Dagblaðið - 22.09.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 22.09.1975, Blaðsíða 6
6 Dagblaöiö. Mánudagur 22. september 1975. „IÍBÝA íR AÐ VERÐA KÚBA MtÐJARÐARHAFSINS" Stöðugar vopnasendingar Sovétríkjanna Kortiö sýnir legu Libýu viö Miöjaröarhafsströnd Afriku. >ar eru Rússar nú aö koma sér upp öfiugri hernaöaraðstööu. þangað Sovézk vopn og rússn- eskir sérfræðingar til að fara með þau streyma nú inn í Líbýu með slíkum hraða, að landið virðist ör- ugglega verða helzta bæki- stöð Sovétríkjanna við Miðjarðarhaf. Frá þessu var skýrt á forsíðu brezka stórblaðsins Sunday Tele- graph í gær. Höfundur f réttarinnar, David Floyd, er sérfræð- ingur blaðsins um málefni kommúnisma. Hefur hann eftir manni, sem hann tel- ur örugga heimild, að Líbýa sé að verða ,,Kúba Miðjarðarhafsins". í fréttinni segir enn- fremur, að samningar um vopnasendingar Sovét- manna til Líbýu hafi verið undirritaðir í Moskvu í júní. Þegar hefur Sovét- stjórnin sent Líbýumönn- um 62 langdrægar eld- f laugar og í lok ágúst voru 375 nýir skriðdrekar komn- ir til landsins. Verið er að þjálfa líbýska hermenn til að stjórna skriðdrekunum en enn hafa engir heimamenn verið þjálfaðir á eldflaug- arnar. í Líbýu eru nú nærri 700 sovézkir sérfræðingar og segir Sunday Tele- graph, að fyrir áramót verði þeir líklega orðnir 1600. Myndin er af Ghaddafi, þjóöarleiö- toga landsins. Howard Hunt átti að myrða Jack Anderson — segir Bob Woodward í Wasbington Post Watergate-samsærismaður- inn E. Howard Hunt hefur sagt vinum sinum og kunningjum, að Hvita húsið hafi farið þess á leit við sig, að hann myrti banda- riska blaðamanninn Jack Anderson. Gerðist þetta á stjórnarárum Nixons, að þvi er segir i frétt i Washington Post i gær. Washington Post hefur, að sögn, öruggar heimildir fyrir fréttinni. Segir þar einnig, að skipunin hafi verið gefin i des- ember 1971 eða janúar 1972, en á siðustu stundu var hætt við á- formin. Blaðið sagðist ekki geta skýrt frá þvi, hver embættismanna Hvita hússins hefði gefið þessa skipun og heldur ekki hvers vegna hætt hefði verið viö morð- ið. Til stóð að nota eitur. sem læknir CIA átti að útvega. Astæðan fyrir fyrirhuguöu morði var sú, að Anderson birti reglulega leyndarskjöl og var þannig talinn ógna þjóðarör- ygginu. Hunt, sem er fyrrum starfs- maður CIA, afplánar nú fang- elsisdóm i Florida fyrir innbrot- ið i Watergate-bygginguna 17. júni 1972. Hunt sagði fyrrum starfsfélögum sinum i CIA frá áætluninni, sagði i fréttinni, sem skrifuð var af Bob Wood- ward, þeim hinum sama er átti hvað mestan þátt i þvi að flett var ofan af Watergate-hneyksl- inu. KISSINGFR BYÐUR NJÓSNA VÉLAR Á HFILDSÖIUVERÐI Bandarikin hafa boðizt til að greiða NATO-löndum fjórðung kaupverös og rekstrarkostnaðar, ef bandalagsrikin vilji kaupa nýja tegund njósnaflugvéla. Fréttamaður Reuters hafði þessa fregn eftir áreiðanlegum heimildum i Washington um helg- ina. Tilboöið var gert með sim- skeyti frá Kissinger utanrikisráð- herra til bandalagslandanna hinn 10. september sl. Samkvæmt heimildum Reuters sagði Kissinger tilboð sitt háð þvi skilyrði einu, að bandariska þing- ið féllist á að veita fé til „sölunn- ar”. Bandarikjastjórn hefur um nokkurt skeið reynt að selja bræðraþjóðum sinum i NATO allt að 36 slikar flugvélar, sem byggð- ar eru af Boeing verksmiðjunum. Verðiö er 2 milljarðar dollara (326 milljarðar isl. kr.). Njósnavélar þessar eru sagðar mjög fullkomnar, m.a. eru þær með ratsjár, sem hafa um 200 milna radius. Rekstrarkostnaöur er sagður áþekkur sjálfu sölu- verðinu. Vel fer á meö þeim Jacquelina Kennedy Onassis og Frank Sinatra, þar sem þau leiðast út úr Uris-samkomuhúsinu I New York fyrir heigina. Þau dönsuöu siöan fram eftir morgni. Jackie var fklædd buxnadragt. GRIKKIR FINNA SKIP FRÁ BR0NSÖLD Griskir froskmenn hafa fundið elzta skipsflak i heimi, 4000 ára gamalt frá bronsöld, að sögn sérfræðinga i Aþenu. Forstöðumaður hellenisku fornleifafræðistofnunarinnar sagði bandariskan fornleifafræð- ing fyrst hafa rekið augun i flakið nærri Dokos á milli eyjanna Hydra og Spetsae. Sýnishorn, sem flutt hafa verið upp á yfir- borðið, benda til þess, að skipið sé a.m.k. 4000 ára gamalt. F'undur þessi er hinn merki- legasti og getur varpað ljósi á skipasmiðar, verzlun og ýmislegt annað á þessum tima, sem tiltölu- lega litið er vitað um. Fiakið er sagt ótrúlega heillegt. Meðvitundarlausa stúlkan í New Jersev: Réttarhöld í dag i dag hefjast I Denville i New Jersey (USA) réttarhöld i máli, sem Dagblaðið skýröi frá nýlega. Um er að ræöa ósk kjörforeldra 21 árs gamallar stúlku um aö hún fái að deyja i friöi. Undanfarna fimm mánuði hefur stúlkan verið í djúpu dái og linurit sjúkrahússins hafa aðeins stöku sinnum mælt einhverja starfsemi heila. Læknar segja stúlkuna hafa orðið fyrir miklum heilaskemmdum og telja úti- lokað, að hún komist til meðvit- undar á ný. Stúlkunni hefur verið haldið á lifi með flóknum rafeindaút- búnaði siðan 15. april og nemur kostnaður við það nú um 130.000 dollara (um 20 millj. isl. kr.).’ Samkvæmt fylkislögum New Jersey er manneskja á lifi, svo lengi sem likamsstarfsemi er einhver. Læknir, sem tæki að sér liknarmorðið á þvi á hættu að vera dæmdur fyrir morð. Mál þetta er talið athyglisvert próf- mál. Læknar hafa látið sér detta i hug, að meðvitundarleysi stúlk- unnar, Karen Ann Quinlan, geti stafað af ofneyzlu áfengis og deyfilyfja. Kjörforeldrar stúlkunnar telja, að um náðarverk” sé að ræða, en dómari hefur skipað verjanda til að gæta hagsmuna stúlkunnar. DÆTURNAR FUNDUST KYRKTAR vegna vonzku heimsins Móðir tveggja litilla stúlkna, sem fundust kyrktar í rúmum sinum, fannst látin í skógarrjóðri nærri Gateshead á Eng- landi á laugardaginn. Lögreglan hefurskorað á föðurinn, 38 ára gamlan rafvirkja, að gefa sig fram. Lögreglan segist ekki vilja útiloka þann möguleika, að eiginkona hans hafi verið myrt. Stúlkurnar, sex og þriggja ára, fundust / látnar á föstudagskvöldið '*’ é1"* • nf*~ | T ^fr IIHr 0fr eftir að frændi þeirra hafði fengið bréf frá for- eldrunum i pósti. Upphaf bréfsins var: „Hræði- legir atburðir hafa átt sér stað hér í húsinu." Talsmaður lög- reglunnar sagði stúlk- urnar hafa verið látnar í þrjá daga. Hann bætti því við, að ef til vill hefðu þær verið myrtar vegna ótta foreldranna við að ala þær upp i ofbeldis- kenndum heimi. Þessi skoðun kemur fram í bréfinu til frændans. Eiginkonan fannst látin við bíl fjölskyldunnar. Engin ummerki var að sjá og fer nú fram rann- sókn á því, hvort hún hefur dáið af eitri. Nágrannar hjónanna hafa lýst þeim sem full- komnum foreldrum, sem dýrkuðu dætur sinar. Lögreglan hefur skýrt frá tveimur dapurlegum kveðjubréfum, sem fund- ust E húsinu. ^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.