Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST2003 TILVERA 27 ALFABAKKI G'RÍSIA STÓRMYND GRlSLA: BASIC: FJðLMIÐLAVAKTIN Hilmar Karlsson hkarl@dv.is Lestur og áhorf Áður fyrr var það ein vinsælasta afþreying almennings að taka sér bók eða blað í hönd, láta fara vel um sig í frístundum og lesa sér til skemmtunar eða fróðleiks. Sú dægradvöl er ekki jafnvinsæl nú þrátt fyrir að aldrei hafi verið jafn- mikið og jafnfjölbreytt lesefni í boði, sérstaklega hvað blöð varðar. Með tilkomu sjónvarps fóru hlutirnir að breytast, lestur minnk- aði og fróðleikurinn og skemmtun- in kom úr sjónvarpí. Það gerðu sér þó flestir grein fyrir því að sjón- varpið kom ekki í staðinn fyrir les- efni heldur tafði frekar fyrir lestri. Síðan komu tölvurnar og enn hall- aði á lesturinn. Nú er svo komið að lestur er í vörn gagnvart áhorfi. Ætla hefði mátt að þetta væri j eins annars staðar á Norðurlönd- ; unum en svo er ekki. Ef litið er til ; blaðalesturs þá eru íslendingar slakastir f slíkum lestri. Skandinav- i ar lesa blöð meira en íslendingar í samkvæmt könnunum. Ekki tel ég j að orsökin liggi hjá íslenskum i blöðum. Við höfum að vísu ekki dagblöð af sömu stærð og stærstu j blöð á Norðurlöndum en í fféttum j og greinaskrifum stöndum við jafnfætis. Það þarf því að leita or- j sakanna fyrir litlum blaðalestri annars staðar. Freistandi væri að ætla að mis- munurinn lægi í bóklestri en sú er ekki ástæðan nema að litlu leyti. Sannleikurinn er sá að vinnudagur Islendinga er mun lengri en frænda okkar. Eftirvinna tíðkast ekki í sama mæli á hinum Norðurlönd- unum og hér á landi og því má ætla að almenningur sem hættir vinnu á skynsamlegum tíma dags taki sér frekar blað í hönd en þeir sem vinna ffam að kvöldmat eða þar til fréttir sjónvarps byrja. STJÖRNUGJÖlF DV Nói albínói 28 Days Later ★★★ Pirates of theCaribbean ★★★ Terminator 3 ★★★ HULK ★★★ Sindbað sæfari ★★'i Basic ★★ What a Girl Wants ★★ Bruce Almighty ★★ Hollywood Homicide ★★ Charlie's Angels: Full Throttle ★★ Matrix Reloaded ★★ Legally Blonde 2 ★i Lara Croft.... ★ HULK Sýnd kl. 5.30 Tilboð kr.400.B.i. 12.ára. NÓI ALBfNÓI: Sýnd kl. 8. B.i. 12 ára. Enskur texti. Breskir \ æ r * Bíódagar PURE: Sýnd kl. 6 CROUPIER: Sýndkl. 6. THE MAGDALENE SIST.:Sýnd kl. 8 ALL OR NOTHING: Sýnd kl. 8. LUCKY BREAK: Sýnd kl. 10 BLOODY SUNDAY: Sýnd kl. 10.15. SWEET SIXTEEN: Sýnd kl. 10.30. KRINGLAN tS 588 0800 ÁLFABAKKI tS 587 8900 PIRATES OF THE CARRIBEAN : Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. B. i. 10 ára. SINBAD: Sýnd m. fsl. tali kl. 4 og 6 SINBAD: Sýnd m. ensku. tali kl. 8. HvaÖ er í sjónvarpinu um héígina? Helgarkvikmyndir í sjónvarpi K R N G L A N Sýnd m.ísl.tali kl.4 og 6. ÁSTRÍKUR: Sýnd m. ísl. tali kl.3.50. Afþreyingin er ífyrirrúmi þegar litið er á hvaða kvikmyndir sjónvarpsstöðv- arnar sýna um helgina. Pað má þó finna innan um allan fjöldann mynd- ir sem vert er að mæla með. OH BROTHER WHERE ARTTHOU? George Clooney, Tim Blake Nelson og JohnTurturro fara á kostum í hlutverkum þriggja flóttafanga. Passion of Mind Fyrir fáum árum sendi franski leikstjórinn Alain Berliner frá sér at- hyglisverða kvikmynd, Ma Vie en Rose, þar sem hann fjallaði um dreng sem heldur að hann sé stúlka. í Passion of Mind gengur hann enn lengra og fjallar um konu sem í orðs- ins fyllstu merkingu veit ekki hver hún er. Marie/Marty, er persónu- klofningur sem er tvær persónur. í öðru lífinu er hún frönsk ekkja með tvö börn og býr í smábæ í Frakkfandi en í hinu lífinu er hún forstjóri bóka- forlags í New York og einhfeyp. Demi Moore leikur Marie/Marty og það verður að segjast eins og er að hún er ekki mjög sterk á svellinu. Sjánvarpið sýnirPassion ofMind í kvöld kl. 21.50. Los sin nombre Los sin nombre er vel heppnuð og hrollvekjandi spænsk spennumynd, sem byggð er á skáldsögu Ramseys Campbells. Segir myndin frá Claudiu sem verður fyrir miklu sál- rænu áfalli þegar ung lögreglukona tifkynnir henni að ung dóttir hennar hafi verið myrt. Fimm árum síðar fær hún símtal ffá dóttur sinni þar sem hún segist vera lifandi og sé búin að ganga galdratrúarsöfnuði á hönd. Claudia fer að leita að dóttur sinni með aðstoð lögreglumanna og kemst að því að það eigi að fóma henni. Góð stfgandi er í myndinni sem er ölf dökk yfirlitum. Þetta er sem sagt mynd fýáir spennufíkla en ekki viðkvæma. Sjónvarpið sýnir Los sin nombre í kvöldkl. 00.10. The Story of Joan of Arc Luc Besson tekur fyrir það sem Frökkum er heilagast, söguna um dýrlinginn Jóhönnu af Örk sem brennd var á báli aðeins nítján ára. Fer Besson að mestu leyti sömu leið og hann gerði í The Fifth Element. Tæknibrellur em nýttar til hins ýtrasta í epískri stórmynd sem er fulllöng en býr yfir miklum krafti, svo miklum að oft á ti'ðum er eins og Luc Besson sé á ystu nöf með að halda þræðinum. Jóhanna af Örk hjá Luc Besson er öðruvísi Jóhanna. Passion ofMind ★★ Los sin nombre ★★★ The Story of Joan of Arc ★★★ Don't Say a Word ★★ Oh Brother Where Art Thou? ★★★ The Winslow Boy ★★★ Hún er ákafur unglingur sem býr yfir sterkum vilja og miklu þreki, ung- lingur eins og við þekkjum í nútím- anum. Það sem helst veikir myndina er Milla Jovovich sem er ekki sann- færandi í titilhlutverkinu. Stöð 2 sýnir The Story of Joan of Arc í kvöld kl. 24.00 Don't Say a Word Þetta er mynd sem hefði átt að hafa alla burði til að vera afbragðs sakamálamynd. Hún er gerð eftir skáldsögu Andrews Klavans sem valin var besta sakamálasaga ársins og fjallar um sálfræðing sem fær til meðferðar stúlku sem hefur ein- angrað sig frá umheiminum og tönglast stanslaust á því að hún ætli ekki að segja frá. Ekki vantar fléttur í ágætlega skrifað handrit samfara góðum persónulýsingum. Leikstjór- inn, Gary Fleder (Kiss the Girls), nær samt ekki að binda endana saman þannig að eftir því sem líður á myndina verður hún æ lausari í böndum og einstaka persónur vafra inn og út án þess að hafa tilgang. Stöð 2 sýnir Don’t Say a Word a' laugardagskvöld kl. 20.55 O Brother Where Art Thou? Coen-bræður eru í góðu formi í kostulegri gamanmynd sem laus- lega er byggð á kvæðabálki Hómers, Ódysseifskviðu. Sögusviðið er Miss- issippi á fjórða áratugnum. Kreppan er í hámarki og spilltir stjórnmála- menn ráða ríkjum. Almenningur leitar huggunar í bluegrass-tónlist- inni og eru lögin betri eftir því sem þau eru eldri. Inn í þetta þjóðfélag ana þrír flóttafangar, Ulysses, Pete og Delmar. Þeir bræður, Joel og Eth- an, hafa skapað ærslafulla og vel gerða kvikmynd sem ber höfund- arenikenni jjeirra. Hetjurnar sem vaða elginn eru misvitrir eins og kapparnir í Ódysseifskviðu á leið í heimahagana og lenda í miklum æv- intýrum á leið sinni þangað. Bíórásin sýnir O Brother Where Art Thou? á laugardagskvöld kl. 24.00 The Winslow Boy Þetta er rómúð kvikmynd eftir David Manet. Hann skrifar handrit- ið eftir leikriti Terence Rattigans. The Winslow Boy gerist árið 1912 og eru aðalsöguhetjur myndarinnar meðlimir Winslow-fjölskyldunnar sem þurfa að berjast fyrir rétti sínum og gegn ágangi fjölmiðla þegar yngsti sonurinn er rekinn úr skóla þar sem grunur leikur á að hann hafi stolið peningum. Þó svo að leikstjór- inn sé bandarískur prýða myndina nær eingöngu breskir leikarar. í að- alhlutverkum eru Guy Edwards, Nigel Hawthorne, Rebecca Pidgeon (eiginkona Mamets) og Jeremy Northam. Bíórásin sýnir The Winslow Boy á sunnudagkl. 18.10. Sýndkl.4,6,8og 10.10. Sýnd (Lúxus kl, S, ?.4S og 10.15. Lífíð .eftii vmnu PPPPP^ ■ “♦fi' iti Slr* tf I ,!?í 1 MAUS: Kemur fram á Grand Rokk í kvöld. GRAND ROKK: Bandaríska rokksveitin Let It Burn spilar í kvöld ásamt Maus, Dys og Molesting Mr. Bob. Tónleikarn- ' ' ir hefjast klukkan 22. PLAYERS: Stórsveitin Sálin, með Stef- án Hilmarsson fremstan meðal jafn- ingja, leikur á Players í Kópavogi í kvöld. GAUKURINN: Hinir eitilhressu drengir í hljómsveitinni Buffi skemmta gest- um Gauksins í kvöld með tónlist og gríni. Frítt inn. VEGAMÓT: Hinn sískemmtilegi plötu- snúður, Kári, sér til þess að gestir Vegamóta skemmti sér vel í kvöld. METZ: Plötusnúðurinn Andrés leikur listir sínar á skemmtistaðnum Metz í Austurstræti í kvöld. GLAUMBAR: Plötusnúðurinn Þór Bær- ing spilar geisladiska fyrir gesti Glaumbars í kvöld. HVERFISBARINN: Atli skemmtana- lögga sýnir klærnar á Hverfisbarnum í kvöld. FELIX: Dj Valdi verður við stjórnvölinn á Felix í kvöld. GULLÖLDIN: Félagarnir Svensen og Hallfunkel spila fyrir gesti Gullaldar- innar í kvöld. KJALLARINN: Johnny Dee verður með old school danshátíð og partístemn- ingu í Kjallaranum í kvöld. CAFÉ KULTURE: Kvöldið í kvöld á Café Kulture ber yfirskriftina Disloungical cocktail party & disfunctional art og verður þar boðið upp á lounge-tón- list, kokkteila og Ijósmyndasýningu. Dagskráin hefst klukkan 23. KRINGLUKRÁIN: Það er borgfirsk helgi ^ á Kringlukránni um helgina og Stuð- bandalagið frá Borgarnesi skemmtir gestum. BÚÁLFURINN: Hermann Ingi Jr. skemmtir á Búálfinum í Hólagarði í kvöld. CATALÍNA: Trúbadorinn Sváfnir Sig- urðarson spilar á Café Catalínu í kvöld. FJÖRUKRÁIN: Hilmar Sverrisson spilar á Fjörukránni í Hafnarfirði í kvöld frá 23-3. GRÆNI HATTURINN: Danssveitin S(N skemmtir á Græna hattinum á Akur- eyri í kvöld. —-■ KAFFIAKUREYRI: Hljómsveitin Spútnik treður upp ásamt hljómsveit- inni Douglas Wilson í kvöld. GALLERÍ DVERGUR: Gallerí Dvergur og Tilraunaeldhúsið halda tónleika í dag frá klukkan 17—19. Tónleikarnir verða í portinu hjá Gallerí Dvergi við Grundarstíg 21 í Þingholtunum. é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.