Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Side 44
48 Helqcirblcið DV LAUOARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 Bílar Umsjón Njáll Gunnlaugsson Meö pláss sendi- bíls og þægindi fólksbíls Kostir: Þœgilegur í umgengni, sjálfskipting, hliöarspeglar Gallar: Mikill beygjuradíus, engin opnun á aftari hliöarrúðum Bens Vaneo er nýr fjölnotabíll frá Mercedes-Benz sem frumsýndur var á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra. Um er að ræða stóran bíl sem hentar jafnt sem stór fjölskyldubíll eða jafnvel sem lítill sendibíll og keppir hann við fjölnotabíla eins og Toyota Previa, VW Sharan, Citroén C8 og Peugeot 807. Mjög hávaxinn Það sem fyrst vekur athygli við bilinn er hversu hár hann er og minnir það útlit meira á sendibíl en fólksbíl. Hurðir eru stórar og því gott að ganga um bílinn en aftur- hurðir eru á sleða. Sæti eru i þægilegri hæð og innstig því með besta móti. Framsæti í Vaneo eru stór og fjölstillan- leg en frekar hörð eins og sæti í Benz eru oft á tíðum. Milli sæta er þægilegur armpúði og undir honum er hand- bremsan svo að þegar hann er hafður niðri er hann fýrir handbremsunni. Gluggasyllur eru óvenju stórar og vel bólstraðar svo að þægilegt að að hvila vinstri hönd á henni. Eöii í innréttingu eru fyrsta flokks frammi í bíln- um en vart varð við marr í aftursætum, sérstaklega á möl. Aftursæti eru sniðuglega útfærð og gott pláss í þeim á alla kanta. Á hliðarsætum eru upphækkanir sem henta vel fyr- ir börn sem hætt eru að nota bamabilstóla en eru samt ekki orðin nógu stór fyrir beltin. Hægt er að fella sætin eða taka þau úr með fáeinum handtökum til að búa til stórt og mikið flutningsrými. Eins og áður sagði eru rennihurðir við aftursæti og þótt það hafi marga kosti er þó einn galli við það þar sem að ekki er hægt að opna glugga þar. Farangursrými er mjög gott eins og ætla má og með góðri opnun á afturhlera, og hægt er að panta auka sæti afturí. Bíllinn hefur sniðugan eiginleika sem er í stefnuljósunum. Ef ýtt er lauslega á stefnuljósarofann eins JniUUESTOIIE Nýttu þéf Formúluna og veldu sömu dekk og meistararnir R Æ 0 U R N I R IOKMSSON Lágmúla S • Sfmi 530 2800 og þegar skipt er um akrein, blikkar hann þrisvar og slekkur síðan á sér sjálfur. Þetta einfalda atriði kemur i veg fyrir að menn gleymi stefhuljósunum á við þessar að- stæður. Mikið og gott útsýni Útsýni er gott úr bílnum enda situr ökumaður hátt og hefur stóra glugga alls staðar í kringum sig. Hliðarspeglar eru stórir og sérlega þægilegir í notkun og sýna vel blind- homið fyrir aftan bilinn, en breiður A-bitinn fyrir framan þá skyggir aðeins á framhom bílsins. Billinn er ágætlega búinn í grunnútgáfu. Með 1,9 lítra vélinni kemur hann með spólvörn sem virkar mjög vel og leyfír smá spól áður en að hún tekur við sér. Þetta getur verið kostur í erfiðri færð og auk þess er hægt að slökkva á henni, kjósi öku- maður svo. í bílnum er útvarp með geislaspilara og sex há- tölumum, þar af tveimur í afturhluta bilsins. í akstri virk- ar bíllinn þéttur og góður og með 1,9 lítra vélinni hefur hann ágætis vinnslu, jafnvel nokkuð hlaðinn. Sjálfskipt- ingin er þýð og skiptir vel en einnig er hægt að velja val- skiptingu í „Drive“ stillingunni með því að færa stöngina til hægri eða vinstri. Bíllinn tekur frekar lítinn vind á sig þrátt fyrir mikinn Qöt til þess og því er lítið vindhljóð í akstri. Einnig er hann tiltölulega laus við veghljóð og vél- arhljóð er einnig lítið þótt aðeins heyrist hvinur í vélinni á hásnúningi. Stýri svarar og vel en fjöðrun er í stífara lagi þótt hún sé ekki óþægilega svo, enda gert ráð fyrir að bíllinn geti verið mikið hlaðinn. Hins vegar er óvenjumik- ill beygjuradíus á Vaneo sem er frekar óvanalegt af Benz, sérstaklega með þessu byggingarlagi. Á sæmilegu verði Vaneo er einhverstaðar á milli minni og stærri fjölnota- bila i Qokki, hann er stærri en Renault Scenic sem dæmi en minni en VW Sharan sem þó líkist honum á marga vegu. Á 2.750.000 kr. er Vaneo tQ dæmis tövuvert ódýrari en VW Sharan sem með 150 hestaQa vél kostar 3.310.000 kr. þá með sjö sætum í grunnútgáfu. Aðrir keppinautar Vaneo eru Toyota Previa á 2.899.000 kr. og Hyundai Trajet sem kostar 2.140.000 kr. svo segja má að Vaneo setur sig í miðjan Qokk þessara bQa hvað verð varðar. Aðrir fjölnota- bílar sem hann keppir við eru svo Opel Zafira og væntan- legur VWGolfMPV. -NG © 1,9 lítra vélin dugar þessum stóra bíl vel en minni mætti hún varla vera. © Afturhleri opnast vel og opnar fyrir stórt og mikiö flutningsrými en útdráttarsvunta er föst sem er til óþæginda ef stækka þarf flutningsrýmiö. © Afturhuröir eru á rennibrautum sem aö opnast vel en ekki er hægt aö opna glúgga. © Þaö er sniöug útfærsla á aftursætum sem hægt er aö hækka fyrir börn sem hætt eru aö nota barna- bílstóla. © Mælaboröið er frekar einfalt og flestir stjórntakk- ar eru í miðjustokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.