Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 T 4. Sterkurí Guðmundur E. Stephensen borðtenn- ismaður tók um helgina þátt í sterku al- þjóðlegu móti i Helsinki í Finnlandi. í einliðaleik mótsins lenti hann í 3.^4. sæti og verður það að teljast harla góð- ur árangur hjá þessum unga og efnilega spilara. Nokkrir af sterkustu spilurum Helsinki Evrópu voru meðal keppenda og höfn- uðu sumir þeirra fyrir aftan Guðmund. Guðmundur hefur sjaldan verið í betra formi og greinilegt að atvinnu- mennskan í Noregi hefur gert hann enn sterkari en áður. -JKS íþróttamaður Bretlands: Beckham lenti í öðru sæti Iþróttamaður ársins í Bret- landi 2002 er fijálsíþróttakonan Paula Ratcliff en það var breska ríkisútvarpið BBC sem stóð að þessu kjöri. Niðurstaðan í kjör- inu kom engum á óvart því Ratcliff hefur unnið hug og hjarta bresku þjóðarinnar fyrir framúrskarandi árangur í mara- þoni. Hún fékk rúmlega 600 þús- und atkvæði í kjörinu. David Beckham hjá Manchester United lenti í öðru sæti með um 100 þús- und akvæði sem segir allt um yf- irburði Ratcliff í kosningunni. -JKS Rupprath iðinn við kolann Þýski sundmaðurinn Thomas Rupprath hefur heldur betur lát- ið að sér kveða á sundmótum að undanfomu. Hann hefur sett hvert Evrópu- og heimsmetið af öðru og á heimsbikarmóti í 25 metra laug í Melboume í Ástral- íu varð engin breyting í þeim efnum. Hann setti heimsmet í 100 metra baksundi, synti þá á 50,58 sekúndum og bætti met Bandaríkjamannsins Neil Walk- ers sem var orðið tveggja ára gamalt. Rupprath er nú kominn heim til Þýskalands og tekur þátt í Evrópumeistaramótinu sem hefst á fimmtudag. Öm Am- arson mætir Rupprath í 100 metra baksundi á laugardag. -JKS EM kvenna í handbolta: Lokastaöa í riðlunum A-riðiU: Rúmenía-Austurríki . . .... 27-21 Júgóslavía-Svíþjóð . .. .... 31-28 Svíþjóð-Rúmenía . . . . .... 25-30 Austurríki-Júgóslavía .... 23-30 Rúmenia-Júgóslavía .. .... 25-32 Austurríki-Sviþjóð . .. .... 33-26 Júgóslavía 3 3 0 0 93-76 6 Rúmenía 3 2 0 1 82-78 4 Austurríki 3 10 2 77-83 2 Svíþjóð 3 0 0 3 79-94 0 B-riðill: Úkraína-Danmörk .. . .... 23-27 Frakkland-Holland .. . .... 25-24 Danmörk-Frakkland . . .... 20-17 Holland-Úkraína .... 26-28 Úkraína-Frakkland .. . .... 21-24 Danmörk-HoUand . .. . .... 27-23 Danmörk 3 3 0 0 74-63 6 Frakkland 3 2 0 1 66-65 4 Úkraina 2 10 2 72-77 2 HoUand 300 3 73-80 0 C-riðill: Rússland-Þýskaland . . .... 25-22 Noregur-Spánn .... 25-25 Spánn-Rússland .... 24-24 Þýskaland-Noregur . . . .... 18-26 Rússland-Noregur . . . .... 18-24 Þýskaland-Spánn . . .. .... 31-27 Noregur 3 2 1 0 75-61 5 Rússland 3 11 1 67-70 3 Þýskaland 3 10 2 71-78 2 Spánn 302 1 76-80 2 D-riðill: Ungverjaland-H-Rússland .... 34-23 Tékkland-Slóvenía . . . .... 25-20 Slóvenía-Ungverjaland .... 28-31 H-Rússland-Tékkland . .... 19-25 Ungverjaland-Tékkland .... 33-26 H-Rússland-Slóvenía . . .... 23-27 Ungverjal. 3 3 0 0 96-77 6 Tékkland 3 2 0 1 76-72 4 Slóvenía 3 10 2 75-79 2 H-Rússland 3 0 0 3 65-86 0 kominn til Þýskalands: 1 á sigur í baksundi Örn Arnarson segist sjaldan hafa verið í betra formi enda æft mjög stíft í allt haust til undirbúnings fyrir Evrópumótið. í Evrópumótmu sem hefst á fimmtudag Evrópumeistaramótið í sundi innanhúss i 25 metra laug hefst í Riesa í Þýskalandi á fimmtudaginn kemur. Átta íslenskir sundmenn taka þátt í mótinu en þeir eru Öm Amarson, Jakob Jóhann Sveinsson, Jón Oddur Sigurðsson, Heiðar Ingi Marinósson, Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir, íris Edda Heimisdóttir, Lou- isa ísaksen og Anja Ríkey Jakobs- dóttir. Mestar vonir er bundnar við Öm Amarson en hann keppir í fjórum greinum á mótinu. Hann byrjar keppni í 200 metra baksundi á flmmtudag, á fóstudag syndir hann 50 metra baksund og 100 metra skriðsund og á laugardag keppir hann i 100 metra baksundi. íslenski hópurinn kom til bæjar- ins Riesa í gærkvöld og tók létta æf- ingu eftir komuna þangað. Öm Am- arson sagði i samtali við DV að mót- ið legðist mjög vel í hann og hann væri í toppformi. „Af skráningum að dæma verður þetta sterkt mót og á mótið mæta margir af sterkustu sundmönnum í heiminum í dag. Ég stefni að því að standa mig vel og er bjartsýnn á að það gangi eftir. Ég er búinn að æfa vel fyrir þetta mót og hef líka bætt á mig vöðvamassa sem hlýtur að hjálpa til. Ég er að gera mér vonir um að vinna 200 metra baksundið enda hef ég einbeitt mér að þessari grein á æfingum í haust. Ég ætla að reyna að komast á verðlaunapall í 100 metra baksundi en aðrar grein- ar verða bara að koma í ljós,“ sagði Öm Amarson í samtalinu við DV í gærkvöld. -JKS Harrington sigraði Woods í Kaliforníu íslandsvinurinn, írinn Padraig Harrington, gerir það ekki enda- sleppt á golfmótum um þessar mundir. Hann hefur leikið sérlega vel að undanfornu og sigraði um helgina á þriðja mótinu á nokkrum vikum. Flestir bestu kylflngar heims mættu á sterkt mót i Kaliforníu og þar háði Harrington nokkuð harða keppni við stigahæsta kylfing heims, Tiger Woods. Það stefndi allt í öruggan sigur Harr- ingtons en hann fór á kostum á þriðja degi mótsins, lék þá á níu höggum undir pari og setti vallar- met. Tiger Woods var ekki af baki dottinn og dró á forskot írans á lokahringnum. Á ýmsu gekk áður en lauk og knúði Harrington að lokum sér sigurinn. Hann lék á alls 268 höggum en Tiger Woods lék á 270 höggum en Davis Lowe III lenti í þriðja sæti. Þetta var fyrsti sigur Harringtons í Banda- ríkjunum en fyrir sigurinn fékk hann 90 milljónir króna og Tiger gat ekki kvartað heldur en annað sætið gaf honum 45 milljónir. Tiger hefur sem fyrr yfirburða- stöðu í efsta sæti heimslistans. Phil Mickelson er í öðru sæti og Ernie Els i þvi þriðja. Padraig Harrington er í áttunda sæti. -JKS Padraig Harrington lék frábært golf í Kaliforníu um helgina. Evrópukeppni kvennalandsliða í handknattleik: Danir sigurstranglegastir Riðlakeppninni á Evrópumóti kvennalandsliða í handknattleik er nú lokið í Danmörku. 16 þjóð- um var raðað í fióra riðla og komust þrjár efstu þjóðirnar áfram í keppninni. Úrslitakeppn- in hefst í kvöld en mótinu sjálfu lýkur um næstu helgi með úr- slitaleikjum í Árósum. í A-riðli mótsins urðu Júgó- slavar í efsta sæti en þeir unnu alla sina leiki. Rúmenía og Aust- urríki komust einnig áfram en Svíar sátu eftir með sárt ennið og töpuðu öllum sínum leikjum. Þátttöku Svía var þar með lokið. í B-riðli reyndust Danir vera sterkastir en dönsku stúlkurnar unnu alla sína í leiki í riðlinum nokkuö sannfærandi enda vel studdar af heimamönnum. Frakkland og Úkraina komust einnig áfram upp úr riðlinum en Hollendingar eru úr leik en fyrir fram var talið að úkraínska liðið myndi ekki komast áfram. Mesta spennan var í C-riðlin- um en það fór svo að lokum að norsku stúlkurnar stóöu uppi sem sigurvegarar. Rússar og Þjóðverjar komust áfram en spænsku stúlkumar urðu að bíta í það súra epli að sitja eftir og halda heimleiðis. Þjóðverjar og Spánverjar stóðu jafnir að vígi eftir riðlakeppnina en Þjóðverjar unnu innbyrðis- viðureign þjóðanna og komust þannig áfram. Ungverjar sterkir Ungversku stúlkurnar unnu D- riðlilinn með nokkuö sannfær- andi hætti. Tékkar og Slóvenar komust einnig áfram en Hvít- Rússar eru úr leik. Svíar eru að vonum ekki kátir með frammistöðu síns liðs en Svíar og Austurríki háðu hrein- an úrslitaleik um það hvort liðið kæmist áfram. Austurríska liðiö var mun sterkara og gerði raun- ar út um leikinn í fyrri hálfleik en í hálfleik var staðan 20-10. Sylvia Strass og Birgit Engl, sem leika með ÍBV, hafa fengið að spreyta sig nokkuð með austt- urríska liðinu í keppninni. Strass gerði tvö mörk gegn Sví- um og Engl skoraði eitt. Norska liöið á nóg inni Norska liðið hefur oft áður þótt leika betur en þjálfari liðs- ins segir að liðið hafi ekki enn sýnt sína bestu hliðar og hallast flestir að því að liðið fari alla leið í undanúrslit. Danir eru bjartsýnir Danir eru mjög bjartsýnir á sínar stúlkur og er talið að heimavöllurinn eigi eftir að reynast stúlkunum drjúgur. Leikir danska liðsins hafa verið fiölsóttir en Danir hafa oftast farið með sigur af hólmi í Evr- ópukeppninni en fyrst var keppt í henni 1994. Danir hafa sigrað tvisvar, Norðmenn einu sinni og Ungverjar urðu Evrópumeistarar 2000 þegar keppnin var haldin í Rúmeníu. Ungverska liðið þykir ekki síðra núna og ætti að hafa alla burði til að fara langt að þessu sinni. Liðið sýndi mikla yfir- burði í D-riðli mótsins. Önnur umferð mótsins hefst í kvöld og þá leika eftirtalin lið saman. Austurríki mætir Úkra- ínu, Þjóðverjar liði Slóvena. Júgóslavar liði Frakka, Norö- menn mæta Tékkum, Rúmenar Dönum og loks mæta Rússar liði Ungverja í Farum. Ungverska stúlkan Agnes Farkas er markahæsti leikmaður keppninnar en hún hefur skorað 30 mörk í þremur leikjum. Hún þykir enn fremur vera ein besta handboltakona heims um þessar mundir. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.