Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 9
2001 9 Fréttir Itskálar Garður Hafnarfjörður Keflavík Skálafell Hafnir leiðin há Idavík Þorlákshöfn DV-MYND E.ÓL. Guðmundsson ( virkt eldgosasvæði á sögulegum tíma. Gott samstarf við vísindamenn - segir Sólveig Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri TEIKNING ÁSGEIR SIGURGEIRSSON Reykjaneseldar Þessi teikning sýnir Yngra-Stampagosið oggos í sjó í Reykjaneseldum á fýrri hluta 13. aldar. Það sem eftir stendur af eldfjallinu sem þarna myndaðist er drangurinn Karl. Einnig má sjá Ynnri-Stampa-gigaröðina á landi þar norðaustur af. REYKJANESKERFIÐ Stærð: 35 km langt (40-45 km með neðansjávarhluta) og 5-15 km breitt. Goseiningar: Um 50 úr nokkrum rek- og goshrinum auk 14 dyngja. Síðustu gos: Fyrir 1.500-1.800 árum og Reykjaneseldar 1211-1240. Berg: Basalt úr þóeiísku röðinni. Tilheyrir Vestara rek- og gosbeltinu. TRÖLLADYNGJUKERFIÐ Stærð: 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Goseiningar: 40-50 úr nokkrum rek- og goshrinum auk 3 dyngja. Síðustu gos: Fyrir um 2.000 árum og Krýsuvíkureldar 1151-1180. Berg: Basalt úr þóeiísku röðinni. Tilheyrir Vestara rek- og gosbeltinu. BRENNISTEINSFJALLAKERFIÐ Stærð: 45 km langt og 5-10 km breitt. Goseiningar: 30-40 úr nokkrum rek- og goshrinum auk 3 dyngja. Síðustu staðfestu gos: Fyrir um 2.000 árum og Reykjaneseldar 1211-1240. Berg: Basalt úr þóeiísku röðinni. Tilheyrir vestara- rek og gosbeltinu. HENGILSKERFIÐ Stærð: 100 km langt og 3-16 km breitt. Goseiningar: 20 úr nokkrum rek- og goshrinum auk 6 dyngja. Síðustu gos: Fyrir 5.000 árum og Nesjavallaeldar fyrir um 2.000 árum. Berg: Úr basalt þoeiísku röðinni. Tiiheyrir Vestara rek- og gosbeltinu. Trölladyngjukerfið er einna hættulegast Trölladyngjukerfið er hins vegar einna hættulegast af þessum kerfum, vegna legunnar. Innan þess er t.d. Grindavík, ný mannvirki í Trölla- dyngju og Svartsengi er í námunda við þetta svæði. Þá er möguleiki á því að hraun úr nyrðri hluta svæðis- ins nái til sjávar nálægt Hafnarfirði. Þar yrði álverið í Straumsvík í hættu og Keflavíkurvegurinn á kafl- anum frá Kúagerði að Hafnarfirði. Þama hafa runnið hraun á söguleg- um tíma. Reykjaneskerfl er hins vegar fjær allri byggð. Hættan væri hugsanlega varðandi mannvirki á Reykjanesi og í Eldvörpum. Síðan er Svartsengi ná- lægt þessu kerfl líka eins og Trölla- dyngjukerfinu. Hins vegar er mögu- KORT: HAUKUR JÓHANNESSON Hraun á Reykjanesskaga Á sögulegum tímum hafa a.m.k. þrjár rek- og goshrinur riðið yfir á Reykjanesskaganum í þremur vestustu eld- stöðvakerfunum. Á 10. og 11. öld runnu hraun úr Brennisteinsfjallakerfinu, á 12. öld úr Trölladyngjukerfinu og á 13. öld úr Reykjaneskerfinu. „Það er mjög gott samstarf á milli Almannavarna ríkisins og vísindamanna á íslandi varðandi upplýsingar um allar jarðhrær- ingar,“ segir Sólveig Þorvalds- dóttir, framkvæmdastjóri Al- mannavarna. „Þetta er nokkuð sem maður er mjög stoltur af og ég erfði þetta þegar ég hóf hér störf. Mér var sagt þegar ég byrj- aði að það væru eldgos á íslandi að meðaltali á fimm ára fresti. Fyrstu íjögur árin urðu hins veg- ar fjórar slíkar uppákomur.“ Sólveig nefnir eldgos en einnig jarðskjálfta sem erfiðara er að sjá fyrir. Þannig hafi fyrri Suður- landsskjálftinn komið nokkuð óvart en seinni skjálftanum var búist við og almenningur vel meðvitaður um að hann væri væntanlegur. „Vísindin varðandi eldgosaspár eru hins vegar mun lengra á veg komin en varðandi jarðskjálfta. Við erum með vísindamannaráð sem samansett er af fólki frá Raun- vísindastofnun, Norrænu eldfjalla- stöðinni, Veðurstofunni og Orku- stofnun, auk tengsia við rannsókna- miðstöðina á Selfossi. Þessir aðilar Sólveig Þorvaidsdóttir Framkvæmdastjóri Almannavarna bregður sér í ýmis hlutverk. Hér er hún að kenna á nám- skeiði hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. a eru okkar augu og eyru á landinu. Þeir halda okkur meðvituðum um heitustu svæðin. Eitt þeirra heitari í dag er vesturhluti Vatnajökuls. Þá er Katla í gjörgæslu og Reykjanesið er i skoðun líka. Vísindamenn hafa þó ekki enn beint augum okkar sérstaklega að Reykjanesinu." Nýtt áhættugreiningarsvið Sólveig segir að Almannavarnir séu þó vel vitandi um mögulegt hraunrennsli á skaganum, m.a. i átt að Hafnarfirði og Grindavík. Fyrstu viðbrögð ef til eldgoss sagði hún þó afltaf vera að reyna að átta sig á eðli og umfangi Hún segir að í fyrri viku hafi Ágúst Gunnar Gylfason hafið störf við nýtt áhættugreiningarsvið Almanna- varna. Honum er ætlað að hafa betri yflrsýn yflr það sem er gerast og vera í nánum tengsl- um við eftirlitsstofnanir í landinu. Sólveig segir að almanna- vamanefndirnar séu undir stjórn lögreglustjóra í hverju hinna 26 umdæma í landinu. Almanna- varnir ríkisins hafi hins vegar ekki lagalegt vald yfir þessum nefndum heldur er stofnunin sem eins konar tengiliður. „Við höfum ekki stjórnunarvald inn í umdæmin," segir Sólveig Þor- valdsdóttir. Byggðaskipulag, með tilliti til hættu af jarðskjálftum, eldgosum og snjóflóðum, er þáttur sem Sólveig telur mikilvægt að huga vel að. Menn séu oft ótrúlega fljótir að gleyma stórum viðburðum. Þetta sé þó í höndum skipulagsyfirvalda en ekki Almannavarna. -HKr. Grafarholtshverfinu. í því er þó hætta á mun minni skjálftum. Grindavík, Hveragerði og Hafnarfjöröur - Hver er hættan á þéttbýlissvæð- um Reykjanesskagans? „Ég tel ekki að um yrði að ræða umtalsvert tjón af völdum jarð- skjálfta á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Varðandi eldgos er matið öðruvisi. Við getum þó afskrifað gjósku sem alvarlegan tjónvald. Hraunin geta hins vegar runnið langt út frá gossprungum. Hættan á gosum á Hengilssvæð- inu er fyrst og fremst fyrir sumar- bústaðasvæði allra syðst við Þing- vallavatn. Fyrir Nesjavallavirkjun, mannvirki á Hellisheiðinni og síðan Hveragerði. Ég tel ekki nokkrar lík- ur á að hraun úr slíku gosi næði fram til Reykjavíkur. í Bláfjalla- og Brennisteinsfjalla- kerfinu er hættan ekki mikil á suð- urhluta svæðisins. Hins vegar er viss hætta með skíðamannvirki I Bláfjöllunum. Ekki er mikil hætta á að hraun úr þessu kerfi næðu til þéttbýlissvæða. leiki á sprengigosi líku Surtseyjar- gosi í sjó við Reykjanes. Þar gaus t.d. á þrettándu öld. Sú gjóska getur fall- ið á allan Reykjanesskagann og víða á Suðvesturlandi. Ekki eru þó líkur á miklu tjóni af þess völdum." í bók Ara Trausta er einmitt lýst þegar Snorri Sturluson missti naut sin i Svignaskarði af völdum ösku- falls úr gosi við Reykjanes árið 1226. Þetta öskulag er kallað miðaldarlag- ið og er notað sem viðmiðun við fornleifarannsóknir. Drangurinn Karl undan vitanum á Reykjanesi er það sem enn má sjá af gígnum. Ari Trausti Guðmundsson vill engu spá, frekar en aðrir jarðfræð- ingar, um hvar og hvenær næsta gos verður. Möguleikar til að spá fyrir slíku eru þó alltaf að batna. Fyrir- varinn sem menn hafa er hins vegar æði misjafn og fer algjörlega eftir eðli hvers eldgosasvæðis fyrir sig - kannski hálftími, jafnvel einhverjir klukkutímar eða dagar. -HKr. SKYRINGAR Tj Hraun, um 1000, í Brennisteinsfjallakerfinu Hraun, um 1226, Reykjaneseldar Hraun, um 1188 Hraun, um 1151, Krýsuvíkureldar I Hraun, um 12. öld (7)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.