Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 Fréttir !OV ■ > * ‘ ■ #■% *' # sNwh'*''’* rVK**/# mm Fjölmennt var á menningarhátíöinni Vor í Árborg: DV-MYNDIR NJÖRÐUR HELGASON Unga kynslóðin skemmtir sér Brúöubíllinn vakti mikla kátínu og gleöi meöal ungu kynslóöarinnar á Selfossi. Listamenn og sagna- Lista- og menningarhátíðin Vor í Árborg var haldin af miklum myndarbrag um helgina. Fjöl- breytt dagskrá var á hátíðinni og fjölmennt á mörgum viðburðanna. Hátíðardagskrá var víðs vegar um sveitarfélagið. Meðal annars var leitað fanga í sköpunargáfu íbú- anna og hæfíleika þeirra til að færa söguna í hin ólíkustu form. Boðið var upp á ferðir á sagna- slóðir; skoðaðar voru minjar her- setunnar í Kaldaðarnesi, mynda- sýning af helstu álagablettum Ár- borgar var haldin á vegum Bjarna Harðarsonar, ritstjóra og sérfræð- ings um mannlíf framandi heima. Listalífið í Árborg er í miklum blóma og opnuðu listamenn vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi. Menningarmiðstöðin í gamla frystihúsinu á Stokkseyri hafði mikið aðdráttarafl en þar sýndu ljölmargir listamenn vinnu sína og listverk. Þá var hægt að setjast niður og hlýða á Brenniö þið vitar Páls ísólfssonar og sjá ljós vitanna kvikna á stóru Is- landskorti. -NH Réttu handbrögðin Katrín Ósk Þorgeirsdóttir leirlistakona sýnir réttu handbrögöin viö listsköpunina. Skemmtileg uppákoma Listamenn í Hólmastrandarhúsinu á Stokkseyri tóku á móti gestum. Rímnaskemmtan Kristín Heiöa Kristinsdóttir og Guöjón Kristinsson kváöu rímur í Þuríöarbúð á Stokkseyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.