Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2003, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER2003 TILVERA 35 % Tilvera Fólk ■ Heimilið • Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.!s Sími: 550 5813-550 5810 Stuttmyndir LUNDABÍÓ: Nokkrar stutt- myndir Norræna hússins verða sýndar í kvöld kl. 20. Sýndar verða níu stuttmyndir frá Bandaríkjunum, Kanada, Þýska- landi, Bretlandi og Ástralíu ásamt sérstakri sýningu á klass- ískri, breskri gamanmynd frá 7. áratugnum. Myndirnar eru: Fireplace Redux, 4 mín., eftir Jeffrey Hands, MyTV Hates Me, 3 mín., eftirThomas Muller, Deep Red Dye, 3 mín., eftir Pat- riciu Pinsker, Feuerhaus, 5 mín., eftir Bárbel Neubauer, Earth- quake, 2 mín., eftir James Brett, Famous Crimes of Passion, 6 mín., eftir Chris Spears, Always Sergej, 1 mín., eftir Stefan Wein- ert, Still Lover, 6 mín., eftir Amir Motlagh og Insatiable, 2 mín., eftir Irinu Goundortseva. John Garner, fyrrum landsliðsþjálfari ísland í golfi og fyrrum Ryder Cup leikmaður: Kennsla meðan á leik stendur rrir okkur hér að fá hann til okkar. hkarl@dv.is RYDER-BIKARINN: John Garner er hér með bikarinn sem hann fékk fyrir að vera I Ryder-liði Bretlands og írlands árið 1971. irbúnig að kennslubók í stutta spil- inu. Bókin kom út í síðustu viku og verður henni dreift um alla Evr- ópu. Þrjú högg verða að tveimur Short Game Guru, eins og bókin heitir, er handhæg spjaldabók, sem er í þeirri stærð að auðvelt er að hafa hana með í golfpokanum: „Þessi bók ætti að koma öllum kylfingum til góða, hvort sem þeir eru utan flatar í grasi eða í bönker eða pútta á flötinni. Þarna er farið nákvæmlega í hvernig á nota kylf- una í aðstæðum sem kalla á ná- kvæmni og ég get lofað hverj- um og einum sem fer eftir leið- beiningunum í bókinni að hann mun lækka skorið sitt og þá for- gjöfína um leið. Þá er einn kaflinn í bókinni helgaður fötluðum golf- urum. Ég hef verið að leið- beina fötluðum golfurum í Reykjavfk. Það var ágæt- ur félagi minn, Hörður Barðdal, sem kom að máli við mig bað mig um leið- beiningar og afraksturinn er ein síða f bókinni. Það er ótrú- legt hvað fatlaðir geta gert þegar viljinn er fyrir hendi." Garner segi vona að bókin sé sú fyrsta í flokki spjaldbóka sem hann geri. „Það er mikið um kennsluefni á myndbandsspólum og góðar bækur til en með þessari útgáfu erum við að hugsa um goifarann þegar hann er í leik. í henni eru leiðbeiningar um högg sem hann er kannski ekki alveg viss hvernig á að fram- kvæma. Á haustmánuðum er John Garner að kenna bæði í Þýskalandi og á Spáni og einnig kennir hann hér á landi þegar tími vinnst til. Auk kennsl- unnar hefur Garner hannað golfvelli og skipulagt golfsvæði. Það er því nóg að gera hjá þessum snaggaralega golfkennara og mikill John Garner er þekkt nafn í golfheimin- um. Hann er í dag einn eftirsóttasti golf- kennarinn í Evrópu, lék með Ryder-lið- inu árið 1971, þegar Ryder-keppnin var á milli Bandaríkjanna og Bretlands/ír- lands og sigraði síðast I evrópsku móta- röðinni fyrir eldri kylfinga árið 1998. Þá var hann um skeið landsliðsþjálfari ís- lenska landsliðsins í golfi. inn í Ryder-lið Bretlands og írlands en fékk aðeins að spreyta sig í ein- um leik. 1973 var hann í úrtaki fyr- ir Ryder-bikarinn en var ekki val- inn í liðið. Þegar John hætti í Evróputúrn- um hóf hann kennslu með góðum árangri og varð fljótt eftirsóttur. Var hann fyrst ráðinn landsliðs- þjálfari íslands árið 1988. Þegar svo stofnað var Evr- John Garner er nú fluttur til fs- lands og gerir þaðan út eins og hann segir en hann kennir um alla Evrópu. Hér á landi hefur mátt sækja tíma til hans, þegar hann er viðlátinn, í Nevada Bob og auk þess mun hann í vetur kenna í Iþróttahöllinni f Kópa- vogi. En hvers vegna sest hann að á Islandi þegar Evrópa er vett- vangur hans? „Ég hef margoft komið hingað til lands frá því ég var að þjálfa landsliðið og fyrir nokkrum árum kynntist ég Svölu Ásgeirsdóttur í gegnum golfið og nú ætlum við að gifta okkur á næstunni og setjast að hérna,“ segir þessi glaðlegi kylfing- ur, sem hefur margs að minnast á löngum ferli í golfinu. John Garner er fæddur 1947 og keppti um tíma í evrópsku móta- röðinni og sigraði einu sinni. Það var á Benson- og Hedges-mótinu árið 1972. Árið 1971 var hann val- LEIÐBEININGAR: Stutta spilið erviðfangs- efni Johns Garners í Short Game Guru sem er á þessum handhægu spjöldum. óputúrs fyrir eldri kylfmga hóf hann þátttöku og keppti í nokkur ár en hætti alveg keppni eftir nokk- ur mót árið 2001. Þá hóf hann und- Sigur viljans KVIKMYNDAGAGNRÝNl Hilmar Karlsson hkarl@dv.is i Seabiscuit er kvikmynd um þá sem minna mega sín en hafa sigur gegn þeim sterkari. Þetta á ekki ein- göngu við um veðhlaupahestinn Seabiscuit, sem kvikmyndin dregur nafn sitt af, heldur einnig þær þrjár persónur sem næst honum standa, eigandann, sem hafði horft á eftir eiginkonunni fara í burtu eftir að þau höfðu misst einkasoninn í slysi, þjálfarann, sem var einfari sem fáir höfðu trú á, og knapann sem for- eldrarnir yfirgáfu á kreppuárunum og barðist í mörg ár fyrir tilveru sinni. Sameiginlega tekst þeim lúð ógerlega, að gera Seabiscuit, sem enginn hafði haft trú á, að besta veð- hlaupahesti Bandaríkjanna á kreppuárunum. Það er í raun undravert hversu Seabiscuit er góð kvikmynd þegar haft er í huga að sagan er meló- dramatísk og á mörkum þess að vera væmin. Og satt best að segja hafði ég ekki mjög gaman af fyrsta klukku- tímanum þar sem meira og minna er verið að kynna persónur og afdrif þeirra í nokkur ár um leið og ástand- inu á kreppuárunum er lýst. Til að þetta virki er sögumaður til staðar sem útskýrir og heldur í þræðina. Það hefði að öllu jöfnu veikt enn meira þennan hluta að hafa sögu- mann ef ekki hefði verið fyrir styrka og ákveðna leikstjóm Garrys Ross (Pleasantville) sem að mínu mati á stærstan þátt í því hversu gefandi og hlý kvikmynd Seabiscuit er. Það er svo ekki fyrr en Seabiscuit kemur til sögunnar að myndin fer að taka vel við sér, verður það drama sem henni er ætlað að vera, áhrifa- mikil lýsing á því hvað viljinn og þrjóskan ásamt þolinmæði getur leitt af sér um leið og það verður spennnandi að fylgjast með Sea- biscuit á veðhlaupabrautinni. Laugarásbíó/Regnboginn Seabiscuit ★★★ Veðhlaupahesturinn Seabiscuit var til og þótt ég hafi aldrei heyrt hann nefndan þá er hann í Banda- ríkjunum tákn fyrir trú á betri tíð á erfiðustu árum þjóðarinnar þegar kreppan gerði það að verkum að 25% vinnandi manna urðu atvinnu- laus. Það sem síðan gerði Seabiscuit einstakan var að eftír að honum hafði verið „lagt" fimm vetra göml- um sneri hann aftur að tveimur KAPPREIÐAR: Knapinn Red Pollard (Tobey Maguire) á veðhlaupahestinum Seabiscuit. árum liðnum á veðhlaupabrautina og vann þá sína stærstu sigra. Það er síðan í kringum líf eigandans, Charles Howards (Jeff Bridges), þjálfarans, Toms Smiths (Chris Cooper), og knapans, Reds Pollards (Tobey Maguire) sem sagan er spunnin, staðreyndir látnar víkja fyrir skáldagyðjunni til að myndin öðlist meira drama og verði áhrifa- meiri. Þetta er allt gott og blessað þegar jafn vel tekst til og hér. Jeff Bridges, Tobey Maguire og Chris Cooper hjálpa síðan tíl með góðum leik að gera Seabiscuit að til- finningaþrunginni gæðamynd og kæmi ekki á óvart þótt einhver þeirra fengi óskarstilnefningu. Þá er William H. Macy skemmtilegur í hlutverki íþróttaþular sem er meira fyrir slúðrið en íþróttímar. Leikstjóri og handritshöfundun Gary Ross. Kvikmyndataka: John Schwartzman. Tón- list Randy Newman. Aðalleikaran Jeff Bridges, Tobey Maguire, Chris Cooper, William H. Macy, Elizabeth Bland og Gary Stevens. Ekki láta h&i letöast. & 'lllil BONUSVIDEO Leigan I þmu hverfl ■ , ÞARFASTI ÞJÓNNINN! «

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.