Dagblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 22
Hagblaðiö Laugardagur 6. desember 1975. i) 11 I Sjónvarp Shakespearleikrit í kl. 21,30 • w • sionvarpinu i kvold Si Sjónvarpið í kvöld kl. 20,35: — Lœknir í vanda Misskilningur á misskilning ofan Eins og við vitum er Loftus alltaf á eftir þvi að krækja sér i aðalstign og neytir til þess ýmissa bragða. t þetta sinn býður hann þekktum Harley Street lækni, Desmond Plumley Wright til þess að sjá tilraunir þær sem hann er að vinna að. Hann gerir það i von um að hinn verði hrifinn og það geti haft áhrif á aðalstignina. En Dick og Paul eru alltaf samir við sig og hafa dyggilega unnið i tilraunastofunni — að bruggun á vini. Þeir eiga ekki von á neinum heimsóknum nema frá Duncan og ákveða að skilja eftir eina vinflösku handa honum. Þegar Sir Desmond kemur svo að allri óreiðunni i tilrauna- stofunni, segir hann Loftus frá henni og fer. Loftus prófessor er öskuvondur og hefnir sin á Duncan, sem dettur um læknis- tösku Sir Desmonds, sem hann hafði gleymt þegar hann flýtti sér i burtu. Duncan býðst til þess að skila töskunni og fer með hana út i bilinn sinn, en uppgötvar þá að hann hefur gleymt billyklunum. Þegar hann kemur aftur er billinn hans horfinn. Duncan hafði þá gleymt þvi áð Dick ætlaði að fá bílinn lánaðan og var með auka- lykla að honum. Dick átti hins vegar að fara á aukavakt og lánaði Paul bilinn án þess að Duncan vissi. Það fyrsta sem Duncan datt i hug þegar hann sá að billinn var horfinn var að honum hefði verið stolið, en mundi þá allt i einu að hann hafði lánað Dick hann. Þegar hann svo mætir Dick i rannsóknarstofunni verður af alls konar misskilningur og Loftus er búinn að klaga bilþjófnað áður en nokkur skýring er fengin. EVI ,,Ég hef ekki séð þessa upp- færslu á Macbeth, en lesið um hana”, sagði Klemenz Jónsson, leikiistarstjóri rikisútvarpsins, þegar við ræddum við hann um laugardagskvikmynd sjónvarpsins „Macbeth” verður á dagskránni kl. 21.30 i kvöld „Þetta þykir mjög góð uppfærsla og ég hef heyrt vel af henni látið,” sagði Klemenz. — Hefur þetta leikrit Shakespeares verið flutt hér- lendis? — Macbeth var flutt i útvarpinu árið 1943 og þá lék Þorsteinn ö. Stephensen aðalhlutverkið og Lárus Pálsson var leikstjóri. Sá flutningur var i þýðingu Matthiasar Jochumssonar — Mér vitanlega hefur það ekki verið fært upp i opinberu leik- húsi. Fyrir 3 árum var verkið fært upp i leikskóla Þjóðleik- hússinsog var Gunnar Eyjólfs- son leikstjóri Þá var notuð þýðing Helga Hálfdánarsonar, sagði Klemenz Jónsson. Textahöfundur myndarinnar i kvöld er Dóra Hafsteinsdóttir og hefur hún stytt þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leikstjóri er John Gorrie, en aðalhlutverkin leika Eric Porter, Janet Suzman og John Alderton. Tekið er fram að leikritið sé alls ekki við hæfi barna. — Sýningartimi er tvær klst. og tiu minútur. -A.Bj. Eric Porter sem leikur aðal- hlutverkið i Shakespeare- myndinni i kvöld er sjónvarps- áhorfendum vel kunnur. Hann lék hlutverk Soames i Forsythe myndaflokknum vinsæla. — Eric Porter er mjög vel metinn ieikari heimalandi sinu og hefur verið aðalleikari Shake- spearesleikhússins i Stratford- up-on-Avon. V ......— ÆTLAÐI AÐ KAUPA NÝJUSTU PLÖTURNAR í KAUPMANNAHÖFN HULPA JÓSEFSDÓTTIR: Mestmcgnis islenzk lög i Laug- ardagspoppinu i dag. ,,Ég skrapp til Kaupmanna- hafnar fyrir stuttu og ætlaði að kaupa inn nýjustu plöturnar fyrir þáttinn,” sagði Hulda Jósefsdóttir, er við spurðum hana um Popp á laugardegi. „Danirnir virðast hins vegar vera svo langt á eftir timanum, að lög, sem við hér heima erum búin að spila i langan tima voru ekki einu sinni komin bangað, svo að ég fór tómhent heim.” í laugardagspoppinu í dag ætlar Hulda að kynna nýja plötu með söngsveitinni Lítið eitt. Einnig tekur hún nokkur lög af plötu Ingimars Eydal og senni- lega fylgja einhverjar nýjar is- lenzkar plötur með. „Já, ætli þetta verði ekki bara mestmegnis islenzkt popp hjá mér i dag, þvi að af nógu er að taka um þessar mundir,” sagði Hulda. „Þó verð ég lika með einhver erlend lög inn á milli, en ekki þó neitt sérstaklega nýtt,- þvi að mér hefur eHki gefizt timi til að athuga hvað hefur komið af nýjum plötum upp á siðkast- ið.” —AT— I Utvarp LAUGARDAGUR 6.desember 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: GuÖbjörg Olafsdóttir les sögu sina „Björgu og ævintýrasteininn” (5). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milji atriöa. óskalög sjúkl- inga kl. 10.25: Kristin Sveinbjömsdóttir kynnir. 12.00 Dagskrárin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 iþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan Bjöm Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. tslenskt mál. Dr. Jakob Benedikts- son flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi. 17.30 Lesiö úr nýjum barna- hókum. Gunnvör Braga Siguröardóttir sér um þátt- inn. Sigrún Siguröardóttir kynnir. — Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A minni bylgjulengd. Jökull Jakobsson viö hljóö- nemann i 25 minútur. 200.00 llljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.45 A bóka markaöinum. Umsjón: Andrés Björnsson. Dóra Ingvadóttir kynnir. — Tónleikar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 7.desember 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorfi og bæn. 8.10 Fréttir og veöurfregnir. 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. Otdráttur úr for- ustugreinum dagblabanna. 9.15 Morguntdnleikar (10.10 Veðurfregnir) a. Messa i C-dúr eftir Beethoven. Flytjendur: Jennifer Vyvyan, Monica Sinclair, Richard Lewis, Marian Nowakowski, Beecham- kórinn og Filharmoniu- sveitin i Lundúnum Sir Thomas Beecham stjörnar. b. Fihlukonsertnr. 1 i D-dUr eftir Paganini. Samuel Ashkenasi og Sinfóniu- hljómsveitin f Vin leika. Heribert Esser stjórnar. 11.00 Hátfðarguösþjónusta 1 Háskólakapellunni (HljóA- rituð fyrir viku) Davið Baldursson stud. theol predikar. Séra Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Kór guðfræöinema syngur undir stjórn dr. Hallgrlms Hclgasonar. Organisti: Máni Sigurjóns- son. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Érnest Ansermet. Dr. Ketill Ingólfsson flytur þriðja og slöasta hádegis- erindi sitt um stærðfræði og tónlist. 14.00 Staldrað við á Raufar- hófn — annar þáttur. Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar. Flytjendur: Alexander Brailowsky og Sinfóniu- hljómsveitin i Ffladelfi u. Stjórnandi: Eguene Ormandy. a. „Vilhjálmur Tell”, forleikur eftir Rossini. b. Pianókonsert nr. 1 i e-moll op. 11 eftir Chopin. e. „Furutré Rómaborgar”, hijómsveitarverk eftir Respighi. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 A bóka ma rkaðinum . Umsjón: Andrés Björnsson. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. Tónleikar. 17.40 {Jtvarpssaga barnanna: „Drengurinn I gullbuxun- um” eftir Max Lundgren. Olga Guðrún Arnadóttir les þyðingu slna (10) 18.00 Stundarkorn með banda- risku söngkontmni Evelyn Lear. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Olga. Pétur Eggerz les Ur bók sinni: „Hvað varstu aö gera öll þessi ár?”. 19.45 Trió i Es-dúr eftir Schubert. Tékkneska trióið leikur. 20.30. Sýslumaðurinn sögu- fróði. Dagskrá um Jón Espólin í samantekt Jóns R. Hjálmarss. Lesarar með honum: Albert Jóhannsson, Guðrún Hjörleifsdóttir og Þórður Tómasson. 21.15 Organleikur og einsöng- ur i Akureyrartirkju. Flytjendur: Meta Hánschen og Ekkehard Richter. a. Adagio I As-dUr eftir Kuch- ar. b. „Biblluljóð” op. 99 eftir Dvorák. 21.45 Ljóð eftir dr. Jakob Jónsson. Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.