Dagblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 18
18 l)ACBI.AÍ)l» — MANUIMCUK 5. JUI.Í 1976 KÍA'I' KINKAUMBOt) A tSI.ANI) Davið Sigurðsson h.f., SltH'Ml; I.A :i5 Sími 38881. Rafvirkjar óskast Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða rafvirk.ja í rafveiturekstur til Ólafs- víkur og Hvammstanga. Nánari upplýsingar veitir starfs- mannastjóri. Rafmagnsveitur ríkisins, Lau«a\t*«i llli. lU'vk.javík. BRIMKLÓ endurfædd á nýrri plötu, þíSBlnódaií G. RÚNAR JÚLÍUSSON í þrumustuði á sólóplötu. WwSy' .-V i w'p'y' GEIMSTEINN - TÓNLIST ■ SKÓLAVEGUR 12 ■ KEFLAVÍK ■ SÍMI 92-2717 FÁEKKI NÁMSIÁN — en Sóley Enid lœtur það ekki á sig fá Sóley Enid Jóhannesdóttir hefur neitaö tilboði um framtíð á leiksviðinu í Kaupmanna- höfn. Hún ætlar heldur að halda áfram námi sínu sem jassballettkennari. annan um að dansa sem bezt og verða fyrstur til þess að dansa nýjustu dansana. Til þess að geta tekið þátt í slíkum dansi er nauðsynlegt að æfa sig i hverri viku. Hér gildir það sama og í öðrum íþróttum: Æf- ingin skapar meistarann," sagði Sóley Enid Jóhannesdóttir frá Keflavík. Sóley Enid, sem er frá Kefla- vík, hefur verið í Danmörku i tvö ár og er hálfnuð með fjög- urra ára nám sitt. Hún er að læra dans- og jassballett- kennslu. I sumarfríinu sínu dansar hún i ballettinum í stærstu revíu Danmerkur, Cirkusrevyen í ,,Bakkanum“. Þar koma fram allar frægustu revíustjörnur Danmerkur. ,,Ég ætlaði að fara heim til Islands i fríinu en varð að fresta ferðinni til þess að vinna mér inn peninga til að geta haldið áfrám námi." sagði Sóley. ..Mig hefur alltaf langað til þess að reyna mig á leiksviðinu. Það er allt öðruvisi en að koma fram úti í sal. Þess vegna sótti ég um starfið og eftir að hafa verið reynd var ég ráðin. En mig langar ekki til þess að halda áfram. Ég veit ao þetta er ágætis stökkpallur á frama- brautinni. Eg hef meiri áhuga á því að ljúka við nám mitt og stofna siðan dansskóla á Islandi, þar sem brýn þörf er á sltkri stofn- un. ekki sízt í jassballett," segir Sóle.v. Það eru aðeins tveir mánuðir siðan hún lauk prófum í dans- kennaranáminu. Kennari hennar, Britta Ilmark, spáir henni miklum frama. ..Hún er einhver bezti dans- ari sem ég hef séð," segir Britta Ilmark. ,,Mér finnst það mjög virðingarvert af henni að kjósa að ljúka námi sinu frekar en að skapa sér frama í skemmtana- iðnaðinum." Sóley þarf á öllum tuttugu og fjórum stundum sólarhringsins að halda. Þótt íslenzkir náms- menn, sem stunda nám erlend- is, fái fjárhagslegan stuðning frá íslenzka ríkinu hafa þeir. sem stunda dansnám, aldrei fengið námsstyrki. Sóley hefur haft áhuga á dansi síðan hún var fimm áfa gömul. Hún hefur ekki aðeins verið við dans- og jassballett- kennaranám heldur hefur hún þurft að vinna fyrir sér um leið. Til þess að útvega sér húsnæði hefur hún unnið við húshjálp. Til þess að fá vasapeninga hefur hún unnið við þjónustu- störf á diskóteki í Kaupmanna- höfn. Þar að auki hefur hún kennt diskóteksgestunum að dansa svokallaða „diskótek-dansa". „Alltof fáir af gestunutn geta fylgzt með þegar allt er á full- um krafti í diskótckunum i Kaupmannahöfn," segir Sóley. „Dansgólfið er nánast eins og keppnisviillur. Hver keppir við

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.