Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 29 Helgarblað I>V DV-MYND HARI Hef málin á hreinu þegar ég hrekk upp af „Ég hef alla tíö veriö trúaöur þótt ég hafi ekki spáð mikiö í þaö á tímabili. En maöur hendir ekki trúnni frá sér. Maður veröur aö hafa málin á hreinu þegar maöur hrekkur upp af. “ Mér líður best með konuna í fanginu - Páll Rósinkranz talar um tónlistina, trúna og hamingjuna Þegar ég gekk að Borginni hugs- aði ég með mér að það væri nú gott að helvítis kuldinn væri að- eins að losa takið af borginni. Nei, svona segir maður ekki, hugsaði ég þegar ég mundi eftir því að ég væri að fara að tala við trúaðasta rokkara íslands, Pál Rósinkranz. Ég blessaði því breyttar veður- horfur og steig inn í jólalega hlýju Borgarinnar. Páll var stundvís þrátt fyrir miklar annir í jólaplötuvertiðinni þar sem hann keppir við ekki ómerkara fólk en Björgvin Hall- dórsson og Diddú, svo eitthvað sé nefnt. Enn sem komið er hefur Páll yfirhöndina, trónir á toppi vinsældalistanna með plötu sína Your Song. Gott „kombakk" Það eru tíu ár frá því Páll Rósin- kranz byrjaði í rokkinu; Jet Black Joe kom fram á sjónarsviðið fyrir heilum tíu árum. Er maður orðinn svona gamall? spyr ég Pál og hann jánkar, „við eldumst". Jet Black Joe starfaði í fimm ár en kom sam- an núna í sumar og hélt nokkra tónleika. Þetta var gott „kombakk" og óvænt. „Það var aldrei planið að við spiluðum sam- an aftur og því síður að það yrði áframhald á samstarfinu. Þetta var smá útúrdúr," segir Páll. „Gunnar Bjarni hafði samband við mig og vildi endilega gera þetta. Þetta var vinarþel okkar á milli.“ Jet Black Joe náði miklum vin- sældum að nýju og sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. „Ég er enn trúaöur" Páll er alinn upp nærri starfi Hvítasunnusafnaðarins þar sem tónlistarhefðin er rík. „Mamma er söngkona og pabbi átti skemmt- ara. Það var því mikil tónlist á heimilinu. Það var þó ekki ætlun- in að fara þessa braut; þetta var enginn draumur í æsku en svona æxlaðist þetta,“ segir Páll. „Ég datt í þennan pytt og er enn í hon- um. Hann er samt ágætur. Það er þó ekki sama hvar í pyttinum maður er, hann er misdjúpur." Jet Black Joe var kannski ekki beint kristileg hljómsveit. Þess vegna þótti nokkuð fréttnæmt þeg- ar sveitin hætti og söngvarinn með barítonröddina tók vinkil- beygju yfir i trúna og söng hennar. Eftir að Jet Black Joe kom saman aftur í sumar vöknuðu spurningar í hugum margra um hvort Páll Rósinkranz væri ekki lengur trú- aður. Það liggur því beinast við að spyrja hann: ertu trúaður? „Það héldu margir að ég væri dottinn í það með Jet,“ segir Páll og brosir. „En það er engin spuming að ég er enn trúaður. Ég hef alla tíð verið trúaður þótt ég hafi ekki spáð mik- ið í það á tímabili. En maður hend- ir ekki trúnni frá sér. Maður verð- ur að hafa málin á hreinu þegar maður hrekkur upp af.“ Af verkstæðinu Það urðu skörp skil á ferli Páls þegar hann hætti í Jet Black Joe. Hann gaf út fyrstu sólóplötu sína, I Believe In You, árið 1996 þar sem hann söng gospellög. Hann kvænt- ist elskunni sinni sem hann býr með ásamt fjórum börnum sínum. „Ég tók mér smá tíma til að átta mig á lífinu." Á sama tíma tók Páll við rekstri dekkjaverkstæðis sem hann rak í þrjú ár. „Núna geri ég ekkert nema syngja, það er að segja ég vinn ekki við neitt ann- að,“ segir Páll og minnir á það að söngvarar fá engin listamanna- laun frá ríkinu. „Það mætti alveg koma því á því söngvarar eru jú listamenn. Tónlist hefur áhrif á hugarástand fólks og tilfinningar." Útgáfa á síðustu stundu Your Song er þriðja sólóplata Páls en hann gaf einnig út plötu í fyrra sem nefndist No Turning Back. Hann á ekki sérlega góðar minningar frá þeirri plötu því hann hefur ekki fengið greidda krónu fyrir þótt platan hafi selst eins og mjólk. Hann er ánægðari með Skífuna sem hann gefur út hjá í þetta skiptið. Á Your Song er að finna mörg þekkt dægurlög og má þar nefna lög eins og Hallelujah eftir Leon- ard Cohen, Fields of Gold eftir Sting og Your Song eftir Elton John. „Ég valdi bara þau lög sem mig langaði til að syngja," segir Páll og nefnir að það hafl verið pælt í því að sleppa Your Song eft- ir að Ewan McGregor söng það í kvikmyndinni Moulin Rouge. „Ég syng það betur,“ segir Páll örugg- ur. „En ástæðan fyrir því að plat- an heitir þessu nafni er að titillinn er grípandi." Páll semur lög sjálfur og á slatta af efni sem „ekki hefur ratað á teip“. Og ástæðan fyrir því að gamlir slagarar verða fyrir valinu að þessu sinni er að hans sögn sú sama og í fyrra. „Ég ákvað á síð- ustu stundu að gefa út og þá fer það gjarnan í þennan farveg." Engin heimsyfirráð Lögin sem Páll semur verða þannig til að hann situr með gítar- inn sinn og „fiktar við hann“ eins og hann orðar það. „Ég fæ meló- díu í hausinr og pikka hana upp. Melódíurnar fljúga um loftið og maður þarf bara að vera á staðn- um til að ná þeim,“ segir Páll og lagasmíðar verða ekkert mál í huga mínum. „En þaö þarf að reyna að semja svo eitthvað ger- ist. Ég hef fiktað við þetta siðan ég var unglingur. Ég samdi fyrsta textann minn þegar ég var tíu ára, hann var á ensku og hefur ekki verið notaður." Og það leiðir hug- ann að því að Páll syngur yfirleitt á ensku. „Það hentar mér mjög vel. Meirihluti þeirrar tónlistar sem fólk hlustar á er á ensku,“ segir Páll og þvertekur fyrir að ástæðan fyrir því sé að hann stefni að heimsyfirráðum. „Ég myndi alveg skoða það ef mér yrðu boðnir milljón doUarar fyrir að syngja erlendis. Mér finnst hins vegar ekki gaman að ferðast í flugvélum og lestum og standa í harki fyrir ekki neitt. Sitja í litl- um van á túr um ókunn lönd í mörg ár og koma síðan heim með skottið á miUi lappanna." Þú ert sem sagt rólegur, spyr ég og PáU svarar: „Já, já.“ Og hamingjan? Annars telur PáU það vera ókost að jólavertíðina skuli bera upp á sama tíma og rjúpnavertíðina. Það kemur nefnUega í ljós að hann er mikiU skotveiðimaður. „Ég hef ekkert komist í rjúpu þetta árið. En maður verður að ná einum túr fyrir jólin til að fá í jólamatinn þótt það myndi þýða aðeins minni sölu,“ segir Páll. „Skotveiðin er aðaldeUan. Ég hef mjög gaman af því að skjóta gæs, rjúpu og svart- fugl. Stefnan er tekin á hreindýr á næsta ári.“ Páll segir að það sé nauðsynlegt að sleppa út úr bænum annað slag- ið, út á land eða sigla á haf út. „Það er gott að vera þreyttur eftir góðan veiðidag. Ég passa mig á að bóka mig ekkert fyrstu gæsadag- ana.“ Og hamingjan? „Mér líður best með konuna í fanginu," segir Páll. „Hamingjan er líka það að eiga góða fjölskyldu." -sm Umsjón Ragnar Ingi Aðalsteinsson Yrkir oft á dag Lionsklúbbur Kópavogs stóð fyrir hagyrðingakvöldi 1. des. sl. Þar voru fimm hagyrðingar á paUi fyrir utan stjórnandann, Kristján Hreinsson. Reiknast viðstöddum tU að þar hafi verið fluttar yfir tvö hundruð vísur, flestar ortar af tilefni kvöldsins. Tveir úr hópnum, þeir Sigurður Sigurðar- son dýralæknir og Steindór Andersen, kváðu rímnastemmur. Fyrrnefndur Sigurður orti: Barnfœddur og borinn var i Bdróardalnum kyrrum, þessi sonur Siguróar sem aó bjó þarfyrrum. Og Kristján Hreinsson: Þeir sem hróp min hlusta á halda aó ég sé tregur. En ég er eins og allir sjá ósköp venjulegur. Eitt af því sem átti að yrkja um var frétt þess efnis að fyrr á árinu hefði verið stolið 150 kg af víagra á flugvelli í London. Ómar Ragnars- son gerði vísu um það: Allíaf vex nú harkan hér. Hátt ifréttum buldi. Já, og reisnin einstök er yfir þessum stuldi. Einnig frétt þess efnis að nú væru Danir farnir að sýna svokallaðar bláar spólur á elliheimilunum tU að hafa ofan af fyrir gamla fólkinu. Kristján Jóhann Jónsson orti: Vor þjóó er mcedd af margs konar spani, máttlitil, giktveik, kvefuó og rám. Ég vildi óska aó ég vœri oróinn Dani og virti fyrir mér lækningaklám. Eins og venjulega ortu menn nokkuð hver um annan. Steindór Andersen sagði um Ómar að hann ætti örugglega eftir að fara í neðri staðinn eftir dauðann enda væru þar allir bestu mennirnir: Gleði og birtu eykur andans, illu burtu hrindir. Þegar hann seinna fer til fjandans fáum vió þaóan myndir. Og Kristján Hreinsson orti um nafna sinn Jóhann, sem er mennta- skólakennari: Kristján Jóhann fékk þaó fag aó flest hann öörum kennir. Hann yrkir visur oft á dag ef hann bara nennir. Ómar Ragnarsson sagði frá því þegar hann var ásamt tveimur vin- um sínum, sem heita Víðir og Húnn, norður á Akureyri að sinna um flugvél sína sem þar hafði orðið innlyksa vegna veðurs. Þurftu þeir félagar að draga hana til og í þeim stimpingum datt Ómar á svelli og rotaðist. Þegar hann raknaði úr rot- inu setti hann saman þessa visu: Upplifun svipaóa á ekki neinn. Alls ekki Viðir né Hánni. Þvi raunar i heiminum reynst hef ég einn um aó rotast í drœtti meó frúnni. Sigurður Sigurðarson sagði frá því þegar hann þurfti að taka erfiðar ákvarðanir vegna riðuniðurskurðar. Þá orti hann um sjálfan sig: Aldrei hefur átt við mig að yrkja kvteói. Sinni helst um sjúkdómsfrœói og sé til þess að öðrum blœði. Að lokum er hér ein um brott- kastið. Hún er eftir Kristján Jó- hann: Ei þykir fiskveiöiástandiö gott, aö þvi er stanslaus þagi. Það er komið aö því að kasta þrott kerflnu í heilu lagi. ría@ismennt.ís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.