Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 10
Poppmolar Oddur Már Rúnarsson oc nýja Lamb-platan Trip-hop hljómsveitin Lamb frá Manchester var að senda frá sér sfna þriðju plötu núna í vikunni. Hún heitir What Sound og tónlistin á henni þykir vera í beinu framhaldi af fyrri tveimur plötunum, Lamb sem kom út 1996 og Fear of Fours sem kom út 1999. Lamb var upphaflega ein af þeim hljómsveitum sem blönduðu saman drum & bass og down- tempo, en hún hefur þróast töluvert á undanförnum árum, Fear Of Fours var frekar dimm og djass-skotin og What Sound sýnir líka nýjar hliðar á sveitinni þó að stemningin sé enn mjög chilluð. Lamb er skipuð þeim Louise Rhodes söngkonu sem er dóttir þjóðlagasöngkonu af hippakynslóðinni og Andy Bar- low sem er forritari og upptökumaður. Þau hittust f Manchester árið 1994. Á nýju plötunni njóta þau aðstoðar nokkurra valinkunnra tónlistarmanna sem setja sterkan svip á plötuna. Þar á meðal er gftarleikarinn Arto Lindsay, bassaleikarinn Me’Shell NdegéOcello og söngvarinn Michael Franti auk þess sem íslenski gítarleikarinn Oddur Már Rúnarsson spilar í einu lagi. Upptökumaðurinn Guy Sigsworth, sem er þekktastur fyrir vinnu sfna með Björk, pródúserar megnið af plötunni sem hefur fengið mjög góða dóma. Lamb eru á tónleikaferð til þess að fylgja útgáfu plötunnar eftir, en Oddur Már spilar með þeim á tónleikunum sem eru 33 talsins út um alla Evrópu. Margur er knár ... Ástralska poppstjarnan og ofurkrúttið Kylie Minogue er algerlega óstöðvandi þessa dagana. Það er ekki nóg með að stóra platan hennar Fever hafi haldið toppsætinu íBretlandi aðra vikuna f röð og þar með hald- ið bæði Starsailor og Paul Weller frá toppnum, heldur hélt smáskffan með laginu Can’t Get You Out Of My Head fyrsta sæti smáskffulistans fjórðu vikuna fröð og kom þar með fveg fyrir að sjálfur konungur poppsins Mich- ael Jackson næði toppsætinu sem allir höfðu þó gert ráð fyrir að væri hans. Það er þvf óhætt að segja að f stað Michaels konungs sé komin popp- drottningin Kylie! Kylie Minogue sló fyrst f gegn sem leikkona f áströlsku sápunni Nágrönnum, en varð poppstjarna á níunda áratugnum með næfur- þunnum poppsmellum eins og I Should Be So Lucky. Hún gerði samning við danstónlistarfyrir- tækið Deconstruction árið 1994, en þeir reyndu að gera fmynd hennar fullorðinslegri og þróa tón- listina íeitthvað alvarlegra og þroskaðra. Það tókst ekki betur en svo að eftir tvær plötur sem Ift- ið seldust var henni sparkað og f framhaldinu vann hún fyrir sér með þvf að sitja fyrir á nærfata- auglýsingum. 1996 átti söng hún lagið Where The Wild Roses Grow með Nick Cave og Nick var þar með búinn að upplifa eina af sfnum fantasfum. 1999 gerði Kylie samning við Parlophone og nú var stefnan hiklaust tekin á poppið aftur. I fyrra átti hún smellinn Spinning Around og nýja platan hennar er stútfull af ávanabindandi poppi. Can’t Get You Out Of My Head er án efa einn af smell- um ársins og restin af plötunni er í sama flokki, mátulega hallærislegt og grfpand'i popp með 80’s áhrifum. Algjör draumur eða hvað? Ja Rule rúlar Vinsældir hip-hop tónlistarinnar f Bandaríkjunum virðast sfst af öllu vera að minnka. Nýja Jay- Z platan The Blueprint var á toppi bandarfska listans f þrjár vikur og þegar hann varð loks að víkja þá var það fyrir annarri New York rappstjörnu, Ja Rule, en þriðja platan hans Pain Is Love er nýkomin út. Ja Rule, sem heitir réttu nafni Jeffrey Atkins og er fæddur og uppalinn f Queens, vakti reyndar fyrst athygli þegar hann rappaði f laginu Can I Get A ... með Jay-Z árið 1998. Fyrsta platan hans Venni, Vetti, Vecci kom út 1999 og gerði það nokkuð gott. önnur platan Rule 3 : 36 kom svo f fyrra og náði mikilli sölu, ekki sfst vegna smáskífunnar Between Me 6 You og nú er semsagt þriðja platan komin. Það er sjálf Jennifer Lopez sem syngur með Ja Rule f laginu l’m Real sem hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs. Lagið var upphaflega á plötu Jennifer, J.Lo, en er Ifka f nokkuð breyttri útgáfu á Pain Is Love. Restin ef plötunni er ekki eins poppuð, en á meðal gesta á henni eru Case og Missy „Misdemeanor" Elliott. Auk þess að búa til tónlist lék Ja Rule f kvikmyndinni The Fast 6 The Furious sem gerði það gott vestra sfðasta sumar og hefur Ifka séð um hip-hop þætti á MTV. Incubus: Næstu stórstjörnur rokksins? Það er töluverður spenningur á meðal rokkaðdáenda fyrir nýju Incubus-plötunni sem er vænt- anleg f verslanir eftir helgina. Platan sem heitir Morning View þykir vera þeirra sterkasta plata hingaðtil, jafn kraftmikil og þeirra fyrri plötur, en tónlistarlega þróaðri og lagasmfðarnar orðnar magnaðari. Incubus er skipuð þeim Brandon Boyd söngvara, Mike Einziger gftarleikara, José Pasillas trommuleikara, Dirk Lance bassaleikara og Chris Kilmore plötusnúð. Hljómsveitin var stofnuð f Calabasas f Kalifornfu fyrir tfu árum þegar sveitir eins og Nirvana, Jane’s Addiction og Faith No More réðu ríkjum f rokkinu og það má segja að þeir séu mótaðir af því. Fyrsta platan þeirra sem fékk einhverja útbreiðslu var S.C.I.E.N.C.E. sem þeir gáfu út hjá Sony árið 1997, tveimur árum seinna kom Make Yourself sem seldist í yfir tveimur miljónunm eintaka. Sfðan hafa Incubus spilað stfft á tón- leikum. Þeir hafa t.d. hitað upp fyrir Korn og Deftones og spilað á Ozzfest og Family Values tónleikaferðalögunum. Allt þetta spilirf hefur skilað þeim mikl- um fjölda aðdáenda og eftirvæntingin eftir nýju plötunni er svo mikil að margir reikna með þvf að Morning View sé platan sem á eftir að gera þá að stórstjörnum. Incubus eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og f þetta skiptið eru þeir ekki að hita upp fyrir neinn, þeir eru aðalnúmerið ... * * t 1 J\ k 1 m Það hefur farið frekar lítið fyrir Jarvis Cocker og hljóm- sveitinni Puip að undanförnu. Síðasta plata, This Is Hardcore, náði ekki sömu vinsældum og Different Class og það tók þau líka langan tíma og tvær tilraunir að klára næstu plötu We Love Life sem nú er nýkomin í verslanir. ... og svo flúði Jarvis Þegar hljómsveitin Pulp spilaði í Laugardalshöll- inni hér um árið þá var hún á hátindi ferilsins. Platan Different Class naut gífurlegra vinsælda og lögin Common Peoplc og Disco 2000 höfðu slegið í gegn svo um munaði. Næsta plata, This Is Hardcore, þótti frekar köld og þunglamaleg og þó að hún fengi þokka- legar viðtökur þá seldist hún ekkert í námunda við plötuna á undan. Nú er hins vegar komin ný pata, We Love Life, og því ekki úr vegi að rifja aðeins upp kynnin við sveitina. Sheffield-sveit með lanca söcu að baki Pulp var stofnuð í Sheffield árið 1978 og byrjaði sem neðanjarðarsveit. Næstu árin sendi hún frá sér ótal plötur og var á mála hjá ýmsum misstórum fyrirtækj- um (m.a. Warp). Arið 1994 vöktu þau nokkra athygli með plötunni His’N’Hers sem hafði að geyma smellinn Do You Remember The First Time? Ári seinna kom svo meistaraverkið Different Class sem er eitt af höf- uðverkum brit-pop áranna. Platan innihélt m.a. lögin Common People, Disco 2000 og Sorted For E’s & Wizz, sem eru allt ódauðlegir poppsmellir sem tókst að fanga tíðarandann á eftirminnilegan hátt. Það hafa margir komið við sögu Pulp á 23 ára ferli, en aðeins Jarvis Cocker söngvari, sem stofnaði sveitina þegar hann var 15 ára, er búinn að vera í henni frá upphafi. I dag er Pulp skipuð auk Jarvis þeim Mark Webber gítarleikara, Steve Mackey bassaleikara, Nick Banks trommuleikara og Candidu Doyle hljómborðsleikara. Tilvistarkreppa á toppnum Eftir geysilega velgengni Different Class hófst nýtt tímabil í lífi Jarvis Cocker. Hann komst á forsíður allra slúðurblaðanna í Bretlandi þegar hann leysti nið- ur um sig buxurnar og sýndi Michael Jackson rassinn á sér á Brit-verðlaunahátíðinni árið 1996. Þetta var á þeim tíma sem hvað mest var talað um meinta barna- misnotkun poppkóngsins, en á sama tíma kom hann fram með hóp af bömum á sviðinu í London. Jarvis þótti nóg um tvískinnunginn og lét allt gossa og varð fyrir vikið hetja hjá breskum almenningi. En það að vera hetja hjá slúðurblöðunum þýðir líka að þú ert undir smásjá hjá þeim, allt sem þú gerir er næsta dag komið í blöðin. Platan This Is Hardcore sem kom út árið 1998 lýsir þessum erfiða tíma ágætlega. Hún fjall- ar um stórborgina, eiturlyfjanotkun, einmana- leika hótelherbergjanna og álagið og frelsis- sviptinguna sem fylgir því að vera allt í einu orðinn stórstjama. Það fer fólki misvel að vera frægur og Jarvis virtist ekki höndla það sérstak- lega vel. Hann átti í stuttu ástarsambandi við New York-leikkonuna Chloe Sevigny og þau voru auðvit- að hundelt af fjölmiðlum. CÖNCUTÚRAR ÚT í NÁTTÚRUNA This Is Hardcore fékk þokkalega dóma og innihélt m.a. lagið Help The Aged sem náði nokkrum vin- sældum, en almennt séð þótti platan of þunglamaleg. Jarvis afneitar plötunni samt alls ekki í dag. „Ef það er eitthvað að marka það sem maður gerir sem listamaður þá endurspeglast ástand manns í verkunum," segir hann. „Eg er feginn því að platan hljómar ekki eins og allt hafi verið í fínu lagi.“.Jarvis reyndi að ná áttum með því að fara í göngutúra út í náttúruna. Vinna við næstu plötu gekk illa. Hljómsveitin tók upp heila plötu með upptökumanninum Chris Thomas, sem hafði tekið upp bæði Different Class og This Is Hardcore, en þær upptökur þóttu ekki nógu góðar og voru settar til hliðar. Að sögn annarra Pulp-meðlima var Jarvis mjög óöruggur á þessum tíma, vissi ekki hvað hann vildi og átti erfitt með að taka ákvarðanir. Bjarcvætturinn Scott Walker Það var farið að losna aðeins um samstarfið þegar upptökunum á nýju plötunni var pakkað. Þetta virtist ekki ganga. En þá kallaði Island til gamla brýnið Scott Walker sem Jarvis hafði kynnst á Meltdownhátíðinni sumarið 2000. Hljómsveitinni leist ekkert of vel á Scott í byrjun, en þegar upptökur voru komnar af stað gekk allt að óskum og platan kláraðist að mestu í mars á þessu ári. Hún átti upphaflega að heita Pulp Love Life, en þegar Jarvis horfði á hryðjuverkin í New York í sjónvarpinu 11. september ákvað hann að nafnið væri óviðeigandi og breytti því í Pulp. A endanum varð titillinn We Love Life hins vegar fyrir valinu. Nýja platan er frekar einföld og organísk. Hún inni- heldur nokkur grfpandi viðlög og melódfur og er bjartari heldur en This Is Hardcore, en við erum samt langt frá poppsmellunum á Different Class. Platan fjallar töluvert um náttúruna. Jarvis er fæddur og uppalinn f iðnaðarborginni Sheffield, en segist hafa verið forvitinn um sveitir Englands sem hann þekkti alls ekki. Hann segist samt hafa passað sig á því að þetta yrði ekki eitthvert hippavæl. . Flytjandi: IVIiles Davis ; Platan: livo At Fillmo;'; Utgefandi: Columbia/Skifan - Lengd: 90:17 mín. (2 diskar) Flytjandi: System of a of*W»« nS2 Utgefandi: American/Skífan " 'V'ö-.* ' . ’ Lengd: 44:08 min. rs'i $ : affiaceW p I ö d ó m a r I Flytjandi: Modjo Platan: Moclio | Útgefandi: Universal/Skífan j Lengd: 51:44 mín. hva8 fvrir skemmtileaar niSurstaða hvern? staðreyndir Þetta er fyrsta plata franska danspoppdúósins Modjo sem hefur verið að gera það gott vfða í Evrópu (og á FM 957) að undanförnu með lög- unum „Lady (Hear Me Tonight)" og „Chillin". Modjo eru þeir Yann Destagnol og Romain Tranchant. Modjo er enn ein franska filter diskó house hljómsveitin og er þar með ætl- að aö höföa til þeirra sem kunna að meta tónlistarmenn eins og Stardust, Bob Sinclar og Cassius. Platan er samt mun poppaðri heldur en afurðir allra þessara listamanna, einskonar lite útgáfa af frönsku house bylgjunni. Romain er fæddur í París, en flutti með fjölskyldunni til Suður-Ameriku þar sem hann iærði á gítar og fékk áhuga á bossanova tónlist. Hann var í nokkrum rokkhljómsveitum áður en hann fékk danstóniistarbakteriuna. Yann er líka frá Paris, hann spilar bæöi á flautu, píanó og trommur og söng í nokkrum hljómsveitum. Þó að bæði Lady og Chillin séu sæmi- legustu poppsmellir þá verður það aö segjast eins og er aö þessi fyrsta plata þeirra Modjomanna gerir ekki sérstaklega mikiö fyrir franska dans- tónlist. Þetta er voöalega tilþrifalítið og poppað og tryllingurinn er i lág- marki. „Music Takes You Back" er skásta lagið á slakri plötu. trausti júlíusson Toxicity er aðeins önnur breiðskífa Sy- stem of a down en þeir hafa einnig gefið út ep-plötu sem heitir Sugar ep.System of a down sló í gegn með fyrstu plötu sinni, hinni frábæru sam- nefndu plötu System of a down, og er Toxicity eðlilegt framhald og þeir félag- ar fara mikinn eins og fyrri daginn. Harðhausar alls staðar í heiminum ættu að geta sameinast með þessari plötu og rokkað nokkuö feitt. Fyrir þá sem fíluðu fyrri plötuna er þessi alveg ömissandi. í raun er þessi plata fyrir alla því áhrifa gætir úr ótrúlegustu átt- um og áhugamenn um tónblendingja ættu aö hafa mjög gaman af. Serj Tankian, söngvari sveitarinnar, opnaði síðastliðið vor sína eigin vef- síðu, serjicalstrike.com, gagngert til þess að leyfa fólki að kynnast textum og tónlist hans sem ekki hefur verið fáanleg í búðum. Fyrsta verkið til sölu var Ijóðabók eftir hann sem ber nafniö Cool Gardens og á að gefa innsýn I líf hans síðustu ár. Toxicity er ótrúlega kraftmikil og fjöl- breytt og einna helst dettur mér í hug aö þetta væri útkoman ef Mínus, Ham og Rússíbanarnir gæfu út plötu. Mörg mjög skemmtileg lög, og varla þarf að nefna Chop Suey þar á meðal, og mik- il hugmyndaauðgi igangi. Góð heild og góð plata og System of a down eru einhverjir skemmtilegustu tónlistar- bastarðar heims. K. Newman Þetta er áður óútgefin upptaka af tón- leikum með Miles Davis. Þetta eru tvö sett hljóðrituð í Rllmore East í New York 7. mars 1970, þar sem Miles hit- aði upp fyrir Steve Miller Band og Neil Young & Crazy Horse, ásamt Wayne Shorter, Chick Corea, Dave Holland, Jack DeJohnette og Airto Moreira Þetta er Miles Davis og hljómsveit tiltölulega nýbúnir að svissa yfir í raf- magnshljóðfærin I villtum spuna með smávegis fönk- og rokk áhrifum. Þetta er auövitað ómetanlegt fyrir Miles-aö- dáendur og djassgeggjara, en líka áhugavert fyrir ýmsa aðra, t.d. þá sem hafa veriö að hlusta á menn eins og Squarepusher síðustu árin. í ár eru 75 ár liðin frá fæðingu Miles Davis og 10 ár liðin frá því að hann lést. Af því tilefni er verið að gefa út eitt og annað, þar á meðal þessa tón- leika og tveggja diska safnið Essentia! Miles Davis sem er fyrsta útgáfan sem rekur þróun hans allan ferilinn, frá 1946-1986. Og hvílíkur ferilll Þetta er mjög flott útgáfa sem á fuilt erindi enn þann dag í dag. Þessi oft á tíðum frekar frumstæði og leitandi bræðingur er á köflum alveg gjörsam- lega ómótstæðilegur. Þetta er stund- um mjög hrátt og stundum mjög tryllt og þeir sexmenningar eiga líka allir flott tilþrif á hljóðfærin. Vönduö og veg- leg útgáfa. trausti júlíusson 10 26. október 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.