Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Blaðsíða 12
12 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 DV Colin Powell Colin Powell, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, ávarpar fund „kvartettsins“ í New York ígær. Bandaríkjamenn einangraðir Fullrtúar Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og Rússlands, sem funduðu með fulltrúum banda- riskra stjómvalda um málefni Mið- Austurlanda í New York í gær, hafa hafnað hugmyndum gestgjafanna um að koma Yasser Arafat frá völdum. Þetta kom fram á fundum svokall- aðs „kvartetts" þar sem nýboðuð stefna Bush Bandaríkjaforseta um málefni Mið-Austurlanda var til um- ræðu. Gagnrýndu fulltrúar þrí- eykisins SÞ, ESB og Rússa einnig að bandarísk stjórnvöld skuli setja ör- yggishagsmuna Israela ofar öllu öðru. Þá munu bandarísk stjómvöld leggja áherslu á það að palestínskt ríki verði ekki samþykkt nema Arafat víki frá völdum, en svar þríeykisins við því er að Arafat sé viðurkenndur leiðtogi og talsmaður Palestíumanna og verði það áfram þar til palestínska þjóðin ákveði sjálf annað. Ellefu taldir af eftir þyrluslys Fimm manns létust og annara sex er saknað eftir að þyrla af Sikorsky- gerð, sem flutti starfsmenn til og frá olíuborpalli I Norðursjó, hrapaði úti fyrir ströndum Norfolk í Bretlandi í gærkvöld. Björgunarsveitir voru þegar sendar til leitar og fundust fimm lík strax, en þegar síðast fréttist hafði leitin að hinum sex engan árangur borið. Að sögn yfirvalda eru litlar likur taldar á að nokkur frnnist á lífi og hefur leit þegar verið hætt. Ekki er vitað um orsakir slyssins sem varð skömmu eftir að þyrlan hélt frá borpallinum sem er í eigu Shell-oliufélagsins. Veður var ágætt og skyggni gott. Tveir voru í áhöfn þyrlunnar en aðrir starfsmenn olíufélagsins. Alan Greenspan Sérfræöingurinn opnaöi munninn en markaöurinn lét ekki segjast. Efnahagslífiö er sært en óbugað Alan Greenspan, bankastjóri Bandaríska seðlabankans, hélt tveggja og hálfs klukkutíma ræðu fyrir bankanefnd öldungadeildar- innar í gær og reyndi að róa hníg- andi markaðinn. Hann tilkynnti jafnframt að vextir skyldu haldast í 1,75 prósentum, sem er lægsta vaxtaprósenta í fjóra áratugi. Greenspan sagöi efnahagslifið vera á batavegi eftir að hafa særst af árásunum 11. september og fjársvikamálum. Þrátt fyrir ræðu Greenspans lækkuðu hlutabréf á Wall Street sjöunda daginn í röð í gær. Sjö farast í sprengju- árás á Vesturbakkanum - einn þriggja tilræðismanna skotinn til bana í morgun Sjö ísraelskir borgarar létu lífið og að minnsta kosti tuttugu slösuðust þegar þrír palestínskir hryðjuverka- menn gerðu sprengju- og skotárás á fólksflutningabifreið í nágrenni Emmanuel-landnemabyggðarinnar á Vesturbakkanum í gær. Að sögn sjónarvotta voru tilræðis- mennimir, sem höfðu komið fyrir öfl- ugri sprengju í vegkantinum, klæddir ísraelskum herbúningum og eftir að sprengjan hafði sprungið undir skot- heldri bifreiðinni hófu þeir skothríö á vamarlausa farþegana meðan þeir reyndu að komast frá flakinu, auk þess sem þeir hentu handsprengjum að flakinu. Einn farþeganna, Rachel Gross, tví- tug stúdína sem slapp ómeidd úr árásinni, sagðist hafa lagst niður á milli sætanna þegar skothríðin hófst. „Þetta var hræðilegt og virtist engan enda ætla að taka,“ sagði Gross. Einn björgunarliðanna, sem komu fljótlega á vettvang, sagði að aðkoman hefði verið ömurleg. „Konur og börn Særðlr fluttir á sjúkrahús. lágu særð á milli sætanna og kölluðu á hjálp,“ sagði björgunarliðinn. Einn hinna særðu var ófrísk kona og var hún þegar flutt á sjúkrahús þar sem barnið var tekið með keisara- skurði. Að sögn talsmanna stjórn- valda flúðu tilræðismennimir i átt til bæjarins Nablus sem verið hefur und- ir stöðugu eftirliti ísraelskra her- sveita síðan þann 19. júní. tsraelsk hersveit studd árásarþyrl- um hóf þegar eftirfór og að sögn tals- manna hersins var einn Palestínu- maður, sem grunaður er um aðild að árásinni, skotinn til bana í morgun eftir að til skotbardaga kom nálægt árásarstaðnum. Þrenn hryðjuverkasamtök palest- ínumanna, Hamas, DFLP og al-Aqsa- herdeildin, hafa öll lýst ábyrgð á árásinni, sem strax var harðlega for- dæmd af palestínskum stjómvöldum, en að venju kenna ísraelsk stjómvöld Arafat um árásina og sagði talsmaður þeirra að hún væri frekari sönnun fyrir því að palestínsk stjórnvöld hefðu engan vilja til að koma í veg fyrir áframhaldandi hryðjuverk. I kjölfar árásarinnar hafa israelsk stjómvöld hætt við að hitta fulltrúa Palestínumanna á fyrirhuguðum fundi í dag. Tillögur að nýju sklpulagi WTC-svæðisins í New York í gær voru kynntar í New York sex tillögur aö nýju skipulagi svæöisins þar sem tvíburaturnar World Trade Center stóöu á Manhattan-eyju í New York. Allar tillögurnar gera ráö fyrir því aö reistur veröi minnisvarði á opnu svæöi, til minningar um þá sem fórust í hryöjuverkaárásunum. Hérna á myndinni sjáum viö líkan aö einni tillögunni, en á næstu mánuöum veröur unniö aö samræmingu þeirra í eitt heildarskipulag svæöisins sem kynnt veröur í desember. IRA biðst innilega afsökunar á morðum óbreyttra borgara Blað var brotið í ófriðarástandinu á Norður-írlandi í gær þegar írski lýðveldisherinn sendi frá sér ein- læga afsökunarbeiðni og samúðar- kveðjur til fjölskyldna þeirra óbreyttu borgara sem samtökin hafa myrt síðustu 30 ár. Afsökunarbeiðnin kom mikið á óvart en hún kemur á 20 ára afmæli „blóðuga fostudagsins" svokallaða þar sem IRA myrti 9 manns þegar 21 sprenging skók Belfast á einum degi. Misjafnlega hefur verið tekið í frumkvæði IRA en breska ríkis- stjómin fagnaði afsökunar- beiðninni, með þeim fyrirvara að þessi tíð væri fyrir bí. Breski Norð- ur-írlandsmálaráðherann John Reid segir yfirlýsingu IRA vera fordæma- laust sterka afsökunarbeiðni. Aðstandendur fómarlamba IRA segja hins vegar margir hverjir að Hermaður IRA Nú þegar 640 óbreyttir borgarar ligga í valnum biöjast hryöjuverka- samtökin IRA innilega afsökunar. orð IRA færi litla huggun. Mótmæl- andinn Ian Paisley frá Demókrata- flokki sambandssinna segir yfirlýs- ingu hryðjuverkasamtakanna vera „krókódílatár". Aðrir segja þetta vera móðgun, en samtökin taka ekki fram iðrun sína yfir drápum á lögreglumönnum, her eða meðlimum baráttusamtaka mót- mælenda. Bresk blöð virtust ekki hrifin af tiltæki hryðjuverkasam- takanna í morgun. Fyrirsögnin í slúðurblaðinu Daily Express var „IRA-óþvætti biðjast afsökunar". Sinn Fein, pólitískur armur IRA, hvetur til þess að tekið verði við af- sökunarbeiðni samtakanna og segir þau mikilvægt skref í átt til friðar. IRA hefur látiö lítið að sér kveða síðan 1997, þegar komið var á vopnahléi, en á 30 ára tímabili sviptu samtökin um 640 óbreytta borgara lífi. Stuttar fréttír Bush máliö betur Háttsettir embætt- ismenn 11 banda- riskra ríkja hafa skorað á George Bush Bandaríkjafor- seta að hugsa betur stefhu eða stefnuleysi sitt í umhverfismál- um. Segja þeir stefhu Bush spilla fyrir ásetningi annarra landa við að skera niður gróður- húsalofttegundir, en stefna hans byggist á því aö bandarísk fyrirtæki skeri niður útblástur sjálfviljug. Argentínskar dúfur þjást Dúfur eru nýjustu fómarlömb efnahagskreppunnar í Argentínu þar sem dagleg mótmæli á torgum og almennum svæðum hafa rekið þær frá venjubundnum íverustöð- um sínum. Óeirðir barðar niður Lögreglu í Paragvæ er að takast að berja niður mótmæli í landinu sem staðið hafa yfir síðustu daga. Skotið var gúmmíkúlum og leyst úr læðingi táragas gegn mótmælend- unum sem vilja nýjan forseta. Kanada vill innflytjendur Ríkisstjórn Kanada hyggst gera hvað sem er til að fjölga innflytjend- um í landið, eftir að tölur hafa sýnt mikla öldrun þjóðarinnar. Sérfræð- ingar telja lausnina skammgóðan vermi. Einræðisherrar hittast Robert Mugabe, forseti Simbabve, hitti Fídel Kastró Kúbuleiðtoga að máli í gær, en hann er í fjögurra daga heimsókn á eynni. Leiðtogarnir tveir aldurhnignu eiga það sameiginlegt að hafa ríkt um áratugaskeið, eiga I efnahagskreppu heima fyrir og þurfa að horfast í augu við vaxandi einangrun í al- þjóðasamfélaginu. „Við Fidel erum góðir vinir,“ sagði Mugabe. Bandaríkin gegn eyðni Bandarísk þingnefnd samþykkti í gær að verja rúmlega 1300 milljörð- um króna í alþjóðlega baráttu gegn alnæmisfaraldrinum, sem drepið hefur 20 milljónir manna í heimin- um hingað til. Laminn af löggunni Maðurinn sem myndaði lögregluna í Los Angeles ganga í skrokk á 16 ára blökkupilti í síð- ustu viku segir lög- reglu hafa þjarmað vel að sér þegar hún hafði handtek- ið hann fyrir að mæta ekki fyrir rétt í málinu. Hann sagöi í sjón- varpsþættinum Good Moming America að honum hefði verið ýtt, hann kreistur og þrýst á gólfið. Vampírudrengur myrðir Bresk dagblöð greina frá því í dag að táningur þar í landi sem haldinn er vampímþráhyggju hafi myrt 90 ára gamla konu, fjarlægt úr henni hjartað og neytt blóðs hennar. Prestur með barnaklám Rómversk-kaþólskur prestur í Baltimore i Bandaríkjunum játar að hafa notað skrifstofutölvu sína í dómkirkjunni í borginni til að taka við bamaklámefni. Grunaður í bílasprengingu Finnska lögreglan hefur handtek- ið mann grunaðan um að hafa stað- ið að bílasprengju sem varð einum manni að bana i Helsinki i gær- morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.