Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 11 Ritstjórnarbréf Skoðun til að hlusta á hrós en hann gat svo sem búið við skilningsleysi sem jaðraði við grimmd. Hamstramir sem hann hafði upphaflega tekið sér til fyrirmyndar voru allir dauð- ir og hann hafði engan til að tala við nema spegilinn. „Þú ert ágætur," sagði hann við spegilmynd sína, minnugur ævin- týrsins þar sem vonda drottningin bað spegilinn að herma sér hver á landi fegurst væri. Hann hugleiddi að spyrja spegilinn um útlit eða lög- un. En það var ekki við hæfi. Það var um þetta leyti sem rann upp fyrír honum ljós. Megrunin hafði gert hann sjálfhverfan og það var öllu alvarlegra en sá vandi sem spratt af of miklum líkamlegum þunga og auðvelt var að leysa með framlengdum öryggisbeltum eða auknu rými. Nú varð hann að losna úr þeirri herkví hugans sem þjak- aði hann og um leið fjölskylduna. Hann ákvað að bregðast við og tók upp simann og hringdi í sálfræðing. „Ég er með sambland af gráum fiðr- ingi og sjálfhverfu,“ sagði hann og fékk tíma strax daginn eftir. Spurt um aldur Um kvöldið bauð hann eiginkonu sinni í kvöldgöngu. Þannig bar við að hjá hjónunum var bamabarn þeirra, fagur drengur á flmmta ári, og þau ákváðu að taka hann með. Kvöldið var fagurt og sólroðin ský bar við byggingarnar í hverflnu. Mildur andvari lék um hjónin og barnið. Maðurinn var nokkum veg- inn búinn að ná áttum og hann var að mestu hættur að tala um útlit en átti það til að víkja tali sínu að deg- inum og veginum án þess að vera sjálfur miðjan í vegi eða degi. Hon- um var óðum að batna sjálfhverfan. Þar sem þau gengu í vestur, í áttina að sólarlaginu, komu tvær stúlkur gangandi á móti þeim. Manninum sýndist þær vera um þrítugt, kannski 25 ára, flaug um huga hans og hann skammaðist sín fyrir fiðr- inginn og horfði niður á fætur sér á göngunni til að verða ekki uppvís að veikleika. Þannig háttaði til í þessu hverfi að fólk ávarpaði gjam- an hvað annað á fómum vegi. Þeg- ar hjónin með bamabamið og stúlkumar mættust stönsuðu þær og horfðu á þrenninguna. Guð, hvað hann er sætur,“ sagði sú sem hafði orð fyrir þeim. Það fór fagnaðar- bylgja um huga mannsins og hann missti einbeitinguna. „Hvað er hann gamall?“ spurði hin og horfði á konuna. Maðurinn var að vanda málgeftnn og ekki mikið fyrir að láta aðra svara fyrir sig. „Ég er rúmlega fertugur," sagði hann óðamála og stóð sig að þeirri hvítu lygi sem kristallaðist í því að hann var nær fimmtugu. Stúlkumar hlógu glaðlega og leið- ir skildu. Konan horfði skringilega á mann sirm. „Þær voru að spyrja um strákinn," sagði hún og háðs- hreimurinn leyndi sér ekki i rödd- inni. „Ég var líka bara að grínast. Þetta er gamall brandari," sagði maðurinn en sannfæringarkraftmn vantaði algjörlega í rödd hans. Hann ákvað að ræða þetta mál við sálfræðinginn sinn og jafnvel að óska eftir aukatímum til að vinna bug á erfiðleikum sínum. Sólin var næstum gengin til viðar og húmið læddist yfir Holtið. „Grái fiðringur- inn er ekkert grín,“ hugsaði hann með sér og greip þéttar um hönd bamsins. Seattle-bréf hve mikilvægt það væri í samfélagi fegurðar og æskudýrkunar að vera þokkalega straumlínulaga. Þetta var ekki samfélag þeirra feitu og skyndilega skipti hann um lífsskoð- un og varð einn hræsnaranna sem settu útlitsgildi ofar manngildi eða með öðrum orðum straumlínulag ofar boltalagi. Hann ákvað að hressa komma sína við og benti henni á að nú væri svo komið að hún yrði að gæta sín í hjónabandinu. „Ég er náttúrlega orðinn fast að því kyntröll," sagði hann kvöld eitt þar sem þau sátu og horfðu á bútt- aðan Jay Leno gera grín að öllum öðrum en sjálfum sér. Eins og fólki á miðjum aldri er gjamt sátu þau og héldust í hendur í sófa og nutu þeirrar gleði sem lélegur sjónvarps- þáttur gefur kröfulitlu fólki í út- hverfi. Konan varð forviða þegar maðurinn lýsti yfir nýrri stöðu sinni í daglegu lífi. „Kyntröll mæ ass,“ sagði hún og í forundran sinni greip hún ósjálfrátt til orðbragðs sem unglingur í þeirra eigu notaði gjaman og hlaut bágt fyrir. Hann var gáttaður á rúmlega fertugri konu sinni að bregðast við með svo ósmekklegum hætti þótt hann vekti máls á ákveðnum staðreyndum lífs- ins. „Ja, ég vildi nú bara nefna það að ég finn meira en áður fyrir aðdáun ungra kvenna," sagði hann og hóg- værðin draup af hverju orði. Auð- vitað vissi hann sem var að í hverju hjónabandi er lítt sýnileg valdabar- átta sem snýst um það hvor aðilinn leiði. Með meldingu sinni vildi hann láta í ljósi að hugsanlega væri tímabært að hann tæki forystuna í oddaflugi hjónanna inn í framtíð- ina. „Þú ert kominn meö gráa fiðring- inn,“ sagði konan hortug. Mannin- um krossbrá enda hafði hann ekki átt því að venjast í hjónabandinu að vera uppnefndur eða borinn slíkum sökum sem særðu stolt hans meira en nokkur orð fengu lýst. Hann sleppti hönd konu sinnar og íhug- aði að fara í fýlu en hætti jafnskjótt við. Hann var karlmenni sem ekki lét buga sig svo auðveldlega. Hann horfði á konu sina með sama augna- ráði og hann hafði séð Clint Eastwood nota í bíómyndum en smám saman mýktist svipur hans. „Ég meinti nú bara að ég fyndi fyrir aðdáun en ekki að ég léti glepjast. Þú þarft kannski ekki að hafa áhyggjur. Einhvem veginn get ég ekki séð mig áttræðan með þrí- tuga snót upp á arminn," sagði hann og vonaði að hann líktist enn Clint fremur en Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem annálaður er fyrir manngæsku, sérstaklega í garð ungra kvenna. Konan var ekki á þeim buxunum að draga í land og hún hélt því áfram að núa salti í sár hans. „Þú berð óneitanlega öll þessi einkenni sem miðaldra karlar fá þegar sjálfs- mynd þeirra verður rammskökk," sagði hún illkvittin. Undir nótt fyr- irgaf hann konunni kjaftháttinn og þegar Jay Leno rann skeið sitt á enda tók hann aftur um hönd henn- ar. Hann fann til þess að vera af- bragð annarra manna. Spegilmynd Megrunarkúrinn gekk prýðilega og maðurinn gætti þess vel að tala minna um það mál við konuna og bömin. Hann var að vísu nokkuð þjáður innra með sér og hafði þörf Sigmundur Ernir Rúnarsson rHctjóri Um ekkert er meira skrifað þessa dagana í bandariskum blöðum og tímaritum en vonsku Saddams Husseins. Það er eðlilegt. Forseti landsins hefur valið sér óvin úr nokkrum hópi illmenna um veröld þvera. Honum er mikið í mun að skerpa sýn almennings á hryðjuverkavandann og í þeirri viðleitni sinni hefur honum orðið starsýnt á írak. Hann vill meina að þar sé uppspretta illskunnar í dag. Þar sé að finna eina af helstu orsökum þess að menn segi sið- menningunni stríð á hendur. Þar þurfi að hreinsa til. Það er eðli stjómmálamanna að reyna að einfalda pólitík sína og gera almenningi hana skiljanlega og aðlaðandi. Bandarikjaforseti hefur síðustu daga höfðað til samúðar samherja sinna á erlendum vettvangi og aukinnar og um margt eðlilegrar hollustu heima fyrir við þjóö og þæga siði. Vandinn er bara sá að of margir efast. Ekki einasta Rússar og Frakkar eins og fyrri daginn, heldur fólkið í baklandi Bush. Og nýjasta útspil íraka hefur einnig minnkað skerpuna. Því er spurt: Hvort nægir betur, eftirlit eða innrás? Einföld heimssýn Brant Scowcroft, einn helsti öryggisráðgjafi George gamla Bush, hefur verið í sviðsljósinu síðustu daga. Þessi einn dáðasti stuðn- ingsmaður Bandaríkjaforseta í Flóabardaganum fyrir áratug hefur sagt það opinberlega að sýn sonar- ins og núverandi forseta landsins á vanda heimsins sé full einfóld. Orð hans hafa valdið reiði og hneykslan langleiddra repúblikana. Hann hefur bent Bush hinum yngri á að Saddam sé afmarkað vandamál og eigi ekkert skylt við árásimar fyrir ári á Washington og New York. Gamli ráðgjafinn segist ekki geta séð neitt sameiginlegt með Saddam Hussein og þeim vanda sem heimsbyggðinni stafar af hryðjuverkamönnum. Hussein hafi engan áhuga á að ala upp hermdar- verkamenn. Hann hafi ekki nokkurn ávinning af því að láta aðra um illskuverk sem hann er fullfær um að sinna sjálfur. Saddam sé einmitt þeirrar gerðar að vilja eigna sér hlutina sjálfur. Vandi arabaríkja sé þríþættur; Saddam, hryðjuverkamenn og sambúð Palestínumanna og Israels. Vont sé að henda þessu öllu í eina skál. Efi almennings Bush og stjóm hans glíma ekki aðeins við glósur frá gömlum öryggisráðgjöfum. Stór hluti amer- isku þjóðarinnar er andsnúinn því að herjum Bandaríkjamanna verði stefnt inn fyrir landamæri íraks. Hvað svo, spyrja menn? „Bandaríkjamenn hafa aldrei í sögu sinni byrjað striðsátök við aðra þjóð,“ sagði í einu lesendabréfanna í USA Today í vikunni og þar var einnig sagt: „Heimurinn er fullur af ömurlegum einræðisherrum og Saddam er bara einn úr þeirra hópi...“ Bréfum eins og þessum rignir yfir bandarísk blöð. Sögurnar af Saddam eru endalausar. Og einatt Ijótar. Á sama tíma og hann segir aðgerðir alþjóðasamfélagsins gegn þjóð sinni kalla yfir hana sult og seyru lcetur hann reisa hvert minnismerkið af öðru um allt land. Mun nú svo komið að hvergi í heiminum er að finna fleiri styttur af ein- um og sama manninum og í írak. Það er eins og fólk eigi erfitt með að skilja samhengið, ef samhengið er þá nokkurt. Sú einfalda heims- mynd sem margir helstu fjölmiölar landsins birta út úr munni ráða- manna vestra er einfaldlega ekki nógu sannfærandi. Lesendabréfin spyrja eðlilegra spurninga sem allir skilja: „Bíddu, halda menn að hryðjuverkavandinn verði leystur með því að bola Saddam Hussein frá völdum..." segir í bréfi í Seattle Daily News. í sama blaði er spurt: „Er Saddam kannski auðfundnari en önnur illmenni jarðar?“ Mótmæli hafin Sá sem þetta skrifar hefur átt þess kost að fara um stóran hluta Bandaríkjanna á síðustu vikum. Sá tími hefur um margt verið undarlegur í bandarískri sögu, enda ár liðið frá mestu árás sem gerð hefur verið á Bandaríkin. Allur almenningur vestra, hvort heldur er í höfuðborginni Washington, Detroit, eða Seattle, virðist ekki jafn upptekinn af ellefta september og fjölmiðlar og stjómmálamenn. Fólk horfir fremur fram á veginn. Og ef eitthvað er, er það hrætt við ný átök - og spyr hver eftirmálin verði. Margs konar hópar eru farnir að sjást á götuhornum veifandi spjöldum um að stjóm landsins sé á villigötum. Stórum bláum límmið- um með áletruninni „ATTACK IRAQ? NO“ er dreift á bensínstöðv- um. Hróp eru gerð að Donald Rumsfeld, herskáum varn- armálaráðherra landsins, þar sem hann situr í hópi fréttamanna og fer ljótum orðum um einræðisherrann í írak. Það er með öðrum orðum hik á bandariskri þjóð og enda þótt þingmenn beggja flokka sýni Saddam vígtennurnar óma andstöðuraddimar 1 eyrum þeirra. „Skemmtun af drápum“ Á ferð um Bandaríkin heyrast ólíkar raddir. Skrifari þessa pistils átti þess kost að hlýða ásamt hópi erlendra blaðamanna á fyrrverandi yfirmann í bandarísku leyniþjón- ustunni ræða vandann i austri. Hann vandaði Saddam ekki kveðjumar. „Þessi maður hefur skemmtun af því að drepa fólk. Fari svo að fólk flýi land hans fer hann inn á heimili ættingja þess, nauðgar þar fólki og drepur og sendir svo upptökur af ódæðinu til fólksins sem flúði land. Við vitum fyrir víst að hann tekur sjálfur þátt í þessu...“ Og vitaskuld er það svo að Saddam er sjúkur fjöldamorðingi. Um það verður ekki deilt. Það er talið að hann hafi murkað lífið úr einni og hálfri milljón landa sinna, einkum Kúrdum í norðri, og notað til þess efnavopn. Honum er ekki annt um neitt nema eigin völd og reyndi jafnvel að myrða sinn eigin son af því að honum fannst hann vera farinn að sækja sér fullmikil völd. Frægur er flótti tengdasonar hans úr landi sem upplýsti um allar 400 vopnaverksmiðjurnar sem margar var hægt að færa til í einum hvelli. Frelsið og helsið Sögumar af Saddam eru endalausar. Og einatt ljótar. Á sama tima og hann segir aðgerðir alþjóða- samfélagsins gegn þjóð sinni kalla yfir hana sult og seyru lætur hann reisa hvert minnismerkið af öðru um allt land. Mun nú svo komið að hvergi í heiminum er að finna fleiri styttur af einum og sama mannin- um og í írak. Þessi valdasjúki einræðisherra er talinn eiga 51 höll um allt land. Hann sefur aldrei tvær nætur í röð á sama stað. í öllum höllunum bíða þrjár máltíðir daglega, fari svo að hann líti inn. Þessar sögur hrista upp í mörgum manninum en ef til vill ekki nógu mörgum. Upplýstir Bandaríkjamenn þekkja ótal sögur af vondum valdhöfum. Þeir hafa alist upp við þá heimssýn að heima fyrir ríki frelsið, en helsið víðast hvar ann- ars staðar. Og jafnvel þótt helstu sjónvarpstöðvar landsins séu nánast fam- ar að telja dagana fram að innrás og óski þess heitt að fyrirsagninar fitni, þá er eins og almenningur yppti öxlum. Eða eins og einn lesandi blaðanna sagði i vikunni: „Hvemig væri nú að laga til eitthvað héma heima!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.