Gilið er orðið þrætuepli á milli bæjaryfirvalda á Akureyri og arki- tektastofu sem tel- ur sig eiga hönn- unarrétt 1 gilinu vegna samkeppni sem stofan vann um hönnun á Ráðhústorgi en þessir tveir staðir voru saman í hönnuninni. Þrætt er um hvernig gilið eigi að vera endan- lega. Bæjaryfirvöld vilja gras og laufskrúð en rétthafi vill gráar hell- ur. Báðir kostir eru slæmir og bein- línis rangir þegar ákveðin er notk- un á landi því sem gilið er í. Þarna er í grennd við gilið „Bœjaryfirvöld vilja gras og laufskrúð en rétthafi vill gráar hellur. Báðir kostir eru slœmir og beinlínis rangir þegar ákveðin er notkun á landi því sem gilið er í. “ Heilsugæslustöðin á Akureyri. Þar er viðvarandi bílastæðavandamál alla virka daga bæði fyrir þá sem þurfa að leita þjónustu í heilsu- gæslustöðinni og þá íbúa sem eru svo óheppnir að búa þarna því ekki er auðvelt fyrir þessa tvo hópa að komast þama að vegna þess að bílakraðakið er svo mikið að það er ótrúlegt. Bæjarfulltrúar á Akureyri ættu að fara í vettvangskönnun til þess að geta gert sér betur grein fyr- ir til hvers á í raun að nota þetta landsvæði. Þá gæti verið að þeir kæmust aö réttri niðurstöðu. Ef fyllt væri upp í gilið mætti gera þar gott bílastæði í hluta af gil- inu sem leysti vandann. Laufskrúð er ekki það sem við bæjarbúar þurf- um helst á aö halda, af því er nóg í bænum en ekki bílastæðum. „Akur- eyri vill auka við heilsugæsluþjón- ustuna," segir Oktavía Jóhannes- dóttir bæjarfulltrúi. Fyrsta aðgerðin í þá átt væri aö laga aðkomuna að heilsugæslustöðinni meö bílastæð- um í gilinu með því að fylla upp í það að hluta. Skreyta mætti svo stæðið með blómakössum. Brynjóifur Brynjólfsson skrifar: memamsm ' '' ' ' Lítil þúfa veltir hlassi Það virðast engin takmörk vera fyrir snilli Davíðs Oddssonar. Enginn íslenskur stjórnmála- maður hefur getað valdið jafn mikilli umræðu í þjóðfélaginu og hann með jafn fáum orðum. Aftur og aftur hefur hann sannað að þaö er ekki allt fengið með endalausu orðagjálfri. Það sem skiptir máli er að segja réttu hlutina á réttum stöðum á réttum tíma. Þannig var það síðast þegar Davíð talaði, að hann lét nokkur orð falla um Kára- hnjúkavirkjun þar sem hann stóö með sjálft Skriðuklaustur í baksýn, og sagði meira eins og i framhjáhlaupi að úrskurður skipulagsstjóra stang- aöist á við lög. Hvorki fréttamaðurinn né aðrir nærstaddir virðast hafa áttað sig á mikilvægi þessarar setningar því ekki var forsætisráðherra spurður meira út í málið. Nema hvað að þegar menn fóru að skoða upptökuna á fréttastofu Sjón- varps sáu þeir að þama hafði Davíð laumað inn sprengju og fóru því að leita viðbragða. FJörgurra daga fjaörafok Og það hefur ekki staðið á viðbrögðunum. All- ir eru að velta fyrir sér hvað Davíö hafi átt við með þessu. Skipulagsstjóri, umhverfissamtök, stjómarsinnar og stjórnarandstæðingar, virkjun- arsamtök BHM og fleiri og fleiri hafa tekið þátt í umræðu um hvað það sé við úrskurð umhverfis- stjóra sem valdi þvi að sjálfur forsætisráðherra telji hann stangast á við lög. í fjóra daga hefur Davíð þannig náð að stjórna og yfirskyggja alla þjóðfélagsumræðu án þess í raun að taka nokkum þátt í henni sjálfur. Málið er löngu orð- ið hitamál og fáir sjá fyrir sér hvaða afleiðingar þessi fáu orð forsætisráðherra munu hafa. Og Garri var satt að segja að verða alveg ringlaður þegar Össur Skarphéðinsson - sem Garri auglýsti einmitt eftir í gær - sprettur fram á sjónarsviðið eins og ofurmennið í bláu sokkabuxunum og bendir á hvað vakir fyrir Davíð. Fáir kostir Sivjar Galdurinn - samkvæmt Össuri - felst í því að láta ekki allt talið um stjómarandstöðu og nauðsyn virkjunar villa um fyrir sér, en horfa þess í stað á taflmennskuna inni í ríkisstjórninni. Samkvæmt laganna hljóðan er það Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra sem á að úrskurða um úrskurð skipu- lagsstjóra en ekki Davíð. Siv er hins vegar ráð- herra í ríkisstjórn Davíðs og sem slík getur hún auðvitað ekki búið tfl augljósan klofning í ríkis- stjórn með því að fara að úrskurða á einhvem ann- an veg en þann að málið sé á einhvem hátt lög- leysa. Siv á fáa kosti í stöðunni. Þetta var því snjall leikur hjá Davíð - sannkaflaður gaffafl. Það lítur út fyrir að hann sé aö kljást viö stjórnarandstöðuna og skipulagsstjóra en í raun setur hann líka skák á umhverfisráðherrann. Virkjunarmálin og um- hverfismatsferlið er þannig út frá sjónarhóli for- sætisráðherra skyndilega komið í þokkalegan far- veg - hálf þjóðin og aOir lögmenn landsins eru að leita að lögbrotinu í úrskurðinum sem rætt var um í Skriðuklaustursræðu Davlðs. Betur sjá jú augu en auga. En ef ekkert lögbrot finnst þá er það hugg- un Davíðs að umhverfisráðherrann er enn í upp- námi, hann verður annaðhvort að sprengja ríkis- stjórnina eða úrskurða Davíö aö skapi! GðlTI Árvekni og hæfni Tolleftirlit meö hasshundi. Góður árangur tollvarða Þorsteinn Baldursson hringdi: Eitt mikOvægasta viðfangsefni toOvarða og annarra löggæslumanna sem vinna að uppljóstrun fikniefna- innflutnings er að hafa hendur í hári þeirra sem standa að hinum ólöglega innflutningi. Á Keflavíkurflugvefli er t.d. ein helsta innflutningsleiðin með farþegum og vörusendingum. Toll- gæslumenn þar eiga mikið hrós skO- ið fyrir frábæran árangur í störfum sínum í gegnum tíðina. Ástæða er tO að þakka árvekni þeirra og hæfni í starfi. Líklegt er að ástandið hér á landi í fíkniefnamálúm væri mun verra ef ekki væri til staðar svo harð- snúið lið sem tollverðir á Keflavíkur- flugvelli og fleiri í löggæslunni. Bandaríki Evrópu eina lausnin Halldór Kristjánsson ^krifar: Ég las í morgun (22.8.) pistil Einars Karls Haraldssonar, ritstjóra Frétta- blaðsins, um Evrópusambandið sem samningavettvang og heimsókn utan- rikisráðherra Belgíu hingaö til lands. Ráðherrann lítur á sambandið sem pólitískan vettvang samninga og sveigjanlega byggingu þar sem smá- ríki geti hámarkað sin áhrif. Ráð- herrann (segir í pistli Einars Karls) álítur og að með þeirri fjölgun ríkja sem fram undan er í ESB sé útilokað að ESB verði nokkru sinni að Banda- ríkjum Evrópu, með framsali fuO- veldis. En það er einmitt stóri agnú- inn á skipulagslausu Evrópusam- bandinu að byggja það ekki upp eins og t.d. Bandaríki Norður-Ameríku, þar sem ríkin hafa mikla sjálfstjórn en eina ríkisstjórn. Ég tel Bandaríki Evrópu einu lausnina fyrir Evrópu- ríkin í ESB - en óska þess jafnframt að þangað förum við íslendingar aldrei. Keikó í Eyjakvínni Beint í Hvalfjörö, takk. Hvað á að gera við Keikó? Garðar Björgvinsson skrifar: Ef Keikó viO ekki fara þá er ég al- veg tObúinn að kaupa hann. Það er best fyrir okkur að halda honum hér. Hér á hann líka heima. Þeir pening- ar sem hafa farið í hann eru ekki okkar peningar og hefðu annars bara farið í eitthvert annað buO úti í hinni stóru Ameríku. Fólk ætti ekki að vera að setja út á það. Flytjum Keikó heldur inn í Hvalfjörð - stutt frá borginni og í skjóli fyrir norðanvind- inum. Já, Keikó í Hvalfjörð, takk. Þangað kæmu vafalaust fleiri ferða- menn til að skoða hann heldur en i Vestmannaeyjum. Síðan mætti þjálfa upp annan háhyrning sem staðgengil Keikós. Þetta gæti allt gefið vel af sér, auk þess sem allt uppihald hans hér er frítt samkvæmt öllum samn- ingum. - En svo er líka skömm að því að höfuðborgin skuli ekki eiga neitt sædýrasafn. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.