Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1976. fyrir neðan allar hellur Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið bogið við um- ferðarmenningu hér á landi að minnsta kosti- hér í bæ. Að sjá hvernig bílstjórar aka er alveg fyrir neðan allar hellur. Ég hef séð hvernig umferð gengur fyrir sig í stórborgum erlendis þar sem mörgum sinnum fleiri bílar þurfa að komast leióar sinnar og hví- líkur munur! Þar taka bil- stjórar tillit hver til annars, en hér í Reykjavík „djöflast flestir áfram eins og naut í flagi” og virðast bara hugsa um að koma sjálfum sér áfram, — svína fyrir aðra bíla, alveg án þess að blikna. Menn virðast heldur ekki gera sér grein fyrir til hvers á að nota vinstri akreinina þar sem um tveggja akreina götur er að ræða. Það er ægileg reynsla að vera bílstjóri í Reykjavík, sérstak- lega á þeim dögum sem umferð er mikil, eins og á föstudags- eftirmiðdögum. Það er eiginlega alveg undra- vert að ekki skuli verða fleiri banaslys í þessari andstyggi- legu umferð. Maður ekur á 60 km hraða eftir aðalbraut (með 60 km hámarkshraða) og þá svínar einhver bölvaður asninn beint fyrir mann og ekur á svona 15 km hraða. Hvað á slíkt að þýða? Mér fyndist að það ætti að hafa lágmarkshraða svo hægt væri að sekta þessa þrjóta sem ættu alls ekki að fá leyfi til þess að setjast undir stýri. Þeir sem aka svona lúshægt eru ekki síður hættulegir en þeir sem fara alltof hratt. Svo er þetta með stefnu- Ijósin. Margir bílstjórar virðast ekki vita til hvers þau eru á bílunum. Þeir nota þau til þess að sýna hvað þeir eru að gera en ekki hvað þeir ætla að gera. Þar á ég við þegar stefnuljósið er gefið um leið og beygt er! Og svo enn eitt: Hvers vegna eru menn svona seinir að koma sér af stað á umferðarijósum?Vita þeir ekki að nota á gula ljósið til þess að setja bílinn í rétt gangstig og vera tilbúinn til þess að aka af stað þegar græna ljósið kemur. Það er engu likara en menn viti þetta ekki, þeir fara þá ekki eftir því. Leigubílstjórar finnst mér yfirleitt vera verstu böðl- arnir, — þeir svína á manni, gefa ekki stefnuljós og aka löturhægt að vinstri akrein. Það væri hægt að halda áfram í það óendanlega að en ég ætla að láta þetta nægja í hneykslast á reykvískri umferð bili. Hundsvekktur bílstjóri STOFNUNIN A AÐ VITA UM BREYTINGAR! — sem gerðar eru á fiskiskipum og ekki dugir að skýla sér á bak við vanþekkingu, segir lesandi Sæmundur KR. hringdi: ,,Nú með skömmu millibili hafa systurskip sokkið og í öðru tilvikinu fórst öll áhöfnin — í því síðara fórust tveir menn en 6 manns var bjargað og þá fyrir hina mestu mildi. Út frá þessu hafa menn farið að velta sjóhæfni þessara skipa fyrir sér og af frásögnum sjónarvotta þá var engu líkara en skiptið steyptist yfir sig. í beinu framhaldi af þessu hljóta menn að velta fyrir sér eftirliti með öryggi skipa og hvernig Siglingamálastofnunin hagar því eftirliti. í Morgunblaðinu þann 14. apríl kemur siglingamálastjóri fram með furðulegar yfirlýs- ingar. Hann lýsir því yfir að Siglingamálastofnunin hafi ekki haft hugmynd um að þess- um skipum hafi verið breytt og að nýjar vélar hafi verið settar í skipin. Hvar er þá eftirlitið? Er von að maður spyrji. Siglingamálastofnunin gefur út í byrjun hvers árs haffærnis- skírteini. Til að mynda kom fram að skipt hefði verið um hvalbak, sett ný vél í skipin og allir vita að þessar nýju vélar eru mun léttari en gömlu vélarnar. Það var gefið út haffærnisskír- teini eftir að skipt hafði verið um vélar í Álftanesinu í fyrra. Eg lýsi því yfir vantrausti á þessa stofnun og þar sem yfir- maður þessarar stofnunar teiknaði þessi skip finnst mér furðulegt að þessi maður skuli koma fram í fjölmiðli og segja að stofnunin viti ekkert um breytingar á skipunum. En þegar allt kemur til alls þá á,já á stofnunin að vita um þetta. Meðal sjómanna er talað um að þessi austurþýzku skip séu hinir verstu koppar er við íslandsstrendur stunda veiðar.” * ' Hringið i síma 83322 kl. 13-15 eða skrifið Raddir lesenda Dagblaðið Siðumúla 12 Reykjavík - Þorn skrifar: Málefni BUR eru talsvert í sviðsljósi þessa dagana, vegna kaupa á b/v Freyju, og ekki að ástæðulausu. B/v Freyja var keypt til landsins í fyrrahaust, trúlega með 80% erlendu láni. Núverandi reglur, sem settar voru seint í nóvember s 1., kveða svo á að kaupandi að skipi erlendis frá verði að leggja fram 33% af kaupverði, þannig að 260 millj. króna skipi hefði fylgt 67% erl. lán, eða ca 174 millj. kr. Ætli seljandi Freyju sér ekki því meiri gróða af sölunni eftir 6—8 mánaða rekstur má ætla að á henni hvili 260—280 millj. kr. erl. lán. Það er ekkert bann i gildi við innflutningi skipa, aðeins var i nóvember hert á reglum um eigið framlag kaupenda úr 10—15% í 33%. Heyrzt hef'ir að reikningur Reykjavíkurborgar hjá Lands- bankanum sé allmjiig vfirdreg- v FARANLEG KAUP BUR Á 100 milljónum kastað ó glœ f: inn og borgin og bæjarútgerðin skuldi þar stórar fjárhæðir. Finnst stjórnendum Lands- bankans það vera í lagi að bæjarútgerðin kasti 100 milljónum á glæ að óþörfu? Væri ekki nær að lána BÚR mismuninn á því sem nam út- borgun í 4 ára gömlu skipi Gunnars Hafsteinssonar og út- borgun í ónotuðu skipi sem er 100 millj. kr. ódýrara. Þó ráðamönnum borgarinnar og bankastjórum finnist þessi kaup í lagi er hætt við að skatt- greiðendur í Reykjavík séu á öðru máli. Þetta mál rifjar hins vegar upp ýmislegt, sem skeð hefir áður og leiðir hugann að því hvort allar ákvarðanir séu teknar með hag almennings fyrir augum. Það væri fróðlegt athugunar- efni og gaman að vita hve miklu hafa ráðið í sambandi við skipakaup bæjarútgerðarinnar og skipainnflutning almennt ættartengsl, mægðir og jafnvel samvera manna í spilaklúbbi, og hvað þeir ættmenn og vinir hafa haft f.vrir snúð sinn. En þetta upplýsist trúlega aldrei.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.