Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 30
50 _________________________MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 Tilvera I>V Námsgeta hevrnarlausra var vanmetin - segja Eyrún og Ragnheiður Sara sem útskrifast sem kennarar í júní Gunnþóra Æ Gunnarsdóttir fffl blaöamaöur 1 Samfélagið Fyrstu kennararnir með tákn- mál sem aðalmál útskrifast úr Kennaraháskólanum í vor. Þetta eru Ragnheiður Sara Valdimars- dóttir og Eyrún Ólafsdóttir sem báðar eru heyrnarlausar. Þær ætla að hefja störf í Hlíðaskóla með haustinu. Þar verður stofn- uð táknmálsdeild fyrir heyrnar- lausa og heyrnarskerta en Vest- urhlíöarskóli lagður niður. „Þetta próf er vissulega stór áfangi fyrir okkur. Við hófum námið báðar haustið 2000 og höf- um fylgst að, stutt hvor aðra og unnið saman í verkefnum. Það hefur verið mjög gott,“ segir Ragnheiður Sara og Eyrún tekur undir það: „Já, samt var það til- viljun að við sóttum um á sama tíma. Við vorum báðar dálítið kvíðnar því þetta er í fyrsta skipti sem heymarlausir fara í svona nám en námsráðgjafínn treysti okkur fullkomlega til að standa í þessu og við vorum með túlkaþjónustu allan tímann. Námsefnið var bæði á íslensku og ensku en nú er þetta allt að hafast, enda mikil vinna að baki.“ Viðtalið er tekið í Samskipta- miðstöð heyrnarlausra sem er til húsa í Sjómannaskólanum. Ragnheiður Sara og Eyrún sitja gegnt blaðamanni og túlk sem ber á milli. Börn Eyrúnar, ellefu og sex ára, eru með mömmu sinni og dunda sér við að teikna meðan við spjöllum. Þær Ragn- heiður Sara og Eyrún eru báöar fjölskyldumanneskjur. Ragnheið- ur Sara væntir barns í lok mán- aðarins og á eina dóttur fyrir, á fjórða ári. Lærði þýskt táknmál Þær stöllur eru sem sagt báðar að ala upp heyrandi börn en lýsa eigin barnæsku fyrir blaða- manni: „Ég fæddist fyrirburi ár- ið 1976, eftir sjö mánaða með- göngu. Ég á heyrandi tvíbura- systur og þegar ég var um hálfs árs aldur uppgötvaðist að ég svaraði ekki kalli eins og hún. Heyrnarleysi mitt var svo stað- fest um eins árs aldurinn.“ Þannig byrjar Ragnheiður Sara frásögn sína. Hún segir móður sína engar upplýsingar hafa fengið um hvernig hún ætti að bregðast við en hún hafi strax byrjað að nota bendingar og einnig stuðst við þýska tákn- málsorðabók því hún er af þýsk- um ættum. „Þegar ég byrjaði í Heyrnleysingjaskólanum fjög- urra ára gömul lærði ég íslenskt táknmál og þá voru líka notuð svokölluð alhliða tjáskipti. Við tvíburasysturnar fórum báðar í Heyrnleysingjaskólann en þegar hún var sex ára fór hún í al- mennan skóla,“ segir hún. Oft afbrýöisöm Nú er komið að Eyrúnu: „Móðir mín fékk rauða hunda á meðgöngunni og ég er eitt af „rauðuhundabömunum“ sem fæddust árið 1964. Á fyrstu árum mínum var svokallaður „óral- tími“ því áherslan var lögð á tal- mál en foreldrum bannað að nota táknmál eða látbragð. Þetta var mjög erfiður tími fyrir mig. Bróðir minn er ári yngri og við töluðum saman á okkar hátt en þegar ég reyndi að ná til foreldra minna á sama hátt skildu þeir ekkert. Ég varð oft reið og af- brýðisöm út í bróður minn og það bitnaði á honum.“ Svo fór ég í Heyrnleysingjaskólann fjög- urra ára og var þá oröið mikið mál að tjá mig. Samt var ekkert lagt upp úr táknmáli þar á þess- um tíma heldur lögð áhersla á raddmálskennslu. í bæði tákn- máli og talmáli eru skýrar regl- ur en þegar þeim er hrært sam- an verður það líkast og ef ensku og íslensku er blandað saman. Samt björguðu þessi tjáskipti heyrnarlausum auðvitað mjög mikið og ég nota munnhreyfing- ar með táknmálinu." Önnur fög sátu á hakanum Ragnheiður Sara segist hafa átt góð samskipti við foreldra sína í æsku sem töluðu við hana á táknmáli og líka talmáli. Hún og systir hennar hafi verið mik- ið saman og þeirra vinir flestir kunnað táknmál. Hún hafi því fengið góðan stuðning. Eyrún kveðst hins vegar hafa liðið fyr- ir það í æsku að geta ekki tjáð sig með eðlilegum hætti og tjá- skiptin við annað fólk hafi verið takmörkuð. „Maður nær svona DV-MYND SIGURÐUR JÓKULL Táknmálið notaö Þær Eyrún og Ragnheiöur Sara hafa fylgst aö í náminu og ræddu um verkefnastööuna meöan Ijósmyndarinn vann sína vinnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.