Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 2
2 Fréttir LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 I3V Frásögn 39 ára Akureyrings um sögulegt líf hans í kókaínneyslu á síðasta ári: Hent út úr Leifsstöð með 12 kg amfetamíns - var áður með 36 manns í vinnu - segist hafa flutt tugi kílóa á áratug Pétur Gunnarsson og er vistmaöur í Byrginu í Rockville J haust kom ég til landsins meö 12 kíló af amfetamíni í bakpoka mínum inn í Leifsstöö. Ég gekk inn á barinn mjög drukkinn og hræðilega til reika. “ Rúllustigamálið: Skil ekki viðbrögð lög- mannsins Örn Kjartansson, framkvæmda- stjóri Kringlunnar, visar gagnrýni Sigurbjörns Magnússonar lögmanns á bug í DV í gær. Sigurbjörn sagði vinnubrögð stjómar rekstrar- félags Kringlunn- ar fáránleg í svokölluðu rúllu- stigamáli. Hann gagnrýndi að stjórnin hygðist leggja tiUögu um núverandi fyrir- komulag fyrir félagsfund í næstu viku í stað þess að hlíta nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að óheimilt hefði verið að láta fjar- lægja rúllustigann. „Maður skilur ekki svona við- brögð því við erum fyrst og fremst aö fara eftir samþykktum rekstrar- félagsins. Dómurinn sagði að leggja ætti málið fyrir félagsfund fyrst stjómin gæti ekki tekið ákvörðun um þetta. Þess vegna fórum viö fram með þessum hætti og leggjum málið fyrir eigendur," segir Öm. Tekin hefur verið fyrir ákvörðun um að áfrýja dómi Héraðsdóms, að sögn Amar. Kringlan viU fá endan- lega úr því skorið hvert valdsvið stjórnarinnar sé. „Það er erfitt fyrir stjórn að vita ekki hvaða ákvarðan- ir hún getur tekið og hvað þarf að fara fyrir félagsfund," segir Örn. Skiptar skoðanir eru meðal að- standenda Kringlunnar um málalok en Öm segir meirihluta kaupmanna þreyttan á þessu máli. Hvað varði hug viðskiptavina telur hann að sama eigi við. Sumir séu ánægðir en aðrir ekki. -BÞ Sjómaður lést Maður lést eftir að hafa fallið út- byrðis af frystitogaranum Amari HU frá Skagaströnd þar sem togar- inn var að veiðum á Reykjanes- hrygg í fyrrinótt. Maðurinn náðist um borð aftur en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Hinn látni hét Þórarinn Eiðsson, 39 ára, tU heimUis að Sunnuvegi 7 á Skagaströnd. Hann lætur eftir sig eig- inkonu og þrjú börn. -sbs 39 ára Akureyringur segir í við- tali við DV í dag að hann hafi kom- ist með 12 kUó af amfetamíni í gegn- um Leifsstöð síðastliðið haust. Hann viðurkennir að hafa á síðasta áratug komið með samtals tugi kUóa fíkniefna tU landsins án þess að tollverðir eða lögregla hafi haft af því vitneskju. Hann kveðst hafa verið forfaUinn fíkniefnaneytandi - gjaman án þess að aðstandendur hafi vitað af því - og vUji nú tjá sig í því skyni að horfast í augu við for- tíðina og upplýsa aðra. Maðurinn hefur ekki verið ofarlega á borði fíkniefnalögreglunnar gegnum tíð- ina. Hins vegar hefur hann verið dæmdur fyrir minni háttar fíkni- efnamál, fjársvik og skjalafals. Maðurinn heitir Pétur Gunnars- son og er vistmaður í Byrginu í RockvUle, skammt frá Leifsstöð. Hann segir að í febrúar á síðasta ári hafi hann hafíð kókaínneyslu án þess að fjölskylda hans eða starfs- menn hafi vitað af því. í október hafi hann svo yfirgefíð fyrirtæki sitt sem sá um ræstingar en var einnig heUdsala. Þar störf- uðu 36 manns. Hann hafí líka yfir- gefíð fjölskyldu sína og litla dóttur sem þá greindist með lömunarveiki - yfirgefið aUt og farið suður tU að detta enn frekar í það - í fíkniefna- neyslu - og sogað kókaín upp í nef- ið sem aldrei fyrr. Þá hafi tekið við skelfilegt tímabU í fjóra mánuði - tímabU neyslu, innflutnings, sölu- mennsku fikniefna og ítrekaðra inn- lagna á geðdeUd og meðferðardeUd- ir. „í desember fór ég í meðferð á StaðarfeUi. Ég var búinn að vera út- skrifaður í 4 klukkutíma þegar ég féU aftur,“ segir Pétur. Þann 10. febrúar kom hann svo inn á Byrgið og hefur haldið sig frá neyslu síðan. Þar starfar hann nú sem fjölskyldu- og forvamarfulltrúi. Fjórum sinnum hjartastopp „Mér hefur ekki liðið eins vel í langan tíma. Þegar ég kom hingað hafði ég nýlega fengið hjartastopp fjórum sinnum vegna kókaínneyslu. Óg mér var alveg sama. Þetta var bara orðin rússnesk rúUetta. ÖU sið- ferðiskennd var fokin út í veður og vind fyrir löngu,“ segir Pétur. „I október á síðasta ári gekk ég út frá mínu öfluga fyrirtæki, fjöl- skyldu minni og veiku bami. Þá tók við enn meiri neysla, ekki síst kóka- ínneysla. í haust kom ég tU landsins með 12 kUó af amfetamíni i bakpoka mínum inn í Leifsstöð. Ég gekk inn á barinn á efri hæðinni, mjög drukkinn og hræðUega tU reika. Þarna velti ég um borðum og braut glös. Mér var svo hent út. Þegar ég kom út á bUastæðin kom skrekkur- inn yfir mig þar sem ég stóð i minni vímu,“ segir Pétur. „Ég sækist í raun eftir að tjá mig um þetta tU að stimpla mig út úr þessum heimi. Ég er búinn að flytja inn tugi kUóa af fikniefnum í gegn- um árin, aðaUega amfetamín og kókaín. Nú er ég búinn aö fá meira en nóg af því og neyslunni." Pétur segist hafa framfleytt sér á sölu og dreifingu á fíkniefnum eftir að hann yfirgaf fyrirtækiö og kom tU Reykjavíkur með talsverða fjár- muni. „Ég bjó alfarið á hóteli frá október tU janúar. Ég hafði nóg af peningum, leigði mér stúdióíbúð og stundum tvær, aðra fyrir partí. Ef vantaði fíkniefni var farið og náð í þau tU útlanda. Það er eins og ekk- ert sé jafn auðvelt og að koma fikni- efnum inn í landið," segir Pétur. Nægir ekki til sakfellingar Rétt er að fram komi að þó svo að Pétur komi hér fram undir nafni og viðurkenni framangreinda háttsemi þá nægir slíkt ekki tU útgáfu ákæru eða sakfeUingar fyrir dómi. Meira þarf að koma tU en játning ein og sér um ótUteknar ferðir með efni sem ekki er lengur fyrir hendi. Ferðamannahelgi fram undan: Búast má viö töfum í umferðinni vegna heimsóknar forseta Kína - ferðamannastaðir verða ekki lokaðir 17. júní er á mánudag og því er þriggja daga frí fram undan hjá ís- lendingum. Eflaust ætla margir að leggja land undir fót og elta góða veðrið. Hlýjast verður á Suðvestur- landi og gerir veðurstofan ráð fyrir norðaustlægri eða breytUegri átt með 3-8 m/s. Þá er spáð þokulofti eða súld á Norður- og Austurlandi en létta á tU í innsveitum síðdegis. Veður verður yfirleitt bjart sunnan- og vestanlands en hætt er við síð- degisskúrum. Hiti verður á bUinu 14-20 stig að deginum, hlýjast suð- vestan tU, en mun svalara úti við norður- og austurströndina. Umferð í Reykjavík. Einhverjir hafa eflaust velt fyrir ir verði lokaðir vegna opinberrar sér hvort ferðamannastaðir eða veg- heimsóknar Jiang Zemin, forseta Kína. Stefán Eiríksson, skrifstofu- stjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík, sagði í viðtali við DV að lögreglan gæti þurft að loka einhverjum veg- um um landið en það yrði einungis tímabundið. „ AUar ráðstafanir sem lögregla grípur tU verða bundnar við afmörkuð svæði i stuttan tíma,“ sagði Stefán. Stefán sagði einnig að þetta væri gert tU að tryggja öryggi forsetans. Samkvæmt heimUdum DV frá lögreglunni munu almennir ferðamannastaðir þó ekki vera lok- aðir yfir helgina og geta því íslend- ingar ferðast um landið sitt en átt von á stuttum töfum. -Ss Biaðift í dag Blómapotturinn og vindhaninn Erlent fréttaljós Að slá í gegn einu sinni Costner, Kári og Júlíus Sólnes Stelpur pissa líka standandi , Urinelle á djammið Svalandi ísréttir og sætmeti Nútímanunna fyrir norðan Celestina Gavric Yfirstýrð ánægja DV-bílar Bæjarstjórinn á Bifröst Stefán Kalmans- son, fráfarandi bæj- arstjóri í Borgar- byggð, hefur verið ráðinn fjármálastjóri Viðskiptaháskólans á Bifröst í Borgar- firði. Hann tekur við starfinu síðsumars. Þá var í gær gert heyrinkunnugt um ráðningu dr. ívars Jónssonar sem fyrsta prófessorsins við skólann. Fjárfestir í ísgel Norðlenski fjárfestingarsjóðurinn Tækifæri hf. hefur sett peninga i fýr- írtækið Isgel ehf. á Hvammstanga og á nú 22% hluta í því. Isgel ehf. sérhæfir sig í framleiðslu kæligelpoka tU að viðhalda kælingu matvæla. Hjá Tæki- færi segja menn ísgel hafa öU tæki- færi tU að vaxa og dafna. ÍÚ tapaði milljarði íslenska útvarpsfélagið, sem er í eigu Norðurljósa, tapaði um 1,1 mUlj- arði kr. á síðasta ári. Fyrir afskriftir og fiármagnsliði var afkoman hins vegar 232 mUljónir kr. í plús en var 631 mUljón kr. árið áður. Veltan dróst saman um tæp 2,2%. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var tæpar 2,4 mUljónir króna, en rekstrartekjur á sama tima voru 633 mUljónir króna. Styðja við ferðaátak. Gengið var i gær frá stuðningi RÚV, 01- íufélagsins og íslands- pósts við ferðaátakið ísland - sækjum það heim. Þannig verður á dagskrá RÚV þátt- urinn Hvemig sem viðrar en Olíufélagið og Pósturinn leggja lið sérstökum póst- kortaleik. Einar Kr. Guðfmrsson er for- maður Ferðamálaráðs. Magadans og Afríkumatur Alþjóðahúsið í Reykjavík var opnað formlega í gær af borgarstjóra. Fjöl- breytt dagskrá verður í húsinu um helgina og meðal dagskráratriða eru serbnesk gítartónlist, austurlenskur magadans, afrískur trommuleikur og fleira. Á matseðli hússins er matur frá Suðvestur-Afríku. Vili 80 prósent Sjálfsbjörg skorar á ríkisstjóm og Alþingi að breyta lögum um almanna- tryggingar þannig að lífeyrislaun verði 80% af meðallaunum verka- manns sem eru, að sögn, 166 þúsund á mánuði. Segir að með því verði kerfi almannatrygginga gegnsætt og allir lífeyrisþegar geti þá séð hvað þeim beri. Landsbanki á korteri Ríkið seldi hlutabréf í Landsbanka íslands fyrir um 4,8 milljarða kr. í gærmorgun í hlutafiárútboði á 20% af hlut ríkisins í bankanum. Öll hluta- bréfin seldust á kortéri. Viðskiptaráð- herra sagði við Útvarpið að þessi góðu viðbrögð ykju líkur á því að fleiri rik- iseignir yrðu seldar á næstunni. Alcoa-stjóri eystra Aðalforstjóri Alcoa, Alain J.P. Belda, fundaði í gær með forystu- mönnum ríkisstjómar um hugsanlegt álver fyrirtækisins í Reyðarfirði. Síð- degis fóru forstjórinn og fylgdarlið hans austur á Reyðarfjörð og könn- uðu aðstæður þar. -sbs DV kemur næst út þriðjudaginn 18. júní. Smáauglýsingadeild DV er lokuð sunnudaginn 16. júní. Opið verður mánudaginn 17. júní, frá kl. 18-20. Það er hægt að panta og skoða smáauglýsingar á dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.