Helgarblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 9

Helgarblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 9
Helgar 9 blaðið Palme - 25 lög- reglumenn enn i fullu starfi við morðrann- sóknina. Morðið á Palme - sama ráðgátan og fyrr Sex árum eftir morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar og leiðtoga jafnaðar- mannaflokksins þarlendis, eru menn engu nær en fyrstu dag- ana eftir morðið um það, hver eða hverjir áttu þar meiri eða minni hlut að máli. Enn eru 25 starfsmenn sænsku rannsóknalögreglunnar í fullu starfi við rannsóknir viðvíkjandi morði þessu. Ýmsar tilgátur eru meira eða minna í athugun. Und- anfarið hefur Bofors-málið svo- kallaða fengið aukna athygli í þessu sambandi. Framkvæmda- stjóri einn við sænska vopnafram- leiðslufyrirtækið Bofors hélt því nýlega fram - undir nafnleynd - í blaðinu Dagens Nyheter að mútur, sem fyrirtækið borgaði indversk- um aðilum til að greiða fyrir vopnasölu til Indlands, hefðu að verulegu leyti lent í vasa þáverandi forsætisráðherra Indlands, Rajivs Gandhi. Mútumar námu að sögn sem svarar um þremur miljörðum ísl. kr. Palme hafði lagt áherslu á að ekki yrði um að ræða í viðskiptum þessum neitt er skoðast mætti sem mútur og Gandhi, sem einnig lét lífið fyrir morðingjahendi, hafði lofað honum að fyrirbyggja allt slíkt misferli af Indverja hálfu. Kenningar um víðtæk og alþjóð- leg samsæri á bakvið morðið em enn í rannsókn. Meðal aðila sem hafa verið tilnefndir þvi viðvíkj- andi em bandaríska leyniþjónustan CIA og ítr.lska mafían. Banda- ríkjamönnum þótti Palme örðugur viðfangs og hann var miður vin- sæll meðal áhrifamanna þarlendis. Hægriöfgamenn í sænsku lögregl- unni hafa einnig komið til orða í þessu samhengi. Ekki er heldur enn talið útilokað að morðinginn hafi verið einn í ráðum og ekki framið morðið að annarra frumkvæði en sjálfs sín. Líbanon í Kákasus? Kraumar í Kákasus Georgía er eitt þeirra lýðvelda sem formlega urðu sjálfstæð í kjölfar falls Sovétríkjanna. Þjóðernisátök hafa sett mjög svip sinn á allt þjóðlíf þar undanfarnar vikur og mánuði og ýmsir hafa áhyggjur af að borgarastyrjöld verði ekki umflúin. óþyrmilega á Líbanon. Einstakir „lénsherrar" byggi upp eigið fursta- dæmi eða eigin her. Nánast ómögu- legt sé að henda reiður á því hveijir séu í bandalagi með hveijum og það sé hvorki hugmyndafræði né trúar- brögð sem stjómi hinu pólitíska lífi heldur miklu fremur persónulegur metnaður og valdagræðgi leiðtog- færis að koma fram hefndum á and- stæðingum sínum. Fjölskylduátök Það er engum blöðum um það að fletta að Georgiu hefur gengið lang- verst af öllum 15 fyrrverandi Sovét- lýðveldunum að komast af í hinni nýju tilveru. 1 fyrravor þusti allur al- menningur á kjörstað til að kjósa Zviad Gamsakhurdia í embætti for- seta en í vetur sneru fjölmargir við honum baki, m.a. nánir samstarfs- menn hans, og hann var hrakinn frá völdum. Það kom enda í ljós, þegar hann var rétt sestur í forsetastólinn, að hann var harðstjóri af verstu gerð. Atökin í Georgíu snúast að því er virðist að miklu leyti um fjölskyldu- völd og áhrif. Það var ekki hug- myndafræði eða grundvallarsjónar- mið sem tekist var á um í borgara- styijöldinni heldur var barist um það, hveijir skyldu sitja í valdastól- um. Það er ef til vill táknrænt að hinn fallni forseti, Zviad Gamsak- hurdia, hefur nú upp á síðkastið gerst bandamaður Dshakhar Dúdajevs sem ræður ríkjum í lýð- veldinu Tsjetsjeno- Ingúshetiju, en Dúdajev þessi var áður sovéskur hershöfðingi. Formlega séð er Tsjetsjeno- Ingúshetíja, sem er land- svæði í Kákasus, undir rússneskri stjóm en í rauninni er svæðið sjálf- stætt. Dúdajev er múslími en Ga- sakhurdia ber ábyrgð á útrýming- i arherferðinni gegn múslímum í J Suður-Ossetíu i Georgíu. r A það hefur venð bent af ser- ' fræðingum í alþjóðamálum að bandalag hins kristna Gamsakhurdia og mí- slímans Dúdajevs minni anna og eins þau er upp komu í kjölfar borgarastyijaldarinnar. Ef marka má lýsingar útlendinga sem heimsótt hafa Georgíu á síðustu vik- um er samfélagið í fullkominni upp- lausn. Lögreglan er óstarfhæf, hið sama á við um meginhluta atvinnu- lífsins. Afbrot og ofbeldi fara dag- vaxandi. Það er sannarlega ekki ástæða til bjartsýni. Shevardnadze til bjargar? Efnahagsstefna Gamsakhurdia er sjálfstætt vandamál. Galdraformúlur hans áttu fyrst og fremst að afla honum vinsælda en ekkert var skeytt um afleiðingamar fyrir þjóð- félagið. A sama tíma og verðlag hefúr hækkað gríðarlega i öllum fyrrum Sovétlýðveldunum ákvað Gamsakhurdia að lækka verð á neysluvörum. Þar með eru engar vörur eftir í búðunum því allt er keypt upp. Vandi nýju valdhafanna felst í því að þeir verða i raun að hækka verðlag almennt, jafnvel um mörg hundruð prósent. Slíkar ráð- stafnair yrðu þó vatn á myllu fyrrum stuðningsmanna Gamsakhurdia og hafa margir spáð því að borgarastyijöld gæti blossað upp að nýju, einmitt vegna efhahagsmálanna. Framámenn i stjómmál- um í Georgíu hafa sannar- lega reynt að finna lausnir til að forða landinu frá enn Segja má að Georgía (sem á rússneksu heitir Grúzíja og á georg- ísku Sakartvelo) hafi í raun verið sjálfstæð um hálfs annars árs skeið. A þeim tíma hafa blóðug átök átt sér stað a.m.k. í tvígang, lög og reglur em fótum troðin og rétt hand- an við landamærin bíður fyrrum for- seti landsins, Zviad Gamsakhurdia, Í'j Zviad Gamsakhurdia W var fyrir skemmstu velt f úr sessi forseta Georgiu ’ og nú mæna margir ó Edúard Shevardnadze, fyrrum flokksleiðtoga landsins og si&asta utan- ríkisró&herra Sovétrikj- anna, sem liklegastan bjargvætt landsins. Árni Þór Sigurðsson anna. Smám saman hafni síðan landið eða landsvæðið í viðvarandi borgarastriðsástandi og mikil hætta sé á að ríkið hrynji til grunna. Ovíst er að Georgíu bíði þessi ör- lög. Ljóst er þó að hinir nýju vald- hafar hafa ærinn starfa við að leysa öll þau vandamál sem við er að glíma, bæði eríðagóss firá tímum Sovétrikj- einni borgarastyijöld. Meðal þeirra úrræða sem nefnd hafa verið, er að senda vaska sveit til Moskvu til að sækja fyrrum flokksleiðtoga Georg- iu, Edúard Shevardnadze, og biðja hann að taka við forsetaembætti í föðurlandi sínu. Fullkomin óvissa rikir hins vegar um það hvort She- vardnadze hefúr áhuga á að snúa aftur til Tbílísi í allan gauraganginn þar. Hann hefúr þó ekki viljað af- taka það með öllu að til þess gæti komið að hann sneri heim að nýju. Shevardnadze var flokksleiðtogi í Georgiu þar til Gorbatsjov gerði hann að utanríkisráðheiTa Sovétrikj- anna í júní 1985, og vist er að hann á marga andstæðinga þar í landi, ekki síst títtnefndan Zviad Gamsak- hurdia. Það verður hins vegar að teljast líklegt að fáir séu betur til þess fallnir að vinna Georgíu út úr vanda sínum og afla landinu aðstoð- ar erlendis, en það þarf varla að fara um það mörgum orðum að enginn Georgíumaður er jafn vel kynntur og virtur á alþjóðavettvangi og She- vardnadze. Þess vegna eru margir sem trúa því að hann gæti unnið þjóð sinni mikið gagn með því að snúa til Tbílísi. Hafí er fyrir satt að meira að segja arftakar konungsfjölskyldunnar, sem flúði land er Rússar hertóku Georgíu árið 1801, séu þess lítt fýs- andi að taka við völdum í landinu, þótt margar fomar konungsfjöl- skyldur hafi komið ffam á sjónar- sviðið á þessum síðustu tímum stökkbreytinga í Evrópu. Sendiboðar hinna ýmsu pólitísku hópa i Georgíu munu hafa heimsótt erfingja krúnunnar þar sem þeir búa friðsælu lífi á Spáni og hvatt þá til að snúa heim. Enginn þeirra mun þó hafa tekið þeim boðskap fagnandi, enda erfitt að sjá hversvegna slíkt fólk ætti að fóma því sem það hefur nú fyrir konungdæmi sem gæti hrunið á skömmum tíma og leitt til nýrrar borgarastyijaldar. Talsmaður erfingjanna mun hafa látið þau orð falla að fyrst yrðu Georgiumenn að taka til í sínum garði og koma skikk á hlutina áður en til þess kæmi að konungsfjölskyldan sneri aflur. Og það gæti tekið eina eða tvær kyn- slóðir áður en slík staða kæmi upp. Lýðræði er eina vonin Þegar öll þessi staða er skoðuð er ljóst að Georgía gæti verið að þróast í nýtt Líbanon. Þótt fjölmargir fféttaskýrendur telji Shevardnadze einu von Georgíu ættu menn að fara varlega í því að setja allt sitt traust á einn mann. Aðeins umburðarlyndi fyrir lýðræðislegum stjómarháttum og virðing fyrir hagsmunum minni- hlutahópa geta tryggt friðsamlega lausn átakanna í Kákasus. Ennfrem- ur verður þjóðin að átta sig á því að efnahagskerfið þarfnast algerrar uppstokkunar og hætt er við að það krefjist fóma. í því samhengi er al- þjóðleg aðstoð brýn og að því leyti verður ekki dregin dul á að Edúard Shevardnadze er sá maður sem hvað best getur orðið þjóð sinni að liði. Enn er þó of snemmt að spá um framhaldið, sérhver dagur er langur tími i pólitík og enn getur brugðið til beggja vona í Georgíu. Föstudagurinn 6. mars

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.