Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 16
16 Dagblaöiö. Miövikudagur 17. desember 1975. Hvað spgja stjörnurnar Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 18. desember. Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Sam- staða innan fjölskyldunnar stuðlar að þvi að nýtilkomið vandamál leysist. 1 dag gæti þér jafnvel græðst fé á ofurlitlu braski eða með smávægilegum en sniðug- um tilfærslum. Fiskarnir (20. febr,—20. marz): Þau ykk- ar sem eru laus og liðug gætu vaknað upp við að vera flækt i viðjar ástarinnar. Dag- leg verk þin verða skemmtilegri en vana- lega. Heillaliturinn þinn er grænn. Hrúturinn (21. marz—20. aprii): Hætt er við að slái i brýnu innan fjölskyldunnar ef nauðsynlegt reynist að endurskoða heimilisreksturinn. Vinskapur þinn og annarrar manneskju gæti tekið róman- tiska stefnu i kvöld þér alveg að óvörum. Nautiö (21. april—21. mai): Vináttusam- bönd einhvers i fjölskyldunni gætu komið þér að gagni núna. Yngra fólkiö lætur ekki vel að stjórn. Þetta er góður dagur til inn- kaupa og hittiröu liklega á kjarakaup ef þú athugar þinn gang. Tviburarnir (22. mai—21. júnl): Vinur þinn gleður þig með þvi að sýna mikla til- trú á hæfileika þina. Flest mun ganga þér i haginn i dag og þú ættir að notfæra þér þessi góðu öfl til hins ýtrasta. Krabbinn (22. júni—23. júli): Þú gætir þurft að taka ákvörðun i kvöld sem er mikilvæg framtið þinni. Þessi dagur er ekki vel fallinn til að stofna til nýrra kynna og sumt fólk gæti meira að segja farið i taugarnar á þér. Ljónið (24, júlí—23. ágúst): Þú færð bréf er sáir frækorni efans i huga þér hvað^ varðar einlægni og tryggð einhvers. Láttu" vera að'trúa öðrum fyrir einkamálum þinum núna. Trúlegra er að annað fólk gagnrýni þig frekar en hjálpi. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Eldri manneskja þráir að hætt sé að lita á hana sem hvert annað húsgagn og henni sé sýnd meiri tillitssemi. Nú fer að nálgast að sinna verði mikilvægu heimilismál- efni. Vogin (24. sept—23. okt.): Heimilisand- inn ætti að skána til muna um leið og búið er að sinna málum eins I fjölskyldunni. Þeim sem vinna við skapandi störf ætti að reynast þessi dagur góður. Sporðdrekinn (24. okt,—22. nóv.): Mikið virðist vera um að vera i félagslifinu hjá þér. Aðlaðandi manneskja af hinu kyninu sér þig i mjög jákvæðu ljósi. Reyndu að ráða við tilhneigingu þina til að eyða fé úr hófi fram. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Vertu nú á verði og griptu hvert tækifæri til að ota þinum tota. Einhver manneskja virð- istvera dálitið öfundsjúk vegna velgengni þinnar og vinsælda við ákveðið tækifæri. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Með nýj- um aðferðum ættirðu nú að geta bætt heilsu þina og álit út á við. Reyndu að forðast deilur sem mest i kvöld, spáin bendir til þess að einhver spenna muni liggja i loftinu. Afmælisbarn dagsins: Þetta árið gæti þér tekizt að rifa sig úr viðjum vanans. Aður en áriö er á enda færðu nýtt, óvanalegt og mjög áhugavert tækifæri. Um leiö og eitt ástarsamband rennur út i sandinn verð- urðu kominn á kaf i annað. Þú ert mjög eftirsóttur út á við. „Geturðu ekki skúrað eitthvert annað herbergi?” „Emma! Er maturinn til? Ég er aö farast úr hungri!” Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slokkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Rafmagn: t Reykjavik og Kópa- vogi simi 18230. 1 Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubilanir: Simi 25524. Vatnsveitubilanir: Simi 85477. Simabiianir: Simi 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími 27311 Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólar- hringinn. Tekið er við tilkynriingum um bil- anir á veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum, sem borgar- búar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Sjúkrahús Borgarspitaiinn: Mánud. — föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard. — sunnud. kl. 13.30—14.30 og 18.30— 19. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15—16 og kl. 18.30—19.30. Fæðingardeild: Kl. 15—16 og 19.30— 20. Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30—16.30. Klcppsspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 18.30—19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30— 17. Landakot: Mánud. — laugard. kl. 18.30— 19.30. Sunnud. kl. 15—16. Barnadeild alla daga kl. 15—16. Grensásdeild: Kl. 18'30—19.30 ) alla daga og kl. 13—17 á laugard. og sunnud. Hvitabandið: Mánud. — föstud. kl. 19—19.30, laugard. og sunnud. á sama tima og kl. 15—16. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Sólvangur Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Landspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 19—19.30. Fæðingar- deild: kl. 15—16 og 19.30—20. Barnaspitali Hringsins: kl. 15—16 alla daga. Apótek Kvöld-, nætur- og heigidaga- varzla vikuna 12,—18. desember er i Vesturbæjar Apóteki og Háa- leitis Apóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Hafnarfjörður-Garðahreppur Nætur- og helgidagavarzla, upplýsingar á slökkvistöðinni i sima 51100. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tannlæknavakter i. Heilsuvernd- 'arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Simi 22411. Reykjavik — Kópavogur Dagvakt: Kl. 8—17. Mánud,—föstud., ef ekki næst i heimilislækni, sfmi 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl. 17—08 mánud. — fimmtud., simi 21230. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. I fö Bridge r Bjartsýnisslemma í eftirfar- andi spili heföi getað unnizt ef sagnhafi heföi veriö betur vak- andi fvrir möguleikum i kast- þröng, skrifar Alan Truscott. Vestur spilaði út spaöagosa I sex tiglum suðurs. A Á974 V KD753 ♦ K A G5 * 763 A D8632 ¥ G10862 V 9 ♦ D65 ♦ 1098 * D98 * K10 V A4 4 KG42 ♦ AG7432 4 A105 Ef vestur hefði spilað út laufi hefði suður ekki átt vinnings- möguleika, en suður hafði sagt lauf svo erfitt var fyrir vestur að finna það útspil. Spaðagosinn var drepinn með kóngnum heima — og tigli spilað á kónginn. Þá hjarta á ásinn — tigulás og meiri tigull. Trompið féll. Vestur fékk aftur tækifæri til að spila laufi með árangri — en gerði það ekki. Spilaði spaða. Suður tók á ás blinds og trompaði spaða. Þá spilaði hann tígli. Nú hefði suður átt að geta lesið i stöðuna. Vestur hafði átt tvo spaða og þrjá tigla og kastað hjarta i tigulinn. Það hefði hann ekki gert frá fjórlit — meiri likur að hann væri með fimm hjörtu en þrjú. Ef vestur hefði átt fimm lauf i byrjun eru allar likur á að hann hefði doblað fjögur lauf — spilað út laufi eða kastað laufi. Þegar spilið kom fyrir spilaði suður hjarta eftir tigulinn i átt- unda slag og tapaði spilinu. Ef hann hefði hins vegar spilað siðasta trompi sinu kemur upp tvöföld kastþröng. Vestur verður að kasta laufi — hjarta úr blind- um. Þegar kóngur og drottning eru tekin i hjartanu er austur i kastþröng: verður áð halda spaðanum — vestur hjartanu. Hvorugur getur varið laufið. Vestur gat brotið kastþröngina með þvi að spila laufi þegar hann fékk slag á tiguldrottninguna. A Aljechins-minningarmótinu i Moskvu i ár kom þessi staða upp i skák Planinc og Kortsnoj, sem hafði svart og átti leik. 14. — — Rxe4! 15. Rxe4 — Dxe4+ 16. Kdl — 0-0-0! 17. Bxh6 Hxg2 18. Dfl - Rxc2 19. Hcl - Dg4+ og hvitur gafst upp.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.