Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 DV Ferðir Strendw Salou ent einstaklega fallegar og adstaðan frábær. Terra Nova-Sol býður óiskrifendwn DV ódýrar ferðir í W sólina í surnar FERGAÁVÍSUN AÐ VERÐMÆTI TERRA NOVA í Salou er prýðilegt úrval af verslunum sem gaman er að skoða. Best er þó að gera innkaup- in í Tarragona sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Salou. Þar er úrvalið enn meira en í Salou og verð mun hægstæöara en í Barcelona. Endalausar strendur við Al- bufeira Terra Nova-Sól býður áskrifend- um DV einnig upp á ferðir til sól- arbæjarins Albufeira í Portúgal. Boðið er upp á úrvalsíbúðahótel á besta staö í bænum þar sem starfs- menn ferðaskrifstofunnar taka á Imnu móti farþegum með brosi á vör, enda ekki annað hægt á þessum slóðum. Gististaðir Terra Nova- Sólar eru vel staðsettir og hið glæsilega íbúðahótel, Paraiso de Albufeira, á nú þegar fjölda fastra viðskiptavina á íslandi, enda sam- bærilegur gististaður vandfund- inn í Suður-Evrópu. Algarve-svæðið er löngu þekkt sem sumarleyfisparadís og þús- undir íslendinga hafa heimsótt Al- bufeira og notið alls hins besta sem Suður-Evrópa hefur upp á að bjóða. Gylltar strendur Algarve eru samanlagt tvö hundruð og sjö- tíu kílómetrar að lengd og því nóg pláss fyrir sóldýrkendur. í Albufeira er hægt að njóta sannkallaðs sólar- og sældarlifs Hótelið Paraiso de Albufelra Á íbúðahótelinu Paraiso de Aibufeira er öll aðstaða til fyrirmyndar og sérlega skemmtilegur sundiaugargaröur. í sumar verður framhald á far- sælu samstarfi DV og ferðaskrif- stofunnar Terra Nova-Sólar. Áskrifendum DV standa til boða spennandi afsláttarkjör í pakka- ferðir til Algarve í Portúgal og Salou á Spáni á vegum Terra Nova-Sólar. Boðið er upp á feröir til Portúgals frá aprílbyrjun til októberloka og Spánar frá því í lok maí þar til í lok september. Salou er nýr og spennandi kost- ur þar sem lögð er áhersla á vand- aöar íbúðir með tveimur svefn- herbergjum fyrir stórar fjölskyld- ur á Larimar-íbúðahótelinu. Al- bufeira er sólarbærinn í Portúgal og þar er boðið upp á frábær íbúðahótel og spennandi skoðun- arferðir. í ár býður Terra Nova-Sól upp á nýjar fjögurra til tíu daga ferðir til Portúgals, vor og haust. Þessar ferðir eiga áreiðanlega eftir að njóta mikilla vinsælda, ekki síst meðal íslenskra golfara og þeirra sem dreymir um helgarferð í sól- ina á svipuðu veröi og borgarferð. Terra Nova-Sól starfrækir sér- staka barnaklúbba í Portúgal og á Spáni, undir leiðsögn íslenskra starfsmanna, og kemur þannig til móts við kröfur barnanna og ger- ir þeim ferðina ógleymanlega. Krakkarnir hvíla sig á foreldrun- um og öfugt. Þeir kynnast nýjum félögum og upplifa spennandi æv- intýri undir handleiðslu þraut- reyndra fararstjóra. Sól og strendur í Salou Sólarperlan Salou, sem er rétt suður af Barcelona, hefur notið mikUla vinsælda vegna fjölbreyti- leika bæjarins. Salou er sannkall- aður sólarbær sem skartar ern- staklega fallegum ströndum og íjölbreyttri aðstöðu og því frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldufólk. Larimar-íbúðahótelið, þar sem far- þegar Terra Nova-Sólar gista, er í miðbæ Salou. Hótelið er glænýtt og örstutt er á ströndina. Port Aventura, stærsti og glæsi- legasti skemmtigarður Spánar, er í göngufæri frá gististöðum Terra Nova-Sólar. Hann er í eigu Univer- sal Studios og hefur slegið öll að- sóknarmet undanfarin ár, enda er þar allt í boði sem hugurinn girn- ist þegar alvöru-skemmtigarður er annars vegar. Þar eru ævintýra- legir rússibanar, ótrúleg leiktæki, frábærb- veitingastaðir, vandaðar verslanir og fjölbreyttar sýningar. Salou býður upp á fjölbreytt úr- val veitmgahúsa þar sem feröafólk getur bragðað á fjölbreyttri matar- gerð Miðjarðarhafsins, auk veit- ingastaða sem bjóða rétti frá öllum heimshomum. Veitingastaðir í Salou eru ekki síst þekktir fyrir úrvalsfiskrétti sem enginn ætti að láta ógert að prófa. Þegar sólböð- um lýkur tekur við menning, verslanir og fjölbreytt og fjörugt næturlíf. Fjöldi bara og diskóteka stendur til boða og fjörið stendur iðulega fram undir morgun. Salou er í tæplega klukkustund- ar akstursfjarlægð frá Barcelona, höfuðborg Katalóníu. í Barcelona er að finna litríkt mannlíf, fagrar listir og gamla menningu. Barcelona er borg sem heillar alla sem gefa sér tíma til að heimsækja hana. Terra Nova-Sól býður far- þegum sínum í Salou upp á vand- aðar skoðunarferðir með farar- stjóm til Barcelona. Solarmegin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.