Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 24
Þegar flugrekstrarleyfi var tekið af Sunnu: Yfirmot telur tjón Sunnu nema 26.6 milljónum Férðaskrifstofan Sunna hf. höfðaði á sinum tima skaða- bótamál á hendur samgöngu- málaráðherra f.h. rikissjóðs, og gerði kröfu um rúmlega 60 milljón króna skaðabætur vegna tjóns, sem hún taldi sig hafa orðið fyrir vegna svipt- ingar á flugrekstrarleyfi, sem áður hafði verið veitt. Dómkvaddir matsmenn, Bárður Danielsson, og Guð- mundur Magnússon, prófessor, komust að þeirri niðurstöðu, að tjón það, sem orðið hafði, væri rúmlega 35 milljónir króna. Yfirmat i Sunnumálinu hefur nú lækkað undirmatiö á tjóni ferðaskrifstofunnar um 9 milljónir króna. Dómkvaddir yfirmatsmenn hafa skilað matsgerð. Meta þeir tjón Ferðaskrifstofunnr Sunnu vegna sviptingar á ftugrekstrar- leyfum á kr. 26.635.115.00 sam- kvæmt öðrum þeirra kosta, sem undirmatið byggði á. Samkvæmt hinum kostinum, sem undirmatið fjallaði um, lækkar tjónið að mati yfirmats- manna úr kr. 14.185.000,00 i kr. 5.374.261.00. Samkvæmt fyrra kostinum var undirmatiö kr. 34.430.411,00 en samkvæmt yfirmatinu kr. 26.635.115,00 sem fyrr greinir. Dómkvaddir yfirmatsmenn eru þeir Jóhannes L.L. Helgason, hrl., Guðmundur Einarsson, viðskiptafræðingur, og Ólafur Jónsson, loftsiglinga- fræðingur. Er yfirmatsgerðin all viðamikið verk, og er i rök- stuðningi vitnað til kannana, sem gerðar voru árekstri leigu- flugfélaga almennt. Meðal annars er vikið að rekstrar- örðugleikum, sem leiddu til þess, að stórfyrirtæki á þessu sviði drógu saman seglin eða hættu rekstri. Eru i þvi sam- bandi nefnd fyrirtæki eins og brezka stórfyrirtækið Courtline, norska félagið Meyer, Spearer í Finnlandi, Aviation i Þýzkalandi og Donaldson i Bretlandi. Þess er vænzt, að mál- flutningur geti farið fram fyrir undirrétti i haust, en með dómi verður kveðið á um þann ágreining, hvort Ferðaskrif- stofan Sunna á réttmæta bóta- kröfu á hendur rikissjóði og þá hve mikla. —BS— Kort Arnórs Hjálmarssonar af flugleiðinni. Punktarnir 17.47 og 18.10 eru miöanirnar á vélinni frá Stokksnesi. 18.31 heyrist siðast til vélarinnar rétt við Vik og eins og punktalinan sýnir hefur hana bor- ið undan veðri. Stefnan er beint I jökulinn. Vélin stefndi beint ó jökulinn Kona ó hestbaki heyrði síðast til vélarinnar Þannig var umhorfs á slysstaðnum skömmu eftir að flak vélarinnar fannst I gærdag, flakið hafði splundrazt og liklegt að sprenging hafi orðið I eldsneytisgey mum (DB-mynd, Björgvin Pálsson). Læknirinn á Twin Comance vélinni er fórst á Eyjafjállajökli reiknaði ekki með rikjandi veður- skilyrðum og flaug þvi vafalitið beina stefnu i jökulbunguna, þar sem hann og ung kona hans létu lifið. Flugvélin hefur rétt verið komin yfir Reynisfjall, er læknir- inn telur sig vera yfir Vest- mannaeyjum. 1 Reynishverfi var Hrefna Finnbogadóttir ein á ferð á hesti á heimleið til Neðri Presthúsa. Þoka var mikil og Hrefna kvaðst ekki einu sinni hafa séð Reynis- fjall, sem hún var þó örskammt frá. Hún heyrði dyn i flugvél, sem hún taldi af minni gerð, og fjar- lægðist hljóðið til norðurs i átt til Kveikti í timbri t nótt varö vart við eld i éikar- stafla, sem stendur hjá skipa- smiðastöðinni Vör á Akureyri. Eldurinn varð fljótt slökktur, en nokkrar skemmdir urðu á timbrinu. Talið er liklegast, að kveikt hafi verið I staflanum. jökla. Það fannst Hrefnu undar- legt. Hún leit á klukku sina skömmu siðar og var hún þá rétt liðlega 7.30. Er Hrefna heyrði sið- an tilkynninguna i sjónvarpinu um hvarf vélarinnar, taldi hUn á- stæðu til að tilkynna það, er hUn hafðiupplifað. Hrefna og maður á Norður-Götum, sem er bær nær jökíi, voru þau siðustu er heyrðu til hinnar týndu vélar, sem örfá- um minUtum siðar fórst á bungu Eyjafjallajökuls. Y firfl ugum ferðarstjórarnir Amór Hjálmarsson og Valdimar Ólafsson fengu tvær staðará- kvarðanir á flugvelinni, sem framkvæmdar voru af varnarlið- inu á Stokksnesi. Út frá þeim og með miði af versnandi veðri og roki reiknaði Arnór Ut hugsanlega flugstefnu. Nú er i ljós komið að tilgáta Arnórs var mjög nærri þvi sem raun hefur á orðið. En Flugumferðarstjórninni barst fjöldi tilkynninga frá fólki varðandi vélina. Fullyrtu sumir að þeir hefðu séð hana. Tilkynn- ingarnar voru sumar mjög mis- visandi, en að venju allar kannað- ar og allir möguleikar þeirra. 250 manns tóku þátt i leit frá flug- björgunarsveitum, SVFI og skát- um. Unnu þær sveitir þrekvirki. Tólf flugvélar flugu 16 flug i sam- bandi við leitina við mjög erfið skilyrði. Sigurjón Einarsson flugmaður i vél Flugmálastjómar fann vél- ina. Hann hafði sveimað ' við Eyjafjallajökul nokkra stund. Skyndilega létti þokunni af jöklin- um og sá Sigurjón þá flakið. Þá tók hann eftir daufum merkjum frá radiósendi i flakinu á jöklin- um, en þau merki voru svo dauf að hann hafði ekki veitt þeim at- hygli fyrr en hann hafði eygt flak- ið. Sigurjón sagði að ef flughæð litlu vélarinnar hefði verið 1-200 m meiri hefði vélin sloppið við jökulinn. Hefði svo verið, hefði vélin fjalla vegna komizt út yfir Faxaflóa. En það eru svo mörg ,,ef” I svona dæmi, að vart má skoöa dæmið út frá einu sliku, sagöi Valdimar yfirflugumferð- arstjóri. —A.St. BÍLLINN STEYPTIST í GJÁ í VEGINUM Litill bill af Keflavikurflug- velli steyptist i gær ofan i gmnn aö brú yfir Laxá i Kjós, skammt frá Vindási. Þetta leit illa út, þvi billinn varð gjörsamlega i hvarfi af veginum séð og lenti á steinsteyptum brúarsökklinum. Þama er verið að reisa nýja brú, og eru engar hindranir eða merkingar á veginum, en gert ráö fyrir að umferðin fari eftir hiiðarvegi, sem lagður hefur verið til bráðabirgða. Þar við bætist, að mishæð á veginum gerir það að verkum, að þessar framkvæmdir sjást ekki fyrr en rétt er komið að þeim. Við stöpulinn er ófyllt gjá, og þar steyptist billinn ofan i og skall á stöplinum. 1 bilnum voru tvær bandariskar stúlkur og meiddust þær ekki verulega, en fengu taugaáfall. Sjúkrabill var sendur á staðinn og mun hafa flutt stúlkurnar undir læknis- hendi. —SHH frjálst, úháð dagblað Þriöjudagur 16. september 1975. Maí kom pottlaus og hníflaus á miðin Þegar átti að fara að elda i túr Hafnarfjarðartogarans Mai um mánaðamótin júlf-ágúst, fannst ekkert til að elda i eða með, hvorki pottar, hnifar né annað nauðsynlegt, svo ekki var annað að gera en að stinga sér ein- hvers staðar inn á höfn og kaupa nauðsynlega útrústningu fyrir á annað hundrað þúsund krónur. Einsýnt þykir, að einhver eða einhverjirhafi sýnt það framtak er skipið var á útleiöinni að henda öllu þessu dóti i sjóinn. Forráðamenn skipsins munu hafa hugsað sér að upplýsa þennan verknað sjálfir, en ekki haft erindi sem erfiði, og hefur nú rannsóknarlögreglan i Hafnarfirði fengið málið til meöferðar. En hætt er við, að málið verði ekki auðveldlega upplýst, þar sem skipt hefur verið um áhöfn á skipinu að mestu eða öllu leyti siðan þetta var. —SHH Stolnar lúður étnar í höfuð- borginni Tveir skipverjar af Hafnar- fjarðartogaranum Mai laumuð- ust á aðfaranótt sunnudagsins ofan i lest skipsins og höfðu á brott með sér talsvert af lúðu, sem þar beið löndunar, isuð og fin, ásamt öðrum afla. Svo var haldið til Reykjavikur i sölutUr. Salan gekk vel. Tvö veitinga- hUs borgarinnar vildu gjarnan kaupa lUðu af skipverjunum og keyptu samtals fyrir 13 þUsund krónur á 150 krónur kilóið, en útgerðin fær 200 kr. fyrir kflóið upp úr skipi. Þegar mennirnir voru gripn- ir, áttu þeir þrjár lúður óseldar og voru látnir skila þeim. Sam- talshafa þetta verið eitthvað yf- ir 100 kiló, sem þeir stálu, þvi veitingahUsin fengu 85 kg og 3 lúður áttu þeir eftir, þegar þeir náðust, en lúðurnar voru 10-20 kg á þyngd. Mennirnir hafa játað verkn- aðinn og óskað eftir þvi, að and- virði þýfisins verði dregið af kaupi þeirra, en bátsmaðurinn taldi beztu refsinguna vera þá að láta þá landa karfanum. — En Utgeröin hefur rekið menn- ina. —SHH Ekið á konu — á gangbraut með blikkandi Ijósum Um hádegisleytið i gær var ekið á konu á gangbraut við mót Glerárgötu og Þórunnarstrætis á Akureyri. HUn var flutt á sjúkrahUsið, en reyndist ekki alvarlega meidd. — Þarna er iðulega mikil umferð gangandi fólks, en umferðarljós eru ekki á gatnamótunum, heldur blikk- andi ljós til merkis um, að þar sé gangbraut. —SHH Reiðhjól og vél- hjól lentu saman Um áttaleytið i morgun fór piltur á vélhjóli svo nærri 9 ára gamalli stúlku á reiðhjóli, að hjól þeirra rákust saman og stúlkan hraut i götuna. Þetta var á Reykjavikurvegi f Hafnarfirði. Stúlkan var flutt á Slysadeild, en fékk að fara þaðan heim aö rannsókn lokinni. —SHH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.