Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2002 19 DV Tilvera « Krossgáta Lárétt: 1 undiroka, 4 næturgagn, 7 hörkufrost, 8 sjúkleiki, 10 mjúkt, 12 sár, 13 lítill, 14 kæpa, 15 hrúga, 16 spotta, 18 vanþrif, 21 væmnu, 22 hungur, 23 heimsk. Lóðrétt: 1 kinnung, 2 aðferð, 3 öfugstreymi, 4 malaria, 5 klampi, 6 óðagot, 9 lykt, 11 skjáífti, 16 hross, 17 bless, 19 eðja, 20 kaðall. Lausn neðst á síöunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Hvitur á leik. Það voru þeir Alexander Grischuk og Peter Leko sem tefldu tO úrslita í Bikarmóti FIDE í Dubai i gær. Báðir ungir og upprennandi skákmenn sem hafa verið taldir til arftaka Kasparovs. En Kaspi var arftaki Karpovs sem teildi um fimmta sætið á mótinu, því þeir olíufurstar þama niður frá eiga nóg af seðlum sem þeir vita ekki alveg stundum hvað þeir eiga aö gera við. Ég segi frá lokaniðurstöðum á næstu dögum, i dag skulum við gera okkur grein fyrir því að Karpov kann að flétta líka þó það sé vopn sem hann notar sjaldan! Hvítt: Anatoly Karpov (2693) Svart: Veselin Topalov (2739) Volgu-bragð. Bikarmót FIDE Dubai (4.3), 7.4. 2002 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. Rf3 Bb7 5. b3 e6 6. dxe6 fxe6 7. cxb5 Be7 8. e3 Re4 9. Bb2 Bf6 10. Dc2 0-0 11. Rbd2 a6 12. a4 axb5 13. Bxb5 Ra6 14. Rxe4 Bxb2 15. Reg5 Hxf3 (Stöðumyndin) 16. Dxh7+ Kf8 17 .h4 Hf5 18. Hdl Bd5 19. e4 Bc3+ 20. Ke2 Rc7 21. exf5 Rxb5 22. Hxd5 exd5 23. axb5 Ha2+ 24. KÍ3 Df6 25. Hdl Bd4 26. Hel Be5 27. b6 Hb2 28. b7 Hxb3+ 29. Kg4 Hxb7 30. f4 Hb4 31. g3. 1-0 Bridge Augljóst er af þessum spilum að AV geta staðið samning á hærra sagnstigi en NS, þrátt fyrir aö norð- ur eigi sjaldgæfa skiptingu, 9 spil 1 einum lit. Spilið kom fyrir í úrslita- keppni íslandsmótsins í tvímenn- Umsjón: ísak Öm Sigurösson ingi og að vonum voru sagnirnar fjörugar. Spilið var spilað á 20 borðum og það kemur nokkuð á óvart að AV áttu töluna aðeins í 8 tilvikum af 20. Austur gjafari og allir á hættu: 4 D6 «4 ÁG10986542 ■+ - * 63 4 G103 <4 KD 4 KD864 * ÁG4 4 92 «4 7 4 G1093 4 KD10875 Toppinn f AV fengu Guðlaugur Bessason og Hafþór Kristjánsson í sex granda samningi eftir útspil á tígulgosa þar sem sagnhafi fékk 12 slagi. Steinar Jónsson og Stefán Jó- hannsson fengu töluna 800 í sinn dálk, fyrir 6 hjörtu dobluð. Fjölmörg pör fóru alla leið í 6 spaða í AV, sem er samningur sem lítur ekki illa út en er óvinnandi í legunni. Norður gat doblað spaðaslemmuna til þess að fá tígulútspil (lightner) en á nokkrum borðum gat suður ekki stillt sig um aö spila út einspili sínu i hjarta. Norður drap og spilaði áfram hjarta og þá freistuðust flestir sagnhafar f austur til þess að henda laufi. Eft- ir hjartaútspil er hins vegar hægt að vinna 6 spaða ef austur trompar hjartað meö spaðakóng- inum, spilar laufi á ás- inn, svínar spaða og tekur spaðana í botn. Suður verður þvingaður i láglit- unum í lokin. En það kom lítið á óvart að enginn skyldi finna þá vinn- ingsleið við borðið. Hundalíf Hundaeigendur eru upp til hópa undarlegir. Hundurinn er þeirra stolt og heimilisprýði. Stundum gjósa upp harðar deil- ur í þeirra röðum. Þá skipa þeir sér i harðvítugar fylkingar. Báðar hafa rétt fyrir sér. Alltaf. Eitt eru þó flestir sammála um. Hundarnir þurfa hreyfingu. Því var það einn sólríkan, skítkaldan vordaginn, að ákveð- ið var að fara með búrtík heim- ilisins út á Geirsnef. Þar er sögð paradís hunda því þar mega þeir hlaupa lausir. Það fyrsta sem bar fyrir augu þegar þangað var komið var tígulegur hundur, greinilega hreinræktaður, á stærð við kálf. Hann var að hoppa út úr bíl en bílstjórinn sat sem fastast inni. Hundurinn var greinilega heimavanur þarna, stökk út f kant og gerði stykki sín. Hann tæmdi sig vandlega og tók svo á rás á eftir bílnum sem ekið var rólega hringinn í kringum leik- vanginn. Búrtíkin, sem er óásjálegur blendingur, varð ofsakát þegar henni var hleypt lausri út úr bílnum. En þegar hún ætlaði að fylgja eigandanum inn á flötina varð fyrir henni hraukurinn stóri. Hún þefaði af honum, fékk hnerrakast og lúskraðist aftur að bílnum með skottið á milli lappanna. Reynt var með öllum ráðum að lokka hana til fylgilags. En hvar sem hún kom að kanti hundavangsins urðu fyrir henni dellur, misstórar og misgamlar. í sumum tilvikum hefði þurft nestispoka númer 9 til að rúma þær. Búrtíkin hafði sitt fram, var sett inn í bíl og ekið út fyrir bæinn. Þar fékk hún góðan göngutúr, hæstánægð, - í bandi. Svona er hundalífið í höfuð- borginni. Sandkorn Netfang: sandkom@dv.is Mikið var um dýrðir hjá Al- freð Þorsteinssyni og Orkuveitu Reykjavikur síðasta vetrardag þeg- ar homsteinn var lagður að nýrri glæsibyggingu OrkUveitunnar. | Haldin var mörg hundruð manna I veisla og ekkert til : sparað. Sent var út sérstakt boðskort j sem vakti athygli margra, undrun sumra og heyksl- an. Þar sagði meðal annars: „Stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavíkur Alfreð Þorsteinsson biður þig og maka að gera sérÝ þá ánægju..." Það var því ekki Orkuveitan eða stjórn fyrirtækisins sem bauð mörg hundruð manns til veislunnar held- ur stjórnarformaðurinn sjálfur, Al- freð Þorsteinsson. Líklegast var talið rétt að hafa þennan háttinn á nú þegar skammt er til kosninga enda ekki á hverjum degi hægt að halda alminnilega veislu og Orku- veitan ber kostnað af... Barátta höfuðandstæðing- anna í Reykjavíkurpólitíkinni, D- og R-lista, hefur tekið á sig ýmsar skemmtilegar myndir. Þannig settu ungir sjálf- stæðismenn upp skuldaklukku í Kringlunni sem tifar fram að kosningum. Sýnir hún hvemig skuldirnar aukast með ógnarhraða undir stjórn R- listans - um 11 milljónir á dag. Ungir R-listamenn gátu þá ekki verið minni menn og settu upp eignaklukku i Kringlunni. Sýnir hún hvernig eignir Reykvíkinga vaxa með enn meiri hraða en skuldirnar. Kjósendur í verslunar- erindum í Kringlunni vita hins vegar vart hvaðan á þá stendur veðrið. Þeir hafa hingað til getað treyst gamla, góða armbandsúrinu og telja sig flestir hafa litlar for- sendur til að meta hvort eigna- og skuldaklukkur R-listans ganga rétt. Það eina sem hægt sé að treysta á sé skuldlausa fermingar- úrið sem tifar og tifar og sýnir að tíminn styttist til kosninga ... Kaup femin.is á nafni og öðru tengdu vísiús hafa vakið töluverða athygli. Vísir.is er í eigu Frjálsrar fjölmiðlunar og var að minnsta kosti einu sinni rós í hnappagat Eyj- ólfs Sveinssonar. Femin.is kaupir hins veg- ar ekki hlutafé- lagið sem stendur því eftir með litlar ef nokkrar eign- ir. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en heimildir segja það vera 60 millj- ónir króna. Þó kaupverðið sé langt frá því sem netfyrirtæki voru verð- lögð á fyrir nokkrum árum þykir kaupverðið ótrúlega hátt. Aðstand- endur femin.is eru hins vegar bjart- sýnir og benda á að vísir.is sé með mestsóttu vefsvæðum landsins. At- hyglisvert er hins vegar að vísir.is hefur ladrei tekið þátt í opinberum samræmdum vefmælingum þannig að ekki er ljóst út frá hvaða upplýs- ingum er miðað við þegar fullyrt er að visir.is sé með fjölsóttustu vefj- um landsins... vísir.is wawH Lúövík Geirsson formað ur Hauka, er sagður anda léttar, þó hann megi það ekki stöðu sinnar regna, að Haukar skyldu ekki verða íslandsmeistarar í handbolta karla á dögunum. Lúðvík stefnir nefnilega ótrauður í bæj- arpólitíkina og þar er allt lagt undir. Ef Haukar hefðu slegið FH út í undanúrslit- um hefðu stuðningsmenn Haukanna að öllum líkindum hugsað Lúðvík formanni þegjandi þörfina. Því hefði mátt búast við að allnokkur Samfylkingaratkvæði hefðu í kjölfarið fokið yfir á aðra flokka í kosningunum sem fram undan eru ... 4' Myndasögur Ég veit þú sagðir að þú þyrftir örugglega að rara heim en hvað segirðu um að við fáum okkur annan bjór? Leyndarmál velgengni er að gefast aldrei nokkurn tima upp! Lausn á krossgátu_________ •Bo; 0Z ‘-tne 61 ‘IIP Ll ‘ssa 91 ‘jnjou n ‘UBmn 6 ‘)Bd 9 ‘!M0 9 ‘wosnpiox \ ‘)SE5(Jnye g ‘8ú| z ‘Soq 1 ijjajQoq ■§aj) ez ‘fins zí ‘niæsr \z ‘;jeo 8i ‘epua 91 ‘so>[ 91 ‘Bpm \\ ‘jbuis 81 ‘pun zi ‘)ui! oi ‘)SiS 8 ‘30)JB £ ‘ddoij p ‘Bjæq t :))aJB7 ieigumarkaðurinn 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.