Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Blaðsíða 11
11 FÚSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001_____________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd Fjöldamorðinginn í Kaliforníu á bak við lás og slá: Fannst undir borði úti í garði hjá mömmu sinni Lögregla í Kaliforníu fann úkra- ínska innflytjandann Nikolay Soltys í hnipri undir borði úti í garði hjá móður sinni i gær. Þar með var endi bundinn á tíu daga leit að manni sem grunaður er um að hafa stungið sex ættingja sína til bana, þar á meðal vanfæra eiginkonu sína og þriggja ára gamlan son. Soltys var gripinn í aðeins nokkurra kOó- metra fjarlægð frá þeim stað þar sem ódæðisverkin voru framin. Það var skelfingu lostinn bróðir flóttamannsins sem sagði til hans eftir að hann birtist skyndilega í garðinum í gær. Bróðirinn kom fjöl- skyldu sinni í flýti út úr húsi og hringdi síðan í lögreglu. „Þetta var sennilega umfangs- mesta leit sem gerð hefur verið að einum manni i Sacramentosýslu og henni lauk farsællega í dag,“ sagði lögreglustjóri sýslunnar, Lou Blanas, við fréttamenn. Lögreglan hafði leitað dyrum og Nikolay Soltys Úkraínski innflytjandinn, sem grunaöur var um aö hafa myrt sex ættingja sína i Sacramento í Kaliforníu, var handsamaöur i gær og fluttur í fangelsi. dyngjum í Sacramento og nágrenni að Soltys og hann verið settur á lista alríkislögreglunnar FBI yfir tíu mest eftirlýstu menn Bandaríkj- anna. Þá voru tólf milijónir króna settar til höfuðs honum. Lögreglan fékk fyrst veður af því að ekki væri allt með felldu þegar menn sem höfðu eftirlit með húsi móður Soltys sáu hvar móðirin, bróðirinn og fjölskylda hans yfir- gáfu húsið í skyndingu í gærmorg- un og óku burt á ofsahraða. Fjöl- skyldubíllinn nam síðan staðar við verslun í nágrenninu þar sem bróð- urnum tókst loks að hringja í neyð- arlínuna, með aðstoð afgreiðslu- mannsins. Lögreglan sagði að svo virtist sem Soltys hefði viljað flýja undan borð- inu þegar hann varð var við verði laganna en hann komst hvergi þar sem gamall ísskápur varnaði hon- um útgöngu. Soltys var illa til reika eftir flóttann. Fjórir féllu fyrir botni Miðjarð- arhafs í gær Þrátt fyrir samkomulag Palest- ínumanna og ísraela um Beit Jala í fyrradag halda skærumar áfram fyrir botni Miðjarðarhafs og voru fjórir fallnir til viðbótar þegar dag- ur rann í gær. Þrír Palestínumenn féllu og um þrjátíu særðust þegar ísraelar hófu skotríð á hóp Palestínumanna í bænum Hebron á Vesturbakkanum og grímuklæddur Palestinumaður skaut ísraelskan borgara til bana þar sem hann sat á veitingahúsi í þorpi á yfirráðasvæði Palestínu- manna nálægt Betlehem. Fyrr um daginn höfðu ísraelar gert sprengjuárás á hús eins af æðstu forsprökkum PLO í bænum Ramallah á Vesturbakkanum en gripið í tómt þar sem enginn var heima. Þá réðst ísraelsk hersvei- tenn einu sinni inn í Rafah-flótta- mannbúðimar á Gaza-svæðinu og sprendi þar upp tvö hús. Það er því ljóst að viðræður þeirra Yasser Arafats og Simonar Peres, utanríkisáðherra ísraels, hafa lítli skilað og má segja að allt átakasvæðið logi í skærum. Mannræninginn gerir Santosi lífið leitt Brasilíski fjölmiðlakóngurinn, Silvio Santos, sem nýlega heimti dóttur sína úr viku langri prísund mannræningja, varð fyrir þvi i gær að sami mannræninginn réðst inn í hýbýli hans i Sao Paulo og hélt hon- um þar í gíslingu i sjö klukkustund- ir. Mannræninginn, sem grunaður er um morð á tveimur lögreglu- mönnum, féllst á að láta Santos lausan eftir samningaviðræður við fulltrúa stjómvalda sem lofuðu að tryggja öryggi hans. Atburðurinn gerðist aðeins tveimur dögum eftir að Santos hafði greitt mannræning- anum, Fernando Dutra Pinto, 200 þúsund dollara fyrir að láta dóttur sína, Patricíu Abravanel, lausa. Talið er að Fernando hafl ráðist inn á heimili Santos til að tryggja það að hann lenti ekki í höndum lögreglunnar sem hótað hafði að hefna fyrir morðin á lögreglumönn- unum og komast þannig undir vernd stjórnvalda. Þing Makedóníu ræðir breytingar á stjórnarskránni Þingmenn í Makedóníu hefja í dag umræður um breytingar á stjórnarskrá landsins sem ætlað er að veita albanska minnihiutanum aukin réttindi. Breytingar eru hluti áætlunar NATO um að koma í veg fyrir borgarastyrjöld. Hermenn NATO hafa safnað sam- an meira en 1.400 vopnum frá al- bönskum skæruliðum. Leiðtogar NATO segja að nú sé röðin komin að makedónskum stjórnmálamönn- um að standa við sinn hluta samn- ingsins. NATO ætlar sér þrjátíu daga í vopnasöfnunina. Skæruliðarnir hafa lofað að af- vopnast og leysa upp samtök sín ef komið verður til móts við kröfur þeirra. Sprengju komið fyrir Þrátt fyrir samningaviöræöur Yassers Arafats og Simonar Peres, utanríkisráöherra ísraets, vegna Beit Jata hersetunnar logaöi allt óróasvæöiö fyrir botni Miöjaröarhafs í gær og bættust þá fjórir í hóp fallinna. Hér á myndinni , sjáum viö palestínskan byssumann koma fyrir sprengju í bænum Hebron. ^ Ráðstefna SÞ um kynþáttahatur sett í dag: J skugga deilna um ísrael og þrælasölu Hætta er á að árangur ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþátta- hatur verði ekki jafnmikill og að hefur verið stefnt vegna deilna um Ísraelsríki og þrælasölu fyrr á öld- um. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, setti ráðstefnuna í Durban í Suður-Afriku í morgun, undir trumbuslætti suður-afrískra súlú- manna. Um sex þúsund fulltrúar frá 150 löndum munu næstu átta dag- ana reyna að berja saman yfirlýs- ingu þar sem sett verða fram grund- vallaratriði í baráttunni gegn kyn- þáttahatri og hvernig vernda megi réttindi minnihlutahópa. „Þetta er ekki bara æfing í al- Kofi Annan Framkvæmdastjóri SÞ setur ráö- stefnu um kynþáttahatur i dag. mannatengslum. Löndin verða að fallast á áætlun og í hverju landi verða að vera til staðar áform um að hrinda henni í framkvæmd," sagöi Mary Robinson, mannrétt- indafulltrúi SÞ, á fundi með frétta- mönnum. Deilur um ísraelsriki hafa varpað skugga á undirbúning ráðstefnunn- ar þar sem arabaríkin hafa sakaö ísraela um kynþáttahatur í garð Palestinumanna. Af þeim sökum hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að láta utanríkisráðherra sinn sitja heima og i gær tilkynnti kanadíski utanrikisráðherrann að hann færi hvergi. Þá er titringur vegna krafna um skaðabætur fyrir þrælasölu. Mazda 323F GLXI 1500. 04/00, ek.14 þús,5 gíra, geislasp., ABS, vindskeið rafm. o.fl. Verð 1.390 þús. Tilboð 1.225 þús. “IULEiga ’ i .^ogs^ BMW 316i COMPACT. 04/00. ssk., ek.26 þús, geislasp., ABS, 16“ álfelgur, rafm. o.fl Verð 1.850 þús. Bfldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.