Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 10
10 Dagblaðið. Miövikudagur 21. janúar 1976. !i TBIABIB Ifrfálst, nháð daghlað Útgefandi: Dagblaðift hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur llelgason iþróttir: Hallur Simonarson llönnun: Jóliannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrin Pálsdóttir, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson 'Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson •Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúla 12, simi 831122, auglýsingar, áskriftir og af-s greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Lærum af reynslunni íslendingar eru sem þjóð nokkuð lengi að læra. Jafnvel i aðalatvinnu- grein okkar, fiskv«iðum, höfum við verið sein að tileinka okkur nýjungar. Við verðum að vera fljótari en venju- lega að læra af reynslunni, sem nátt- úruhamfarirnar á Norðausturlandi hafa veitt okkur. Fyrsta verkefnið verður að bæta fólkinu á Kópa- skeri að fullu það tjón, sem það hefur orðið fyrir. Við vorum sein að koma á viðunandi tryggingu fyrir almenning gegn eyðileggingu náttúruham- fara. Viðlagatrygging var ekki i lög leidd fyrr en á siðastliðnu ári. Hún er afleiðing eldgossins á Heimaey- og snjóflóðanna á Norðfirði og viðar. Tryggingin sannaði fljótt gildi sitt. Hún hefur greitt bætur fyrir tjón af flóðunum á Eyrarbakka og af völdum veðurs á Suðureyri. Nú verður það verkefni þessa tryggingakerfis að bæta tjónið á Kópaskeri. Verði tryggingin ónóg, sem likur eru til, er ekki um annað að gera en samþykkja þær álögur, sem nauðsynlegar kunna að verða, svo sem hækkun söluskatts. Gert er ráð fyrir, að tekjur viðlaga- tryggingarinnar verði 160 milljónir, en kunnugir hafa metið tjónið á Kópaskeri á mörg hundruð milljóna. Þá er ömurlegt til þeás að hugsa, að það kerfi al- mannavarnanefnda, sem til er, er ekki nema nokk- urra ára gamalt. Þetta kerfi sannaði gildi sitt á Kópaskeri, en i heild er það alltof lasburða. Brýn nauðsyn ber til að efla það sem skjótast og láta þvi i té viðunandi búnað. Við verðum að vera viðbúin hinu versta, þvi að hið góða skaðar ekki. Við höfum i þessum efnum tilhneigingu til að stinga höfðinu i sandinn og láta eins og hættan af náttúruhamförum sé ekki til staðar eða málum muni einhvern veginn verða við bjargað, ef i hart fer. Stjórnvöld eiga þegar i stað að skipta landinu i hættusvæði með tilliti til jarðskjálfta. Miklu minna tjón hefði getað orðið á Kópaskeri, ef þetta hefði verið gert áður, svo sem um járnbindingu. Fræði- menn okkar ráða nú yfir meiri þekkingu á jarð- skjálftahættunni en nokkru sinni áður. Ekkert vit er i að láta verkfræðinga og byggingameistara taka á- kvarðanir um járnbindingu án strangra fyrirmæla. Styrkleiki bygginga á að fara eftir þeirri hættu, sem til staðar er. Rétt er að taka svonefnda landrekskenningu há- tiðlega. ísland er hluti Atlantshafshryggsins, og þvi hefur verið spáð, að hann gliðnaði, sennilega i stökkum. Unnt er að meta með nokkurri nákvæmni, hvar á landinu þessi stökk séu likleg. Tillit til þessa ber að taka við staðsetningu virkj- unarmannvirkja. Ekki er að efa, að landsmenn eru reiðubúnir að taka á sinar herðar þann aukna kostnað, sem af þvi mun leiða að gera okkur betur undir ógnir náttúru- hamfara búin. Við höfum orðið fyrir hverju áfallinu af öðru og vitum, að fleiri munu dynja yfir. 150 sinnum sterkari en Hiroshima-sprengjan: KJARNORKU- SPRENGJUR BJARGA KASPÍAHAFINU — 250 kjarnorkusprengjur í 113 km langan árfarveg Sovétmenn undirbúa nú sprengingu 250 kjarnorku- sprengja — sumra meira en hundrað sinnum stærri en Hiroshima-sprengja Bandarikj- amanna — til að mynda mikinn skurð i gegnum harða klöppira, að sögn sovézks blaðamanns sem sérhæfir sig i skrifum um visindi. Þessari áætlun er beitt að þvi að beina ánum i norðri inn i Kaspiahaf. Sovézkir visinda- menn hafa fylgzt náið með áætl- uninni á öllum stigum og beinist áhugi þeirra fyrst og fremst að þvi hvort sprengingin verði til aðauka á geislun i andrúmsloft- inu. Umhverfinu stafar ekki hætta af....... Þeir telja sig nú hafa sannað að umhverfisöryggið sé tryggt. jafnvel þótt sprengingin — eða sprengingarnar — verði tiu sinnum öflugri en vestrænir sér- fræðingarhöfðu áður talið nauð- synlegt til að vinna verkið. Það var Boris Belitzky, vis- indafréttaritari Moskvuút- \i varpsins, sem greindi frá þess- ari áætlun i hinu virta brezka visindariti, New Scientist, nú i vikunni. Með kjarnorkuspreng- ingu er kostnaður við verkið skorinn niður um tvo þriðju. Með skurðinum verður hægt að bjarga Kaspiahafi sem hefur á undanförnum árum verið að þoma upp vegna þess að Volga, sem verið hefur helzta vatns- burðarleið hafsins, er vatns- minni en áður fyrir áveitu. Skurðurinn verður 113 km lang- ur og mun hann beina i Volgu norðuránum sem nú renna beint út i Ishafið. Þrjú megatonn Að sögn Belitzkys verður djúpur skurður sprengdur i gegnum hrjóstrugt landið með mörgum sprengjum sem sumar eru allt að þremur megatonnum — eða hundraðog fimmtiu sinn- um öflugri en Hiros- hima-sprengjan. - I fyrra töldu bandariskir sér- fræðingar að sovézku verkfræð- ingarnir hygðust nota um það bil einn tiunda hluta þessa sprengiefnis. Tilraunir lofa góðu t greininni segir að visinda- menn hafi þegar sprengt þrjár sprengjur á svæðinu þar sem skurðurinn á að vera. Þær hafi veitt miklar upplýsingar um heppilega aðferð og möguleg áhrif, þar á meðal skaðleg nátt- úruáhrif. Sérfræðingarnir höfðu.lýst þeirri skoðun sinni að „nægilegs öryggis”mætti vænta i spreng- , ingunum, miðað við styrkleika og dýptar sprengjunnar og veðurskilyrða yrði vandlega gætt. Svæðinu, þar sem skurðinum er ætlað að vera, verður lokað mjög rækilega — engar vis- bendingar eru um stærð svæðis- ins — og Belitzky segir að geisl- unin verði drjúgum undir þeim alþjöðlegu mörkum sem eru i gildi. önnur hætta var sú að spreng- ingarnar gætu komið jarð- skjálftum af stað en visinda- menri telja sig nú vita það mikið um áhrif sprengingarinnar að um slikt verði ekki að ræða. VARIN LANDHELGI í Grjóti segir Kjarval: Fólk sem aldrei lyftir neinu i samtaki verður aldrei þjóð. Aratugum saman hefur islenzka þjóðin verið klofin i af- stöðu sinni til hersetu Banda- rikjamanna hér á landi. Það var reynt að ljúga þvi að okkur að þessi her væri hérna til að verja okkur íslendinga. Loksins virð- ist það renna upp fyrir öllum al- múga að sá her er ekki hingað kominn vegna ástar á okkur og elzta þinginu, að hann situr ekki vegna islenzkra hagsmuna, og þeir sem honum ráða láta sig okkar hag engu skipta. Hverju hefur hið svokallaða varnarlið frá Ameriku svarað þegar innrás hefur verið gerð i islenzka landhelgi og herskip hafa ógnað islenzku mannlifi svo sem Bretar hafa gert i öllum þorskastriöunum þrem? Eða NATÓ? Höfum við ekki staðið einir? Og óstuddir af nefndu varnarliði sem kom þó þaðan sem eitt sinn var kallað hin volduga vinaþjóð i vestri. Það var aldrei viö gengum i hernaöarbandalag, hin frið- sama þjóð, vopnlaus og herlaus utan þess sem kenndur er við hjálpræðið og syngur glatt undir harmonikku um sæluvist á himnum og syndirnar forðum. Það er laglegt að vera i svona klúbbi þar sem gistivináttan er ekki rikari en svo að i tómleika sinum vegna hins glataða hlut- verks sem konungur dýranna sé gömlu úrillu ljóni látið liðast að vera aö glefsa i þann sem er talinn minnstur fyrir sér til mannviga og annarra hryðjuverka á alþjóðamæli- kvarða. Ekki verður vart við að hinir klúbbverjarnir hangi i hinni gigtveiku rófu þessa forna heimsveldis til aö halda aftur af þvi þó ekki væri nema til þess aö gæta sóma klúbbsins ytra sem innra. Kannski er von að brezka flot- ann þyrsti i hefnd sem lét minnstu þjóð heimsins stöðva sig á óslitinni sigurgöngunni um höfin frá þvi spánski flotinn ósigrandi var sigraður 1588 þegar við vorum að sökkva i Lúthersdóm og volæði, en þurfti aö lúta i lægra haldi i tveim þorskastriðum: og heitir nú sem væntanlega 'þá Her Majesty’s Navy, og tignin heitir hvorki meira né minna en Elisabet nú sem þá foröum. Það er ekki nema i samræmi við hefð frá tið þeirrar fyrri EHsabetar að hin- ar brezku hetjur séu ótindir sjó- ræningjar, buchaneers and ruffians. En sú kaldhæðni að hið brezka orðgentleman skuli hafa verið tekið upp um allan heim. En Englendingum er kannski ekki alls varnað, og vonandi á brezkur almenningur eftir að hafa vit fyrir sinum yfirvöldum i þjónustu þeirra við fámennar auðvaldsklikur i fiskibæjunum,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.