Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 9
9 ÞRIPJUDAGUR ,14. MAÍ ,2002 DV_____________________________________________________________________________________________________Neytendur Erum sáttir við stöðu okkar á markaði - segja forsvarsmenn Krónunnar og Nettó Fyrir um hálfu öðru ári var fyrsta Krónuverslunin opnuð í Skeifunni og upphófst þá mikill has- ar á matvörumarkaði. Vöruverð ákveðinna tegunda, svo sem græn- metis, lækkaði niður úr öllu valdi og hugsuðu neytendur sér gott til glóðarinnar. Fljótlega komst þó á jafnvægi á lágvöruverðsmarkaðin- um og þeir þrír aðilar sem hafa staðsett sig þar, Bónus, Krónan og Nettó, mælast yfirleitt með svipað- an mun innbyrðis. Bónus hefur ætíð verið með lægsta verðið, Krón- an hefur fylgt þar á eftir og svo Nettó. Svo virðist sem Krónunni og Nettó hafi ekki tekist að ógna veldi Bónuss. En eru Krónan og Nettó sátt við stöðu sina á markaðinum? „Við erum næstlægstir á markaðinum og telj- um það vera ágæt- an ávinning," segir Sigurð- ur Teits- son, fram- kvæmda- stjóri Krónunn- ar. „Við þurfum að hafa tölu vert fyr- ir halda þeirri stöðu - erum að vinna á lítilli framlegð og höfum ekki treyst okkur til að fara neðar.“ En nú var þessi keðja sett af stað til höfuðs Bónus en mælist ailtaf með hærra verð. Eruð þið búnir að gefast upp? „Nei, við erum i mikilli sam- keppni en þeir Bónusmenn svara öllu sem við gerum mn hæl. Við getum hins vegar ekki farið út í neina vitleysu; fyrir- tæki verða að standa undir því sem þau eru að gera og þar má lítið út af bregða." Eins og kunn- ugt er hafa miklar breyt- ingar átt sér stað í verslun- um Krónunnar - m.a. hefur vöruval verið aukið að mun. „Við erum að styrkja Krónubúðim- ar, fjölga þeim, laga útlit, afgreiðslu- tíma og vöruúrval - í stuttu máli sagt gera allt til að vera samkeppn- ishæfir í þessum bransa til framtíð- ar. Þetta er að skila sér og við merkjum mikla aukningu, enda horfir fólk líka á vöruúrvalið og við reynum að uppfylla allar þarfir á hnitmiðaðan hátt.“ „Við erum síður en svo ósáttir við stöðu okkar á markaðinum," segir Hannes Karlsson, rekstrarstjóri Nettóverslananna sem yfírleitt koma út með þriðja lægsta verðið í verð- könnunum á matvöru. „Við teljum okkur fyllilega samkeppnishæfa. Sé t.d. litið til síðustu verðkönnunar DV er harla lítiil munur á verði okkar og þeirra lægstu séu grænmeti og ávextir teknir Hannes segir að ettó bjóði upp á allt aðra umgjörð á græn- meti og ávöxtum og að lagt sé meira upp úr gæðum og fersk- leika vörunnar. „En það sem að- greinir okkur helst frá Bónus er að við upp á hag- stæð heildar- innkaup. Verslanir sem aðeins bjóða upp á 2000 vörunúmer gera það að verkum að viðskiptavinirnir þurfa að klára innkaupin annars staðar og þá er spurning hvað heildarpakkinn kost- ar þegar heim er komið. Það kostar bæði tíma og peninga að fara á milli búða.“ -ÓSB Hið Ijúfa líf enn á sama verði Fátt er betra en aö flatmaga á sólarströnd í sumarleyfinu. Þó sjá ekki allir sér fært aö fara til útlanda í sumarfríinu en haldi gengi krónunnar áfram aö styrkjast er von til þess aö verö feröa lækki. Ferðaskrifstofur: Engin lækkun á pakkaferðum - þrátt fyrir að lækkun gengis nú sé svipuð hækkun í fyrra Á síðasta ári hækkuðu sólar- landaferðir töluvert frá þvi að bæk- lingar komu út og fram á vor. Ástæðan var hækkandi gengi doll- ars en hann fór úr um 86 kr. í janú- ar í 95 kr. um miðjan apríl. í ár var gengi dollarans um 102 kr. 11. janú- ar, þegar verð sólarlandaferðanna var ákveðið, en um miðjan apríl var það komið niður í 92 kr. Lækkunin nú er því svipuð og hækkunin var í fyrra. Því vaknar sú spuming hvort ferðaskrifstofur ætli að lækka verð eitthvað. Terra Nova-Sól „Ljóst er að ferðaskrifstofur tóku á sig meirihluta þeirrar gengis- hækkunar sem varð á síðasta ári þvi henni var ekki hægt að veita út í verðlagið sökum samdráttar," seg- ir Goði Sveinsson, markaðsstjóri hjá Terra Nova-Sól. „Enda var árið þungt í rekstri hjá ferðaskrifstofum, eins og best sést á afkomu þeirra, og sumar eru jafnvel ekki tO lengur." Hann segir að enn sem komið er sé ekki grundvöllur fyrir lækkun, sérstaklega ekki þegar tekið sé tillit til þess að verð ferða hafi í mörgum tilfellum lækkað frá síðasta ári en það hafi verið gert til að mæta þungum markaði. „Þess má einnig geta að stóran hluta þess sem við erum að selja er búið að greiða fyr- ir fram á háu gengi og á það bæði við um gistingu og flugferðir. Þannig eru ekki enn aðstæður til lækkunar enda vita menn ekki hvar þetta endar.“ Heimsferðir Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Heimsferða, segir að þar á bæ vilji menn sjá hvort geng- ið sé orðið stöðugt áður en þeir hlaupi til og breyti verði. „Eins og staðan er í dag sýnist mér sem geng- isbreytingar hafi um 4% áhrif á verð ferðanna en í almennum skil- málum segir að ferðaskrifstofum sé heimilt að hækka eða lækka verð ef um er að ræða meira en 5% breyt- ingu. Því er ekki ástæða til verð- breytinga að svo stöddu. En við munum fylgjast vel með næstu daga því breytingar á gengi gerast hratt; gengið hækkaði t.d. svolítið sl. þriðjudag." Andri segir að Heimsferðir hafi gert framvirka samninga um gengi til að tryggja verð, auk þess sem stór hluti gistingar sé greiddur fyr- irfram og þá á meðan gengið var enn mjög hátt. „Svo má líka nefna að töluverður hluti kostnaðar okkar er innlendur og því hafa gengis- breytingar engin áhrif á hann. En auðvitað vonum við að gengið hald- ist svona því það leiðir til lækkunar seinna í sumar." Úrval-Útsýn Páll Ármann, markaðsstjóri Ferðaskrifstofu íslands, Úrvals-Út- sýnar, segir að þar sé fylgst vel með gengisþróun eins og alltaf. „En í ár gerðum við mikið af framvirkum samningum til að tryggja verð til að lenda ekki í þeim hremmingum sem við lentum í á síðasta ári. Eins greiddum við mikið fyrir fram og þetta tvennt minnkar getu okkar til að koma til móts við þá gengis- hækkun krónunnar sem verið hefur undanfarið.“ Úrval-Útsýn mun þó lækka verð um leið og mögulegt er, en Páll bendir á að engin leið sé að sjá fyr- ir hvort af því verði. „Við erum að skoða málið gaumgæfilega en við búum við miklar sveiflur og verð- um því að reyna að tryggja okkur fyrir þeim. En slíkar tryggingar gilda jafnt fyrir sveiflum sem verða niður á við sem og þeim sem eru upp á við.“ Þær reglur sem gilda hjá ferða- skrifstofum um verðbreytingar eru þannig að þeir sem hafa greitt minna en helming ferðarinnar fá verðbreytingu á alla ferðina. Þeir sem hafa greitt meira en helming ferðar fá hækkun/lækkun á helm- ing en þeir sem hafa fullgreitt þurfa ekki að taka á sig neinar verðbreyt- ingar. Því getur sú staða komið upp að haldi krónan áfram að styrkjast og verð ferða lækki muni þeir sem hafa fullgreitt ferðir sínar snemma greiða hærra verð en hinir sem ekki sjá sér fært að gera það. -ÓSB I HHS Nýju braudin og sósurnar hafa slegið í gegn ert þú búin(n) að smakka? iSUBUURY* •SUBUJHy* húffengar 3 sosdr riONF.Y MUSTARD SÓSA \SIAG0 CAESAR SÓSA • SOUTHW’EST SÓSA Horseradish sósa I Esso-stöðinni Reykjavíkurvegi Hfj. • Kaupvangsstræti Akureyri • Hafnargötu Keflavík • Varnarstöðinni Keflavíkurflugvelli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.