Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 Sport DV víkinga en ekki aumingja Ég legg til að þá sé tíminn notað- ur til að fara með barnið í sund, þó það sé ekki nema kannski á hálftíma. Það er staðreynd að það er mikið stress og hávaði á leik- skólanum og þetta er góð leið fyr- ir barnið til að losa um stressið og fá útrás." Anton Bjarnason, lektor við Kennaraháskóla íslands, hefur í mörg ár rannsakað nauðsyn þess að börn hreyfi sig, ekki bara til þess að vera í góðu líkamlegu ástandi heldur einnig til þess að efla félagslegan þroska. í athugun- um hans hefur ýmislegt komið í ljós, m.a. að mikið samhengi er á milli líkamlegs ástands bama og hversu vel þeim líður í umhverfi sínu. Anton segir að fljótlega eftir að hann hóf að skoða þetta hafi hann séð að þeim bömum vegnaði best í grunnskóla sem voru líkamlega best á sig komin sex ára gömul. „Nú hefur verið mikil umræða um einelti í skólum og hversu mikið það er. Virðingarstiginn snýst hins vegar mikið um hvað börn geta gert vel. Ef stelpan er t.d. góö i að sippa og er almennt vel á sig komin líta önnur börn upp til hennar þannig að hún fær engan stimpil á sig.“ Hreyfingin er að mati Antons algjörlega nauðsynleg fyrir félags- legan þroska hjá börnum. „Hún er þeim gríðarlega mikilvæg. Með henni geta þau tekið þátt í um- hverfinu með götuleikjum. Krakkar sem vilja ekki vera með í leikjum af því að þau segja að það sé svo leiðinlegt fá strax á sig fýlupokastimpil og aðrir krakkar hafna þeim. Og það er ekkert grín að lenda í því. Barnið getur lent í miklum vandræðum ef fyrsti bekkurinn í grunnskólanum við- urkennir það ekki í samfélagið.“ Þáttur foreldra getur skipt sköpum Látiö börnin ganga í skólann Ein leið sem foreldrar hafa til að auka hreyfingu barnanna er að láta þau ganga í skólann. „Það er orðið alltof algengt að foreldrar séu að kippa börnunum með í skólann um leið og þeir fara í vinnuna. Þetta finnst mér algjör óþarfi nema þá að aðstæður leyfi ekki annað. Oft er þetta eina markvissa hreyfingin sem börnin geta fengið yfir vikuna og hún er þeim því í mörgum tilvikum nauðsynleg." Anton hefur áhyggjur af þróun- inni á líkamsástandi bama og segir sérstaklega að of feitum börnum hafi fjölgað. „Áður fyrr var varla til feitur strákur en nú eru börn jafnvel komin með hráa fitu. Ástæðan fyrir þessu eru m.a. tölvuleikirnir og sjónvarpið sem heilla börnin. En við verðum líka að athug? að umhverfið í höfuð- borginni er ekki aðlaðandi fyrir börnin til að hreyfa sig í. Það eru bílar alls staðar og þau geta nán- ast hvergi verið. Ég hef skynjað það í samtölum mínum við krakka að þeir eiga erfitt með að fá einhvern út með sér. Þeir eru frekar plataðir inn í tölvuleik en að fara út.“ Og Anton nefnir lítið dæmi um hvernig tíöarandinn hefur breyst. „Hér áður fyrr þegar ég var að al- ast upp var okkur refsað ef við gerðum eitthvað rangt með því að við vorum kölluð inn og urð- um að dúsa þar það sem eftir var dagsins. Þetta þótti okkur alveg hræðilegt. Núna er börnum refsað með því að þau eru send út í tvo tíma! Þannig að nú hefur þetta al- veg snúist við, nú virðist börnum finnast það slæmt að vera úti.“ Anton segir það líka staðreynd að börnum sem eru vel á sig kom- in líöur betur í skólanum. „Ég get nefnt dæmi um strák sem hreyfði sig alltaf mikið á yngri árum. Hann fór í gegnum allan grunnskólann auðveldlega og fannst alltaf gaman í skólanum af því að hann kom sem „víkingur" og var strax viðurkenndur inn í samfélagið. Þarna tel ég að íþróttaþátturinn hafi haft mikið að segja því maður verður að vera vel á sig kominn til að lifa af þetta gríðarlega stökk sem er á milli leikskóla og grunnskóla. Hin börnin eiga hins vegar alltaf í erf- iðleikum. Það er t.d. að verða al- gengara að við fáum sex ára börn inn í grunnskóla sem hafa aldrei komið í sundlaug. Það er mjög mikið samhengi milli góðs líkam- legs ástands bams og að því vegni vel í skólanum. Við ætlum að ala upp víkinga og drottningar í þessu landi en ekki einhverja aumingja. Hreyfing á yngri árum getur líka haft fyrirbyggjandi áhrif gegn ýmsum sjúkdómum á fullorðinsárum." Anton bendir á að möguleik- arnir séu margir til að auka hreyfingu bama. Það þurfi ein- ungis að tileinka sér þá. „Það er hægt að fara í sund, út að ganga, út að hjóla á sumrin og margt fleira. Það þarf einungis að setja þetta inn í áætlun dagsins," segir hann að lokum. -HI Anton segir að þáttur foreldra geti skipt sköpum fyrir barnið. „Ég hef stundum séð að foreldrar vilja nota íþróttahúsin til að hreyfa sig eftir vinnu. Ef þeir koma hins vegar með börnin sín þangað og leyfa þeim að leika sér þar meðan þeir fara í körfubolta eru bömin yfirleitt litin hornauga af húsvörðum. Ég hef hins vegar oft bent fólki á að ef foreldrar henda börnunum fyrir framan sjónvarpið eftir leikskólann með- an þeir fara sjálfir að hreyfa sig séu þeir á rangri leið. Það er miklu betra að fara t.d. með barn- ið í sund eða út að hjóla. Það verður að gefa börnunum þennan litla tíma sem fyrir hendi er eftir vinnu því við höfum svo lítinn tíma. Síðan þegar börnin eru orð- in eldri og sjálfstæðari er allt í lagi að foreldrarnir fari í fótbolta og barnið getur þá hreyft sig sjálft eins og það vill.“ Anton segir algengt að fólk seg- Hreyfing er öllum börnum nauðsynleg til að efla félagslegan þroska. ist ekki hafa tíma til að gera svona hluti með barninu. „Það er hins vegar hægt að gefa sér tíma. Það má t.d. reyna að fara með barnið í sund eftir kvöldmat, eða jafnvel út að hjóla á sumrin, t.d. um kl. hálfsjö. Þá er algengt aö fjölskyldan sitji og horfi eða hlusti á fréttirnar, yfirleitt sömu fréttirnar þrisvar, og það er ör- ugglega hægt að gera eitthvað uppbyggilegra við þennan tíma. Iþrottaskolar fyrir born íþróttaskólar fyrir börn eru starfræktir í íþróttafélögum víða á lcmdinu fyrir börn á leikskólaaldri auk þess sem íþróttaskóli barnanna er starfrækt- ur í grunnskólum. Fimm félög í Reykjavik sjá um íþróttaskóla bamanna í Reykjavík fyrir 6-9 ára börn; Fjölnir, Víkingur, KR, Fylkir og ÍR, og sjá þau um aö starfrækja íþróttaskólana í samráði við grunnskólana í þeim hverf- um þar sem félögin starfa. íþróttabandalag Reykjavíkur og Reykjavíkur- borg hafa aðstoðað við að koma þessum skólum á laggimar með aðstoð Orkuveitu Reykjavíkur. í þessum skóla er fyrst og fremst verið að kenna íþróttagreinamar sem mest eru stundaöar í viðkomandi félögum. Mörg félög bjóða einnig upp á íþróttaskóla fyrir 3-5 ára börn og eru þeir yf- irleitt á laugardagsmorgnum. Þar er fyrst og fremst verið í leikjum og aðal- lega lagt upp úr alhliða hreyfingu. Anton Bjamason segist mæla með þessum íþróttaskólum og er mjög ánægð- ur með hve margir foreldrar eru duglegir að sækja þá með börnunum. „Mín reynsla er sú að þetta sé lykillinn að velferð barnanna, aö þau séu orðin sjálf- stæð þegar þau koma í grunnskólana og geti tekið þátt í leikjum. Þarna kom- ast þau í vissan virðingarstiga því þau sem vilja ekki vera með í leikjum eru þá kallaðir fýlupokar í skólanum. Þessi börn lenda þvi strax í erfiðleikum i grunnskóla," segir Anton. -HI Anton Bjarnason hefur rannsakað í mörg ár nauðsyn þess að börn hreyfi sig: Vill að við framleiðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.