Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 22
38 Kvikmyndir FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 J>v Hopkins fær Kidman sem mótleikara Nicole Kid- man sem stendur í ströngum skilnaði við Tom Cruise fékk sig lausa frá skuldbind- ingu um að leika á móti George Cloon- ey i Con- fessionss of a Dangerous Minds og hef- ur í staðinn fallist á að leika á móti Anthony Hopkins í The Human Stain, sem byggð er á skáldsögu eftir Philip Roth. (Ekki er nú víst að þessi titill verði á kvik- myndinni). Ekki er þetta nú alveg komið á hreint með Kidman, en leikstjóri myndarinnar veröur Ro- bert Benton (Kramer vs. Kramer). Kidman og Benton eru ekki ókunn- ug hvoru öðru, en hún lék í Billy Bathgate, sem Benton leikstýrði. The Human Stain hefur að bak- grunni Clinton/Moniku hneykslið og fjallar um prófessor sem er neyddur til að segja af sér þegar meðkennarar hans segja hann kyn- báttahatara. Nicole Kidman Hér í síöustu kvik- mynd Stanleys Kubricks, Eyes Wide Shut. De Niro í 20 milljón dollara flokkinn Framhald hinnar vinsælu myndar Ana- lyze This verð- ur gert. Mun hún kallast Analyze That. Robert De Niro og Billy Crystal munu báðir mæta til leiks. aftur i sömu hlutverk. Það verður þó ekki ókeypis því De Niro fær 20 milljónir dollara fyrir sinn snúð. Ekki er vitaö hvað Billy Crystal fær mikið en þaö er örugg- lega eitthvað nálægt því sem De Niro fær. Harold Ramis sem leik- stýrði fyrri myndinni mun einnig leikstýra framhaldinu. Þessi samn- ingur DeNiros gerði það að verkum að De Niro varð að hætta við að leika sálfræðing í Sacret Guys. í framtíðarplönum De Niros er einnig aö leika í framhaldi af Meet the Parents og vist er að hann fær feit- an tékk fyrir það hlutverk. Potter-gengið Frumsýnd í Edinborg. Robert De Niro í hlutverki sínu i Analyze This. Hringadróttins- saga í London, Potter í Edinborg Tvær stærstu kvikmyndirnar á komandi vetri, The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring og Harry Potter and the Sorcer- er’s Stone verða fyrst sýndar á Bretlandseyjum, Hringurinn verður frumsýndur í London 10. desember og fer síðan í alþjóðadreifingu og Potter verður sýndur fyrst I Edin- borg 6. nóvember. Miðar á þá sýn- ingu hafa verið á uppboði á netinu og hafa viðbrögðin ekki verið sam- kvæmt því sem framleiðendur ósk- uðu sér. Fáir hafa sýnt áhuga eða aðeins nitján hundruð manns höfðu heimsótt vefinn og örfáir gert tilboð. ítalski kapteinninn Nicolas Cage í hlutverki Antonios Corellis sem hrífst afgrískri stúlku. Gríska stúlkan Penelope Cruz leikur eyjastúlkuna Pelagia sem karlmenn hrífast af. Captain Corelli’s Mandolin Ast í skugga styrialdar Captain’s Corelli’s Mandolin er dramatísk og rómantísk kvikmynd sem gerist í Grikklandi í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin er byggð á skáldsögu Louis de Bernieres, sem hlotið hefur mikla frægð og var búist við miklu af kvikmyndinni, stórleik- arar í helstu hlutverkum og John Madden, sem stjórnar á bak við kvik- myndavélina, hafði áður leikstýrt Shakespeare In Love. Ekki gengu væntingarnar eftir. Myndin vakti vissulega athygli og hefur fengið ágæta dóma en margt þykir vanta á að hún nái gæðum skáldsögunnar Sögusviðið er eyjan Cephalonia árið 1941 þegar ítalskar og þýskar hersveitir ráðast inn i Grikkland. Meðal hermanna er kapteinn Anton- io Corelli. Fyrir hann og aðra her- menn er þetta nokkurs konar frí frá stríðinu. Það kemur fljótt i ljós að þeirra er ekki óskað af eyjarskeggj- um sem hafa lifað frisælu lífi á eyj- unni I gegnum aldirnar og ekkert hrjáð þá nema óveður og slæmur afli. Corelli verður yfir sig ástfanginn af grísku snótinni Pelagia sem stenst hann í fyrstu en fellur um síðir fyrir honum, tónlist hans og ástríðum. Hefst samband á milli þeirra sem hef- ur alvarlegar afleiðingar í fór með sér. í aðalhlutverkum eru Nicolas Cage sem er italskrar ættar og leikur hann Corelli, Penelope Cruz, sem er spænsk leikur hina grísku Pelagia, John Hurt leikur föóur hennar, Christian Bale leik- ur grískan sjómann, Mandras, Irene Papas móður hans og David Morrisey leikur þýskan liðsfor- ingja. Leikstjórinn John Madden er breskur og hafði unnið lengi við útvarp beggja vegna Atlantshafs- ins þegar honum bauðst að leik- stýra breskum sjónvarpsmynd- um. Til að mynda var hann einn leikstjóra i myndaflokkunum In- spector Morse og Prime Suspect. í Bandaríkjunum leikstýrði hann kvikmyndinni Ethan Frome með Liam Neeson og Patricia Arquette í aðalhlutverkum og sakamálamyndinni Golden Gate. Áður en hann leikstýröi Shakespeare in Love leikstýrði hann Mrs. Brown en Judi Dench var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Viktoríu drottningu í þeirri mynd. Captain Corelli’s Mandolin verður frumsýnd á morgun í Sambíóunum og Háskólabíói. -HK Evil Woman: Aðdáendur Neil Dimonds í vanda Evil Woman, sem vestanhafs gekk undir nafninu Saving Silverm- an, er galsafengin gamanmynd um æskuvini sem lenda í meiriháttar klandri þegar einn þeirra verður ástfanginn af „rangiú" stúlku. Darren, Wayne og J.D. hafa verið bestu vinir síðan í barnaskóla. Þeir eiga eitt sameiginlegt, þeir eru gríð- arlega miklir aðdáendur Neil Di- amonds og þar fyrir utan spila þeir saman í hljómsveitinni Diamonds in the Rough. En þegar Darren kynnist þokkagyðjunni Judith sem er algjör hrokagikkur, gleðispillir og þar fyrir utan stjómsöm og ísköld, fer allt í háaloft á milli félaganna. Hún gersamlega rústar vináttu / þeirra. I fyrstu reyna Wayne og J.D. að tala um fyrir Darren og ' koma honum saman við fyrstu skólaástina en ekkert gengur. Svo virðist sem Judith hafi algjöra Hin fallega en ískalda Judith Amanda Peet leikur hina manísku Judith Snodgrass. stjórn á Silverman. Myndin gengur síðan út á það hvernig þeir geta bjargað Silverman. í aðalhlutverkum eru Jason Biggs, sem gert hefur garðinn fræg- an í American Pie mynd- unum, Steve Zahn, Jack I rafmagnsstuöi Jason Biggs leikur Darren Silverman sem er hér í spastískum dansi. Black og Amanda Peet. Þá kemur sjálfur Neil Diamond fram í myndinni. Leikstjórinn Dennis Dugan hefur gert þrjár grínmyndir, tvær með Adam Sandler, Big Daddy og Happy Gilmore og Beverly Hills Ninja með Chris Farley heitn- um. Áður en hann sneri sér að leik- stjórn haföi hann leikið í yfir þrjá- tiu kvikmyndum. Evil Woman verður frumsýnd á morgun í Smárabíói og Stjörnubíói. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.