Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmjndur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Flokkurinn kvaddur Þegar góður og gildur sjálfstæðismaður til margra mannsaldra ákveður að segja skilið við flokkinn sinn er eftir því tekið. Enn meiri verður athyglin ef sami maður hefur komist til verulegra metorða innan þessa flokks og verið kjörinn fulltrúi hans í árafjöld. Þetta gerðist degi fyr- ir vetrarsólstöður, á myrkasta tíma ársins, þegar tilkynnt var um örlög Dimmugljúfurs. Gamli flokkurinn sem allt þetta ár hefur notið sín í alls konar fylgiskönnunum fékk allt í einu til tevatnsins - innan frá. Þetta er ekki algengt. í reynd sætir það talsverðum tíð- indum að sjálfstæðismaður skammist út í sina líka. Á for- mannstíma Davíðs Oddssonar í Sjálfstæðisflokknum hefur það ekki verið til siðs að flokksmenn deili sín i milli um áherslur og leiðir í flokksstarfinu. Davíð, sem er einn mesti afreksmaður i íslenskum stjórnmálum, kom flokkn- um upp úr decem anni horribilis og hefur reynst bjarg- vætturinn mikli og sterkasti foringinn i sögu hans. Allir samtíma flokksmenn hafa reynst minnimáttar í þeim sam- anburði. Því meiri hefur þögnin verið - og hún hefur reynst flokknum þægileg til lengdar. Sáttin um stefnur og strauma hefur verið hugguleg og hentað ytra byrðinu. Allt fas flokksins hefur og verið til slíkrar fyrirmyndar að mönnum utan línu hefur oft á tiðum reynst erfitt að finna flokknum eitthvað til foráttu. Þeim megin línunnar hafa menn gjarna staðið í þrasgirni sinni og horft á flokk formannsins vaxa eins og vænasta puntstrá á Þingmaríumessu. Og stefnan ekki til tals, enda sjálfsagðari en svo að lofa þurfi nokkru. í tíu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins hafa útlínur hans mýkst. Þá sjaldan hægt er að finna skarpar línur í stefnu flokksins hafa þær rúnast í verki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrst og fremst reynst fremur íhaldssamur kerfis- flokkur í gjörðum sinum og brosað kurteislega að róttæk- um frjálshyggjudraumum ungliða sinna. Hann fylgir meg- instraumi líkt og gerst hefur með aðra stórflokka Evrópu og hefur hægum skrefum og öruggum fetað sína slóð sem á stundum hefur legið til hægri, en oftar um miðju. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með stjórnmálum síð- ustu ára þar sem annars vegar hafa rifist meira og minna vinstri sinnaðir gáfumenn um sína nagandi nútíð og nei- kvæðu fortíð - og hins vegar sallarólegir sjálfstæðismenn sem komið hafa til funda sinna með æ færri stefnumál sem tímar hafa liðið. Flokkurinn hefur verið til friðs. Þessi sátt hefur reyndar gengið út í slíkar öfgar að segja má að fólk tengi flokkinn ekki lengur við stefnu hans heldur miklu fremur við stærð hans. Stefna flokksins sé stærð hans. Það er í þessu pólitíska árferði sem læknir í einu út- hverfa borgarinnar skrifar formanni sínum bréf. Það skrifelsi sýnir að einhver óskapans pirringur hefur verið að safnast upp meðal minni spámanna flokksins. Sendibréf- ið sviptir smávegis hulu af innra starfi flokksins og sýnir að ekki er þar allt sem sýnist. Það er borgarfulltrúi flokks- ins sem heldur á penna og segir samflokksmenn sína hafa ráðist að persónu sinni og sjónarmiðum af svo „óvenjulegri heift“ að líkja megi honum við sjálfan fjandmann fólksins. Þetta eru óvenjulega stór orð um fólk í stórum flokki. Borgarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon hefur sagt sig úr flokknum með afar meiðandi orðum um sinn ágæta flokk sem hann segir að hafi alið afa sinn og föður og sig sjálfan í 30 ár. Hann segir flokkinn vera á algerum villigötum og „hygla stóreignafólki og stórfyrirtækjum og sýna að gaml- ar hugmyndir flokksins um afnám skatta af almennum launatekjum eru grafnar og gleymdar.“ Það var og. Allra mestu andstæðingar flokksins hefðu ekki orðað þetta betur. I>V Skoðun 4r / # Okeypis losunarkvotar Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingiskona Qarri að umræðunni um skaðsemi losunar gróður- húsalofttegunda af manna- völdum sé lokið, eða samn- ingaferlinu sem slíku. Á lokasprettinum í Marra- kesh var ýmislegt gefið eftir til þess að ná samningum, m.a. leyft að reikna bindingu kolefnis í skógi sem var til staðar fyrir 1990, en sú ráð- stöfun er mjög umdeild á meðal umhverfisverndar- sinna, enda mun hún í raun minnka heildarsamdrátt í losun iðn- ríkjanna. „Fyrsta skref iðnríkjanna í átt til minni losunar gróður- húsalofttegunda er brýnt og hefði mátt stíga miklu fyrr en það er líka mikilvægt að hafa í huga að hér er einungis um fyrsta skrefið á ára- eða áratugalöngu ferli að ræða. “ Samningar náðust um Kyoto-bókunina við lofts- lagssamning Sameinuðu þjóðanna á 7. aðildarríkja- þingi samningsins í Marrakesh í nóvember. Löngu og ströngu samn- ingaferli er lokið, a.m.k. hvað fyrsta skuldbinding- artímabil samningsins áhrærir, eða árin 2008-2012. Ríkisstjórn ís- lands, með Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra fremsta í flokki, fékk hið svokallaða íslenska ákvæði samþykkt í Marokkó og nú telja stjórnvöld sér fært að undirrita samninginn og hefja fullgildingarferli hans. Fyrsta skrefið Það er full ástæða til að fagna því að samningar hafi loks náðst um fyrsta skuldbindingartímabil Kyoto- bókunarinnar. Fyrsta skref iðnríkj- anna í átt til minni losunar gróður- húsalofttegunda er brýnt og hefði mátt stíga miklu fyrr, en það er líka mikilvægt að hafa í huga að hér er einungis um fyrsta skrefið á ára- eða áratugalöngu ferli að ræða. Því fer íslenska ákvæöið Sérákvæðið sem íslensk stjórnvöld fengu samþykkt gerir litlum ríkjum kleift að ráðast í verkefni sem nýta endurnýjanlega orkugjafa þótt þau valdi staðbundinni aukningu í losun koltvíoxíðs. Gerð er krafa um notkun endurnýjanlegrar orku, að besta fá- anleg tækni sé viðhöfð og bestu um- hverfisvenjur viðhafðar við fram- leiðsluna. Á aðildarríkjaþinginu var ákveðið að setja þak á losun koltví- oxíðs samkvæmt ákvæðinu sem mið- ast við 1,6 milljónir tonna. Sveigjan- leikaákvæði samningsins leyfa við- skipti með losunarheimildir. Rætt er um að koma á fót einhvers konar kvótakerfi þar sem ríki geti verslað með losunarheimildir - keypt til sín aukinn losunarkvóta ef því er að skipta ellegar selt það sem ekki er nýtt. Fram hefur komið i máli umhverfisráðherra að íslandi er óheimilt að selja úr landi losunar- heimildimar sem fengnar eru með sérákvæðinu. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að heimildim- ar hafa verðgildi í sjálfum sér. Ríkisstyrkt stóriðja Talið er að markaðsvirði losunar- kvóta koltvíoxíðs geti numið 1-2.500 kr. pr. tonn. Það þýðir að verðgildi heimildanna samkvæmt íslenska ákvæðinu getur verið á bilinu 7-14 milljarðar króna á fyrsta skuldbind- ingartímabilinu. Hér er því um gífurleg verðmæti að ræða. Það er því ekki að ófyrir- synju að stóriðjufyrirtæki vilji setja sig niður hér á landi. Islenska ákvæðið er ekkert annað en fram- leiðslustyrkur ríkisins til orkufrekr- ar stóriðju, enda hefur komið fram í máli umhverfis- og utanríkisráð- herra að þeir sjái því ekkert til fyrir- stöðu að afhenda fyrirtækjunum los- unarheimildirnar á silfurfati. I ljósi málatilbúnaðar stjórnvalda, þegar ríkisstyrkir í sjávarútvegi eru annars vegar, er fyrirhugaður fram- leiðslustyrkur til stóriðju ekkert annað' en mismunun við atvinnuveg- ina og sóun á almannafé. Þórunn Sveinbjamardóttir Búllur og tommustokkur Mikla skörunga eigum við íslend- ingar í siðferðismálum og heilagri baráttu gegn klámi. Sentimetrapólitík borgarstjórnar er nýjasta dæmið um þrotlausan metnað syndlausra aðila sem vilja hreinsa landið af þeirri hrikalegu ógn sem þjóðinni stafar af 50-60 er- lendum dansmeyjum. Nú skal sko aldeilis komið í veg fyrir að þessar voðameyjar komist i nánd við forræðislausan karlpening- inn. Man nú enginn hermennina? Með tommustokkinn að vopni ætl- ar borgarstjórn að siðvæða stripp- búllumar og halda vesalings körlun- um i hæfilegri fjarlægð. Kannski mætir borgarstjórn næst á venjuleg dansiböll með tommustokk og þar næst örugglega upp í hjónarúm hjá manni því að þegar of- stækið fer af stað þá fær ekkert stöðvað það. Það hlýtur aö verða vandlát- um og siðuðum borgur- um mikill léttir að þeirri stóru ógn sem stafar af 50 erlendum dansmeyj- um sé haldið í skefjum og man nú enginn leng- ur eftir 150 þúsund er- lendum hermönnum hér á landi í eina tíð. Nú, þegar góðu og vönduðu fólki hefur tek- ist að gera strippbúllurn- ar að tákni fyrir allt sem miður fer í siðferðismálum þjóðarinnar, þá lang- ar undirritaðan, vondan mann og eig- anda súlustaðar, að koma með örlitl- ar athugasemdir. Það er vissulega dapurt fyrir að- standendur þegar fólk fer óhóflega í eyðslu sinni eins og margir karlar gera í heimsókn á strippbúllum. Hamingusamlega giftir karlar sækja ekki staðina. Hins vegar leita stund- um einmana menn, sem búa í erfíðri og vonlausri sambúð, eftir selskap á þessum stöðum og er þá strippbúllun- um gjarnan kennt um erfiðleikana í sambúðinni. En spilakassarnir? Það má flokka það undir listgrein að búa með öðrum i hamingjusamri sambúð og er það alls ekki öllum gef- ið í dag. Kannski tæki þjóðfélagið þessar búllur í sátt ef þær styrktu einhverja meðferðarstofnun fyrir ein- mana klámhunda sem hafa spreðað úr hófi. Að minnsta kosti hefur Gull- náma Háskólans og Rauði krossinn, með spilakassana 400, fengið ágætan vinnufrið við að setja fjölskyld- ur á hausinn með því að styrkja meðferð fyrir spUara. Eyðsla manna sem flippa e.t.v. einu sinni tO tvisvar á ári á strippbúllu kemst hvergi í jöfnuð við þá óhófseyðslu sem á sér stað við spilakassana sem soga til sín 10 sinnum meiri eyðslu en búllurnar samanlagt. Mismunurinn felst í þvi að rétt- látir hafa ákveðið að annað sé gott og göfugt málefni en hitt bæði vont og siðlaust málefni. Margir möguleikar Varðandi það að vændi sé stundað á búllunum þá telst það ekkert leynd- armál að meðal þeirra stúlkna sem koma til landsins að dansa eru þar alltaf á meðal einhverjar dömur sem reyna að ná sér í aukatekjur. Hins vegar er jafn fráleitt að dæma allan hópinn eftir því. Vændi er engin ný bóla í Reykjavík og er stundað af fjölda kvenna úti um alla borg. Það er minna mál að kaupa sér blíðu á venjulegum pöbbum, eða gegnum Internetið og auglýsingar, en að kaupa sér pylsu. Menn sem fara þessara erinda á strippbúllu ættu frekar að kaupa sér miða í lottó. Möguleikarnir eru kannski fyrir hendi en bara miklu auðveldari á venjulegum pöbb. Fólk verður að láta af fordómum sínum og ofstæki gagnvart málefnum sem það þekkir aðeins til í gegnum slúðursögur. Við þurfum góða og vandaða löggjöf um þessi málefni eins og aðrar menningarþjóðir. Burt með tommustokkana. Boð og bönn hafa ætíð komið vondu til leiðar. Bemharð Steingrímsson „Fólk verður að láta af fordómum sínum og ofstœki gagnvart málefnum sem það þekkir aðeins til í gegnum slúðursögur. Við þurfum góða og vandaða löggjöf um þessi málefni eins og aðrar menningarþjóðir. “ - Setrið, þekktur skemmtistaður á Akureyri. Ummæli Óttast um þjóðarsál ‘ „Útvarp Reykja- vik, góðan dag! Og um mig hríslast notaleg tilfmning. Fyrir mér eru þessi orð ekki bara staðsetning og notaleg kveðja, heldur tákn um stöðugleika, gamla tima og nýja, heimilisvini, barnæsku, fjölskyldu- stundir, menningu, einingu, þjóðar- sál og miklu meira. Um árabil hef ég haft áhyggjur af þessari litlu miðstöð lífs míns. Sýnist mér að nú sem aldrei fyrr sé tilefni til að óttast. Nokkuð margir nashymingar sjá hlutafélagavæðingu í hillingum og linna líklega ekki látum fyrr en búið er að selja RÚV á uppboði." Kristín Helga Gunnarsdóttir í Fréttablaðinu í gær. Hugsjónir beygja heimsveldi „Hugum að því umburðarlyndi og kærleika sem við viljum sjálf njóta og fáum vonandi flest í faðmi okkar nánustu nú um jólin um leið og við lyftum hugurh okkar til allra þeirra um víða veröld sem þurfa að þola skort og öryggisleysi þegar jólahátíð- in gengur í garð ... Einsog sagan sannar, þá geta hugsjónir manna og kvenna um allan heim, vonir um frið og frelsi til handa öllum borið árangur. Hugsjónir geta beygt stærstu heimsveldi, molað öflugustu hernaðarvélar og hnekkt sterkasta auðvaldi í heiminum, ef við stöndum saman og berum áfram þá von og trú sem átti upptök sín i Betlehem fyrir tvö þúsund árum og birtist okkur hér sem ljós fyrir allan heiminn. Sigurður Pétursson á Kreml.is Spurt og svarað_______A hvem hátt markaði árið 2001 kaflaskil í sögunni? Þórunn Váldimarsdóttir sagnfrœðingur: Hatrið er beiskt „Við upplifðum létti yfir því að 20. öldinni væri lokið. Viss timaharðstjóri er dauður, kom- ið pláss fyrir ný kennileiti. I jarðarforinni árið 2001 voru ýmsir merki- miðar settir á gömlu öldina: „Öldin sem viður- kenndi að lýöræði er framtíðin“. „Öldin sem gerði hámarksárás að aldauða og stórstríð úr- elt“. Ljóst er hvað skrifað verður á árið 2001: „Árið sem hryðjuverk neyddu okkur til að sjá hvað hatriö eftir nýlendutímann er beiskt og tíma- skekkjan í heiminum hrikaleg". Það er góð byrj- un á nýrri öld.“ Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri á Akureyri: Upphaf að heitu stríði? „Árið 2001 markaði þau tímamót í sögunni að þá var síðasta torfan lögð á leiði kalda stríðsins. Hálfrar aldar blóðugri togstreitu austurs og vesturs lauk með lýðræði alls Balkanskaga og sameiginlegum hernaði Nató og Rússa á hendur „nýjum“ óvini. Sjöundi nóv- ember er fallinn í gleymskunnar dá, ellefti september leysti hann af hólmi. Sámur er dauður og Gunnar fall- inn. Yfir leiðinu, hátt á austurhimni, glottir hálfur máni-eins og Skarphéðinn forðum og hugar að hefnd- um. Hver verður Hvitanesgoði 21. aldarinnar? Hverjir verða þá brenndir inni? Við verðum að koma arfasát- unni undan - og Merði fyrir kattarnef. Að öðrum kosti markar árið 2001 upphaf að endalokum - heitt stríð.“ Ragnheiður Eiríksdóttir, rádgjafi á persona.is: Ástarbrími í vargöldinni „Hinn vestræni heimur breyttist með hryðjuverkaárás- unum þann 11. september, ófriður í heiminum getur ef til vill verið að fær- ast nær okkur en bara í þeim stríðum sem háð hafa verið á Balkanskaganum síðustu árin. Viö getum ekki lengur verið með lokuð augun gagnvart þeim hættum sem eru í heiminum. Hjá sjálfri mér breyttist lífið allt nú í haust þegar ég fann manninn minn, þann eina og sanna. Það hafa því bæði orðið kaflaskil í sögu heimsins og minnar eigin. í heiminum er voði og vargöld - en heima hjá mér blómstrar allt i ástarbríma." Ingunn Guðmundsdóttir, bœjarfuUtrúi íÁrborg: Þroskaleysið staðfest „Við höfum orðið vitni að hryðjuverkaöldu sem hófst með árásinni á World Trade Center. Menn eru enn að gera stríð vegna trúarbragða og þjóðernishyggju sem mér. finnst staðfesta þroskaleysi mannsins. Ofan á þau átök sem fyrir eru berast nú frétt- ir af yfirvofandi stríði milli Pakistans og Ind- lands. Þessi gífurlega spenna í heiminum hefur sett okkur í allt aðra stöðu en áður, öryggi okk- ar er ógnað. Fram til þessa árs töldum við lítið mál að skreppa í flugi heimsálfa í milli, við hugsum okkur tvisvar um í dag. Það eru breytt- ir tímar." Eru sveitarstjórn- armál pólitísk? Ég vil byrja á að biðjast afsökunar á því, að ég nota danska orðið „póli- tík“ í þessari grein. Ástæðan er sú að mér finnst sem íslenzka orðið stjórnmál nái ekki eins vel merking- armiði orðsins og pólitik. Undanfarna daga hefur nokkuð borið á því, að rætt sé um sveitar- stjórnarmál i fjölmiðlum og mun ástæðan vera sú, að nú styttist í kosningar til sveitarstjórna. Fánýti kosninga Einn sjónvarpsfréttamaöur orðaði það svo, að í hönd færi „harður pólitískur vetur“. Það munar ekki um það! I gamla daga var talað um harðan vetur ef frosthörkur og snjóalög voru óvenju mikil. Nú virðist hins vegar vera svo komið, að Guð almáttugur ryður úr sér hverri óveðurslægðinni á fætur annarri inn yfir landið með tilheyrandi fannfergi og jarðbönnum þegar kosningar eru að vori. En eru þessar pólitísku kosningar eins skynsamlegar og látið er í veðri vaka? Hugsum okkur þrjá pólitíska flokka er allir eiga þingmenn á Alþingi. Við getum nefnt þá: A: Krata, B: Framsókn og D: Sjálfstæðis- flokk. Ég sleppi græningjum vegna þess að þeir eru ekki eiginlegur póli- tískur flokkur, heldur samtök skyn- samra manna um að varðveita allt sem er íslenzkt, burtséð frá pólitík. Fánýti þessara pólitísku kosninga má bezt sjá af eftirfarandi dæmum: Skyldi það hafa verið draumur Össur- ar Skarphéðinssonar og hans fólks allt frá barnæsku að Mikla- brautin yrði lögð í stokk frá Miklatorgi upp að Lönguhlíð, til þess að losna við hávaða- mengun frá henni? - Ætli Halldór Ásgrímsson hafi fæðst til þess eins, fremur en nokkur annar, að viðhalda gamla miðbænum i Reykja- vík, svo hann legðist ekki auðn? - Og skyldi Davið Oddsson hafa dreymt stóra drauma þess efnis að leggja niður Reykjavíkurflugvöll i Vatnsmýrinni og flytja hann um set, allt með stuðningi Sj álfstæðisflokksins? Samherjar en ekki andstæðingar Allt eru þetta mál er varða alla Reykvíkinga, jafnt einnig þessa þrjá pólitíkusa, er ég nefndi til. En skyldu þetta vera pólitísk mál? Ég held nú síður. Þau snerta þessa þrjá alla jafnt, og það er þeirra allra hagsmunamál að þau nái fram að ganga, og að því leyti eru þeir allir samherjar, en ekki pólitískir andstæðingar, enda þótt þeir séu það innan veggja Alþingis. Að loknum sveitarstjórnarkosning- um byrjar síðan langt pólitískt þref um það hverjir eigi að mynda starf- hæfan pólitískan meirihluta í sveitar- félaginu. Koma þá til skoðunar bók- stafsflokkarnir er ég nefndi áðan: A, B og D, með ýmsum útfærslum. Þessi flokkspólitíski meirihluti fer síðan meö málefni sveitarfélagsins að eigin geðþótta út kjörtímabilið. Sú venja tíðkaðist lengi hér á landi, og er víst enn- þá í fullu gildi í fámennari sveitarfélögum, að ekki eru kosnir listar, heldur eru allir íbúar sveitarinnar í kjöri, burtséð frá pólitísk- um skoðunum þeirra. Með þessu er tryggt, að hinir beztu menn sveitarinnar, þeir sem fólkið treystir bezt, nái kjöri. Þetta er mun lýðræðis- legra stjórnarfar heldur en listakosningar, þar sem pólitískum gæðingum er þvingað upp á fólkið í krafti einhvers lista. Þessari aðferð mætti beita meira í stærri sveitarfélögum en nú er gert. Ef sú leið væri farin, mætti gera ráð fyrir að aðeins einn listi meö mörgum nöfnum á væri í kjöri. Sið- an veldu kjósendur þá úr er þeir vildu fá i sveitarstjórn, með því að merkjá við nöfn þeirra. Þannig yrði það nokkurn veginn tryggt, að beztu menn sveitarfélagsins færu með stjórn þess. Komist yröi hjá pólitísku þrasi og braski sem fylgir myndun meirihluta eftir núverandi kerfi, en með því nýja yrði engin pólitík ráð- andi í málefnum sveitarfélagsins. Það er augljóst mál, að sveitarstjórn- armál og pólitík, eins og hún er út- færð á Alþingi, eiga enga samleið og því bezt að aðskilja þau algerlega hvort frá öðru. - Því fyrr því betra. Agnar Hallgrímsson V < < < „Það er augljóst mál að sveitarstjórnarmál og pólitík, eins og hún er útfœrð á Aþingi, eiga enga samleið og því bezt að aðskilja þau algerlega hvort frá öðru - því fyrr því betra. “ Margir stórviðburðir urðu á árinu. Hryðjuverkin 11. september og eftirleik þeirra ber þar væntanlega hæst. En hver sér söguna samt meö sínum augum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.