Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 16.JÚNÍ2003 DV Bingó Nú leikum við I- röðina og hér til ! hliðar birtist 7. tal- ' an. Ferð fyrir tvo ___ með Iceland Ex- press til London eða Kaupmannahafnar er í boði. Átta tilkynntu um bingó á B- röðina. Nafn eins var dregið út, Þórðar Sturlusonar, Hraunbæ 34, Rvík. Samhliða einstökum röðum er allt spjaldið spilað. Verðlaun fyrir allsherjarbingó er vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Spilað er í allt sumar og getur leynst vinningur á þínu spjaldi. EFNI BLAÐSINS Eldsvoðinn á Vatnsstíg - innlendar fréttir bls. 4 Ögurstund í Berlín - innlendar fréttir bls.6 3000 þjóðlagamenn koma til fslands - innlendar fréttir bls. 12 Ferðapunktar veittir fyrir viðveru í flugvél - Innlendar fréttir bls. 10 Samningur Patreks í tvísýnu -DV Sport bls. 18 Jim Furyk vann vann US Open - DV Sport bls. 30 Kynlífskaup karla - Tilvera bls. 44 Bíó og sjónvarp -Tilverabls.42-43 Wji DV kemur næst út C——miðvikudaginn 18.júní. Afgreiðsla smáauglýsingadeildar verðuropin þriðjudaginn 17.júní frá kl. 18.00 til 22.00. DV óskar landsmönnum gleðilegrar þjóðhátíðar. Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaBaafgreiBsla, áskrift: Skaftahlíó 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5749 Rltsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aBsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiBir ekki viðmælendum fyrir viBtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Innbrot komst upp Fíkniefni og hraðakstur Rólegheit Helgin var nokkuð róleg hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. Lögreglan í Kópa- vogi tókeinn ökumann á 140 kilómetra hraða á Hafnarfjarð- arvegi.Einn maður vartekinn vegna gruns um ölvunarakst- ur. Þá var tiltölulega rólegt í miðbæ Reykjavíkur um helg- ina og lítið fyrir lögregluna að gera. Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði fjögur ungmenni í bíl aðfaranótt sunnudags í venju- bundnu eftirliti lögreglunnar.f bílnum voru ýmis rándýr raf- magnstæki, svo sem tetratal- stöð, GSM-símar og radarvar- ar. Einn piltanna viðurkenndi að hafa brotist inn i bíl við Höfða skömmu áður og stolið tækjunum. Hann var handtek- inn og hin ungmennin voru einnig yfirheyrð. (Ijós kom að þetta var þýfi úr að minnsta kosti tveimur innbrotum sem ekki var enn búið að tilkynna til lögreglunnar. Eftiryfir- heyrslur var fólkinu sleppt og teljast málin upplýst. Fíkniefnamál kom upp hjá lögreglunni í Hafnarfirði að morgni laugardags.Við venju- bundið umferðareftirlit stöðv- aði lögreglan bíl og við leit í honum fundust ætluð fíkni- efni.Ökumaður bílsins, sem var átján ára piltur, var hand- tekinn og yfirheyrður. Honum var sleppt að yfirheyrslu lok- inni og telst málið að fuilu upplýst.Þá stöðvaði lögreglan um helgina 30 bíla sem óku langt yfir leyfilegum hraða og þrír voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Lögreglan á ísafirði kom upp um fíkniefnastarfsemi: Ætluðu að selja efnin á Vestfjörðum Lögreglan á ísafirði upplýsti þrjú umfangsmikil fíkniefna- mál í vikunni og stöðvaði þannig fíkniefnadreifingu í umdæminu. í tengslum við rannsókn málanna lagði lög- reglan hald á rúm 170 grömm af kannabisefnum og tæp fjögur grömm af amfetamíni. Fyrsta málið kom upp á þriðju- daginn þegar karlmaður á fertugs- aldri var handtekinn er hann var nýkominn frá ísafjarðarflugvelli. Hann hafði þá skömmu áður kom- ið með áætlunarflugi frá Reykjavík. f fórum hans fundust 76 grömm af hassi og tæp fjögur grömm af am- fetamíni. Hann var í haldi lögregl- unnar í tæpan sólarhring og var sleppt að yfirheyrslum loknum. Fíkniefnadreifing á Vestfjörðum Annað málið kom upp á mið- vikudaginn þegar 19 ára piltur var handtekinn á Isaflrði en á honum Fljótlega vöknuðu grunsemdir um að efnin hefðu verið ætluð til dreifingar á norðan- verðum Vestfjörðum og var málið rannsakað sem slíkt. fannst lítilræði af kannabisefnum. Húsleit var gerð á heimili hans og einnig á heimili vitorðsmanns hans þar sem fundust rúm 53 grömm af hassi. Að sögn lögreglunnar vökn- uðu fljótlega grunsemdir um að Fíkniefni: Þrjú flkniefnamál komu upp f vikunni hjá lögreglunni á ísafirði. efnin hefðu verið ætluð til dreifmg- ar á norðanverðum Vestfjörðum og var málið rannsakað sem slíkt. Auk vitorðsmannsins voru nokkrir aðrir handteknir. Tveir menn voru, að kröfu lögreglustjórans á fsafirði, úr- skurðaðir í gæsluvarðhald, annar í sólarhring en hinn í þrjá daga. Aðr- ir voru skemur í haldi lögreglunnar. Málið telst nú vera upplýst en sannað þykir að tveir aðilar hafi far- ið akandi til Reykjavíkur fyrir viku í þeim tilgangi að kaupa hass og að þeir hafi komið með rúmlega 100 grömm af efninu aftur vestur. „Svo virðist sem um það bil helmingur efnisins hafi farið í dreifingu á svæðinu og einnig til eigin neyslu eigendanna. Við lögðum hald á peninga sem einn mannanna var handtekinn með og leikur grunur á að þeir peningar séu ágóði fíkni- efnasölunnar," sagði lögreglan. Stefnumót í Hrútafirði Þriðja málið kom upp aðfaranótt laugardagsins þegar lögreglan á ísafirði stöðvaði tvo unga menn í Hestfirði í ísafjarðardjúpi. „Menn- HVERJIR ERU ÓDÝRASTIR? FATALAND Húfa á 490 kr. Bolur á 490 kr. Buxur á 490 kr. Opnunartími: Virka daga kl. 10-18 Helgar kl. 11-16 Fákafeni 9 • Reykjavík Dalshraun 11 • Hafnarfirði irnir voru að koma akandi áleiðis til ísafjarðar en við leit f bíl þeirra fund- ust 42 grömm af hassi. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð- ina og voru þeir í haldi okkar í sólar- hring á meðan mál þeirra var rann- sakað." Að sögn lögreglunnar fóru mennirnir akandi ffá Isafirði að Brú í Hrútafirði þar sem þeir tóku við um- ræddum fíkniefnum. Við rannsókn málsins kom í ljós að annar mann- anna hefði dreift fíkniefnum á Vest- fjörðum og grunur leikur á að það hafi verið tilgangurinn með þessari ferð þeirra. Við rannsókn eins málanna naut ' lögreglan á Isafirði aðstoðar lög- reglunnar á Akureyri og í Keflavík. Lögreglan á fsafirði vill koma á framfæri þakklæti fyrir þær ábend- ingar sem borgararnir hafa látið henni í té og hafa átt þátt í því að málin upplýstust. „Ljóst er að sam- félagið hafnar fíkniefnameðhöndl- un, hvort heldur fíkniefnaneyslu eða fíkniefnadreifingu á svæðinu, og er þátttaka almennings í þessum málum sönnun þess. Við viljum hvetja almenning til að vera vel á varðbergi og koma hvers kyns ábendingum á framfæri til okkar." -ekA Ellefu ára pilti bjargað úr sjálfheldu Gatsig hvergi hreyft Ungur drengur var hætt kominn þegar hann komst í sjálfheldu í klettunum ofan Ölfusborga í gærkvöld. „Ég var svolítið smeykur þarna uppi. Ég hafði farið of Iangt niður í klettana og sá að ég komst ekki með nokkru móti upp aftur," segir Krist- björn Viðar Baldursson, ellefu ára drengur, sem var bjargað úr sjálf- heldu í klettunum ofan við orlofs- byggðina í Ölfusborgum í gærkvöld. Á þessu svæði er nokkuð um skriður og hefði getað farið illa ef Kristbjörn hefði fallið við að klífa klettana. Kristbjörn var í þeirri stöðu að hann gat sig hvergi hreyft og tók hárrétta ákvörðun um að bíða kyrr þar til björgun bærist. Fyrir neðan klettana var fólk og gat Kristbjörn látið vita af sér. Björgunarsveitarmenn komu skömmu síðar á vettvang og hófu þegar uppgöngu að þeim stað þar sem Kristbjörn beið. Þeim tókst að hjálpa piltinum upp klettabeltið. Lögreglumenn og björgunarsveit- armenn voru glaðir og ánægðir að lokinni björgun. „Hann stóð sig hreint eins og hetja. Það skipti miklu að hann var rólegur allt þar til við komumst til hans. Þetta er greinilega hörkustrákur," sagði einn lögreglu- mannanna um björgunina. Kristbirni varð ekki meint af fjallaklifrinu og dvelur hann nú ásamt fjölskyldu í orlofshúsi í ölf- usborgum. _NN HETJAN: Kristbjörn Viðar kominn niður ásamt björgunarsveitar- og lögreglumönn- um sem hjálpuðu honum niður úr klettunum. DVmyndirNH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.