Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 14
14 MIDVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 Skoðun r>V Hvert er áhugamál þitt? Marín Rut Ingadóttir, 9 ára: Þau eru mörg: sund, gæludýr, tívolí og svo aö feröast til útlanda. Edith Soffia Guðnadóttir, 9 ára: Mér finnst skemmtilegast aö fara í sund og svo hef ég gaman af gælu- dýrum og finnst gaman aö feröast. Rakel Ösp Guðnadóttir, 7 ára: Mér finnst skemmtilegast aö fara í sund og tívolí. Guðni Birgir Sigurðsson: Húsasmíöi og þaö sem því fylgir. Si/o finnst mér sérstaklega gaman aö feröast. Jón Kári Jónsson sölumaður: Mitt áhugamál er aö losna viö R-list- ann og skuldahala hans. Þorkell Ragnarsson: Fólk. Allt fólk er áhugavert, sérstak- lega sjálfstæðisfólk. Lífeyrlsþegar Verkafólk Hluffall Ár 1987 Lífeyrir og tekjutrygging Eingreiðsla Samtals Lógmarkskaup Eingreiðsla Samtals Lffeyrisþegar/ verkakarlar 20.156 20.156 27.949 27.949 72,1% 1988 25.762 25.762 32.101 387 32.488 79,3% 1989 28.942 494 29.436 35.400 1.292 36.692 80,2% 1990 31.594 867 32.461 38.904 3.220 42.124 77,1% 1991 33.917 1.375 35.292 41.765 2.746 44.511 79,3% 1992 34.818 1.474 36.292 42.876 4.750 47.626 76,2% 1993 35.013 2.533 37.546 43.116 4.824 47.940 78,3% 1994 35.013 2.321 37.334 43.116 5.324 48.440 77,1% 1995 36.414 2.021 38.435 46.306 5.097 51.403 74,8% 1996 37.978 2.009 39.987 49.538 5.205 54.743 73,0% 1997 40.190 1.104 41.294 59.180 2.792 61.972 66,6% 1998 42.947 1.159 44.106 63.399 9.509 72.908 60,5% 1999 45.491 1.206 46.697 65.713 7.295 73.008 64,0% 2000 47.846 1.266 49.112 75.927 - 75.927 63,0% Enn um ellilaunin Ólafur Ólafsson, form. FEB, og Benedikt Davíðsson, form LEB, skrifa: Félag eldri borgara í Reykjavík og Landssamband eldri borgara hafa engan áhuga á að taka þátt í talnadeilum stjómmálamanna, en vegna greinar aðstoðarmanns for- sætisráðherra, „Kaupmáttur aldr- aðra“, sem birtist í DV 13. maí sl., vilja samtökin leiðrétta hálfkveðnar vísur og villur með vísan í meðfylgj- andi töflu, sem er tekin úr Staðtöl- um Tryggingastofnunar ríkisins og þá getur fólk séð hvemig lífeyris- greiðslur Tryggingastofnunar hafa þróast á liðnum árum frá 1988-2000. Á töflunni má sjá að hlutfall í líf- eyrisgreiðslum af lágmarkslaunum „Þar sem ellilaun hafa lœkkað verulega miðað við lágmarkslaun hefur kaup- máttur ellilauna ekki hækkað í takt við kaup- mátt launa. “ er 79,3% á árinu 1988, en komið nið- ur í 63% á árinu 2000. Þar sem ellilaun hafa lækkaö verulega, sérstaklega eftir 1996, mið- að við lágmarkslaun hefur kaup- máttur ellilauna ekki hækkað í takt við kaupmátt launa. Þetta er meginvandi ellilífeyrisþega en af einhverjum ástæðum sleppt úr grein Illuga. Olafur Ólafsson, form. FEB. Það ætti að vera ráðuneytinu aug- ljóst að lagagreinin sem vitnað er í í greininni er ekki lengur í gildi. Hún féO úr gildi árið 1995. Og síðan breikkar bilið miOi eUilauna og lágmarkslauna verulega. Benedikt Davíðsson, form LEB. Að fiska á línu og veiða í net Baldvin Jónsson skrifar: Sjálfstæðismenn hafa staðið í strangri kosningabaráttu í nokkrar vikur. Liður í kosningabaráttu þeirra er upprifjun á sviknum lof- orðum R-listans. Það er stór mála- flokkur. En einu hefur Ingibjörg Sólrún lofað og ekki staðið við sem sjálfstæðismenn eru ekkert að vekja athygli á. Hún lofaði að vera byrjuð í kosningabaráttunni þótt hún sé tæplega mætt til leiks. - í besta faUi gagnrýnir hún kosningabaráttu sjálfstæðismanna og mætir við nokkrar opnanir. Einn er þó tU í slaginn hjá R-listanum, en líklega ekki við mikinn fógnuö samherja „Það er líklega rétt hjá Al- freð, að þeir fiska sem róa. En að fiska á línu og veiða í net á sama tíma er nú kannski heldur mikið af því góða.“ sinna. Það er Alfreð Þorsteinsson, borgarfuUtrúi listans. Um daginn gat hann þess upp úr eins manns hljóði að kannski væri réttast að Orkuveitan keypti stóran hlut í Landssímanum. Þá hefur honum líkega leiðst hvað sjálfstæðismenn einokuðu Landssimamálið. Nú hefur hann bætt um betur og gert litla frétt svo litla að hún verð- ur stórfrétt. Það er fréttin um áhuga Columbia Ventures á Línu.neti, sem nú virðist ekki vera annað en áhugi Línu.nets á hugsanleguum áhuga CVC. Það er líklega rétt hjá Alfreð, að þeir fiska sem róa. En að fiska á línu og veiða í net á sama tíma er nú kannski heldur mikið af því góða. - AUt verður að vera í hófi og R-listinn hugsar sér líklega að lifa eftir kosningar líkt og fram kemur í ummælum títtnefnds Alfreðs vegna fréttar í DV fyrir helgina um óskir Línu.nets um við- ræður við CVC. Garri Haraldur Örn Ólafsson hefur unnið hvert af- rekið á fætur öðru á síðustu árum. Hann hefur arkað póla á miUi, auk þess sem hann hefur gengið á hæstu fjöll hverrar álfu. Nú síðast gekk hann á Everest. Margir myndu halda að nú væri heimsmetasöfnun Haralds lokið en því fer fjarri. Garri spurði Harald Örn, þegar hann hitti hann á fómum vegi, hvað stæði til í framhaldinu. „Þú ert búinn að slá öll heimsmet í sambandi við fjallaklifur og pólarölt og hvað ætlastu nú fyrir?“ spuröi Garri, „ég meina, fólk er farið að kalla þig Farald." „Ég á mikið eftir," sagði Haraldur. „Ég á til dæmis eftir að ganga á tíu lægstu fjöll veraldar. Það útheimtir ekki minni dirfsku og úthald en þessi sjö hæstu. Raunar kemur þar inn tilvistarfræðileg dilemma því það er spum- ing hvenær fjall verður fjall. Raunar er það spurning sem hefur mikið verið rædd í fjöl- skylduboðum síðustu árin.“ Dabbi fyndinn „Davíð Oddsson er fyndinn,“ sagði Haraldur Öm og veltist um af hlátri í nýja útivistargallan- um sínum sem er úr svo vönduðu öndunarefni að hann andar köldu. „Hann sagði að ég væri toppmaður! Pældu í þvf!“ Garri reisti Harald við og reyndi að tala meira við hann. „Ertu sáttur þetta gengur vel þá kemur Davíð Oddsson í heimsókn til mín að kvöldi síðasta dagsins og segir brandara um að ég sé algjör heimasæta." (\&rri við æsku þína?“ spurði Garri. „Já, nema hvað ég var ekki skírður Eyvindur. Ég mun aldrei fyrirgefa pabba það. Þá væri hægt að kalla mig Fjalla- Eyvind." Á háhesti „En hvað er það erfíðasta sem þú hefur reynt í lífmu, Har- aldur? Hvert er mesta afrek þitt?“ spurði Garri. „Það er eng- inn efl í huga mér hvað það er,“ svaraði Haraldur og það færðist stolt yflr andlit hans. „Það er án efa þegar ég var heima hjá mér í tvær vikur samfleytt haustið 1999. Þá fór ég ekki einu sinni í Öskjuhlíðina. Hæsti punktur sem ég komst á í þessar tvær vikur var þegar pabbi tók mig á háhest. Ég er staðráðinn í að bæta það met fljót- lega. Ég hef þegar fengið pabba til að hjálpa mér að leita að styrktaraðilum í verkefninu Heima- vlst 2002, en það er heitið á næsta afreki mínu. Þá ætla ég mér að vera heima í fjórar vikur. Lík- legt er að verkefnið hefjist í byrjun ágúst. Ef Heimavist 2002 Vopnuö löggæsla Vel þegin nýbreytni. Fólkið vill vemdina Kristin Bjarnadóttir skrifar: Ég hef ekki hitt nokkum mann, hvað þá foreldra, sem hefur verið ósáttur við vopnaða löggæslu meðan á fundi utanrikisráðherranna stóð yfír í borginni. Kom enda fram i spumingu þar að lútandi í Fréttablaðinu að mik- ill meirihluti var sáttur við þessa til- högun lögregluyfirvalda. Það kom mér því spánskt fyrir sjónir að lesa pistil eins fastapenna sama blaðs, þar sem hún óskapast kerskilega um „hemað- arlistahátíð" og að „skilaboð" til bama í vesturbæ séu þau að ekki sé hægt að tryggja mannsæmandi líf nema með byssuvaldi. Og talar um „herforingja- stjóm“ í hvítu húsi fyrir vestan sem semji stríðslista, og þar fram eftir göt- unum! Vill ekki fólk sem svona hugsar hér á landi taka til hendinni við að veija land sitt og þjóð sjálft? Finnst því kannski ekki taka því, ESB muni senn taka við vömunum? Úrbætur í umferðinni Guðmundur G. Norðdahl ökukennari skrifar: Ég set fram þá kröfu til Umferðar- ráðs/Samgöngunefndar Reykjavíkur, að lokað verði nú þegar gati í miðeyju á Hringbraut við Laufásveg og vinstri beygja bönnuð strax vegna slysatíðni. í öðru lagi að sett verði upp aksturs- stefnumerki við krappa beygju, sem margir átta sig ekki á, efst á Höfða- bakka. Þama hafa nokkrir ekið of hratt upp, ekki áttað sig i tíma og lent á bílum, vinnuvélum eða ljósastaur- um á hominu. Rétt merking dregur hins vegar úr hættunni. í þriðja lagi: Setja þarf beygjuörvar á Sogavegi í háu beygjunni austan Tunguvegar. Fínpússning Össurar Einar Árnason skrifan í svari formanns Samfylkingar, Öss- urar Skarphéðins- sonar, í DV í tilefni af niðurstöðum NATO-fundar hér í Reykjavík um stækkun bandalags- ins og inngöngu Eystrasaltsríkjanna í það, kom fram að „aukið sjálfstæði þeirra hafi lengi verið baráttumál þeirra jafnaöarmanna“. Undir þetta má taka með formanninum. En Samfylkingunni virðist hins vegar standa nokkð á sama um þótt ísland missi verulegan hluta af fullveldinu ef niðurstaðan yrði sú að við gengjum í ESB. Um þetta fjalla formað- ur Samfyikingarinnar lítt eða ekki í fin- pússningu hugmynda sinna þama um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Hugur hans er fiarri ættjörðinni í þessum fin- pússningum. Þakkir til XXX Rottweiler Frá Foreldrafélagi Klébergsskóla. Okkar árlega óvissuferð með 8., 9. og 10. bekk endaði með óvæntum gest- um. Félagar í hljómsveitinni XXX Rottweiler komu, tróðu upp, skrifuðu á handleggi og boli og grilluðu með okkur hamborgara. Þessir strákar eru til fyrirmyndar. Þeir eru kurteisir og almennilegir jafnt við krakkana sem okkur full- orðna fólkið. Þeir skemmtu okkur sem öðrum edrú og án annarra vímu- efna. Þama hafa unglingamir góða fyrirmynd. Þakka ykkur fyrir, strák- ar, og verði þið sem lengst „inn“ hjá unglingunum. ri>V Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 ReyKjavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Össur Skarphéðinsson Hugurinn við Eystrasalt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.