Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 6
6 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 I>V Englr úrslitakostir DavíO Oddsson segir aö þeir Halldór hafi ekki sett hvor öörum úrslitakosti í viðræöunum heldur nálgast máliö af „festu og sanngirni". Hann segir ólíklegt aö ráöherrastólum veröi fækkað. Á fimmtu- dag ræöir hann viö þingmenn flokks síns um ráöherrastóla og segist ekki hafa gert upp hug sinn í þeim efnum. Davíð og Halldór ná saman um málefnaskrá: Strandar ekki á verkaskiptingu - segir Halldór Ásgrímsson. Enn opið hverjir verða ráðherrar, segir Davíð Oddsson ERU EKKIALLTAF JÓLIN B0NUSVIDE0 Leigan í þínu hverfí „Við formennimir erum sáttir við að kynna þessi drög hvor fyrir sínum þingflokknum. Það hlýtur að þýða að báðir telji sig geta sæmi- lega við unað,“ segir Davíð Odds- son spurður um hvort samkomu- lagið, sem þeir Halldór Ásgrímsson náðu í gær um drög að stjómarsátt- mála, feli í sér eftirgjöf frá helstu áherslum í kosningabaráttunni. „Hvorugur flokkanna kom fram með úrslitakosti í neinum málum. Menn em búnir að vinna aflt of lengi saman til þess - það virkar ekki. Og ég held að við höfúm nálg- ast þetta báðir tveir af festu og sanngimi. Ég held að það sé upp- skriftin að jákvæðri niðurstöðu," sagði Davíð í viðtali við DV þegar fundi þeirra Halldórs var nýlokið síðdegis í gær. Til Bessastaða Davíö gengur á fúnd forseta ís- lands laust fyrir hádegi í dag, gerir honum grein fyrir stöðu stjómar- myndunarviðræðna og óskar eftir því að Alþingi verði kaflað saman á þriðjudaginn kemur. „Þar verður stefnuyfirlýsing nýrrar stjómar kynnt ef allt gengur eftir og þingið gert starfhæft sam- kvæmt lögunum, kosið í nefndir og þess háttar, og þá er sem sagt þess- um áfanga lokið ef þetta gengur eft- ir,“ segir Davíð. Fundur þeirra Hafldórs í gær stóð í hálfa aðra klukkstund. Þeir telja báðir aflar líkur á að málið sé í höfn en formleg meðferð í flokk- unum er eftir. Drögin að stjómarsáttmála verða kynnt þingflokkum beggja flokka síðdegis á morgun. Flokksráð Sjálf- stæðisflokksins og miðstjóm Fram- sóknarflokksins taka afstöðu til þeirra á fimmtudag. Á fimmtudags- kvöld taka svo þingflokkamir af- stöðu til tillagna formanna sinna um skipan í ráðherraembætti. Loks er stefnt aö því að ríkisráðsfundur, þar sem ný ríkisstjóm tæki form- lega til starfa, verði haldinn á fóstu- dag áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag. Ráðherrastöður „opnar“ Davíð Oddsson segist ekki búinn aö móta tiflögur sínar um ráðherra- skipan og vifl því ekkert tjá sig um sjónarmið sem hafa heyrst í þeim efnum. „Það er enn þá opið og ég á eftir að ræða við aUa þingmennina, hvem einn og einasta, og ég vU ekki vera búinn að binda mig andlega áður en ég geri það. Ég hlusta á þeirra sjónar- mið, þeir geta talað við mig aUir í trúnaði og það hefúr aldrei farið neitt hvaða sjónarmiö þeir séu með varð- andi ráðherradóm, ekki bara sem snýr að þeirra eigin persónu heldur aö þingflokknum sem heUd,“ segir Davíð. Hann ætlar að hefja viðræður um þetta við þingmenn á fimmtu- dagsmorgun. Davíð segir ekki útUokað að breyt- ingar verði á ráðherraliði Sjálfstæöis- flokksins. Hins vegar sé óliklegt að ráöherrastólum verði fækkað að sinni. Strandar ekki á titlum „Þaö er næst á dagskrá og við ger- um ráö fyrir að leysa það fyrst við höfum leyst málefnin," sagði HaUdór Ásgrímsson að loknum fundi þeirra Davíðs í gær, spurður um hvort niö- urstaða væri fengin um skiptingu starfa í ríkisstjóm. „Eins og þetta stendur á ég von á að það strandi ekki á verkaskiptingu þegar menn hafa náð saman um málefnin.“ HaUdór staðfestir að sá möguleiki, að hann taki við embætti forsætisráð- herra síðar á kjörtímabUinu, hafi verið ræddur en um það sé ekkert meira að segja. Efnahagsmál fyrírferðarmest Þeir HaUdór og Davíð segja að mat á stöðu efhahagsmála hafi tekið einna mestan tíma í viöræðum þeirra. „Við höfum farið yfir efnahagsmál- in og stöðu þeirra og þar eru menn náttúrlega með hluti eins og hug- myndir manna um húsnæðismál og hugmyndir annarra manna um skattamál og þess háttar,“ segir Dav- íð. Hann segir að stjómarsáttmálinn verði ekki tæmandi Usti yfir það sem gert verði á kjörtímabUinu heldur komi fram í honum megináherslur. „Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að stjómarsáttmálar eigi að vera frekar stuttir. Þeir fóm upp í fjömtíu tU fimmtíu síður hér í gamla daga, sem mér fannst afltaf merki þess aö menn treystu ekki hver öðrum." Tilboð Samfylkingar Davíð segir að sér hafi fundist lítU yfírvegun yfir tUboði Samfylkingar- innar tU Framsóknarflokksins um stól forsætisráðherra. „Strax hálftiu á sunnudagsmorgni held ég. Mér fannst það dáfltið sérstakt og þetta virkaði nú ekki vel á mig, satt best að segja. Mér fannst UtU yfirvegun í því, eins og í sumu öðra á þeim bæ,“ seg- ir Davíö. -ÓTG Panta á netinu: www.smaar.is dv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.