Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 14
14 Pagblaðið. Laugardagur 15; nóvember 1975. Hvað segja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir sunnudaginn 16. nóvem- ber. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Einhver nákominn þérreynist uppspretta styrks á stund neyðarinnar og muntu læra mikið þar af. Reyndu að slaka á i kvöld þvi taug- arnar virðast nokkuð spenntar. Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Mikilvægt reynist að ekki verði gert of mikið úr at- burði innan fjölskyldunnar. Ef þú færð ó- vænt heimboð ættirðu að nota tækifærið og fara i ferðalag. Hrúturinn (21. marz—20. april): Vinur þinn kynni að sækja ráð til þin i ástamál- um. Vandaðu val orða þinna. Félagslifið virðist ósköp rólegt og ættirðu að nota tækifærið og hvila þig vel. Nautið (21. april—21. mai): Vertu ekki að hamast svona mikið heima fyrir. Fáðu aðra til að hjálpa. Mót þitt við einhverja manneskju virðist e.t.v. ekki svo merki- legt i fyrstu en gæti reynzt mikilvægt eftir á. Tviburarnir (22. mai—21. júni): Ræddu málin við félaga þinn eða kunningja áður en þú aðhefst eitthvað, sem snertir ykkur báða. Stattu fastur fyrir hvað viðkemur eigingjörnum kröfum ættingja þins, þvi hætt er við að þær eigi eftir að aukast. Krabbinn (22. júni—23. júli): í dag er mælt með að þú fáir útrás fyrir likamlega orku þina i viðeigandi iþróttum. Hvað við- kemur skipulagðri skemmtan er liklegt að eitthvað fari úrskeiðis á siðustu stundu. I.jónið (24. júli—23. ágúst): I sambandi við fjölskyldulifið er liklegt að þetta verði ánægjulegasti dagur mánaðarins. Nú er rétti timinn til að bæta nýju fólki inn i vinahópinn. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Smávægi- legar skærur gætu komið upp innan fjöl- skyldunnar. Skaltu ekki eyða fleiri hugs- unum i þær en vert er. Spennan mun minnka er á daginn liður og ættirðu að enda hann i skemmtilegra skapi en hann hófst. Vogin (24. sept,—23. okt.):Settu upp silki- hanzka ef þú þarft að fást við tilfinningar vinar þins, eðlislæg kimnigáfa þin getur stundum tekið gönguhlaup. Forðastu öll óvænt uppátæki i kvöld — stjörnurnar segja að þú eigir að halda þig á venjuleg- um leiðum. Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Leggðu áherzlu á að gæta heilsunnar núna. Ef þú finnur til streitu er þér ráðlegt að taka lif- inu með ró og hvildum. Þú hefur tilhneig- ingu til að slita þér út núna, bæði andlega og likamlega. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Þú kannt að þurfa að draga úr áherzlunni á persónuleg áhugamál þin vegna fjöl- skylduaðstæðna. Færðu þessa fórn á sjalf sagðan og virðulegan máta og munt þú hljóta aðdáun allra viðkomandi fyrir. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Gestur kynni að færa þér góðar fréttir af ungum ættingja þinum. Þú munt uppgötva að á þig leggjast auknar félagslegar skyldur, en taktu þvi bara vel þvi þér mun verða vel launað. Afmælisbarn dagsins: Bjart er yfir þessu viðburðarika ári og virðist vera mikið um að vera i félagslifinu. Nýr vinur leikur stórt hlutverk i áætlunum þinum. Spáð er einu frekar stormasömu ástarsambandi undir lok ársins. Miðmánuðirnir eru heppilegastir til sumarleyfa og ferðalaga. Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 11. Bindindisdagurinn. Séra Helgi Tryggvason predikar. Séra Þorbergur Kristjánsson. Langholtsprestakall: Barna- samkoma kl. 10. Séra Arelius Nielsson. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðuefni: Með klærnar i eigin brjósti (ath. breyttan messu- tima). Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Óskastundin kl. 4. Séra Sig. H. Ytri-Njarðvikursókn: Sunnu- dagaskóli i Stapa kl. 11 árdegis. Keflavikurkirkja: Guðsþjónusta kl. 2 siðdegis. Innri-Njarðvikurkirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 5 siðdegis (sunnudagspósturinn). Séra ólafur Oddur Jónsson. Fella- og Hólasókn: Barna- samkoma og messa falla niður vegna leiksýninga i Fellaskóla. Séra Hreinn Hjartarson. Kirkja Óháða safnaðarins: Messa klukkan 2. Séra Emil Björnsson. Filadelfia: Safnaðarguðs- þjónusta kl. 14. Minnzt Verður Ásmundar Eirikssonar. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumenn Gunnar Bjarnason ráðunautur og Einar Gislason. Einsöngvari Svavar Guðmundsson. Háteigskirkja : Barnaguðs- þjónusta kl. 10.30. Séra Jón Þorvarðsson. Messa klukkan 2. Séra Arngrimur Jónsson. Kársnesprestakall: Barnaguðsþjónusta I Kársnes- skólakl. llárdegis. Guðsþjónusta I Kópavogskirkju kl. 2. Séra Arni Pálsson. Hjálpræðisherinn: Laugardaga- skólinn i Hólabrekkuskóla kl. 14. Allir velkomnir. Sunnudagur: Æskulýðsvikan hefstsunnud. 16. nóvember. Kl. 11 helgunarsamkoma. "Kl. 14 sunnu- dagaskóli. Kl. 20.30 hjálpræðis- samkoma. Séra Jónas Gislason lektor talar. Mikill söngur og hljóðfærasláttur. Verið velkomin Laugarneskirkja: Messa kl. 2. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Séra Garðar Svavarsson. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Frank M. Halldórsson. Digranesprestakall: Barnasam- koma I Vighólaskóla kl. 11. Þórscafé: Gömlu dansarnir. Tónabær: Dögg. Opið frá 9-1. Sesar: Ðiskótek. Opið frá 8-2 Klúbburinn: Kaktus og Experiment. Hótel Saga: Hljómsv. Ragnars Bjarnasonar. Sigtún: Pónik og Einar. Glæsibær: Ásar. Skiphóll: Hljómsv. Birgis Gunnlaugssonar. Hótel Borg: Kvartett Arna Isleifs. óðal: Diskótek. Leikhúskjallarinn: Skuggar. Festi: Paradis Hlégarður: Haukar og Cabaret. Borgarnesbió: Mexikó. Barðstrendingafélagið i Reykjavik Sveitakeppni Barðstrendinga- félagsins i bridge hefst mánu- daginn 17. nóvember. Þátttak- endur eru beðnir að mæta tiu minútum fyrir klukkan átta. Barðstrendingar, eflið bridge- deildina og mætið stundvislega. Spilað er i Domus Medica. Kvenfélagið Seltjörn. Basarinn verður i Félags- heimilinu á morgun, sunnudaginn 16. nóvember, klukkan 2 e.h. Mæðraféla gskonur Fundur verður haldinn þriðju- daginn 18. nóvember kl. 8 að Hverfisgötu 21. Spiluð verður félagsvist. Félagskonur, mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjórnin Basar Hinn árlegi basar Kvenfélagsins Fjólu á Vatnsleysuströnd verður haldinn sunnudaginn 23. nóvem- ber kl. 3 sd. Stjórnin. Basar. Basar Húsmæðrafélags Reykjavikur verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember kl. 2 að Hallveigarstöðum. Kvenfélag Langholtssóknar heldur basar i Safnaðarheimilinu laugardaginn 15. nóvemberkl. 14. Skrifstofa félags einstæðra foreldra Traðarkotssundi 6, er opin mánu- daga og fimmtudaga kl. 3—7 e.h., þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 1—5. Simi 11822. Á fimmtudögum kl. 3—5 er lögfræð- ingur FEF til viðtals á skrifstof- unni fyrir félagsmenn. EIGNAÞJÓNUSTAN FASTEIGNA- OG SKIPASALA NJÁLSGÖTU 23 SfMI: 2 66 50 Til sölu m.a.: í Heimahverfi Góð 4ra herb. ibúð á 1. hæð. Þvottaherbergi á hæðinni. Laus strax. Skipti á 2ja herb. ibúð koma til greina. i Breiðholti Stór og góð 6 herb. ibúð ásamt bilskúr við Æsufell. Vönduð 2ja herb. ibúð við Blikahóla. Mjög stór 4ra herb. ibúð með sér þvottaherbergi við tra- bakka. Skipti á minni koma til greina. Við Bergþórugötu Nýstandsett 3ja herb. ibúð á 2. hæð. Laus strax. Opið í dag, laugardag, til kl. 16. Laugard. 15/11 kl. Í3 Inn með sundum. Fararstj. Friðrik Danielsson. Verð 500 kr. Sunnud. 16/11. kl. 13 Utan Straumsvlkur. Fararstj. Gisli Sigurðsson. Verð 500 kr. Fritt fyrir börn i fylgd með full- orðnum. Brottfararstaður B.S.t. (vestanverðu). Otivist. Sunnudagur 16. nóvember, kl. 13.00. Gönguferð um Alfsnes og ná- grenni. Fararstjóri: Sigurður B. Jóhannesson. Verð kr. 500,- Farmiðar við bilinn. Brottfarar- staður Umferðarmiöstöðin (að austanverðu.) Feröafélag tslands. Kammermúsikklúbburinn. Kammermúsikklúbburinn er nú að hefja tónleikahald sitt á nýju starfsári. Fyrstu tónleikarn- ir verða haldnir 16. nóvember nk. Þá verða fluttar tvær af flautu- sónötum J.S. Bachs og auk þess partita fyrir einleiksflautu. Flytj- endur verða Manuela Wiesler (flauta), Helga Ingólfsdóttir (sembal) og Pétur Þorvaldsson (selló). A timum Bachs tiðkaðist mjög að semja tónverk fyrir flautuleik. Nokkur óvissa rikir um það hve margar flautusónötur Bach samdi. Þær hafa oft verið taldar sex. Af einni eru reyndar aðeins til tveir kaflar. í þrem af sónötun- um er leikið á sembal með flaut- unni, en i hinum þrem er gert ráð fyrir ,,basso continuo” með flaut- unni. Til þess voru áður notuð sembal og eitthvert bassahljóð- færi, t.d. fagott eða „viola da gamba”, strengjahljóðfæri svip- að litlu sellói en með fleiri strengjum. Viola da gamba er fá- gætt hljóðfæri nú og er oftast leik- ið á selló i staðinn. Flautusónötur Bachs eru taldar meðal merkustu tónverka sem samin hafa verið fyrir flautu. Kammermúsikklúbburinn beitir sér nú fyrir þvi að þær verði allar fluttar hér, likt og hann hefur gert um Brandenborgar-konserta og sellósvitur Bachs. Er ráðgert að þær fjórar flautusónötur, sem eft- ir eru, verði fluttar siðar á vetrin- um. Eftir nýár er ennfremur gert ráð fyrir tónleikum sem helgaðir verða kammertónlist eftir Brahms. t stjórn Kammermúsikklúbbs- ins eru Guðmundur Vilhjálmsson lögfræðingur, formaður, Einar B. Pálsson verkfræðingur, dr. Jakob Benediktsson og Þórarinn Guðna- son læknir. Bindindisdagurinn — Hafnarfjörður I tilefni bindindisdagsins 16. þ.m. verður sérstök guðsþjónusta i Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Bragi Friðriksson þjónar fyrir altari en sr. Helgi Tryggvason predikar. Inga Maria Eyjólfsdóttir syngur einsöng. Um kvöldið sér ung- templarafélagið Depill um sam- komu i Góptemplarahúsinu. HVAÐ ER AÐ? „finnið fimm villur" — lausn á bls. 10. Sjómannablaðið Vikingur. 9. tbl. 37. árg. er komið út. Meðal efnis I blaðinu er grein um nýju Vest- mannaeyjaferjuna, rætt er við Gisla Konráðsson um Ctgerðar- félag Akureyrar, sagt er frá skip- inu „Mayflower”, Hjálmar Bárð- arson ritar greinina Samstarf um björgunarmál og Guðfinnur Þor- björnsson ritar minningargrein um Erling Þorkelsson, sem lézt 15. júli siðastliðinn. Margt fleira efni er i blaðinu, sem er 80 siður að stærð. Ritstjórar Vikings eru Guð- mundur Jensson og Jónas Guð- mundsson. Æskan 10. tölublað 76. árgangs er komið út. Meðal efnis má nefna greinum enska sæfarann Francis Drake. Sagt er frá nokkrum fáránlegum veðmálum, og einnig er grein um sovézka geimfarann Juri Gagarin. Fjöldamargt annað efni er i blaðinu. Æskan er 64 siöur að stærð. Ritstjóri er Grimur Engilberts. Blaðið er nú selt I um 18.000 eintökum og er langstærsta barna- og unglinga- blaðið á landinu. Starfsfólk Kópavogs- hælis safnar fé fyrir sundlaug. Starfsfólk á Kópavogshæli, rúmlega 100 manns, tók sig til fyrir 4 árum og stofnaði sjóö sem nefnist Leiktækja-og ferðasjóður Kópavogshælis. Sjóðurinn hefur farið með vistmenn hælisins I ferðalög á sumri hverju, sl. sumar var farið austur að Úlf- ljótsvatni þar sem fenginn var að láni skátaskáli. — Einnig hefur sjóðurinn keypt nokkuð af leik- tækjum fyrir hælið. Nú er sjóðurinn að safna fé til þess að leggja i sundlaug, en fyrirhugað er að framkvæmdir hefjistnæsta vor. Sjóðurinn hefur boðið fram 500 þús. kr. framlag sitt til laugarinnar. Næstkomandi sunnudag heldur sjóðurinn kökubasar og böggla- sölu I Félagsheimili Kópavogs kl. 2 e.h. Vistmenn á Kópavogshæli eru nú um 200 á aldrinum frá 3 til 4 ára og upp undir sextugt. ABj. Peningalán — Laxveiði Sá sem getur lánað 1 milljón til 12 hundruð þúsund krónur i nokkra mánuði getur fengið privat laxveiði á sumri komanda i góðri á, ásamt veiðihúsi með öllum þæg- indum. Fritt i 10 til 12 daga, 3 stangir. Vinsamlega sendið tilboð til blaðsins merkt„Trúnaðarmár’ fyrir nk. þriðjudag 18. nóvember.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.