Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 28
52 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 Tilvera I>V lífiö Skólahurð aftur skellur - og skruddan með Af tilefni hálfrar aldar starfsemi Tónmenntaskóla Reykjavíkur efnir skólinn til hátíðartónleika í Saln- um, Kópavogi í kvöld, 19. maí kl. 20.00. Flytjendur ailir þekktir tón- listarmenn. Einleikarar eru Gunn- ar Kvaran sellóleikari og fiðluleik- aramir Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigurbjöm Bemharðsson. Málþing Opið málþing um sjálfs-ritskoðun og réttarvemd fjölmiðla verður á morgun, þriðjudaginn 20. maí, kl. 12.15-14.00 í Odda, stofu 101. Tilefn- ið er doktorsritgerð dr. Herdísar Þorgeirsdóttur frá lagadeiid háskól- ans í Lundi. Þátttakendur í pall- borðsumræðum aö lokinni fram- sögu Herdísar verða Eiríkur Tóm- asson, prófessor og forseti laga- deildar Háskóla íslands, Björg Thorarensen prófessor, og Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaös- ins. Fundarstjóri verður Kristján Gunnar Valdimarsson. Sýningar Eyfirski myndlistamaðurinn Aö- alsteinn Þórsson sýnir 28 myndir í Blómaskálanum Vík á Akureyri. Myndefnið er allt frá snöggsoðnum pennateikningum, nokkurs konar myndrænni dagbók sem listamaður- inn er að fást við, trélitamyndir af fjallkonu í dölum Eyjafjarðar, til vatnslitamynda af valkyrjum. Þúkemstfljótlod! ...enþúgeturlikapantaðtíma fTTmWnraííinf (7X) Rakarastofan Klapparstíe stofnað 1918* 4 SÍmi 551 2725 ImlSIMIIlliUSil 2525 tKHHIKSrtl 2 150-153, IÍV 211,213II ttl vmnmsstoiur tausarðaslnn 17. maí jfikeptfilur vlkunnar ÐnHMBB UITTÉ uima I ■ mithrfkodðgam Gunnar Tómas Kristófersson, Stella Davíðsdóttir, Hanna Björg Henrýsdóttir og Hrafnkell Pálsson eru á lokaspretti í próflestrinum þetta árið. Þeirra skóli er MR og öll eru þau í 5. bekk. Gunnar og Stella í náttúrurfræðideild II og Hanna Björg og Hrafnkell í eðlis- fræði I. Gunnar stefhir á líffræði í framtíðinni, Stella kveðst óákveð- in enn og Hanna kveðst ekki hafa hugmynd um hvað hún ætli að verða. Hrafnkell segir hug sinn stefna á eitthvað raungreinatengt. Þau eiga einn vetur eftir í menntó svo ekkert liggur á. Þau eru öll nokkur sátt við próf- in, það sem af er en segja þó best að spyrja að leikslokum. Hvað svo tekur við í sumar er óljóst hjá Gunnari. „Ég hef ekki komist í Prófunum er að Ijúka hjá skólanemendum og er þá þungu fargi af flestum þeirra létt. Enn sitja þó sumir við og strita. DV brá sér í Þjóðarbókhlöð- una og gaf sig á tal við nokkra sem glima við fræðin þótt góðviðrið heilli utandyra. það að tryggja mér sumarstarf en er búinn að sækja um víða. Þetta er eins og í fyrra, mjög erfitt að komast að. Þá fékk ég vinnu gegn- um sambönd og vann úr mér allt vit,“ segir hann. Stella hefur unnið í Myllunni undanfarin sumur og vonast til að eiga þangað afturkvæmt. Hrafn- kell er i kvöldvinnu hjá sjónvarp- inu, við myndblöndun í fréttatím- um en stefnir á að fá sér einhverja dagvinnu líka. Hanna Björg hefur starfað á elliheimilinu Skógarbæ í Breiðholtinu og kveðst búin að tryggja sér pláss þar! Þó ekki nema nokkrar vikur í þetta sinn því hún og Hrafnkell eru á forum til Ítalíu eftir morgundaginn og svo er stúdentsferðalag á döfinni í haust hjá þeim öllum. Fjármögn- un þeirrar ferðar virðist hafa ver- ið á hinum týpísku nótum í vetur, klósettpappírs- og rækjusala og bílabónun. Ein ný leið hefur líka verið farin. Það er nærbuxnasala. Á lokasprettinum Gunnar Tómas Kristófersson, Hanna Björg Henrýsdóttir, Stella Davíósdóttir og Hrafnkell Pálsson voru aö lesa undir síöustu prófin þetta vor. Kvikmyndagagnrýni Sambíóin/Háskólabíó - The Matrix Reloaded ★★ Oflilaðim spenmitpyflip Á leiö til bjargar Keanu Reeves leikur ofurmenniö Neo sem á aö geta bjargaö Zion frá tortímingu. Ef ætti að gefa Matrix Reloaded einkunn fyrir tækni og hugvit þá fengi hún fullt hús. Sjaldan hefur annað eins sjónarspil veriö í boði. Að því leytinu ætti hún að höfða til þeirra sem hafa dundað sér í Mat- rix-tölvuleikjum síðastliðin þrjú ár og beðið spenntir eftir framhaldinu. Þegar kemur að sögunni og skiln- ingi á henni dregur nokkuð úr áhrifunum. The Matrix var einstak- lega snjöll og hugmyndarik kvik- mynd þar sem ekki var fengin vit- neskja um sýndarveruleikann fyrr en upp úr miðri mynd. Þá kom hún hvað eftir annað á óvart með frum- legum atriðum og áhugaverðri sögu. Því miður er The Matrix Reloaded að mestu ný útfærsla á því sem var að ske í The Matrix. Það er fátt sem kemur á óvart, nýjabrumið er horf- ið og eftir stendur glæsileg útfærsla á hasaratriðum sem verða nokkuö langdregin þegar líður á myndina. Það er svo seint í myndinni sem við fáum nýjar upplýsingar sem ættu að halda okkur spenntum fram á haust þegar lokamynd tríólógíunnar verð- ur sýnd. The Matrix Reloaded gerist, eins og The Matrix, á nokkrum vígstöðv- um, raunheimi persónanna, sýndar- veruleika og draumheimi. Það er mikil orka sem fer hjá þeim bræðr- um, Andy og Larry Wachowski, í að púsla þessu saman svo einhver skilningur komist inn í höfuð áhorf- andans. Því miður tekst það ekki nógu vel í þetta sinn. Við erum þó alltaf viss um hverjar persónumar eru og fyrir hvað þær standa. Það er svo erfiöara að fá botn í af hverju þær gera þetta og af hverju hitt. í lokin erum viö engu nær um til- ganginn. Vitum að það þarf ein- hverja óvænta aðgerð eigi að vera hægt að bjarga mannkyn- inu í Zion. Hvað það verður er óljóst þvi enn erum við ekki búin að fá að vita hvað Matrix er í raun og vem þó nokkur skilningu fáist í atriðinu þegar Neo hittir hönnuðinn. Til að fá mannlega þáttinn í Matrix Reloaded er mikið gert úr hinni miklu ást sem Neo (Keanu Reeves) og Trinity (Carrie Anne-Moss) bera hvort til annars en eins og Neo kemst að þá er allt ákveðið fyrir fram og ekki hægt að breyta því sem ætlað er. Neo er örlagavaldur- inn í sögunni og enginn gerir sér betur grein fyrir því heldur en Morfeus (Laurence Fishbume), en heldur hefur dregið úr styrk þeirrar persónu á kostnað Neos. The Matrix endaði á því að Neo var kominn með þá ofurmannlegu hæfileika sem honum vom alltaf ætlaðir. í The Matrix Reloaded stöðvar hann regn byssukúlna með því einu að rétta fram hönd, hefur betur gegn Mr. Smith (Hugo Weav- ing), sem margfaldar sjálfan sig í slagsmálum gegn Neo, og þegar Þegar hváð er við segir Gunnar grafalvarlegur: „Já, þar var okkar virti skóli var settur niður á lægsta plan!“ Bíður eftir að komast á sjóinn Birgir Már Hannesson er nemi í bókmenntafræði og var einmitt að sækja tvær einkunnir fyrir rit- gerðir. Nokkuð sáttur við þær. „Þetta er á því róli sem ég bjóst við, 8 og 8.5. Það er ágætt,“ segir hann. Inntur eftir efni ritgerðanna segir hann: „Ég var að skrifa um upplýsingastefnuna og Birting eft- ir Voltaire, vafði því saman í eina ritgerð sem tilheyrir bókmennta- sögu. Hin er um Eneasarkviðu eft- ir Virgil og er hluti prófs í lat- neskum bókmenntum." Prófin eru semsagt búin hjá Birgi Má en meðan hann bíður úrslitanna und- irbýr hann BA-ritgerð sína í bók- menntafræðinni og sækir fróðleik í hirslur Þjóðarbókhlöðunnar. Hún á að fjalla um skáldskap Leonards Cohens. „Ég er nú bara að nýta tímann og koma verkefn- inu af stað en það verður þó aðal- lega viðfangsefni næsta vetrar. Auk þess verð ég í fullu námi fram að áramótum og býst við að útskrifast vorið 2004,“ segir hann. Birgir Már er Dalvíkingur en hefur verið búsettur hér í borg- inni í nokkur ár og tók stúdents- prófið frá Fjölbraut í Breiðholti. En hvað með sumarið? Á hann vísa vinnu? „Ég vonast eftir að komast í af- leysingar á bát. Hef stundað sjó- inn síðustu sumur, ýmist fyrir norðan eða austan. I fyrra var ég á Súlunni frá Akureyri,“ svarar hann og auðheyrt er að hann telur það góðan kost að komast á sjó- inn. „Maður verður að afla sér einhverra tekna, annars tylldi maður ekki í náminu því ekki lif- ir maður af námslánunum,“ segir hann að lokum. Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. mikið liggur við nær Neo hraða hljóðsins. Þessi ofurhæfileikar koma aðeins fram í sýndarveruleik- anum þar sem allur hasarinn fer fram. Þar er Neo sá sem allir treysta á, ekki það að bæði Trinity og Morfeus fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. En það er Neo sem fer á fund Véfréttarinnar og það er hann í lokin sem gerir sér grein fyrir að mannkynið á enga möguleika. Þriðja myndin, The Matrix Revolutions, kemur sjálfsagt með svör sem fjölmargir aðdáendur bíða spenntir eftir. Ekki renni ég grun í hver endalokin verða. Það er viss kostur sem gerir þó Matrix Reloa- ded að kvikmynd sem hefur hvorki byrjun né endi. Á móti kemur að það er mikill hraði í atburðarásinni sem felur annmarka í sögunni og þá verða spennumyndir ekki flottari. Það á ekki aðeins við um frábær slagsmál heldur eru leikaramir hver öðrum tilkomumeiri. Lelkstjórar og handrltshöfundar: Andy og Larry Wachowski. Kvikmyndataka: Bill Pope. Aðalleikarar: Keanu Reeves, Laurence Fishburne, Carrie Anne-Moss, Hugo Weaving, Monica Bellucci, Lambert Wilson og Jada Pinkett Smith.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.