Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2002 Æfingar byrja kl: 10:00 og keppnin kl: 14:00 Aðgangseyrir er 800 kr. fyrir 12 ára og eldri Keppt verður í fjórum flokkum oa skráningar skulu berast á SPORTFERÐIR www.sporttours.is SKJÁR EINN FLUGFÉLAO ÍSLANDS k Áim Hetgasan \1/ Vtrktakl ólafi/lril MOTORSPORTS Sport Hvao er snjókross? Snjókross er vélsleðakeppni í u.þ.b. 800 metra langri og lokaðri braut. Keppendum er svo stillt upp á ráslinu og komast þar fyrir 14 keppendur í einu. Séu keppendur fleiri er þeim skipt í tvo eða fleiri hópa. Hver keppni skiptist í 4 umferðir, öðru nafni „hít“. Hver braut er svo samsett af beygjum og stökkpöllum samkvæmt amerískum stöðlum. Þannig heita stóru stökkpallarnir „table top“ og eru einn til þrír slíkir i hverri braut. Keppendur stökkva af „table top“ allt upp í 7 metra hæð og 25 metra vegalengd, enda tala gárung- arnir um að það þurfi flugumferðar- stjóra í sumar keppnirnar. Minni stökkpaflarnir, svokallaðir „vúpsar" eru sömuleiðis af ákveðnum gerðum, gjarnan 2-4 í röð, og eru þeir stuttir og kúptir. Hver umferð gefur stig til Islandsmeistara með þeim hætti að ökumenn fá stig í öllum um- ferðum sem keyrðar eru, bæði undan- rásum og úrslitum, en þau vega þó misjafnlega mikið. Flöggin í keppninni Grænt flagg: Brautin er greið og keppni er í gangi. Gult flagg: Allur framúrakstur er óheimifl á gulu flaggsvæði. Ef brautarstarfsmað- ur í beygju heldur gulu flaggi á lofti (veifar ekki) þýðir það að fram undan er atvik - hindrun getur verið í braut. Keppendur skulu hægja á og nálgast með varúð. Þeir hafa þá ekki leyfi til framúraksturs fyrr en ljóst er hvert atvikið er og þeir eru komnir fram hjá gula flaggsvæðinu. Ef gula flagginu er veifað þýði það að atvik er fram und- an, það er hindrun í braut. Ökumönnum ber að draga verulega úr hraða og nálgast með ýtrustu var- úð. Og sem fyrr er bannað að aka fram úr fyrr en ekið hefur verið fram hjá atvikinu. Enginn framúrakstur er liðinn undir gulu flaggi, að því með- töldu þegar keppinautur er vinkaður fram úr. Ef keppandi vinkar fram úr á gulu flaggsvæði má ekki aka fram úr keppandanum fyrr en atvikið er ljóst. Aki keppandi fram úr við þessar aðstæður fær hann svart flagg. Sömu- leiðis ef ekið er fram úr öðrum kepp- anda á gulu flaggsvæði. Ef keppandi hægir á og fylgir settum reglum innan gula flaggsvæðisins og skynjar færi á að halda áfram án hraðaaukningar og vinna þar með upp vegalengd, þó hann aki ekki fram úr, verður honum refsað með stoppa - af stað-refsingu. Rautt flagg: Keppni er stöðvuð umsvifalaust, \ \ Alexander Kárason er sá sem allir vilja sigra þetta árið. „Brautin á Dal- vík verður teknísk og erfið og þar verða sauðirnir skildir frá höfrun- um.“ Halldór Óskarsson ætlar að etja kappi við Lexa í Pro Open. „Til þess fékk ég mér Lynx 800 keppnissleða og einnig nýjan Lynx 440 keppnis- sleða til æfinga." óháð staðsetningu keppanda í braut. Keppanda ber að hægja á og stansa með varúð. Óvíst er hvort ökumenn aftan við viðkomandi hafa séð rauða flaggið. Endurræsingarröð ökumanna fer eftir síðasta hring sem keppnis- stjórn taldi gilda. Enga vinnu má framkvæma á vélbúnaði án heimildar keppnisstjórnar. Sé vélarhlíf lyft er litið á það sem brot á þessari reglu og sá ökumaður sem braut regluna fer aftur fyrir. Svart flagg Upprúllað svart flagg táknar við- vörun; annaðhvort bilun á vélbúnaði eða brotlegt framferði ökumanns. Sé því beint að keppanda er það viðvör- un um að stöðva og engu skiptir hvaða framferði hefur vakið athygli keppnisstjórnar. Ef keppandi brýtur af sér undir þeim kringumstæðum er flagginu flaggað. Það að keppanda sé sýnt svarta flaggið þýðir EKKI að hann sé samstundis úr keppni. Ef til vill er um „stoppa af stað“-refsingu að ræða. Ekki skal keppandi aka út úr hringnum heldur ljúka honum, hægja verulega á og stöðva við marklínu. Keppandi þarf að hafa augun á aðal- flaggaranum allan tímann því hann gæti eingöngu verið að hægja á við- komandi ef t.d. keppinauturinn sem farið var fram úr á gulu flaggsvæðinu, eða sá sem keppandinn snerti um of við framúraksturinn, fer fram hjá. Þá veifar flaggarinn með svarta flagginu opnu sem er merki um að halda áfram. Ef brotið er talið alvarlegra getur refsingin verið stopp af stað. Keppandi skal fara aftur með gætni inn i keppnina. í verstu tilfellum get- ur flaggarinn hleypt öllum fram úr eða dæmt viðkomandi úr leik. í því tilfelli skal keppandinn gjöra svo vel að yfirgefa brautina með gætni og fara í pytt. Blátt flagg: Sýnt sleðum sem verið er að hringa. Hvítt flagg: Ökumenn hafa ekið af stað i þeirra siðasta hring. Köflótt flagg: Keppni er lokið! Keppandi fari um- svifalaust að tæknisvæðinu. Það má krefja hann um að stansa vegna tækniskoðunar að keppni lokinni. Það er hins vegar venjan að sigurvegarinn keyri sigurhring og haldi á köflótta flagginu. verður haldið á Dalvík Laugardagirm 2. Febrúar . m i ■ sjw i Keppnin í snjókrossinu er oft ansi hörö í brautunum. ICELANDAIR .,53®

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.