Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 Fréttir TÍV Hundruð handtekin Nokkur hundruð manns hafa verið handtekin víðs vegar í írak undanfarna daga. Bandarískar hersveit- ir hafa verið með skipu- lagðar aðgerðir í þessum efnum og segir talsmaður hersins að í hópnum séu nokkrir leiðtogar and- spyrnumanna. Handtök- urnar koma í kjölfar hand- töku Saddams Husseins, fyrrum forseta landsins, en við handtökuna komust hermenn yfir ýmsar upp- lýsingar sem hafa verið nýttar við fyrrnefndar að- gerðir. Er hækkun Sjalda í eilsuaæsl- unni eðlileg? Ingi Guðjónsson forstjóri Lyfju hf. „Það er orðið æ erfiðara fyrir allan almenning að leita sér heilbrigðisþjónustu og ill- mögulegt fyrir þá fátæku.Æ fleiri óska eftir aðstoð Félags- þjónustunnar til að greiða fyr- ir iæknis- og lyfjakostnað. Þetta er þó ekki hlutverk sveit- arfélaganna, frekar en öll sú heilbrigðisþjónusta sem að Landsspítali - háskólasjúkra- hús ætlar nú að spara sér og velta meðal annars yfir á sveitarfélög í landinu." Svo virðist sem harðvítugum átökum um SPRON hafi lokið um helgina þegar sam- komulag náðist á milli stjórnar sparisjóðsins og Kaupþings Búnaðarbanka um að sá síðarnefndi keypti SPRON. Kaupverðið er á milli átta og níu milljarðar króna. Spron verður fyrst í stað rekið sem dótturfélag en mögulega sameinað nýja eigand- anum síðar. SPRON seldur Kaup binni Búnaöarbanka Níu mánaða söluferli Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis er lokið og nú liggur fyrir ákvörðun um að selja sparisjóðinn Kaupþingi Búnaðar- banka fyrir á níunda milljarð króna. Komist var að þessari niðurstöðu um helgina en ákveðið að kynna málið ekki fyrr en á blaðamannafundi nú í dag. Lögð var áhersla á það að starfsfólk fengi fyrstu vitneskju um málið frá stjórn og hafa fund- ir með starfsfólki verið ákveðnir nú í byrjun vinnudags. Þar með endar nokkur átakasaga um framtíð SPRON. Eftir talsverðar deilur var komist að þeirri niðurstöð á aðalfundi í vor að kanna sölu á SPRON. „Allt frá aðalfundi í mars hafa að hálfu SPRON verið kannaðar leiðir til þess að stofnfjár- eigendur gætu selt bréf sín“, sagði Jón G. Tómas- son stjórnarformaður SPRON í gærkvöld. „Það er hægt að fara margar leiðir en ákveðið var að leita til viðskiptabankanna eftir hugmyndum um sam- starf eða samruna", segir Jón og vildi það eitt segja frekar að þær viðræður stæðu yfir. Aðrir stjórnarmenn SPRON voru þöglir sem gröfin í gærkvöld. „Það er búið að ræða við ýmsa - að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málið", sagði Pétur Blöndal. „Ég vil ekkert tjá mig um málið", sagði Árni Þór Sigurðsson stjórnarmaður. Ekki náðist í Guðmund Hauksson, sparisjóðsstjóra SPRON í gærkvöld en hann var áður stjórnarformaður Kaupþings og þar áður forstjóri. Rekið sem dóttur- fyriræki Samkævmt heim- ildum DV er stefnt að því að reka SPRON sem sérstakt dóttur- fyriræki Kaupþings Búnaðarbanka, að minnsta kosti fyrst um sinn. Það er einnig að Guðmundur Hauksson, W stefnt að Spron sparisjóðsstjóri SPRON serhæfi sig t einstak- lingsþjónstu en helsti Heimildarmenn DV segja að samstaða hafi verið um þessa lendingu innan stjórnar SPRON styrkur sparisjóðsins til þessa hefur einmitt verið þjónusta við ein- staklinga. SPRON verður ekki g formlega sameinaður Kaup- ! þingi Búnaðarbanka, enn |lí* sem komið er enda gæti það J reynst viðkvæmur ferill. Þær §■’; hugmyndir verða nánar út- ® færðar síðar. Það var klukkan sex á föstudagskvöld sem opnuð voru tilboð í Spron og eftir því sem næst verður komist bárust til- boð frá öllum viðskiptabönkunum. Það tifboð sem stjórn SPRON liugnaðist best var frá Kaupþingi Búnaðarbanka og hljóðar upp á milli átta og níu milljarða króna. I kjölfarið var gengið til viðræðna sem skiluðu þeirri niðurstöðu sem kynnt verður í dag. Heimildarmenn DV segja að samstaða hafi verið um þessa lendingu innan stjórnar SPRON. Það eru fyrirvarar settir við tilboðið og samkomulagið sem byggist á þvf enda þarf Fjármálaeftirlitið að samþykkja gjörninginn auk þess sem hefðbundnir fýrirvarar em sett- ir, svo sem um áreiðanleikakönnun. Forsaga og átök Nokkur tengsl hafa verið milli Spron og Bún- aðarbankans í gegnum tíðina. Nefna má að sam- an áttu sparisjóðirnir og bankinn Kaupþing á sín- um tíma. Um mánaðamótin júní og júlí árið 2002 gerði Búnaðarbankinn tilraun til að eignast Spron með því að ná til stofnfjáreigenda í sparisjóðnum og gera þeim tilboð um kaup á þeirra hlut. Þessi tilraun gekk ekki upp meðal annars vegna mót- spyrnu stjórnenda sparisjóðsins. Nú hefur dæmið hinsvegar snúist við og sameinuðu fjármálafyrir- tæki Kaupþings-Búnaðarbanka hefúr tekist að eignast Spron, eftir fmmkvæði kom frá hinum eftirsótta sparisjóði. Eftir því sem næst verður komist var þeim Guðmundi Hauks- syni, sparisjóðsstjóra SPRON og Hreiðari Má | , Sigurðssyni, falið að kynna þessi viðskipti í dag. kristinn@dv.is Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka. Honum er falið að kynna kaupin i dag. Hann segir / Hún segir „Komugjöld i heilsugæslu eru nú að hækka um 200 kr. hvert skipti og fyrir flesta eru það ekki miklir peningar. Meira munar um hver koma til sér- fræðilæknis hækkar úr 2.100 kr. í 2.700 kr. Auðvitað getur þetta þýtt að þeir efnaminni fari að spara við sig læknis- komur og lyfjakaup og auðvit- að getur það verið dýrt þegar að öllu er hugað. Fátt er mikil- vægara en gæta vel að heils- unni. En geta ber við þessar breytingar er þó sérstakalega hugað að endurgreiðslum til tekjulágra." Björk Vilhelmsdóttir, formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkur. Viðbúnaðarstig Bandaríkjanna ekki verið hærra síðan ll.september. Kaldar jólakveðjur frá Al Qaeda Ráðuneyti heimavarna í Banda- ríkjunum hækkaði í gær viðbúnað- arástandið upp í „hátt." Tom Ridge, ráðherra heimavarna sagði að ráðu- neytinu hefðu borist trúverðugar upplýsingar um stóraukna hættu á hryðjuverkaárásum nú um hátíðirn- ar. Þessar upplýsingar væm fengnar úr auknum fjölda hótana um hryðjuverk, vísbendingum um hugsanlegar árásir og svo ótvíræð- um vilja hryðjuverkasamtaka, eins og Al-Queda, til að leika sama leik og 11. september. Aukið eftirlit Tom Ridge sagði hættuna á hryðjuverkaárásum vera meiri í dag en hún hefur verið síðan A1 Qa- eda réðst á Tvíburaturnanna 11. september. Hann kvatti samt fólk til að halda ró sinni og sagði að reynslan sýndi að aukið viðvör- unarástand gæti komið í veg fyrir hugsanleg hryðjuverk. Þessi ákvörðun á eftir að hafa gríðarleg áhrif. öryggiseftirlit á flugvöllum verður til dæmis stórlega aukið sem veldur óþægindum fyrir millj- ónir ferðamanna sem sækja Bandaríkin yfir hátíðirnar og öll löggæsla verður aukin til muna. Skilaboð frá Al Qaeda Sveitir bandamanna í írak eru einnig á hærra viðbúnaðarstigi eft- ir að Saddam Hussein var tekinn höndum. Á föstudaginn var kynnti arabíska sjónvarpsstöðin Al- Jazeera snældu með rödd sem talin er tilheyra Ayman al-Zawahiri, nánum samstarfsmanni Osama bin Laden. „Við munum elta Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra uppi hvar sem er í heimin- um,“ voru skilaboðin sem Banda- ríkjamenn fengu um jólin. Osama bin Laden „Við munum elta Bandarikjamenn og bandamenn þeirra uppi hvarsem eri heiminum", tiíkynnti samstarfsmaður Osama bin Laden

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.