Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 27 r>v_____________________________________________________Sport Kvennalandsliðið í körfubolta á leið á fjögurra þjóða mót í Lúxemborg: 14 ára í A-landsliði - Helena Sverrisdóttir er ein þriggja nýliöa í hópnum Helena Sverrisdóttir úr Haukum, til hægri, er komin í íslenska kvennalandsliöiö þó að hún sé aöeins 14 ára gömul. Nýráðinn landsliðsþjálfari, Hjörtur Harð- arson, hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn fyrir fjögurra þjóða mót í Lúxemborg sem fram fer milli jóla og nýárs. Hjörtur brýtur strax blað i fyrsta vali því einn þriggja nýliða hans er aðeins 14 ára gömul. Helena Sverrisdóttir hefur farið mikinn með nýliðum Haukum í vetur og verður væntanlega yngsti landsliðsmaður íslands í boltagreinum frá upphafi spili hún á mótinu. Auk hennar fá þær Sólveig Gunn- laugsdóttir, Grindavík, og Þórunn Bjama- dóttir úr ÍS einnig að spreyta sig í fyrsta sinn. Topplið Keflavíkur á flesta leikmenn í hópnum eða alls fimm en liðið hefur unnið alla tólf leiki sina á tímabilinu til þessa. Hópurinn er skipaöur eftirtöldum leik- mönnum: Helena Sverrisdóttir, Haukum (nýliði), Bima Valgarðsdóttir, Keflavik (36 leikir), Erla Þorsteinsdóttir Keflavík (24), Sólveig Gunnlaugsdóttir, Grindavík (ný- liði), Helga Jónasdóttir, Njarðvík (5), Helga Þorvaldsdóttir, KR (39), Hildur Sigurðar- dóttir, KR (18), Kristín Blöndal, Keflavik (36), Þórunn Bjarnadóttir, ÍS (nýliði), Marín Rós Karlsdóttir, Keflavík (11), Svava Ósk Stefánsdóttir, Keflavík (8). Leikir kvennalandsliðsins: Föstudagur 27. desember ísland - Lúxemborg ....kl. 17.30 Laugardagur 28. desember...... Island - SviÞjóð.......kl. 13.30 Sunnudagur 29. desember....... ísland - England.......kl. 11.00 -ÓÓJ Bikarkeppni KKÍ & Doritos: Stórleikur ná- grannanna í Reykjanesbæ Dregið var í 8-liða úrslit bikarkeppni KKÍ & DORITOS í gær. Stórleikur 8-liða úrslitanna verður leikur grannanna úr Reykjanesbæ, Keflavíkur og Njarðvíkur. Aðrir leikir í keppni karlanna eru Snæfell - Tindastóll, Hamar - Ármann/Þróttur og Valur - ÍR. í bikarkeppni kvenna mætast ÍR/Haukar - KR, KFÍ/Tindastóll - Grindavík, Keflavík (b) - Njarðvik/Keflavík og Laugdælir - ÍS. Leikimir fara fram 9. til 10. janúar næst- komandi. -ÓÓJ Brasilíumaöurinn Ronaldo varö í gær fyrsti knattspyrnumaöurinn í sögunni til aö vera valinn sá besti í heimi í þriöja sinn. Ronaldo (til vinstri) varö fyrstur í kjöri landsliösþjálfara, Oliver Kahn (til hægri) varö annar og Zinedine Zidane varð þriöji. Ronaldo fékk þessa tilnefningu aðeins sólarhring eftir aö hafa verið valinn knattspyrnumaöur Evrópu. Reuters Bestur i heimi 13. sinn Munið að slökkva á kertunum Gangið vel frá öllum umbúnaði kerta áður en kveikt er á þeim. ORYGGISNET secníet Rikislögreglustjórinn LÖGGILDINGÁRSTOFA Rauði kross íslands /ffT' SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVytÐISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.