Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2001, Blaðsíða 4
Hrafn Gunnlaugsson er snillingur sem við viljum endilega fara að sjá meira frá. Hrafn er maður sem lætur ekki aðra buga sig, hann er maður sem stendur á sínu. Þetta er maður- inn sem færði okkur snilldarverk eins og Hrafninn flýgur og Böðulinn og skækjuna og við viljum meira. Það er einfaldlega ekki sniðugt að ekkert hafi sést frá Hrafni síðan Myrkrahöfð- inginn (að vfsu ekki nógu góður) kom út. Hrafn er þessi kappi sem hefur reynt allt í fslenskum kvikmyndaheimi, það er fyrir tilstilli manna eins og hans að við erum þar sem við erum í dag og fyrir það á hann hrós skilið. Þá ber auðvitað að minnast á frábært framlag hans til skipulagsmála f borginni sem sjón- varpsáhorfendur fengu að kynnast sfðasta vetur. Ef við ætt- um ekki menn eins og Hrafn Gunnlaugsson gætum við allt eins pakkað niður og flutt til Færeyja. Eftir að hafa verið tæp 30 ár í bransanum myndi einhver ætla að Stuðmenn myndu sjá að sér og hætta f eitt skipti fyrir öll. En á nokkurra ára fresti hóar Jakob Frímann mannskapnum saman til þess að spila á nokkrum tónleikum eða gera nýtt lag, þá skiptir engu máli hvort það sé vel eða Ula gert svo lengi sem það skilar fáeinum krónum f kassann. Það nýjasta frá Stuðmönnum er „týnda tagið" úr Með allt á hreinu. Það er greinilega gefið út undir fölsku flaggi til að fólk haldi að það sé jafngott og það sem hljómsveitin var að gera á sfnum tfma. En tagið er hreint út sagt lélegt, svo ekki sé minnst á mynd- bandið. Væri ekki nær að Jón Baldvin myndi búa til einhverja stöðu fyrir Jakob Frfmann vin sinn einhvers staðar erlendis svo að fslenska þjóðin geti verið laus við framapot hans og lé- legar tilraunir til skjótfengins gróða? Á útlenskum götuhornum ber oft að líta ýmiss konar músíkanta sem stunda það að leika tónlist fyrir gesti og gangandi (einnig nefnt að ,,böskau) og þiggja smáaura fyrir. Tiltölulega fáir íslendingar hafa lagt í þetta en nú er svo komið að strákarnir í Bjórbandinu frá Selfossi hyggjast fara út í eitt stykki böskferð um Evrópu. „Böskað" í Evrópu „Við erum með það mottó að spila aldrei án þess að drekka bjór á meðan, samanber nafnið. í raun er okkur best lýst sem hljómsveit sem er stolt af því að vera frá Selfossi og skamm- ast sín ekkert fyrir að spila lög eftir aðra,“ segir Skúli Ara- son, trommuleikari Bjórbandsins, en auk hans eru í hljóm- sveitinni Adolf Bragason bassaleikari, Böðvar Þór Unnarsson gitarleikari og Njörður Steinarsson gitarleikari. Úr dauðarokki yfir í Little Richard „Við vorum héma tveir saman í dauðarokksveitinni „Corpse Grinder" í gamla daga og tókum þátt í Músíktilraunum og svona. Síðan upp úr því þróaðist þetta óskalagaband,“ segir Adolf bassaleikari. Drengirnir kveða lagalistann vera fjölbreyttan nostalgíu-rokklista. „Þetta eru bara svona gamlir standardar eins og Little Richard, Bítlarnir, Rolling Stones og líka eitt- hvað með Doors og svo framvegis..." En er ekki eintóm fortíð- arþrá að spila bara gamla standarda frá gullöld gamla rokksins? „Það getur vel verið, en þetta eru engu að síður lög sem fólk er alltaf til í að hlusta á á fylliríum. 1 raun ákváðum við að spila bara þá tónlist sem við viljum heyra þegar við erum sjálfir á fylliríum" SVEITABALLASENAN VARIN Sveitaballahljómsveitir hafa oft fengið það óþvegið hjá fjöl- miðlum í gegnum tíðina og hafa strákamir sínar skoðanir á því. „Strákarnir í Skítamóral eru klassískt dæmi um þetta. Fólk er alltaf að gagnrýna þá fyrir hvað lögin séu ófrumleg og textarn- ir mikið væl. En það er eins og allir gangi út ffá því að þeir haldi sjálfir að þeir séu að gefa út einhver dýrindis listaverk." Skúli tekur undir þetta: „Ég veit að ef ég væri í þessum bransa og væri með plötusölu eins og þeir þá myndi ég ekkert vera að reyna að skapa nein listaverk. Eg myndi bara hugsa:„Æ, gerum bara eitthvað helvítis væl um einhverja stelpu og að hún sé horfin úr lífi mínu eða eitthvað álíka. Það virkar“.“ En er það ekki ómerkilegur hugsunar- háttur hjá listamanni að hugsa bara um hvað fólk vill heyra? „Hver segir að hann þurfi að vera listamaður?" spyr Skúli. „Ef hann er skemmtikraftur þá er það bara hans starf að skemmta fólki. Þetta er ástæðan fyrir því að sveitaballahljómsveit- imar eru allar eins, þær hafa bara dottið niður á formúlu sem virkar. Það selur plötur að hafa texta um stelpu sem er ýkt frá- bær, það selur mikið að hafa svona rólegan kafla f miðjunni þar sem rödd söngvarans hljómar eins og hún sé tekin upp f gegn- um útvarpstæki og ákveðið útlit selur. Maður heyrir aldrei nokkurn tíma neinn tala vel um Skítamóral og hvað selja þeir? 7000 eintök. Er þetta ekki vinsælasta hljómsveitin á Islandi þegar öllu er á botninn hvolft. Samt viðurkennir enginn að hann hlusti á þá. Sömuleiðis segist enginn lesa Séð og heyrt en samt er það vinsælasta blað á Islandi..." EVRÓPUREISAN UNDIRBÚIN Ferðalagið mikla hefur verið undirbúið t tæp þrjú ár og nú er svo komið að drengirnir halda utan í vikunni. En til hvers að standa í því að spila á götuhornum fyrir smáaura úti þegar mað- ur getur gert það heima? „Þetta er bara skemmtileg leið til að sjá Evrópu, komast inn í menninguna í borgunum og inn í bösk-senuna í útlöndum. Við erum heldur ekki einir í þessu, við tökum með okkur fylgdarlið, tvær kærustur og bílstjóra og verðum allt í allt sjö saman þannig að þetta verður ekki bara tónleikaferðalag.11 Böðvar segir að til standi að koma víða við. „Við ætlum að byrja á að heimsækja París, kfkja síðan yfir í Brússel, svo Amsterdam og síðan til Hamborgar og Kaup- mannahafnar svona til að byrja með og síðan verður bara flakkað." Skúli er bjartsýnn yfir uppátækinu en kveður þó alla vera við ýmsu búna „Það stendur til að lifa á spilamennskunni en ef allt um þrýtur þá erum við öll búin að safna í varasjóð sem er gott að geta gripið í. Hver veit, kannski komum við skítblankir heim. Aðspurður um hvort ferðin sé ekki í lengra lagi miðað við skemmtiferð jánkar hann því. „Þetta er vissu- lega þriggja mánaða ferð en tíminn er samt fljótur að líða þeg- ar maður er stöðugt á ferðinni." En gæti þetta nána sambýli í þennan langan tíma ekki orðið til þess að misklíð komi upp í hljómsveitinni eins og vill oft gerast á tón- leikaferðalögum? „Ætli það gerist ekki ef menn bíta það í sig að mark- miðum hljómsveitar- innar hafi ekki verið náð. Ég efast um að það gerist hjá okkur. Þegar við komum heim án þess að vera búnir að landa erlendum plötusamningi þá mun það ekki skipta okkur neinu máli þvf það stóð hvort eð er aldrei til...“ PlayStation E 4 Wt/mrt J á,ég tr3Íleil3 fnér aS virwu. f Ó k U S 7. september 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.